Þjóðviljinn - 24.04.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.04.1963, Blaðsíða 10
10 síða----------------------------------------------------ÞIÓÐVILIINN GWEN BRISTOW: r l HAMINGJU LEIT vegna, af því að mér féll vel við þig og vildi að t>ú næðir heilsu á ný. Þú skuldar mér ekki neitt. Gamet hlustaði á hann undr- andi. — Finnst þér óþægilegt að taka við þakklæti? spurði hún hissa. — Já, viðurkenndi hann. — Mér finnst eins og ég hafi beðið um það. Og ég fyrirlít fólk sem gerir það. — Fólk, sem biður um þakk- læti? Hver — þetta skil ég ekki. sagði Gamet. John beit saman vömnum, hún sá vöðvana hnyklast við magra kjálkana. Sem snöggv- ast horfði hann beint fram fyrir sig á þo-kuslæðinginn sern hvíldi á fjöllunum framundan. Svo leit hann við og horfði í augu henni. — Hefurðu nokk- urn tíma orðið fyrir meðaumk- un að ráði. Gamet? Garnet varð undrandi en um leið var eins og vottaði fyrir nýjum skilningi á honum. Hún hristi höfuðið. John sagði hörkulega: — Jæja, en það hef ég. Án þess að gefa henni tóm ti] að svara, keyrði hann hest- inn sporum og náði Risanum sem reið spölkorn á undan þeim. — Við skuTum ríða ögn Sunnar hér fyrir höfðann. Hárgreiðslan P E R M A Garðsenda 21. sími 33968 Hárgreiðsin. ob snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARN ARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Simi 14662 Hárgreiðsiu- og snyrtistofa STEIND OG DÓDÓ Laugavegi 11 simi 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E V Sólvallagötu 72 Sími 14853 Hárgreiðsiustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 simi 14656 Nuddstofa á sama stað - | 3 5. 22997 ■ Grettísgötu 62 ST sagði John. — Það er lengra, en þokan er of þétt að norð- anverðu. Eftir það fór hann að sinna piltunum Þegar þau námu staðar til að taka sér matar- hlé, breiddi hann út ullarteppi handa Gametu og sagði: — Jæja, hér geturðu hvílt þig meðan piltarnir sjóða baunirnar Garnej; var að því komin að þakka honum fyrir, en tók sig á og sagði: — Já. Meðan hún lá þarna heyrði hún snarkið í eldinum undir kötlunum og rödd Johns sem gaf stuttar og gagnorðar fyr- irskipanir. Hún velti fyrir sér hvað hann hefði átt vjð þegar hann sagðist hafa orðið fyrir meðaumkun. Þáð virtist býsna ótrúlegt. að hann hefði ein- hvern tíma orðið að þiggía ei+thvað af einhverjum. Hún fann barnjð hreyfa sig og hristi höfuðið hrygg í bragði. — Veslingurinn Ijtli, sagði hún við barnið. — Það er hálf undarlegur og margbrot- inn heimur sem þú fæðist í. Þú þarft margt að læra. Hún reyndi ekki oftar að tjá John þakklæti sitt. En hann reið oft við hliðina á henni og hann benti henni á hina sérstæðu fegurð fjallanna kring- um þau. Þetta var í majlok. þegar þokan er of þétt 0;g dags- birtan gráhvít og annarleg. John hafði sagt henni að maí og júní. væru gráir mánuðir, tímabjl £€m ætti hvorki sól né skugga og næstum enginn mun- ur væri á birtunni frá sólar- upprás til sólarlags. Himjnninn var eins og skáhallt þak, svo lágt að næstum var hægt að seilast upp í það. Niðrj við jörð- in,a var þokulaust. Stundum sá- ust flygsur sem minntu á blautt, hvítt híalín, en yfirleitt var jörðin auð og þótt himinninn væri dimmur, voru litbrigði jarðarinnar margvísleg. Vijli- blómin voru hugfangin af þok- unni. Alls staðar glóðu blóm, bláar úlfabaunir og gul sinn- epsblóm fjólulitt salvie, græn- ir anisvængir sem breiddu úr sér Innanum hveitið. valmúar í öllum lifbrigðum. Loftið var þungt af raka og ilmi af salvie. Rakinn lagðist að húðinni og settist í hárið og hjúpaði blóm- in eins Qg þunnt lag af silfruðu hrími. Þegar þau ctönzuðu til að taka sér miðdegishvíld, tindi Risinn blóm og kom með þau til Garnetar og Florindu. Flor- inda bafði ekki mikinn áhuga af blómum sem slíkum, en henni þótti vænt um allt sem karlmannshönd færði henn; og þegar hún lét valmúurnar og lúpínumar falla í skaut sér, hrópaði hún hástöfum um feg- urð þeirra. Aðdáunin var skammvinn en hún var alvarleg á meðan á henni stóð. Garnet þótti