Þjóðviljinn - 25.04.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.04.1963, Blaðsíða 9
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. apríl 1963 SlÐA 9 Skúli á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána Þegar hlustandinn þarf að hleypa í sig kjarki Það var ekki laust við, að okkur fyndist stundum í vet- ur, að hver fréttatíminn væri öðrum likur. þegar útvarpið flutti dag eftir dag frásagnir af gcðum afla, góðu veðri og af áhyggjum skiðamanna út af hinu dæmalausa snjóleysi. Lægð brast suður yfír landið En í Dymbilvikunni skipti skyndilega um fréttaefni út- varpsins. Lægð barst suður yfir land- ið norðan frá Grænlandsjökl- um, og af meiri skyndingu en svo, að spámenn veðurstof- unnar fengju skynjáð hvert fimbulveður fylgdi. Skíðamennirnir, þeir er mestar áhyggjur höfðu haft af snjóleysinu, fengu snjóinn I fangið í slíkum mæli, að þeir sáu sér þann kost vænstan að snúa sér undan veðn og halda til heimkynna sinna, án þess að komast á sinn ákvörðunar- stað. En hinir, sem komnir voru alla leið áður en veðrið brast á, urðu að biða þrjá daga áður en þeir fengju spennt á sig skiðin. Sannaðist því á okkar ágætu skiðamönn- um það sem Hallgrímur kvað: Vér vitum ei hvers biðja ber. Ættu skíðamenn, sem og aðrir, að láta sér þetta að kenningu verða og láta það ó- gert, hér eftir að bi'ðja um snjó. Þetta var nú hið spaugilega við Dymbilvikuáfellið mikja. Hið sorglega var svo mann- tjónið og skipskaðarnir. er fréttir bárust af dag eftir dag, og hefur það eflaust ver- ið ofar í huga margra á föstudagiinm langa en sjálf ína Jesú Krists, er minnzt ar í útvarpinu með venju- legum hætti. Hjá öðrum hefur þetta svo ofizt saman og minnt á nálægð dauðans og fallvaltleik lífsins. Á laugardagskvöld var svo sorg útvarpsins búin, eins og hjá kerlingunmi, og var flutt- ur skemmtiþáttur, frekar ó- viðkunnanlegur þó og endaði með miklum og langvinnum fíflahlátri Á páskadag var svo uppris- unni fagnað að vanda, en ekki entist sá fögnuður okkur, nema til kvölds, því þá flutti útvarpið okkur enn fregnir af stórslysi, er „Hrímfaxi“ fórst á vofeiflegan hátt, með allri áhöfn. Of veiðibrátt í fréttaflutningi Það er að vísu ekki skemmtilegt að hlusta á frétt- ir af sköðum og slysförum. En fyrst hinir vofeiflegu at- burðir hafa nú einu sinni gerzt, er það einhvern veginn svo að við viljum fá sem gleggstar og nákvæmastar fréttir af þeim. En þar finnst okkur stundum, að nokkuð skorti á um skilmei-kilega frá- sögn og nákvæmni í lýsingu á öllum aðstæðum og málsatvik- um Ómerkilegar áróðursfréttir, erlendar, eru oft endurteknar æ ofan í æ, jafnvel svo dög- um skiptir. En fréttir af inn- lendum sköðum og slysförum eru venjulega ekki sagðar nema einu sinmi, og svo end- urtéknar í stuttu ágripi. Það hlýtur t.d. oft að vera hægt að skýra nákvæmar frá ýmsum málsatvikum síðar, — þegar allar aðstæður hafa verið kannaðar, en hægt er að gera í fyrstu frétt af at- burðinum. Svo vikið sé að erlendum fréttaflutningi, hendir það býsna oft, að útvarpið gerist of veiðibrátt. Það hleypur á sig og birtir frétt sem við nánari athugun reynást röng eða hrein áróðurs- og lyga- frétt. Þegar svo stendur á, er síðari fréttin sögð eins og hin fyrri hefði aldrei verið flutt, og ekki minnzt á ósamræmið, eða þá að síðari fréttin kem- ur sem leiðrétting á hinni fyrri. Nýjasta dæmið af þessu tagi er fréttin um manniinn hennar Þórunnar Jóhanns- dóttur, sem átti, samkvæmt fyrstu frétt, að hafa beðið um hæli í Bretlandi sem pólitísk- ur flóttamaður, en samkvæmt annarri frétt. hafði sami mað- ur fengið dvalarleyfi í landi þessu, vegna þess að konuna hans langaði