Þjóðviljinn - 25.04.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.04.1963, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 25. apríl 1963 — 28. árgangur — 93. tölublað. Þjóðvilginn óskar lesendum sínum eg landsmönnum öllum gleðilegs sumars! ! KOSNINGAR Smásaga eftir DRÍFU VIÐAR Sumir álíta að 511 þorp séu eins. En þvi fer fjarri. Engin þorp eru eins. Sumir álíta líka að það sé ekkert líf að búa í þorpi, aðr- ir vilja þaðan ekki hverfa, en mestmegnis er það gamalt fólk sem sleit þar sínum fyrstu sauðskinnsskóm og hélt svo áfram að slíta stærri og stærri skóm. f þorpi er eldra fó'.k alltaf í yfirgnæfandi meirihluta. Á sumrin lifna sum þorp við, stúlkurnar koma þá úr vist- inni, piltarnir frá atvinnuleit- inni að sunnan og vestan, aust- an og norðan. í hverju þorpi búa márgir einstaklingar, hver með sinn hugsunargang, sínar áhyggjur með sína gikt. frásagnarhæfi- leika og afturhaldssemi. Allt er nýtt undir sólinni nema gömlu karlarnir á Sl?ttu. Það fór auðvitað tvennum sögum um Sléttuna. Sumum fannst vera lifandi dauðinn að búa þar. aðrir unnu Sléttunni jafn mikið bátunum og hross- unum. Elztu karlarnir á Sléttunni hétu Brandur og Albert. Að al- mannadómi var Albert eldri af því að hann heyrði varla mannsins mál og allt varð að æpa í eyrun á honum. Krakkar sögðu hann vera orðinn 200 ára og léku sér að því að tala ljótt upp í eyrað á honum. Bæði Brandur og Albert höfðu róið allt sitt líf á skektu með handfæri og náð í lífsviður^ værið úr sjónum. Ekki var kassabíllinn heldur nýr undir sólinni. Hann hafði staðið ónotaður í mörg herrans ár og verið í blöma líís síns þegar enn var drift inni á stöð. En nú voru bæði bíllinn og stöðin kyrr- stæð og óstarfhæf af brúkunar- leysi Ef síldin taeki upp á því að vaða fyrir norðan Sléttuna á ný myndi stöðin komast af stað að minnsta kosti í bili Os þar með bíllinn. Eins og gefur að skilja kunni enginn í plássinu á slíkt farar- tæki. 17. öldin ríkti í hugum fólks á Sléttunni, þrátt fyrir mótora og trillur sem allstað- ar voru að ryðja sér til rúms í nágrenninu — Ég he'.d ýsan bítl jafnt á þótt menn noti handaflið. sagði Albert gamli og strauk aðra árina skektunnar sinnar sem hann hafði málað snyrti- lega fyrir nokkrum dögum. — Ójá, kvað Brandur við. — Það fælir hvern ugga í mílna fjarlægð þetta mótorösk- ur. Ég þykist vita að aflaleys- ið og fárið undanfarið sé ein- vörðungu því að kenna. — Mótorskrattarnir bila á miðri leið, sagði Albert. — í sífelldu bileríi, sagði Brandur — Ekki skal ég fá mér mót- or þótt kraftarnir séu nú óð- um að þverra. nei mótor- skratta fæ ég mér aldrei. Giktveikur er ég, fótaveikur og heyrnarsljór en Albert skal tóra fram í andlátið, — Þú heyrir orðið svo illa, sagði Brandur. — Albert skal tóra. Berti gamli skal tóra þótt ungir menn deyi úr ofreynslu af því að leggja aldrei neitt á sig. Og hvers vegna? Það gera bannsettir mótorarnir. — Þú fylgist samt vel með öllu. eins og ég, sagði Brand- ur. — Annað verður ekki um okkur sagt en að við fylgj- umst með. Þú getur nú lítið fylgzt með á framboðsfundun- um trúi ég. — A-A-A hváði Berti og Brandur endurtók það sem hann sagði hærra. — Hún Finna er mín góða heyrn og