vænt um blómin og hún var hrifin af þessu undarlega, kalda ljósi. Þótt henni þætti ferðin skemmtileg, fannst henni hún líka býsna erfið. Það var erfiðara að sitja hest núna en í fyrra þegar hún gat setið teinrétt í söðlinum. Þau hjn sýndu henni mikla tillitssemi. Þau tóku langar miðdegishvíld- ir og riðu hægt hennar vegna. En hún var glpð yfir, því að John var þama með og gat tal- að um iandið við hana. svo að hún hugsaði minna um eigin. þreytu. Á stöku stað í hlíðunum sá hún einkennilega ]jóta plöntu, vafningsplöntu sem breiddi úr sér í saurgulum flekkjum og þakti runnana svo langt sem hún náði. Hún spurði John um hana. — Hvaða gula vafningsjurt er þetta sem liggur eins og köng- urlóarvefur utaní öðrum plönt- um? John leit upp i hlíðina. — Hún er ekki frýnileg, finnst þér? Þeir kalla hana' ástarjurtina. — Ástarjurtina? endurtók hún. Það var undarlegt nafn á svo ljótri plöntu. Eða verður hún kannski fallegri seinna? — Nei. falleg er hún aldrei. Hún er óþverri og sníkjudýr. Hún vefur sig utanum blómlega runna. sýgur úr þeim allan mátt og kæfir þá. Það er þess vegna sem hún er kölluð ástar- jurtin. — En hver hefur fundið upp á þessu nafni? spurði Garnet. — Það veit ég ekki, sagði John þurrlega. Hún sneri sér við og leit á hann. — John, sagði hún. — Já. — Ég held þér finnist þetta mjög viðeigandi nafn á henni. — Ég ætlaði ekki að hneyksia þig með því að segja það, sagði hann brosandi. — Reyndu bara ekki að koma inn hjá mér tjl- finningasemi, Gamet. — Þannjg er þá álit þitt á ástinni? spurði hún. — Er það ekki líka álit þitt? .spurði hann dálítið undrándi. — Nei, síður en svo. — Ég ætti víst að dást að trúnaðartrausti þínu. En ég er þér ekki sammála. Garnet fann bæði til undrun- ar og kynlegrar samúðar. — Ég held ekki — að neinn hafi elsk- að þig, sagði hún með hægð. Hann yppti beinaberum öxl- unum. — Það er til fólk sem sagðist gera það. Hverjar svo sem tilfinningar þess voru í minn garð. þá héfði það verið betra fyrir mi g að vera án þeirra. Hann þagnaði. Eftir andartak reið hann frá henni til að hjálpa piltunum við að laga k'lyfjam- ar á einum hestinum. Florinda hló að einhverri sögu sem Risinn var að segja henni. Garnet reið á eftir þeim. nið- ursokkin í hugsanir sínar. John hafði rétt fyrir sér í sambandi við eina tegund ástar. Charles hafði sagt að hann elskaði Oli- ver. En það sem Charles hafði viljað gera fyrir Oliver, var að breiða sig yfir hann og kreista úr honum lífjð, rétt eins og ást- arjurtin. Og Oliver — hún gat ekki enn hugsað skýrt um Oli- ver. Það var alltof sársauka- fullt. En tilfinningar Olivers í hennar ggrð voru ekki það sem hún leit á sem ást. En þannig ást var til, sagði hún við sjálfa sig með þrjózku. Það var sams- konar ást og hún hafðj borjð til foreldranna, sterk og þrung- in trausti. Og það var slík sem hún þráði. Ef ég vjssj að ein- hver bæri slíkar tilfinningar til mín, hugsaði Garnet. gæti ég afborið hvað sem væri. Seinna tóku þau sér miðdeg- ishvíld. Meðan þau lágu í gras- inu eftir miðdegisverðinn, sýndi Garnet Florindu ástarjurtina og sagði henni hvað John hefði sagt um hana. — Heldurðu að hann hafi rétt fyri- gér? spurði Garnet. Florinda horfði á gulu flækj- urnar og hló ögn við. — Það er skrítið að þú skulir spyrja mig, vina mín Ég hef aldrei verjð ástfangin. — Ekki það? — Tja, mér likaði vel við þá, sagði Florinda •— Satf að segja hef ég verið skotin í mörgum karlmönnum um mína daga. En aldrei svo skotin, að ég gæti ekki kvatt glaðlega þegar aHt var um garð gengið. Hún hallaði sér aftur á bak. — Og ef þú spyrð mig, bætti hún við kuida- lega, — þá þykir mér það alveg nóg. — Nei, það er ekki nóg, sagði Gamef einbeitt Florinda leit bláu augunum rannsakandi á Gametu. — Jú. það er nóg, ljúfan mín, og ef þú nennir að hlusta á mig. þá skal ég segja þér dálítið um ástina. / — Hvernig getur þú það? Þú varst að enda við að segja að þú hefðir aldrei elskað. — Fari það kolað, sagðj Flor- inda. — Ég hef aldrei haft bólusótt