Þjóðviljinn - 24.04.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.04.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24 apríl 1963 MðÐVIUINN - SÍÐA 7 // Það er að byrja gagnsókn hjá „Það er að byrja gagnsókn hjá okkur,'vitið þið i>að?“ Kalli á eyrinni hafði orðið. Mundi sjómaður: Hvað mein- ar þú? Kalli á eyrinni: Ég meina það, að við höfum verið á und- anhaldi í mörg ár en nú hefj- um við gagnsókn bráðlega. M. sjóm.: Og hver segir það? Kalli á eyrinni: Ég segi það, Og ég hef ýmislegt sem ég get sagt ykkur þessu til sönnunar. Þið vitið að í mörg ár, já eiginlega í tvo áratugi, héfur lengd vinnudagsins hjé okkur verið slík smán, að íslendingar hafa kinokað sér við að nefna það við stéttarbræður sina. er- lenda. Það sem þó er enn verra, er að við höfum sætt okkur við þetta ástand án þess að mögla svo teljandi sé. En þetta hefur verið að breytast í vetur. Skrif Þjóðviljans um vinnuþrældóm er eitt af því sem örugglega boðar sókn til bættra kjara á íslandi. Jón kennari: Já, þú segir satt Kalli. Ég hef ekki hugsað út í okkur" <S> Utför sex þeirra, er fárust mei Hrím- faxa geri í dag í dag verður gerð frá Dóm- kirkjunni útför sex þeirra sem fórust með millilandaflugvél- inni „Hrímfaxa“ við Osló á páskadag, 14. apríl s.l., áhafn- arinnar og eins farþega, Mar- grétar Bárðardóttur. Hér verður getið nokkurra æviatiða hinna látnu ' Jón Jónsson Jón Jónsson flugstjóri var fæddur að Hlíðarenda í Ölfusi 23. janúar 1918. Foreldrar hans voru hjónin Þorbjörg Svein- bjarnardóttir og Jón Jónsson. Jón fluttist til Vestmannaeyja með foreldrum sihum, er hann var 12 ára gamall og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla í Vest- mannaeyjum. en árið 1941 réðst hann til Eimskipafélags íslands og var skipverji á Dettifossi til ársins 1944. Ari síðar fór Jón Jónsson til Bandaríkjanna og hóf flugnám við flugskóiann í Tulsa, Okla- homa. Þar lauk hann atvinnu- flugprófi, prófi í blindflugi og flugkennaraprófi, auk þess sem hann lagði stund á vélfræði. Til íslands kom Jón aftur snemma árs 1947. stundaði fyrst flugkennslu en byrjaði að fljúga hjá Flugfélagi íslands um haustið. Hann var fastráð- inn flugmaður hjá félaginu 1. janúar 1948. Jón Jónsson hafði flogið 1 flestum gerðum flugvéla er flugfélagið hafði í notkun. Hann var mjög reyndur flug- stjórj og naut trausts- sam- starfsmanna sinna. Kvæntur var Jón Jonsson Fríðu Hallgrímsdóttur. Hann lætur eftir sig dóttur, ndu ára gamla. Ölafur Þór Zoega Ólafur Þór Zoega flugmaður var fæddur í Hafnarfirði 20. apríl 1935, sonur hjónanna Halldóru og Geirs Zoega for- stjóra. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, lauk landsprófi og stundaði um skeið nám í Menntaskólanum í Reykjavík, en fór síðan til Skotlands. þar sem hann gekk í verzlunar- skóla í Glasgow. Ólafur hóf flugnám í Flug- stkólanum Þyt, en fór síðan til Bretlands og hélt áfram námi í Air Service Training flug- skólanum í Southampton. Hann lauk prófum atvinnuflugmanna og blindflugsprófi vorið 1957. HjnrTl. maí 1957 réðst Ólaf- ur til Flugfélags íslands og starfaði fyrst sem flugmaður á flugleiðum innanlands, en síðan í millilandafluginu. Hann var mjög fær flúgmaður og naut trausts yfirmanna sinna og samstarfsmanna. Kvæntur - var Ólafur Elísa- betu Magnúsdóttur og eignuð- ust þau tvö börn, fjögurra og tveggja ára. Ingi. G. Lárusson Ingi G. Lárusson loftsigl- ingafræðingur var fæddur í Reykjavík 