Þjóðviljinn - 24.04.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.04.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24 apríl 1963 HÖÐVILIINN SlÐA 3 Phju*, íIafþór. óupMumm, tiesíuru/a&z /7ríw <5ótU Í397o Áéenfflier mistékst að fella Erhard Fyrir atkvæðagreiðslúna reyndi Adenauer að gera sem minns’ úr stjórnmálaihæfileikum Er- hards, kvað hann að vísu hafa staðið sig með prýði í stjórn efnahagsmálanna, en öðru má'i gegndi, hvort þeir hæfileikar sem þar hefðu komið að gagni vær.j nokkurs nýtir í stjórnarforystu. Adenauer lagði fast að öðrum framámönnum flokksins að gefa kost á sér, svo sem þeim Hein- rich Krone og von Brentano. en þeir neituðu þvi. Utanrikisráð- herrann Schröder vildi heldur ekki gefa kost á sér, sagðist ekki telja tímabært að kjósa eftir- mann Adenauers. Var Erhard því einn í kjöri og hlaut hann 159 atkvæði, 47 tryggustu fylgismenn Adenauers greiddu atkvæði gegn honum, en 19 sátu hjá. Þegar úrslitum var lýst sagði Adenauer að nú bæri öllum flokksmönnum skylda að fylkja sér á bak við Erhard. — Ég mun styðja yður, herra Erhard, eftir beztu getu og af öllum kröftum, með hag þýzku þjóðarinnar f Adenauer og eftirmaður hans Klökkum rómi sagði Erhard við Adenauer: — Hvað sem okkur kann að hafa greint á um áður, verðum við að gleyma gömlum væringum og byrja að nýju. Ég vonast eftjr ráðum yðar og stuðningi, herra forsætisráð- herra. Það er skylda hvers krist- ins manns að kunna að gleyma og fyrirgefa. BONN 23/4 — Adenauer, Ielð- togi Kristilegra demókrata og forsætisráðherra Vestur-Þýzka- lands, tókst ekki að koma í veg fyrir að Ludwig Erhard efna^ hagsmálaráðherra yrði fyrir val- inu sem eftirmaður hans þcgar þingflokkur Kristilegra tók a' skarið á fundli í Bonn í dag — og hafði hann þó lagt sig állao fram við það. Erhard var kosinu með yfirgnæfandi mcirihluta. huga, sagði hinn gamli stjóm- málamaður. Ótrúlegt þykir mönnum þó að hann muni ekki reyna að leggja stein í götu Er- hards. Stórmerk norsk nýjung: Vinnsla fæðu úr fiskúrgangi Samkvæmt norskum fréttum þá er í uppsiglingu bygging fisk- vinnsluverksmiðju sem vinna mun mannamat úr meginhluta þess fiskúrgangs sem til fellar SkæruliBar í S-Vietnam sækja á VIENTIANE 23/4 — Vonir eru taldar hafa batnað á því að' komið verði á varanlegu vopna- hléi í Laos. Forsætisráðherrann Súvannafúma skýrði blaðamönn- um frá því í dag, að allir hinir þrír aðilar að stjórn IandSins hefðu orðið ásáttir um að full- trúar alþjóðlcgu eftirlitsnefnd- arinnar fengju aðsetur í aðal- stöðvum hersveita hlutlausra á Krukkuslcttu. Súvannafúma sagði að þeir myndu geta fylgzt með því hverjir gerðu sig seka um árásir. Pólland, Indland og Kanada skipa eftinlitsnefndina og má því gera ráð fyrir að allir haldi her- sveitum sínum í skefjum, med- an fulltrúar hennar eru á varð- bergi. Súfannafúma sagði annars að engir bardagar hefðu orðið á Krukkusléttu síðan á sunnudag. við flökun í hraðfrystihúsum. Á- ætlað er að þannig megi hag- nýta til manneldis rúmlega 90% af fiskhráefninu. öllum tilraunum og rannsókn- um í sambandi við þennan verk- smiðjurekstur er lokið og fram- kvæmdir framundan. Verksmiðj- an verður staðsett í Honnings- vág í Norður-Noregi því þar er tiltækt húspláss undir vélamar. Framkvæmdastjóri Norges Rá- fiskslag, Jöhs. Overá, segir í við- tali við blaðið Fiskaren af þessu tilefni að í stað þess að frysting í loðdýrafóður og mjölvinnslu hafi gefjð norskum sjávarútvegi 20 aura norska fyrir kílóið af þessu hráefni þá sé gert ráð fyr- ir að hin nýja verksmiðjuvinnsla geti gefið 1 til 2 krónur norsk- ar fyrir kílóið af sama hráefni. Gert er ráð fyrir að uppsetningu hinna