heldur, og ég hef vit á að óska mér hennar ekki. Rödd hennar var skær og ró- leg þegar hún hélt áfram: — Garnet ég hef heyrt fólk blaðra um ást. Og ég hef séð til hvers það hefur leitt. Út í ein- tóma vitleysu, vina mín, og því fyrr sem þú hættir að leita að ástinni, því fyrr hættirðu að vera vonsvikin yfjr því að finna hana ekki. Garnet hristi höfuðið. —Þetta er ekki satt. Florinda. Það er til fólk sem elskar hvort ann- áð og stendur saman alla ævi eins og klettar. Heldurðu að slíkt fólk sé ekki til? — Nú, kannski. Rauðhært indíána-par í Perú. — Nei. sagði Gamet ofsa- lega. — Ég er að tala um for- eldra .mína. Það varð þögn. — ,jÉg e^ e]cki að aftaka að þetta geti komjð fyrir. Ég hef aldrei séð móður þína. En þú fyrirgefur þótt ég segi það, að þú hefur ekki held- ur séð mína. Hún lét útrætt um þetta, reis á fætur og sagði að það væri kominn tími til að fá sér blund og bauðst til að sækja teppin. Hún kom tjl baka með teppin i fangjnu. — Þú þarft ekki að hreyfa þig, sagði hún við Garnetu. — Ég skal búa um okfcur báð- ar. Gamet brosti til hennar — Ef það mætti dæma þig eftir orð- um þínum einum, myndi engum detta í hug hve natin og tillits- söm þú værir. — Það er dálítið annað, sagð' Florinda. — Þú ert vinkona mín og mér líkar vel við þig. Það er allt annað mál. Hún breiddi úr teppunum og útbjó tvö flet. Hún geispaði, tók af sér skóna og losaði föt sín og lagðist útaf í annað flet- ið Garnet vissi að hún hefði gott af að sofna dálítið, en hún var ekki syfjuð. Hún sat og horfði á John hjá'lpa piltunum vjð að tjóðra hestana þar sem beit var góð. Risinn kom til hennar með bolla af heitu súkkulaði. — Þetta yljar þér og gerir Þig syfjaða, sagði hann. Hún þakkaði honum fyrir og tók við bollanum. Risinn sett- Jæja, karlinn. Þú græddir vel. i Miðvikudagur 24. apríl 1963 SKOTTA Mamma mín, — en hvaða tima hef ég haft til þess að hreinsa herbergið mitt í dag? Hin dulda fátækt / USA Framhald af 6. síðu einnig sigurgöngu inn í aðraT greinar atvinnulífsins. Skrif- stofumenn sjá sína sæng út breidda eftir að rafeindavélai eru famar að annast útreikn- inga. Og í vændum eru sjálf- ritarar og býðingarvélar. Þjóðfélagsgæðum er mjög óréttlátlega skipt í Bandaríkj- unum. Hlt er að vera atvinnu- laus eða veikur í New York. En slíkt er algjört skipbrot ef bað gerist I Montgomery og alverst í Missisippi. Þar eru alls eng- ar almannatryggingar. Bandaríka skattakerfið er einnig mjög óréttlátt. Sam- kvæmt könnun sem fram fór 1960 greiðir fjölsk. sem hefur í meðalárstekjur 2.000 dollara — þ.e.a.s. langt undir því sem mannsæmandi má kalla — alTt . að 28,3 prósent í skatta, en fjölskylda með fimm sinnum hærri tekjur aðeins 24,5 prós- - ent. 1 Bandaríkjunum er lítið hirt um gamalmenni. Þau hafa gert sitt og verða að sjá um sig sjálf þegar þau geta ekki leng- ur bjargað sér í samkeppninni. Um 16 milljónir Bandaríkja- manna eru yfir 65 ára aldri. Aðeins helmingur þeirra býr í viðunandi húsnæði og hafa nægilegt fæði og læknishjálp. Fjölmargir þeirra hafa minna en 1.000 dollara áriega úr að spila. Social Security greiðir ekki nema 70 dollara mánaðar- lega í ellistyrk. í Bandaríkjun- um er sú upphæð alsendis ó- fullnægjandi enda hótt um fíl- haust fólk væri að ræða. Þeir sem hafa búið við fátækt allt sitt líf eru auk bess mun ver á sig komnir en þeir sem haft hafa úr nógu að spila. Milljón- ir manna fá ekki einu sinni bennan styrk. Bandaríkjn eru eitt auðugasta land veraldar. En bandaríska þjóðfélagið er engin góðgerðar- stofnun til hjálpar lítilmagnan- um. Það hjálpar aðeins þeim sem hjálpa sér sjálfir. Notaðar síldartuaaur Óskum eftir að kaupa notaðar síldartunnur. Upplýsingar hjá JðNI 6IS1ASYNI Sími 50865. Símanúmer vort er: 2 02 40 Rannsóknarstofa FISKIFÉLAG ISLANDS Skúlagötu 4. ATVINNUDEILD HÁSKÓLANS Fiskideild. — Skúlagötu 4. Sími 24204 nÚMAR ALLA •JÖLSKYLDUNA NNIÐ YÐUR >DEL 1963 ’^BJÖRNSSON & CO> P.O. BOX 1M4 • REYKMVlK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.