2. október 1939, sonur hjónanna Ingibjargar Láru Óladóttur og Lárusar Karls Lárussonar, fulltrúa. Hann lauk gagnfræðiprófi og stundaði að því loknu um táma nám í Bretlandj, Ingi hóf flugnám í Flugskól- anum Þyt og lauk þaðan prófi atvinnuflugmanna og nokkru síðar prófi í siglingafræði frá Loftsiglingafræðiskóia Skapta Þóroddssonar. Hann starfaði í tvö sumur sem hlaðmaður og síðar í flug- umsjón Flugfélags íslands. en « JwU Þ,ÚöU^ tjU 8Í«fa hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur þar sem hann var um rúm- lega tveggja ára skeið, unz hann gerðist loftsiglingafræð- ingur hjá Flugfélagi íslands 15. mars 1961. Ingi Lárusson hafði áunnið sér traust og tiltrú samstarfs- manna sinna. Hann var kvænt- ur Álfheiði S. Óladóttur, og áttu þau tvö börn, fjögurra og briggja ára. María Jónsdóttir Maria Jónsdóttir flugfreyja er fædd í Reykjavik 1. nóvem- ber 1932. dóttir hjónanna Sig- urlaugar Guðmundsdóttur og Jóns Vigfússonar. Hún stund- aði nám í Kvennaskólanum i Reykjavík, en vann síðan við verzlunarstörf unz hún gerðist flugfreyja hjá Flugfélagi ts- lands 1. maí 1956. María hafði í löngu og giftu- drjúgu starfi áunnið sér hylli . farþega og samstarfsfólks. Hún lætur eftir sig dóttur, þriggja Helsra Henckell Helga Henckell flugfreyja var fædd í Hamborg 9. maí 1937. dóttir hjónanna Maríu Bjarnadóttur oð Arnolds Hen- ckell. Hún fluttist með foreldr- um sínum til íslands ung að árum. I-Ielga lauk sútdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vílk vorið 1957. Hún gerðist flugfreyja hjá Flugfélagi íslands 1. maí 1962 og hafði á sínum stutta starfs- tíma i þjónustu félagsins á- unnið sér traust samstarfsfó’lks. Margrét Bárðardóttir Margrét Bárðardóttir var fædd 28. febrúar 1944 í Reykjavík. Foreldrar hennar ar voru Bárður ísleifsson verkfræðingur og Unnur Arn- órsdóttir kona hans. Margrét hafði dvalizt í Danmörku um nokkurt skeið og hafði fyrir skömmu heitbundizt dönskum manni. þetta í samhengi. En líklega er þetta rétt. Mörg undanfarin ár hefur Þjóðviljinn slégið upp ummælum ýmissa forustu- manna verkalýðshreyfingarinn- ar um þennan svívirðilega langa vinnudag. eins og stórfréttum, en síðan hefur kannski liðið víkan og ekki hefur verið minnzt á ástandið. Síðan í haust hefur baráttan gegn vinnuþrælkuninni verið eitt af meginbaráttumálum blaðsins. Það er spor i rétta átt. Kalli á eyrlnnl: Menn eru líka farnir að leggja raunhæfari tölur til grundvallar, er þeir ræða um styttingu vinnudags- ins. Það þýðir nefnilega ekkert að viðurkenna útreikninga þeirra Jónasar & Benjamíns á skiptjngu þjóðartekna. Ef við gerum það lendum við örugg- lega í fullkominni sveltu inn- an fárra ára, þó við lengjum vinnudaginn upp í 24 stundir. Nei, til þess að koma vinnu- deginum í viðunandi horf þarf að tvöfalda kaupið eða kaup- mátt launanna fyrir dagvinn- una, eða nólægt því, en það gerist kannski ekki í fyrstu lotu sóknarinnar. Mundi sjóm.: Þér finnst þá ekkí að buddan sé farin að þenjast neitt út að gagni undan sóknar-daglaununum? Kaili á eyrinni: Nei drengur minn. Sókn alþýðunnar til bættra lífskjara byrjar aldrei i buddunni. Hún byrjar nefnilega hérna (bendir á brjóst sér). Þaðan flyzt hún svo hingað (bendir á höfuð sér). Löngu seinna ber sóknin árangur í bættum kjörum. 