segir mér ofan af því þegar að heim kemur. Ekkert vfll Sómaflokkurinn riema hag okkar hérna. Þeir senda okkur höfðingja að sunn- an til þess að bjarga þessu plássi. Þeir meira að segja töl- uðu við mig eftir fundinn um hag þorpsins þó að ég hafi nú lítið heyrt af því, en ég sagði þeim í einlægni að mótor vildi ég ekki, það er eftir öllu að senda okkur kommúnista hjng- að. Ég veit hvað þeir vilja, taka af okkur skekturnar og setia mótor í þær og fiska svo í sinn munn og maga. Það eru þeir, sem koma vilja mótorun- um í gang. — Það er helzt þeir vilji koma mótorunum í gang, sem ætla" að taka allt af öllum. Brandur — Jú það er sem ég segi. koma mótor í alla báta. Fyrr ligg ég dauður en ég læt setja mótor í skektuna mína. Henni hef ég róið í 40 ár og enginn Gleðilegt sumar Gleðilegt sumar annar getur hlúð betur að henni. * — Það e'r hverju orði sann- ara, sagði Brandur og leit fram þorpið: — Þarna koma þeir þá, höfð- ingjarnir. Þeir sáu þá báðir og Berti herti gripið um árina. En Brandur sagði: — Það er engin hætta á að mótorarnir verði settir í meðan við tveir erum við lýði. Að minnsta kosti ekki meðan Sómaflokks- menn eru í meirihluta. Gætt mun meðan við lifum báðir var sagt. Það er æskan sem er hættulegust. fer í kaupstaðinn og lærir að reykja og ganga iðjulaus. Af því verða rnenn kommúnistar. — A-A-A hváði Berti í spumarróm og Brandur endur- tók það sem hann sagði tals- vert hærra. — Eitt sinn hef ég í kaup- stað kQmið og ekki vildi ég búa^ þar, svaraði Berti. —' Þeir gera ekki annað en pípóla og snurfusa sig þar. Mikið var að sjá útganginn á því. kerling- arnar með net á hattstrókun- um. Ég er því vanastur að veiðá fisk í netin. Svo látakon- urnar hækka hælinn á skónum til þess að þurfa ekki að ganga. en láta a^a sér í bílum í staðinn. Ég þakka mínum sæla fyrir að bílarnir eru ekki komnir hingað. Bíll þorpsins hafði sem fyrr segir staðið ónotaður í' mörg ár inni á stöð, þó hafði um- sjónarmaðurinn skrölt á hon- um einu sinni á ári fram á eyrina því enn mátti aka hon- um úr stað. Skrjóðurinn þótti sá kjörgripur að fólkið kom norðan úr nyrztu og einangruð- ustu fjörðum til þess að sjá hann. Það sem Brandur og Berti sáu þegar þeir litu fram þorp- ið voru frambjóðendurnir 'sem komu út úr læknishúsinuí Læknirinn bauðst til að fylgja þeim. Frambjóðendurnir voru auðsjáanlega djúpt þenkjandi um hag og velferð þorpsins og gengu inn í stöð í vorkuldanum ásamt lækninum. Gunna í Guðmundarhúsi var að reka beljuna sína eftir fiörunni, Sigga Jóns var að færa. Blá fata bundin í hvíta dulu, grjónagrautur og soðn- ing. Karlarnir sem verið höfðii að dytta að bátunum gengu nv eftir veginum sem lá inn s stöð. Þeir gengu niðurlútir o^ þreytulegir, hattkúfarnlr sátu á öxlum þeirra, fataræflarnir héngu í fellingum og bar hver felling vott um dugnað. nýtni og sjálfstæði. Gunna i Guðmundarhúsi stanzaði þegar hún mætti Siggu Jóns með fötuna. — Sástu þá? spurði hún. — Hann Brand og hann Berta þarna? spurði Sigga. S — Nei, blessuð vertu, þing- mannaefnin okkar með lækn- inum. Hann fór með þeim inn á stöð. Hefur líklega ætlað að sýna þeim bílinn, sagði Gunna — Hvern ætlar þú að kjósa? spurði Sigga. __ Því