Þjóðviljinn - 23.04.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.04.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJÖÐVILIINN Þriðjudagur 23. spríl 1963 GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEIT aldrei komið fyrir, sagði Flor- inda hneyksluð. — Ég hef auga með honum, og þegar hann er of drukkinn til að standa á löpp- unum, þá læt ég einhvem af piltunum hjálpa honum. John sagði að vel væri hugs- að um Texas. Senoxa Vargas sem hann bjó venjulega hjá í Los Angeles var mild og móð- urleg. John hafði heimsótt hann og Texas hafði beðið hann fyr- ir skilaboð til Gametar. Hann hafði spurt hvenær hún ætti von á baminu og sagt að hann skyldi annast hana þegar þar að kæmi. Hann fór hátíðlega að þá vikuna skyidi hann vera ó- drukkinn. Henni væri óhætt að treysta þvi. John hafði iíka annars kon- ar fréttir að færa. Það höfðu verið óeirðir í norðurhluta landsins og miklar flugufregnir vom á kreiki. John sat á vegg- bekknum í herbergi Garnetar og sagði frá. Óeirðimar höfðu byrjað vegna forstokkaðs banda. risks liðsforingja sem hét John Charles Frémont. Jqhn útskýrði þetta nánar: Fyrir þremur árum hafði stjóm sambandsríkjanna sent út Hárgreiðslan P E R M A. Garðsenda 21, • sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfl. TJARN ARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Sími 14662. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEIND OG DÓDÓ. Laugavegi 11, simi 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E V Sólvallagötu 72 Sími 14853. Hárgreiðslustofa ADSTURBÆJAR (María Guðmundsc'óttlrj Laugavegi 13 simi 14656. Nuddstofa á sama stað könnunarleiðangur undir stjórn Frémonts til að finna leið til Oregonsvæðisins fyrir norðan Kalifomíu. Frémont hafði reynzt ágætur stjómandi. Svo sendi stjómin hann nýlega aftur til Oregon til að afla frekari upp- lýsinga handa fólki sem vildi setjast þar að. En í stað þess að fara beint til Oregon i þetta sinn, fór Frémont til Norður- Kalifomíu til að menn hans gætu hvílt sig og keypt sér vistir. Þetta var allt í*lagi enn þá. En menn Frémonts lentu í deilum. Þeir fóru að munn- höggvast við gósseiganda um hrossastuld og einn mannanna var ásakaður um að hafa gerzt sekur um óviðurkvæmilega til- leitni við dóttur annars góss- eiganda. Stúlkan var skyld Don Josjé Castro, yfirhershöfðingja í Kalifomíu. Castro skipaði Fré- mont og mönnum hans að hypja sig samstundis burt úr Kali- fomíu. Frémont hlýddi ekki. Þess i stað flutti hann búðir sínar upp á fjall sem hét Gav- ilan-tindur. Þar reisti hann fá- ein timburhrúgöld og dró bandaríska fánann að hún þar uppi. John yppti öxlum hæðnislega þegar hann sagði þessa sögu. — Það vjrðist helzt sem Fré- mont se einn þeirra sem getur unnið ágæt störf, meðan hann getur sjálfur gefið fyrirskipan- it; en 'vill aldrei taka tillit ’til neins annars. Castro hafði fyllsta rétt til að reka hann úr landi, fyrst menn hans höguðu sér ósæmilega. Auk þess er þetta mexíkanskt yfirráðasvæði og Frémont hefur engan rétt til að draga hér fána að hún. Og þá hótaðj Castro því að skjóta hann niður á Gavilan-tindinum. — Kom til bardaga? spurði Florinda. — Nei. en það er ekki Fré- mont að þakka. Til allrar hamingju fyrir okkur er Lark- in, ræðismaður siambandsríkj- anna, vissulega starfi sínu vax- inn. Larkin fór á fund Castrós og bar fram fo.rmlega afsökun- arbeiðni. Siðan fór Larkin til Frémonts og taldi hann á að draga fánann niður og fara norður á bóginn til Oregon. — Þetta er þá um garð geng- ið núna? spurði Gamet —• Ekki alveg, sagði John. — Það virðist helzt sem Larkin treysti því ekki