1 sumum þjóð- félogum hefur þetta sóknar- tírpabil tekið mannsævir. Ranglætið sem við erum beittir með því að deila alþýð- unni síminnkandi hlut af þjóð- artekjunum. en byggja sífellt íburðarmeiri lúxus fyrir yfir- stétt þjóðfélagsins fyrir það fé sem tekið er af vinnutekjum okkar, bað veldur okkur sárs- auka. Okkur rennur i skap. Og sú réttlóta reiði knýr okkur til umhugsunar um orsakir rang- lætisins og við byrjum að hugsa og skipuleggja baróttuna. Ranglæti íslenzka auðvalds- skipulagsins er nú að komast á það stig, að það vekur okkur. Þannig byrjar sókn alþýðunn- ar til bættra lífskjara, (bætir hann við eftir andartaks þögn). Mundi sjómaður: Mér þykir Kalli vera orðinn hátíðlegur. Hvar hefur maðurinn lært allt þetta? Jón kennari: (lætur sem hann heyri ekki til Munda). Líklega hefur Kalli rétt fyrir sér. Það verður kannski ekki svo langt að bíða þess að sókn- in hefjist. (Bætir við með á- kefð eftir augnabliks umhugs- un). Það er líka fleira en bar- áttan fyrir vinnudeginum, sem bendir í sömu óttina. Þótt hún sé kannski mikilvægasti þáttur- inn. Hugsið þið bara um starfsmenn hins opinbera. Þessa vesalinga, sem oft hafa verið einir tryggustu taglhnýtingar yfirstéttarinnar ' og stundum verið beinlínis beitt gegn vérkalýðnum. Nú virðist þetta fólk ætla að standa sig eins og menn. Mundi sjóm.: Kannski íhaldið sé búið að kenna því nóg í þetta skipti. Kalli á cyrinni: Það er óneit- anlega mikilvægur sigur ef Bandalag opinberra starfs- manna gerist bandam. verka- lýðsstéttarinnar í kjarabarátt- unni. í stað þess að bíða þar til verkalýðurinn hefur rutt brautina eins og oft hefur vilj- að við brenna. Mundi sjóm.: Nei nú verðið þið að hafa mig afsakaðan. En skrifstofublækurnar yrði það síðasta sem ég gæti tfúað á. Þið hafið líklega aldrei þurft að leita til kontóranna í Reykja- vík og flækjast ó milli þeirra dag eftir dag og fá kannski aldrei afgreitt það erindi sem þið ætluðuð að reka. Kalli eyrarkari: Heyrðu fé- lagi. Við ræðum ekki um skrif- finnskufarganið í þetta skipti. Kannski tökum við það seinna til umræðu. — En ég vil vin- samlegast benda þér á að það er ekki Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, sem stjórnar skrifstofum íslenzka ríkisins, fremur en við eyrarkarlarnir verðum gerðir ábyrgir fyri ó- stjón verksmiðjanna sem við vinhum við. Nei. Það er hór- rétt sem hann Jón kennari seg- ir. Það þarf að koma Upp traustu bandalagi milli Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja og verkaiýðssamtakanna, og þið sjómennirnir þurfið líka áð mynda þetta bandalag. Þið þurfið meira að segja að vera ein höfuðdeildin, eins og þið hafið raunar alltaf verið, þótt risið á baráttu ykkar hafi ekki verið ýkjahátt síðustu órin. Það er vissulega skömm að því hvernig þið „HETJUR HAFS- INS“ hafið látið óhlutvanda valdabraskara féfletta ykkur. Mundi sjómaður: Þú meinar kannski gerðardómslögin á síld- inni. En svo ég tali í fullri al- vöru, þá er það skoðun mín að orsök þess að auðmannastéttin leyfði sér að stíga það skref, sé ekki að finna hjá sjómanna- stéttinni einni, heldur hjá öll- um samtökum alþýðunnar. Til- raunin til þess að skerða vöku- lögin og gerðardómurinn, eru ekki nema smávegis kjaraskerð- ing móti því sem tekið hefur verið af ykkur landverkamönn- unum. En við, öll alþýðan hefur verið f vörn um tíma. Hinsveg- ar er það álit mitt að útgerð- arauðvaldið hafi skarað svo í eldinn. með því að beita ríkis- valdinu gegn okkur eins og þeir gerðu í sumar leið, að þátttaka sjómannastéttarinnar í þeirri sókn sem þið eruð að tala um, muni þess