Þjóðviljinn - 24.04.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.04.1963, Blaðsíða 12
r -100% -75% 1 gær rétt náðum við 50% þannig að nú fer að síga á seinni helminginn i síðari lotunni. Okkur bár- ust enn myndarleg framlög frá Siglfirðingum, Húsvík- ingar sendu okkur fyrstu framlögin, sömuleiðis feng- um við ágætis framlag frá Suðureyri. Xveir af okkar elztu félögum hér í Reykja- vík sendu okkur sinn hvorn 500 kallinn og færum við þeim sem öðrum styrktar- mönnum liughéilar þakkir fyrir. Enn sofa Austfirðingar fskyggilega vært en við lif- um í voninni og vonandi kveðja þeir veturinn með myndarlegu framlagi. Ein- hver stífla v*irðist fyrir sunnan Fossvogslækinn, vonandi eru þeir ekki að bíða eftir steypta veginum. Við kveðjum mildan vetur í dag, eflaust þann mildasta sem komið hefur í mörg ár myndi Páll á Vcðurstof- unni segja og hcilsum sumri á morgun. Herðum sóknina. Tekið er á móti framlögum í skrifstofunni Þórsgötu X sími 17514. Skæruliðar í sókn í Suður-Vietnam SAIGON 23/4 — Skæruliðar Viet Congs Suður-Vietnam hafa haft sig mikið í frammi undanfarið og Iítur út fyrir að þeir hafi lagt undir sjg tvö út- virki stjórnarhersins 1 suður- hluta landsins. Þarna hafa verið háðir harðir bardagar og er sagt að í þeim htfi 200 hermenn stjómarliðsins íallið síðustu daga. Vetur konungur kveður Miðvikudagur 24. april 1963 — 28. árgangur 92. tölublað. Alþýðusamband Norðurlands: Lágmarkskröfur bætt kjör Alþýðusamband Norður- ’ lands hélt nýlega ráðstefnu til þess að ræða um kjaramál verkalýðsins. Ráðstefnuna sátu fulltrúar frá öllum sam- bandsfélögunum. f ályktun ráðstefnunnar um kaup og kjaramál segir m.a.: „Ráðstefnan telur að verkalýðs- félögin verði hvert á sínum stað að hefja nú þegar samninga við atvinnurekendur með eftirtaldar lágmarkskröfur fyrir augum: Kaupgjald hækki um 20%. Vinnuvikan verði stytt í 44 stundir. Fullt álag miðað við eftir- vinnu og næturvinnu komi á a/ila ákvæðisvinnutaxta. d. Kaup karla og kvenna á sildarplönum verði a.m.k. 10% hærra en almenn vinna. Ráðstefnan telur að náist ekki viðunandi samningar sé verka- Iýðsfé'ögunum nauðugur sá kostur að knýja fram kröfur sínar með mætti samtakanna.“ Ályktun ráðstefnunnar verður síðar birt í heild hér í blaðinu. Sumri fagnað í Kópavogi. — Sjá 2. síðu. Rætt um framboi og 1. maí í gær Hátíðahöldin 1. mai og fram- boð Alþýðubandalagsins voru að- alumræðuefni á fjölsóttum fundí Sósíalistafélags Reykjavíkur í gærkvöld. í uphafi fundarins-hafði Eð- DAG er síðasti vetrardagur.'' Veturinn sem nú er að kveðja hefur lengstaf verið mjög mildur og snjó'éttur um land allt, einkanlega voru febrúar og marz, óvenjulega hlýir. RÉTT FYRIR páskana brast hins vegar skyndilcga á af- taka norðan veður og fórust i því áhlaupi nokkrir bátar en aðrir urðu fyrir áf<>llum og 16 sjómenn drukknuðu. Var það þungur skattur sem Vetur konungur heimti þar af þjóð- inni. ÞESSI MYND var tekin af vél- skipinu Margréti frá Sig'u- firði, er það kom inn til Reykjavíkur eftir álilaupið. SKIPIÐ ER ALLT í klaka- brynju og sýnir myndin vel við hvílíkar hættur og erfið- leika sjómennirnir hafa þurft að berjast í þessu aftaka veðrj. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Bæjarreikningamálið á Sauðárkróki: Félagsmálaráiherra ber að fyrirskipa rannsókn þegar Við umræður í bæjarstjórn Sauðárkróks um bæjarreikning- ana 1961 komu nýlega fram stórmerkilegar upplýsingar, sem hljóta að leiða til þess, að fé- lagsmálaráðuneytið fyrirskipi op- inbera rannsókn á fjárreiðum bæjarins og reikningum Fiski- vers h.f. sem nú mun skulda um 30 milljónir króna, og er verulegur hluti af því beint reksturstap. Fjölbreytt hátíBa- höU Sumargjafar Barnavlnafélagið Sumargjöf gengst að vanda fyrjr fjölbreytt- um hátíðahöldum á sumardag- inn fyrsta. Skrúðgöngur barna verða frá Melaskólanum og Austurbæjarskólanum í Lækjar- götu, og lejka lúðrasveitir fyrir göngunum. Einnjg verða inni- skemmtanir, ieiksýningar og kvikmyndasýningar. Á fundi með fréttamönnum sögðu þeir Ásgeir Guðmundsson, form. Sumargjafar, Jónas Jó- steinsson varaform. og Bogi Sig- urðsson framkvæmdastjóri frá starfsemj félagsins Félagið var stofnað 1924, og var Bandalag kvenna einn helzti frumkvöðull þess. 1 fyrstu var félagið til húsa í Kennaraskólanum með starfsemi sína, og voru börnin 46 fyrsta árið. Grænaborg var fyrsta heimili félagsins. Nú eru leikskólar þess