Þjóðviljinn - 25.04.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.04.1963, Blaðsíða 3
7 Gleðilegt sumar mmm Gleðilegt sumar Brauðborg. Gleðilegt sumar Blikksmiðjan Glófaxi, Ármúla 20. Gleðilegt sumar Blikksmiðjan Vogur, Kópavogi. Gleðilegt sumar Borgarfell. Gleðilegt sumar Bæjarútgerð Reykjavíkur. ...... Gleðilegt sumar Bókabúð Máls og menningar. Gleðilegt sumar Blóm & Ávextir. Gleðilegt sumar Breiðfirðingabúð. Gleðilegt sumar Víkingur h.f. — Svanur h.f. Gleðilegt sumar Efnalaugin Lindin, Hafnarstræti, Skúlagötu. Gleðilegt sumar Eyjólfur K. Sigurjónsson og Ragnar Á. Magnússon — endurskoðendur Tadsjíkar, hefðu fyrir nokkrum áratugum verið taldir frum- stæður asíatískur þjóðflokkur. Nú hafa nokkrir ungir efna- fræðingar af tadsjísku kyni fundið upp gerfigúmmí sem sagt er taka öðru gúmmíi fram og sjást þeir á myndinni. — Það er þessi víðtæka og almenna framleiðsla á sérfræðingum í Sovétrikjunum sem veldur vestur:enzkum stjórnmálamönn- um sérstökum áhyggjum. Mennt er máttur Vesturveldin dragast aftur úr á sviði frœðsiumála Þegar menn ræða um þá samkeppni sem nú á sér stað milli sósíalistískra og kapítal- ískra ríkja um það, hvort kerf- ið getur tryggt mannlegu sam- félagi hraðari og öruggari framfarir — þá er oft talað um hráefnalindir, um fram- leiðslu í undirstöðuatvinnu- greinum o.s.frv. En augu manna opnast æ betur fyrir því, hve mikla þýðingu fyrir þróunarmöguleika ríkis fræðslu- kerfi þess hefur, sú alúð sem það leggur við að koma sér upp öflugum og vel mennt- uðum her sérfræðinga. Það er því ekki undarlegt að borgaralegir forvígismenn hafa æ meiri áhyggjur af þeim árangri sem Sovétríkin og önn- ur sósíalistísk ríki hafa náð á þessu sviði, og tala um hann með engu minni skelfingu en *þeir væru að hugsa um lang- drægar eldflaugar með hamri og sigð á trjónunni. Athyglisverðar eru í þessu Samanburður óhag- stæður fyrir vestur- veldin sambandi ýmsar greinargerðir sem framámenn í kennslumál- um hafa sent frá sér eftir heimsóknir til Sovétríkjanna. Þeir vekja athygli á þvl, að Sovétríkin eyði 15 prósent af þjóðartekjum sínum til mennt- unar, en Bandaríkin fimm. Þeir telja að kennarar fái almennt betri menntun þar eystra en venjulegt er í Bandaríkjunum — sovézkir hafi lengra kenn- aranám og tvöfalda praktíska æfingu á við bandaríska starfs- félaga sína. Þeir leggja enn- fremur áherzlu á það, hve menntunarkerfi Sovétríkjanna sé breitt og aðgengilegt, meðan menntun bama og unglinga f Bandaríkjunum fer að veru- legu leyti eftir efnahag for- eldra. með þeim afleiðingum að ákaflega mikið misræmi skapast — einnig á sviði al- mennrar menntunar. Og segir Kennedy forseti sjálfur að meir en átta milljónir fullorðinna Ameríkana hafi verið í skóla minna en fimm ár, og tvær milljónir kunni ekki að lesa eða skrifa. Svipaða sögu hafa Vestur-Þjóðverjar að segja, er þeir bera sig saman við aust- þýzka nágranna sína — þeir kvarta bæði yfir því aðísveita- héruðum sé fjöldi skóla þar sem allir nemendur sitja í einum bekk — eða að þar séu aðeins tvískiptir barna- skólar — efri og neðri deild — og séu slíkir skólar, sem með engu móti geta tryggt mönnum aðstöðu til að halda áfram námi, meir en helming- ur allra bamaskóla Sambands- lýðsveldisins. 