Þjóðviljinn - 25.04.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.04.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. aPril 1963 HÓÐVILIINN SlÐA Þetta var kvöldið sem ég etarði í tvo tíma og tólf mín- Utur á Gunnuklett. Það var þungbúið loft og hrá- slagalegt á Fjöllum þann dag og tekið að halla degi þegar maður og kona birtust í jeppa heima í Möðrudal, þurftu að komast í síma, og Jón í Möðru- dal sagði: — Þarna er maðurinn sem getur tekið þig! — Er hann að fara til Vopna- fjarðar? — Nei, þetta er verkstjórinn í veginum, og þetta er ráðs- konan. Farðu með honum upp að skarði og með ráðskon- unni inn í eldhús og bíddu þar eftir bílnum, Já, Jón í Möðru- dal deyr aldrei ráðalaus. Stundu síðar var ég kominn í eldhúsið við Vegárskarð. Það hafði snjóað hér fyrir skömmu og var nú þiðnað, en napurt sem á náströnd að norpa úti. Innan dyra hér eldavél til vinstri. vaskur, vatnsleiðslur. eldhúsborð, skápar; allt hreint og gljáandi. Nú er liðin sú tíð að vegagerðarmenn mauli mygglað brauð úr hnakktösku og slafri viðbrenndan vatns- graut — og var sannarlega tími til kominn. Þau gáfu mér heitt kaffi. Svo fór verkstjórinn út að huga að verkefnum sínum. og var brátt horfinn norður í skarð. Eg sat andspænis glugganum og hóf að stara á Gunnuklett: fram und- an honum hlaut bíllinn að koma. Mínúturnar siluðust á- fram og öðru hvoru komu bíl- ar fram undan Gunnukletti, en enginn beirra var bíllinn minn. En það var ekkert annað að gera en stara á Gunnuklett, annars gat ég orðið stranda- glópur. Mér heyrðist ráðskonan rísla eitthvað í blaði, nýkomnu að sunnan, en þangað þorði ég ekki að líta heidur starfv án afláts á Gunnuklett. Já. þarna voru þeir byrjaðir að ryðja til melnum í skarð- inu. Hvergi virðist betra land til vægagerðar en hvarv'etna hér á Fjöllum. Aðeins þarf að fá nógu stórvirkar ýtur til að færa mölina i háa breiða hryggi. hefla þá síðasn og bjappa og —: ^ vegurinn er kominn! Og nú er komin við- reisnarstjórn sem hefur fund- ið ráð til að lengja vegina með flughraða; ráð sem engum hafði komið til hugar á Island1 fyrr: að minnka krónuna um helming og veita síðan örlítið fleiri fimmtiuaura-krónur í ái til vegagerðar en veitt.ar voru hundraðaura-krónur í hittið fyrra — oa gala síðan yfir alþjóð af ráðherraprjkinu: S.iáið þið bara hvað við höfum hækk- að framlaaið ti! vegalagninga' -r Skvldi óiGssunina ,hana Gunnu eövnlo hafa órað nokk uð lyrir því þegar hún hall- VOPNAFJÖRÐUR FOLK OC BYCCÐ aðj sér til hvíldar undir kiett- inum, að svo snjallir menn ættu eftir að stjóma íslandi? Hvað sem um’það er þá þekkt- ist á hennar dögum ekki orðið kleppsmatur í íslenzku máli. Vinstra megin við mig var svarthærð gneisteygð ráðskona tekin að leika eldhúshljómkviðu, eh ég þorði ekki fyrir mitt líf að líta á hana heldur starði ' án afláts á Gunnuklett; svo mjög óttaðist ég að verða strandaglópur. — Viltu ekki meira kaffi? spurði sú gneisteygða. — Þakka þér fyrir umlaði ég, og hafði nú fengið kaffi- ást á henni, én starði sem fast- ast á Gunnuklett. Sjötta skjln- ingarvitið tilkynnti heitar konu- hendur á borðinu fyrir framan mig, og svo barst blessaður kaffiilmurinn upp í nefið. — Gerðu svo vel, heyrðj ég hana segja. Þá þreifaði ég eftir bollanum og horfði sem fast- ast ó Gunnuklett. Það var kominn kaldur regnhraglandi. og bflarnir sem komu fram undan Gunnukletti slettu dökku vatni úr holu við brúna — en enginn þeirra var bíllinn minn. Ég hét áfram að stara á Gunnuklett Já, hér sit ég kaffisvelgjandi karlmaður klæddur gæruúlpu i hlýju eldhúsi að sumar agi — með hroll i skrokknum! Skyldi ég hafa borið mig hetjulega ef það hefði verið ég en ekki Gunna gamla sem