blaðrar maður mí ekki í hvern sem er. Einn lof- aði mér svo fjári góðri elda- vél, sem Þau væru hætt að nota heima hjá sér s&ku'm hitaveitunnar. sagði Gunna. — Mér fannst nú hann Karl þeirra myndarlegastur, fannst mér sko, sagði Gunna. — Þessi dökki hafði þó alt- ént síðasta orðið á fundinum, sagði Gunna. — Maður á ekki að kjósa eftir því, sagði Sigga. — Maður verður að kjósa eitthvað sem að gagni kemur, sagði Gunna. — Annað er ó- sköp gagnslítið. Ég kýs elda- vélina. Þær Utu fram veginn. — Þarna kemur bíllinn brun- andi, hrópuðu þær. — Verst að ég má ekki vera að þessu, sagði Sigga. — karl- arnir verða bálreiðir ef ég tef lengur. — Munur er nú að hafa bíl- ana, sagði Gunna og flýtti sér á eftir beljunni sinni sem var komin spölkorn á undan. — Aldrei mjólkar maður bíl- ana. sagði Sigga og hentist svq áfram upp i fjall til karl- anna. Brandur og Berti gengu eft- ir moldarveginum sem lá inn á stöð, svo skildu vegir þeirra, Brandur gekk sömu leið og Sigga með fotuna en hún skokkaði léttilega upp brekk- una og varð langt á undan honum áður en varði. Berti horfði á eftir þeim. Mosi og lyng, fjöruilman og bátar og fuglinn á báru. Berti rýndi út fjörðinn til skektunnar sinnar og stóð þarna í brekku, en fuglasöng og brimhljóð var hann iöngu hættur að heyra. Ekki heyrði hann til bílsins sem kom akandi. —'< Mótor skal aldrei í hana fara, tautaði hann o'g horfði til skektunnar. í bílnum sátu frambjóðend- urnir og skemmtu sér. Þessi bílskrjóður var eitthvað fyrir alla. Þetta var sjálfstæðisbíll, þetta var bíll öreiga, þetta var bíll bænda. Það gátu allir ver- ið þekktir fyrir þennan bíl. Þeir hlutu samt að vera djúpt þenkjandi um vandamálið hversu ungt fólk léitaði úr þqrpum og sveitum í kaup- staðina sem þegar voru yfir- fullir. En hér var óðum að tæmast. Það gat oltið á at- kvæði Siggu og Gunnu og Berta og Brands hverjir kæm- ust á þing. — Fallegt er hér á Sléttu, sagði einhver. — En sú náttúrufegúrð. Að fara frá þessu og í bæinn. En alltieinu hrópaði fram- hióðandi Sómaflokksins: — Keyrðu ekki ofari á at- kvæðið, maður! En það var um seinan, at- kvæðið lá undir bílnum því að bremsur voru önýtar af kyrr- stöðunni, og Berti gamli var svo vita heyrnarlaus. Hann var ekki kjörgengur framar. Þeir hentust út og virtu fyr- ir sér gamla manninn. Læknir- inn gekk úr skugga um að hann væri dáinn. Svo settu þeir hann hljóðir í bílinn og óku áfrarn. Það ríkti djúp þögn í bíln- um. — Þetta var leiðinlegt slys, sagði einhver og rauf þögnina. Enn var djúp þögn. Svo sagði íæknirinn: — ÞaU eru oft fljót að verða slysin, sagði hann. — Hann heyrði orðið svq illa gamli maðurinn. hann hefur ekki heyrt í bíln- um. Enn ríkti djúp þögn. — Verst ef þetta dregur úr kjörsókn, sagði þá einhver og rauf þögnina. Enn djúp þögn. — Ætli það, sagði annar uppúr þögninni. — Ég held það sé allt í lagi. Þetta var gam- all maður og hlaut að fara fyrr eða síðar. En þó, það er gott, ,að karlinn var búinn að kjósa. Fuglinn kúrir á báru. en þeir verða alltaf færri og færri sem róa skektu og draga lífs- viðurværið úr sjó á handfæri. SEKKURINN Bidstrup teiknaði fyrir Land og Folk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.