fyllilega að Fré- mcrnt haldi sig á mottunni. Lark- in sendi boð til Kyrrahafs- flota Bandaríkjanna, sem ligg- ur í höfn í Mazatlán, um aö vernda bandarísku kaupmenn- ina ef til þess kæmi að bardag- ar blossuðu upp milli Castrós og manna Frémonts. Þess vegna kom skipið Portsmouth hingað og liggur nú í höfn í San Francisco. John brosti. — Þar er það, og sagan segir að þar verði það kyrrt. Dokaðu nú ögn við. sagði Flonnda. — Áttu við að það geti orðið stríð? — Það eru talsverðar líkur tfl þess, svaraði John. — Hvað sem Frémont líður, þá getur orðið stríð hvenær sem er. Þær hrukku við. — John, hvað er það sem þú átt við? hrópaði Gamet. — Lýðveldið Texas, sagði John, — er sennilega nú orðið fylkið Texas. Allir kanar gera ráð fyrir að Texas verði tekið inn i ríkjasambandið Oig Mexikó fari í stríð af þeim orsökum. — Drottinn minn góður, sagði Gamet. — John. ef það verður stríð, hvað eigum við þá að gera? — Ég býst ekki við að við gerum nokkum skapaðan hlut. Kanarnir í Kalifomíu hafa allt- af átt friðsamleg skipti við landsmenn. Ef nokkrir dólgar á borð við Frémont verða ekki tfl að eyðileggja hið góða samband þá munu Kalifomíubúar með gleði kveðja Mexíkó. — Við verðum þá ekki skot- in? spurði Florinda. — Tæplega. — Þú léttir af mér þungu fargi. Jæja, við látum víst hetj- umar um að slást, ef Það verð- ur strið. Ég verð að koma mér aftur í barinn minn. Hvenær getum við lagt af stað, Johnny? Garnet er alveg orðin frísk. John reis á fætur. •— Við Nikolai fylgjum ykkur tfl Los Angeles strax og þú vflt. Hann hló við. — Ég lofaði Silky að taka Þig með eins fljótt og mögulegt væri. Hann saknar þín. FlQrinda brosti. — Ekki min, Johnny, heldur auranna sem ég afla handa honum. Jæja, Garn- et, nú skaltu hvíla þig ögn og síðan látum við niður dótið. Og ég vona að þú þurfir aldrei að sjá Charles framar á ævinni. — Það vona ég líka, sagði Gamet. Hún andvarpaði fegin- samlega yfir því að losna nú við Charles fyrir fullt og allt. M/fr Mtt <cKN « ■- - 31 Charles vissi ekkert um að Garnet hefði í hyggju að fara til Los Angeles. Þegar hún kom inn á skrifstofu hans og sagði honum það, var hann agndofa og reiður. Hann sagðist ekki taka í mál að ekkja bróður hans seflist að í' spilavíti. Garnet svaraði afdráttarlaust, að hún hefði ekki beðið hann um leyfi til þess og hún ætlaði sér það ekki heldur. Sem snöggvast gat Garnet ekki leynt undmn sinni. Það var auðséð að hann var ekki vanur þvj að neinn í húsinu setti sig upp á móti vilja hans. En hann jafnaði sig fljótt og sagði með sinni venjulegu. ró- legu fyrirlflningu: — Gott og vel, farðu með þessari kven- snift til Los Angeles, ef þig lystir. Mér stendur öldungis á sama hvað um þig verður. — Þvi er ég fegin, svaraði hún. Charles heyrði bersýnilega ekki hvað hún sagði. 1— Mér stendur öldungis á sama hvað um þig verður. endurtók hann. — En ég hef mikinn áhuga á framtíð barns bróður míns. — Æ, látfcu mig í friði, Chart- es! sagði Garnet örvilnuð <W reis á fætur. Hún var ekk4 lengur veik en hún var þung á sér og illa fyrir kölluð og innilega leið á honum. — Þú getur komið hingað aftur hvenær sem þú vilt. sagði Charles og hló ónotalega. — Það mætti segja mér, bætti hann við. — að þú kæmir hingað skríðandi. — Það geri ég ekki, sagði Gamet. Hún fór inn í herbergi sitt og skellti hurðinni á eft- ir sér. Næsta morgun bundu pflt- amir klyfjamar upp á hross- in og klukkan átta var Garnet á lejð til Los Angeles. Þegar þau voru komin gegn- um skarðið og fjöllin huldu húsaþyrpinguna fyrir aftan þau. gaf Gamet frá sér sæluand- varp. Hún leit á John sem reið við hliðina á