nýju véla geti verið lokið innan 6 mánaða. Talið er að vél- ar 1 meðalstóra verksmiðju af þessari gerð kosti 600 þúsund norskar krónur. Verði reynsla verksmiðjunnar eins og vonir standa til þá er hér í uppsiglingu alger bylting í rekstri hraðfrystihúsa sem valda mun tímamótum í fiskiðn- aðinum. — J.K. Stórverkfall að hefjast í V-Þýzkalandi FRANKFURT 23/4 — Um hált milljón málmiðnaðarmanna í vesturþýzka fylkinu Baden- Wurttemberg mun hefja verkfall ef ekkli verða sættir á síðustu stundu um kröfu þeirra um átta prósent kauphækkun. Aðalstjóm vesturþýzkra málm- iðnaðarmanna samþykkti verk- fallsákvörðunina á fundi í dag, en einstök félög sambandsins munu ákveða hvenær verkfaliið skuli hefjast. Gert er annars ráð fyrir að það muni byrja 29. ap- ríl. Vinnuveitendur hafa fram að þessu algerlega hafnað kröfu verkamanna. Á morgun verður allsherjarat- kvæðagreiðsla meðal málmiðnað- armanna í fylkinu Norðurrín- Vestfalen um sams konar verk- faUsboðun. Búizt er við að hún verði samþykkt. I Baden-Wúrt- emberg var verkfallsboðunin samþykkt með 87 prósent allra þeirra sem atkvæðisrétt höfðu. Ný útgáfa af leynibæklingnum LONDON 23/4 — Nýrri útgáfu af bæklingi andstæðinga kjama- vopna með margvlslegum upp- lýsingum um fyrirætlanir brezku stjómarinnar varðandi almanna- vamir í kjamastríði var dreift i London í gær. Hún er nokkuð breytt frá þeirri sem dreift var á páskunum. 1 þetta sinn var bæklingurinn prentaður í 10.000 eintökum, að sögn á 20 stöðum víðs vegar í landinu. Gjörið svo vel að skoða útstillinguna í sýningar- glugga Iðnaðarbanka íslanda UNNt/EJMTA htÖaFRÆ.0. BÚÐIN Klapparstíg 26. ! Hversu margra dollara virði? K° I ! ! ! i romið tjl Spánar — kynn- izt unaðssemdum og vinahótum sem engin tak- mörk eru sétt. Spánn er öðru- vísi. Spánn er landið þar sem ferðamanninum er fagn- að af heilum huga. Yndisfög- ur fiskimannaþorp liggja dreifð sem glitrandi perlur við sólvermda strönd Mið- iarðarhafsins. Gestrisni fólks- ins helzt í hendur við feg- urð landsins og veðurblíðuna. Dvöl yðar á Spáni verður ævintýri líkust.“ Slíkar eru þær auglýsingar sem áróð- ursmenn Francos birta í blöð- unr víða um heim á þessu tíma árs til að laða ferða- menn til Spánar með erlend- an gjaldeyri i tómar hirzlur hans, og mun ekkert ofsagt í þeim um kosti landsins né hjartahlýju þjóðarinnar. Sú mynd sem þær bregða upp af jarðneskum sælustað, þar sem allt leikur í lyndi, kann að koma heim við þær hug- myndir sem grunnfærnir ferðalangar taka með sér frá Spáni eftir stutta sumardvöl en hún á harla lítið skýlt við þann veruleika, sem alþýða landsins þekkir af sárrj reynslu. Því að ,,Spánn er öðruvísi“ og spænsk ævintýri fara sjaldnast vel. Á það hafa menn verið minntir þessa síðustu daga, þegar þeir biðu eftir fréttum af af- drifum spænska kommúnist- ans Juiians Grimau. Dauði hans fyrir aftökusveit Fran- cos í garði Carabanchel- fangelsisins í Madrid að morgni laugardagsins var mönnum áminning um þá skuld sem þeir allir og Þó sérstaklega Evrópubúar standa i við þjóð hans, — og. erBW'e3,’’úgreidat'áldSffjorð-' ungi eftjr að til hennar var stofnað. Einmitt í- þessum mánuði fyrir tuttugu og fimm ár- um réðust úrslit borgara- stríðsins á Spáni, þótt enn Hði ár þar til öll mótspyrna lýðveldishersins væri brotin á bak aftur. f apríl 1938 höfðu hersveitjr fasista ruðzt suður að sólvermdri strönd Miðjarðarhafsins og þannig skipt yfirráðasvæði lýðveldis- ins í tvennt. Eftirleikurinn var auðveldur; úrvalssveitir þýzkra nazista og tugþúsund- ir velvopnaðra ítalskra fas- ista sáu fyrir því, þótt lýð- veldisherinn og sjálfboðalið- amir í alþjóðahersveitinni berðust af