1 Austur-Þýzka- landi hefur slíkum skólum ver- ið útrýmt. 1 nánum tengslum við ves- öld í undirbúningsnámi er svo ástandið í æðri menntastofnun- um. 1 skýrslu frá De Witt (Har- vard) segir að Bandaríkin út- skrifi 90 þúsund verkfræðinga árlega, en Sovétríkin 190 þús- und — og þau ætla sér upp í kvartmilljón árið 1970. Og þykir Kennedy forseta að von- um slík þróun ískyggileg. Og það sem verra er fyrir hann — í sumum greinum á sér stað bein fækkun. Eðlisfræði- stúdentum fækkaði úr 19600 ár- ið 1951 niður í 17100 árið 1961, verkfræðistúdentum fækkaði úr 269 þúsund árið 1957 niður í 240 þús. árið 1961. Þessi þró- un er meðal annars útskýrð með því, að amerískir auð- hringar hafa gert töluv. af því að kauþa Upp'eVrópska sérfræð- * inga — það hefur komið fyrir að þeir kaupa fyrirtæki i Evr- ópu til þess fyrst og fremst, og yfirtaka hið þjálfaða starfs- lið. Hvar er ástæðunnar að leita? Það eru nefndar ýmsar á- stæður til þess að Bandaríkin hafa dregizt aftur úr sósíal- istískum ríkjum á sviði fræðslu- mála og æðri menntunar — og er þá auðvitað fyrst að nefna fjárhagslega umhyggju ríkisvaldsins eystra. Annað er það sem ýmsir skólamenn benda á (t.d. Dr. Helga Dohse i blaðinu Der Mittag, Dussel- dorf), en það er, hve t.d. sov- ézkir skólar gera meiri kröfur til nemenda sinna en banda- rískir. Hún segir að í banda- rískum skólum fái nemendur á fyrsta ári fjórar bækur þar sem fyrir koma aðeins 235 mis- munandi orð — en í allt er textinn 7257 orð. Hinsvegar eru fyrstubekkingar sovézkir strax leiddir inn í bókmenntaheiminn — þegar á fyrsta ári er þriðj- ungur lesefnisins kvæði. dæmi- sögur og stuttar sögur ágætra skálda eins og Púsjkíns, Ler- montofs og Tolstojs. Þessvegna er það ekká undarlegt að á fjórða skólaári er orðaforði sovézkra skólabama yfirleitt fjórum sinnum meiri en banda- rískra. Hjólið heldur áfram að snúast Þessi mismunur segir svo til sín áfram. Það eru ekki nærri allir amerískir háskólar og æðri menntastofnanir i Banda- ríkjunum sem krefjast ákveð- inna inntökuprófa. Stúdentar eru margir ákaflega illa undir- búnir, og háskólamir verða að eyða tölverðum tíma i að kenna mönnum það sem í Evrópu er talið til almennrar fræðslu — þeir verða jafnvel að láta menn ganga undir námskeið i móðurmálinu. Þannig snýst hjólið áfram Framhald af 3. síðu. Gleðilegt sumar Fiskverzlun Hafliða Baldvinssonar, Hverfisgötu 123. Gleðilegt sumar Fiskhölliri. Gleðilegt sumar Grænmetisverzlun landbúnaðarins.. GleSilegt sumar Gísli Jobnsen, Túngötu 7. Gleðilegt sumar Gúmmívinnustofan h.f., Skipholti 35. Gleðilegt sumar Georg Ámundason & Co., Laugavegi 172. Gleðilegt sumar Garðyrkjustöðin Eden, Hveragerði. Gleðilegt sumar Borgarprent h.f., Vatnsstíg 3. Gleðilegt sumar Verzlunin Brynja. Gleðilegt sumar Verzlun Sigurðar Kjartanssonar, Laugav. 41. Gleðilegt sumar Verzlunin Varmá, Hverfisgötu 84. Gleðilegt sumar Verzlunin H. Toft, Skólavörðustíg 8. Gleðilegt sumar Verzlunin Vegur, Framnesvegi 5.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.