til að dveljast nálægt pabba og mömmu. Og hlustandinn spyr: S'kipti það íslenzka útvarps- hlustendur nokkru máli. hvort þeir fengu fréttina um dvalar- stað þessara ágætu hjóna deg- inum fyrr éða seinna? Hefði ekki verið betra, hagkvæmara og skemmtilegra fyrir frétta- stofuna, að fá einhverja heila brú í söguna um dvalarstað hjónanna, áður en það birti fréttina ? Það hefði þó að minnsta kosti getað sparað sér þá fyrirhöfn, að éta ofan í sig hina fyrstu frétt. Stjórnmálaumræður tvö kvöld í röð Þegar maður á von á um- ræðum um stjórnimál tvö kvöld í röð, er næstum eins og hrollur fari um mann: Skyldi maður endast til aö hlustá á þetta allt saman ? Og þó; þetta er þrátt fyrir allt skárra en venjulegar prédikanir, eða einhliða áróð- ur, sem seitlar til manns gegnum hverja smugu, er komizt verður í hinni almenmu dagskrá. Og rifurnar eru margar í fréttum, í rabbi um dag og veg, í ýmiskonar er- - indaflutningi, og svo framveg- is. Þetta er þó, þegar alls er gætt, nokkurskonar kappleik- ur. svona eins og reiptog, knattspyraa. eða, ef vel geng- ur, glíma. Svo leggur maður það á sig að hlusta, hleypir í sig kjarki líkt og þegar maður drífur sig út í fjárhúsin í noráan garra, enda þótt notalegra hefði verið að sitja kyrr inni í hlýjunni. Ekki reyndist þetta þó neitt sérlega upplifgandi, og ekki sérlega spennandi. En þrátt fyrir allt dálítið fróðlegt. Ým- Vladímír Asjkenazí og Þórunn Jóhannsdóttir ræða við brezka blaðamcnn. Vladímír heldur á sovézka vegabréfinu sínu. islegt liggur ljósar fyrir en áður og skulu hér rifjuð upp nokkur atriði. Það er þá hið fyrsta, að núverandi stjórnarflokkar virðast ekki hafa í hyggju að vera með neinn skrípa- leik við kosningarnar í vor, eða hafa uppi tilburði í þá átt að að mylja tenn- ur hverjir úr öðrum í kosn- ingabaráttunni. Þeir villa því ekki á sér heimildir að þessu ieyti. Þeir virðast hafa svarið hvor öðrum hollustu fyrir 'fullt og fast :og eni' ákveðndr í að láta eitt yfir sig báða ganga. Þá var það hið annað, sem athygli vakti, að þeim var báðum stjórnarflokkunium svo meinilla við að ræða Efna- hagsbandalagið, að ekki verð- ur komizt hjá að draga þá á- lyktun, að þeir hafi meir en lítið óhreint í pokahorninu varðandi það mál. Þá er það hið þriðja, að Pramsóknarflokkurinn er ger- samiega óráðin gáta og sýni- lega til í hvað sem er. að kosningum loknum sem löng- um fyrr. Eftir þessar umræð- ur þarf hann tæplega að vænta sér fylgisauka frá óá- kveðnum vinstn mönnum, en trúlega mun hanin vinna eitt- hvert fylgi frá stjómarflokk- Framhald á 12. síðu. OKKAR Á MILLI HVAÐ GERIR MEIRIHLUTINN? Alþingiskosningar nálg- ast nú óðum: sú ör- lagaríka stund þegar háttvirtur kjósandinn gengur inn í sérstakan klefa með lýðræðið sitt í lófanum og krossar við lista þess flokks sem d hann vill fela framtíð þjóðarinnar í hendur. Áróðurinn er kominn í fullan gang og gamla spurningin leitar á hvern þann sem lætur sig þjóð- mál á annað borð nokkru skipta: hvað skyldi meiri- hlutinn nú gera? Bumbuslagarar viðreisn- arstjójnarinnar ganga vígreifjr og kotrosknir til leiksins, enda verður þvi ekki á móti mælt að nú- veran&i ríkisstjórn hefur verið sterk stjórn og sam- hent. Kratakænan hefur þrætt samvizkusamlega í kjölfar íhaldsdrekans af slíkri íþrótt að enginn hefur komið auga á hana .tem sérstaka fleytu og hefur henni bersým- lega verið ferðin ljúfari nú en í vinstristjórninni sælu. Stefna stjórnarinn- ar hefur líka verið skýr og einbeitt: áframhald- andi viðleitni til að gera ísland að þægu fóta- skinni heimskapítalism- áns á kostnað hinna fá- tækustu í landinu — auðvitað meö hið venju- lega frelsishjal