henni. —I Hamingjan góða hvað mér líður miklu betur! sagði hún. — Það undrar mig ekki, sagði John og hló þurrlega. Hann bætti við: — Veitingastofa Sflk- ys er ekkert óðalssetur. En þar geturðu að mjnnsta kosti verið sjálfri þér ráðandi. — Ég verð ánægð með það hvernjg sem það er, sagði hún. — Og John, sagði hún alvarleg. — Þakka þér fyrir allt sem þú þú hefur gert fyrir mig. Ég á ekki nógu sterk orð til að láta þakklæti mitt í ljós. John dustaði kusk úr faxinu á hestj sínum. — í sannleika sagt, Gamet, þá vildi ég síð- ur að þú reyndir það. Hann sagði þetta með sömu alvörunni og hafði gert henni ónotalegt innanbrjósts í fyrsta sinn sem hún hitti hann. Hann var aftur eins og ókunnugur maður. Hún sagði undrandi: —■ En John. mig langar ; svo til að sýna þér þakklæti! Þið Florinda hafið bjargað lífi mínu, það er alveg áreiðan- legt. Hví í ósköpunum skyldi ég ekki reyna að láta í ljós þakklæti mitt? — Mér er bara ekki um þetta orð, sagði John stuttur í spuna og um leið strauk hann um makka hestsins. En svo leit hann á hana og brosti afsakandi: — Fyrirgefðu, en ég ætlaði ekkj að vera eins 1 ó- kurteis og ætla mætti eftir orðum minum. Hafi ég hjálpað þér að verða hejlbrigð, þá var það alveg eins sjálfs míns Þjorsárós Framhald af 7. síðu. Hvar höfninni ýrði valinn staður fer eftir þvi hvar auð- veldast er að byggja skipa- kvíamar. Stjómendur þjóðar- skútunnar ættu að fara að líta eftir löndum þama austurfrá, til þess að lenda ekki f lóða- hraki, þegar framkvæmdir hefj- ast. Ennfremur ber þeim skylda til, með lagasetningu ef með þarf, að verjast ágengni út- lendinga með kjafti og klóm, þegar þeir ásælast hér jarðir og landsvæði. Það gæti orðið kostnaðarsamt að þurfa að sækja undir útlenda menn at- hafnasvæði til stórframkvæmda. Mér fyndist tilvalið að þeir sem búa beggja vegna fljóts- ins mesta á Fróni stofnuðu með sér félag til þess að hrinda í framkvæmd miklu hagsmuna- máli Suðurlandsundirlendisins og þjóðarinnar í heild. Steindór Árnason. Nú fer ég og bý til matinn. Komdu fljótt aftur Eitt . . . fimm .. fimm .. sex .. Hér er maturinn .. Við tökum eitt spil í viðbót. eitt .. tvö .. tvö .. se .. Ég gef meðan þú undirbýrð þif . . . SKOTTA © Ens Featnre. Syndicate, Ine. 1962. World righta reserved. J _____ Þetta er kærastinn minn frú Sigriður. Hann ætlar að sátja yfir mér, á meðan ég sit yfir barninu þínu. Gips þilplötur Stærð 120x260 cm. — Verð 129.00 platan. Mars Trading Company h.f. Klapparstíg 20. — Sími 17373. Aðalfundur Pöntunarfélags Náttúrulækningafélags Reykjavíkur verð- ur haldinn miðvikudaginn 1. maí 1963 í húsi Guðspeki- félagsins Ingólfsstræti 22 kl. 8.30. D a g s k r á : 1. Skýrsla stjómar félagsins. 2. Lagðir fram reikningar félagsins til samþykktar. 3. Stjónarkosning 4. Lagabreytingar. 5. önnur máL STJÖRNIN. Matsveina og veítingaþjónaskólinn Sýning á prófverkafnum, borðskreytingum og köldum réttum verður i húsakynnum skólans i Sjómannaskóla- húsinu kl. 15—16.30 í dag. ALLIR VELKOMNIR. PRÖFNEFNDIRNAR. Byggingafélag alþýðu - Reykjavík Ibúð til sölu: Tveggja herbergja íbúð, i þriðja bygginga- flokki, til sölu. Umsóknum sé skilað í skrifstofu félags- ins, Bræðraborgarstíg 47, fyrir klukkan 12 á hádegi fimmtudaginn 2. maí STJÓRNIN. Innilegustu þakkir öllum þeim vinum mín- um, sem sýndu mér hlýjan hug sinn og rausn á nírœðisafmœli mínu, 17. apríl s.l. — Sér- staklega þakka ég eigendum og starfsfólki Vél- smiðjunnar Héðins h/f og Stálsmiðjunnar h/f fyrir ágætt samstarf og vináttu síðustu ára- tugi. Gleðilegt sumar. JÓHANNES BJARNASON.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.