orðnir 7 en dag- heimilin 4. Mikil þrengsli eru jafnan, og fær félagið ekki ann- að öllum umsóknum. Því hefur bæjarfélagið ákveðið að verja 42 milljónum til bamaheimila á næstu 5 árum. Hefur Sumar- gjöf verið .falið að annast rekst- ur heimilanna og má búast við að tala leikskóla og dagheim- ila tvöfaldist. Riki og bær styrkja starfsemi Sumargjafar með fjárframlögum. Námu þau Framhald á 2. síðu. 1 byrjun umræðna gerði Mar- teinn Friðriksson. framkvæmda- stjóri, grein fyrir gagnrýni minnihlutans á bæjarreikning- um, og sýndi hann fram á, hvemig óglöggt og ófullnægjandi bókhald er notað til að breiða yfir mestu hneykslismálin. Rögn- valdur Finnbogason, bæjarstjóri, svaraði ádeilum Marteins, og þótti áheyrendum, sem voru allmargir, heldur broslegt að hlýða á klaufalegar útskýringar bæjarstjórans. Brást þá bsejar- stjóri hinn versti við og sneri máli sínu til áheyrenda. Sagðist hann furða sig á, að bæjarbúar væru að brosa að sér. Það þýddi nú lítið. Því að hann hefði séð reíkninga frá allflestum áheyr- endum, bæði uppgjör og skatta- framtöl, og hann vissi hví full- vel, að þetta fólk hefði ekkert vit á reikningshaldi. Gaf bæjar- stjóri fyllilega í skyn, að bó hann hefði kannski lítið vit á þessum málum, þá væru þó bæi- arbúar enn vitlausari í reikn- ingshaldi. Síðan talaði forseti bæjar- stjómar, Guðjón bakari Sigurðs- son, og ræddi um kaup bæjar- ins á Fiskiveri h.f. Sagðist hann vita, að við þá samningsgerð hefðu verið brotin lög og „far- ið aftan að lögunum," en aðal- ráðgjafinn við það hefði hó verið enginn annar en Hallgrímur Dalberg, fulltrúi félagsmálaráð- herra! Varð nú uppi fótur og fit ) salnum við þessar stórmerkilegu upplýsingar, og var þess óskað. að ummælin yrðu bókuð. Ekki fékkst það þó fram, enda neit- aði bakarinn, forseti bæjarstjórni ar, að endurtaka ummælin! Frásögn af þessum sögulega bæjarstjómarfundi birtist fyrir nokkrum vikum í MJÖLNI, mál- gagni Alþýðubandalagsins 1 Norðurlandskjördæmi vestra, og vitað er, að HaUgrímur Dalberg hefur fyrir löngu frétt af þess- um fundi, en hann hefur enga tilraun gert til að bera af sér þessa alvarlegu ákæru um lög- brot. Velta menn bví fyrir sér. hvort þögnin sé sama og sam- þykki. Félagsmálaráðherra, Emil Jóns- son, er á margan hátt orðinn á- byrgur um það ástand, sem skapazt hefur á Sauðárkróki. Meirihluti bæjarstjórnar situi við völd í skjóli þess, að nú hef- ur í bráðum ár dregizt að skera úr um lögmæti bæjarstjórnar- kosninganna á síðastliðnu vori. BæjaiTeikningarnir voru kærðir til ráðuneytisins í fyrra, en ráð-. herra hiýtur að hafa í 'hendi sér að knýja meirihluta bæjarstjórn- ar til að Iagfæra reikningana. Eftir þessar seinustu upplýs- ingar forseta bæjarstjórnar, er það skylda ráðherrans að fyrir- slcipa tafarlausa rannsókn á þess- um cinstæðu reikningsmálum, enda er erfitt að skilja, að hann geti setið aðgerðarlaus, er fuil- trúi hans er borinn svo þungum sökum. varð Sigurðsson, form. Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, framsögu um hátíðahöldin 1. maí. Rakti hann gang þessa máls að undanförnu og hvemig stjóm- arliðið innan Fulltrúaráðsins hefði ákveðið að rjúfa eining- una um hátíðahöldin og há hefð sem verið hefur um áratugi. að verkalýðsfélögin í Reykjavík skipi sjálf 1. maínefnd til *ð undirbúa hátiðahöldin og sjá um framkvæmd þeirra. Kvatti Eð- varð fundarmenn eindregið til að vinna ötullega að undirbúningi hátíðahaldanna sem 1. maínefnd- in sér um, ekki hvað sízt vegna þess að nú í ár eru 40 ár liðin síðan kröfuganga var fyrst far- in 1. maí í Reykjavík. Er lokið var umræðum um 1. maí hátíðahöldin kom framboð Alþýðubandalagsins í ReykjavíK við þingkosningamar 9. júní til umræðu. Verður framboðslistinn væntanlega birtur í blaðinu á morgun, fimmtudag. J öhjákvæmilegt aS krefjast kjarabéta Á aðalfundi Verkamanna- félagsins Hlífar í Hafnar- firði sl. mánudag var eft- irfarandi tillaga samþykkt einróma: „Aðalfundur Verka- mannafélagsins Hlífar, haldinn 22. apríl 1963. tel- ur að óhjákvæmilegt sé fyrir verkamenn og annað láglaunafólk að hefjast handa og knýja fram veru- legar kjarabætur . Fundurinn telur að leggja beri höfuðáherzlu á eftir- farandi atriði: 1. Kaup verði hækkað og vinnuvikan stytt. 2. Tryggt verði að sá kaupmáttur launa er knúinn verður fram i næstu samningagerð, verði ekki skertur“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.