einstakri hugprýði gegn ofureflinu. En í raun- inni voru úrslit borgarastríðs- ins á Spáni ekki ráðin við Guadalajara eða á öðrum sögufrægum vígvöllum þess, heldur í stjórnarskrifstofum í London og Paris. Þar var fundin upp sú óhrjálega póli- tík sem gefið var nafn sem henni hæfði „ekki-ihlutunar- stefnan“, og fólgin var í því að Bretar og Frakkar tóku að sér að sjá um að lýðveldinu bærist engin aðstoð, meðan hinir þýzku og ítölsku fasist- ar hlutu eldskirn sína við að murka lífið úr því. Sovétrik- in urðu ein til að rétta lýð- veldinu hjálparhönd, en að- stoð þeirra dugði ekki til. Visvitandi létu ráðamenn Bretlands og Frakklands lýð- veldinu blæða út og ofurseldu böðlum Francos hina hug- prúðu forystusveit spænskr- ar alþýðu, kommúnistana; þá sem nú var ótti þeirra við kommúnismann öllu yfir- sterkari — líka sjálfsbjarg- arhvötinni. Síðar fengu þeir að borga svikin við spænska lýðveldið æmu verði. Fir munu þeir hafa verið sem létu sér til hugar koma á árum heimsstyrjald- arinnar síðari að Franco mjmdi enn sitja að völdum nær tveimur áratugum eftir. að Þýzkaland Hitlers og It- alía Mússólínis væru hrunin. Á því er þó næstá einföld skýring; andkommúnisminn er þar enn að verki, þótt nú séu það fyrst og fremst Banda- ríkin sem svo mjög eru hald- in þessum voðalega sjúkdómi, sem ruglar alla dómgreind og siðferðiskennd og gerir mönn- um ókleift að sjá hvað þeitn sjálfum er fyrir beztu. Franco væri löngu fallinn, ef Banda- ríkin hefðu ekki haldið í hon- um lífinu. Stjómum Banda- ríkjanna hefur síðan stríði lauk orðið svo vel ágengt við að hressa upp á hinn spænska einvald. að minnstu hefur munað að hann væri boðinn velkominn í öll samtök hins m Julian Grimau frjálsa heims — og hefur reyndar komizt með annan fótinn inn í þau flest. Franco- Spánn væri að líkindum löngu orðinn aðili að Atlanzhafs- bandalaginu, ef ekki hefði ver- ið fyrir þráláta andstöðu-; sósíaldemókrata á Norðurlönd- um. En í öllum löndum Evr- ópu og í öllum flokkum hafa verið og eru menn sem ekki ' hafa gleymt þeirri skuld sem spænsk alþýða á inni hjá þeim þjóðum sem brugðust henni — og sjálfum sér um leið — þegar verst stóð á. Þvi er það að þegar böðuls- kúlan sleit lífsþráð kommúnistans Julians Grimau í dimmum fangelsisgarði á laugardaginn var, hæfði hún um leið samvizku manna. Jafnvel de Gaulle, sem sent hafði íjármálaráðherra sinn til Madrid að bjóða Franco 150 milljón dollara lán kall- aði hann heim aftur á laug- ardaginn, svo að hinn blóði drifni einvaldur kann að verða langeygur eftir þeim peningum. Hækkerup, utan- ríkisráðherra Dana. sagði i gær að danska stjómin myndi ekki veita sendiráði Francos í Kaupmannahöfn neina að- stoð við fyrirhugaða „spænska menningarviku" sem átti að verða þar í næsta mánuði. Einn var þó sá maður sem lét sig morð Grimaus litlu varða. Þegar kona Grimaus hringdi til Washington að biðja Kennedy forseta að leggja manni sínum lið, var henni sagt að hann hefði öðr- um hnöppum að hneppa. Talsmaður forsetans sagði síðar að Kennedy teldi „ekki rétt að Bandaríkjastjóm skipti sér af dómsmálum í öðru landi“. Skýringuna á þeim viðbrögðum má ef til vill finna í eftirfarandi kafla úr forystugrein Franco-blaðsins ABC í Madrid: „Spánn hef- ur fram að þessu verið hinn ákjósanlegasti bandamaður Bandaríkjanna — og kannski sá eini sem ekki hefur gert þeim erfitt fyrir: í stuttu máli hollur og auðsveipur banda- maður. Við Spánverjar vænt- um þess að Bandaríkin véiti landi okkar alla þá efnahags- og stjórnmálaaðstoð sem það á skilið“. Hvað skyldi jíf Julians Grimau verða metið á marga dollara? ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.