vegna kannski verða meiri. Jón kennari: Að mínu viti eru eins og Guðmundi sé heldur ekki sama. En þið voruð að tala um Þjóðviljann og þá koma mér í hug prédikanirnar hans Jóhannesar úr Kötlum. Mikið djöfull finnst mér þær nú góð- ar. Mundi sjóm.: Prédlkanir? Því þá að kalla þetta prédikanir? Mér hefur satt að segja fátt leiðst meira í lífinu en prédik- anir. En ég hef gaman af pistl- unum hans Jóhannesar. Mér fellur orðbragðið. Jón kennari: Að mfnu viti eru þetta einmitt prédikanir. Þær eru kjarnyrtar. Það er satt. En það hefur komið fyrir í prédik- unum hjá beztu mönnum. Það er sagt að okkar gamla meist- ara Jóni hafi hætt til að nefna hlutina réttum nöfnum stund- ■um þegar hann var að áminna þá ríku sem níddust á hinum fótæku. En þá var rætt um skiptingu þjóðarteknanna með öðrum orðum en nú gerist. En svo kvað Morgunblaðið hafa lyft prédikunum Jóhannesar í æðra veldi .... Mundi sjómaður: Kannski Mogginn eigi eftir að birta þá Jóhannes og —sen hlið við hlið. Kallj á eyrinni: Ætli það verði fyrr en eftir endurfæðing- ina sem Mogginn gerir það. En Jóhannes vinnur gott verk með greinum sfnum. Hann segir okkur sannleikann um ýmislegt sem við þurfum að heyra, ekki aðeins um rökrétta mannvonzku auðvaldsskipulagsins, heldur líka um okkar eigin hégóma- skap. Við höfum nefnilegá hræsnað fyrir sjálfum okkur í mörg ór. Við höfum reynt að réttlæta mörg mistök með þvf að við værum önnum kafnir við að rétta okkur úr kútnum eftir aldafótækt og sult. En við gleymum því að fyrir dag- launamann eru þeir aurar sem hann ber í vasanum þýðingar- minni í kjarabaróttuni en sá styrkur sem hann á f stéttar- samtökum sínum, ef hann þarf að velja á milli. Framhald á 9. síðu. Biðröð í roki og 11 stíga gaddi Mikið ófremdaróstand hef- ur ríkt f Vestmannaeyjum f sambandj vjð mjólkuraf- greiðslu. Eru aðeins 2 mjólk- urbúðir í Eyjum. sem annast þessa þjónustu á vegum Mjólkunsamsölunnar í Reykja-^ vík. Meðfylgjandi mynd er tekin af biðröð á laugardag fyrir páska fyrir utan aðra mjólk- urbúðina og munu hafa verið um 100 manns í þessarj biðröð í norðanroki og tíu stiga frosti. A skírdag var svipað fjöl- menni í biðröö, en veðrið var öllu verra eða um 10 vind- stig og 11 stiga gaddur. Um annatímann fellur það í hlut húsmæðra með ungbörn á handleggnum eða gamal- menna að sækja mjólkina og standa í þessum biðröðum og er hver dagur samfelld hrakn- ingasaga. önnur mjólkurbúin er stað- sett í vesturbænum og hin i austurbænum og er 5 til 6 stúlkum ætlað að afgreiða mjólk handa 6000 manns. tveggja daga forða á stórhá- tfðum, á fjórum klukkustund- úm. Á virkum dögum þykir vel sloppið með um 15 mfnútur í biðröð og hálftíma á sunnu- dögum. Fólkið er orðið lang- breytt á þessú ástandi og há- værar kröfur eru til bæjarvf- irvalda að skerast f málið. Mjólkursamsalan í Reykja- i ! vík hefur sýnt lítinn skilning og lítinn áhuga um úrbætur og mætti þó benda á þá lág- markskröfu, að austurbæingar fái eina verzlun og mjólkur- búðirnar séu opnar lengur á sun'nudögum og stórhátfðum, Mjólkursamsalan f Reykjavík annast dreifingu mjólkur í Hafnarfirði og hefur þar 8 mjólkurbúðir og er það ein mjólkurbúð á tæpa þúsund íbúa. Eftir þessu ættum við að hafa 4 til 5 mjólkurbúðir starfræktar vfir vertíðina. Fólk hér f Eyjum sættir sig | ekki við óbreytt ástand f " mjólkursölumálum. Magnús Rjarnason Vestmannaeyjum. ! t !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.