og lýð- ræðisgaspur á vörunum. Til slíks brúks hefur stjórnin reynzt hin hæf- asta og því haft mikið vald og afl á bak við sig. Erlend herveldi og auð- hringakerfi hafa veitt henni hverskonar full- tingi. Innlent fjármála- vald hefur stutt hana og magnað á alla lund. Guð almáttugur hefur gefið henni góð ár og metafla. Enn er ein meginstað- reynd sem gert hefur viðreisnarstjórnina sterka og sízt skyldi gleymt: meirihluti þjóðarinnar hefur veitt henni stuðn- mg sinn, ef ekki í hjarta <dnu. þá með afskipta- lausri undirgefni. Hvern- ig má slíkt ske eftir allt sem á undan var gengið og þrátt fyrir allt sem stjórnin hefur leyft sér að bjóða almenningi upp á? Það mál er í rauninni bæði einfalt og flókið í senn. Tveggja ái’atuga brask valdhafanna með sjálfstæði þjóðarinnar hefur fært henni mútur og betlifé í aðra hönd. peninga og aftur pen- inga, milljónir á millj- ónir ofan, sem gert hafa allt efnahagslíf landsins að gróðrarstíu auðvirði- legrar sérhagsmunastreitu og happdrættishugarfars. Þetta auðfengna fjár- magn, ásamt vaxándi tækni og aflabrögðum, hefur kallað á mikið vinnuafl, þrotlausa yfir- vinnu og baktjaldalaun — og þar með skapað ýmsum möguleika til allstórra vinninga í per- sónulegri afkomu. Þetta hefur, meðal annars, ýtt undir þann hugsunar- hátt - meirihlutans að hafa sem hægast um sig, Sætta sig við hina furðu- legustu hluti og bíða færis í þeirri von að hinn herskái drottinn heims- kapítalismans uppljúki sinni hendi og metti að lokum allt sem lifir meö náð. Því hvað er það sem þessi kyrrláti meirihluti hefur ekki sætt sig við9 Hefur hann ekki sætt sig við uppgjöf hlutleysis- stefhunnar? Hefur hann ekki sætt sig við innlim- un í stríðsbandalag? Hef- ur hann ekki sætt sig við erlenda hersetu á friðartímum? Hefur hann ekki sætt sig við undan- slátt í landhelgismálinu? Hefur hann ekki sætt sig við gengisfellingar og sparifjárnáfn? Hefur hann ekki sætt sig við vaxtaokur? Hefur hann ekki sætt sig við gerð- ardómslög?. Hefur hann ekki sætt sig við síhækk- andi vöruverð? Hefur hann ekki sætt sig við síminnkandi kaupgetu? Hefur hanri ekki sætt sig viö síaukna vinnu- þrælkun til þess að verða ekki hungurmorða? Nú er spurningin mikla hvað þessi meirihluti gerir í kosningunum ni- unda júní. Haldi hann áfram að votta hinni bíræfnu viðreisnarstjórn heimskapítalismans traust sitt í von um falskan og mannskemmandi stund- arhagnað getur hann þurft að sætta sig við enn ískyggilegri hluti á næsta kjörtímabili, þvi hlutirnir gerast með ó- trúlegum hraða nú á tímum og svardagar valdhafanna benda ein- dregið til nýrra óhæfu- verka. Er meirihlutinn til dæmis reiðubúinn að sætta sig við innlimun í vestrænt risaveldi sem í bili hefur hlotið nafnið Efnahagsbandalag Evr- ópu? Er hann reiðubúinn að sætta sig við fjár- magnsinnrás erlendra auðhringa? Er hann reiðubúinn að sætta sig við opnum landhelginn- ar að nýju? Er hann reiðubúinn að sætta sig við straum erlends vinnu- afls inn í landið? Er hann reiðubúinn að sætta sig við ,,opin hluta- félög“ undir forustu frakka eða þjóðverja? Er hann reiðubúinn að sætta sig við „auðstjórn almennings“ undir for- ustu breta eða banda- ríkjamanna? Er hann reiðubúinn að sætta sig við afsal lands síns og tungu og menningar í fávíslegum ótta við ein- hverja „einangrun“ og enn fávíslegri trú á eitt- hvert „öryggi“? Eða finnst honum mál til komið að þessu lífs- hættulega andvaraleysi linni? Finnst honum má) til komið að rísa upp og sýna eiðrofunum frá þvt á fimmta tug aldarihnat hvað lýðræðið í lófa ta- lendingsins gildir? §rÉL,~ L fá&Lz

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.