staulaðist í bylnum forðum 1 skjólið við klettinn í skarðinu!! En hvort skyldi nú Gunna gamla hafa sofnað útaf með Hallgríms- sólma á vörunum eða Andra- rimur? Eða skyldi hún hafs upp Sturlungu? Á henn- ar dögum kunnu víst flestar förukonur skii á Sturlungu og höfðu hlýtt á frá'ögur af mönnum beim er svo voru gráðugir i persónuleg völd að þeir seldu landið og niðja sína í 6 alda erlénda áþján — fyrir það eitt að fá að vera jarlar á tslandi í nokkur ár. En tæplega hefur hana rennt nokkurn grun í að nnan áratugs eftir endurheimt iýðveldis á íslandi væru aftur skriðnir fram úr nöprum skugga Gissurar jarlssvo valda- gírugir tvífætlingar að énn vjldu þeir farga freisi íslands fyrir að fá að vera aurasópar- ar og púlsmenn útlendra á Is- 'andi brot úr skammrj manns- ævi. Það var tekið að sjóða á Idavébnni. Ráðskonan raulaði eitthvað lágt; það var orðið mjög notalegt inni. Nú voru alltaf að koma bílar undan Gunnukletti — en enginn beirra var bíllinn minn. Nú tók að glamra í disk- um og hnífum — og skyndi- lega skyggðu brjóst gneist- eygðu róðskonunnar á Gunnu- klett. Guð hjálpi mér! Aug- un höfðu nær fylgt þessum brjóstum eftir þegar hún bar diskana inn með borðinu í stað þess að stara fast á Gunnu- klett. Ég várð að beita þau hörðu svo þau hlýddu. Og ég hélt áfram að stara á Gunnu- kiett. Nú komu tveir regn- klæddir menn niður skarðið, ráku niður stikur, færðu þær til, kíktu. ráku niður fleiri stikur. Nú var bílaumferðin mjög farin að strjálast, en enn starði ég á Gunnuklett. Loks kom hópur manna und- an klettinum og þrammaði nið- ur veginn í átt að eldhúsinu. Ég heyrði þá koma inn. og þeir munu hafa ályktað að hrúkan innan í úlpunni við borðið væri maður, þvf einn af öðrum heilsaði glaðlega. Svo heyrði ég unga rödd segja há- tíðlega: — Komið þér sælir Nú missti ég augun af Gunnukletti! Vitanlega er mér sama hvort menn þúa eða þéra. en á nokkurra vikna flakki var þessi ungi pi'.tur eini mað- urinn á öllu Austur- og Norðurlandj sem ég hafði heyrt þéra. Þaft er ekkert nýtt að rekast á eintök úrelts tíma: Fyrtr sunnan hitti ég ungan ..æskulýðsleiðtoga" sem boðaði kapitalismann sem gekk ýfir Vesturlönd fyrir tugum ára sem framtíðarsósialisma á Is- !andi! — Að þérast að kvöldi regndags í vegavinnuskúr uppi á fjöllum er þá sýnu afsak- anlegri barnaskapur. Og ég tók aftur að stara á Gunnu- klett. Þeir settust að borðinu og slamra tók í leir og stáli. Ég fann að einhverjir þeirra renndu vorkunnlátu auga til hrúkunnar við borðið sem ekki hafði manndóm til að eta mat En hve sárt sem mic langaði bá þorði ég ekki að snerta matinn. heldur starði enn án afláts á Gunnuklett. Loks tók ráðskonan gneisteygða af skar- >ð og sagði: — Gerðu svo vel. Þér er al- veg óliætt að borða, um leið og hún lét fullt fat fyrir fram- an mig svo ilminn lagði upp í nefið og munnvatnskirtlamir fylltu gúlinn af vatni. Ein- mitt þá kom bíllinn fram und- an Gunnukletti! Þá reis ég á fætur. umlaði: Bless, hökti út á veginn og leit á klukkuna: I tvær stundir og tólf mínútur hafði ég starað á Gunnuklett. Hálfur bíllinn var þéttsetinn fólki, hinn helm- ingurinn fullur af varningi. Og svo var bíllinn aftur kominn á fulla ferð — eftir nokkra tugi metra beygði hann inn í auðnina. Hvert var ferðjnni beitið? Hafið þið aldrei heyrt get- ið um „Tibet íslands“, lands- hlutann bak við fjöllin sem ógerlegt væri að komast til sökum fjalla og vegleysu? Ef ekki þá heitir byggðin réttu nafni Vopnafjörður. Til skamms tíma var erfitt þangað að komast nema á sjó. Annars var yfir mikla fjallvegi og óraleiðir að fara. Nú bar bílinn fljótt yfir dökkan votan sandinn. Sum- staðar vora nýir skaflar í laut- um, annars dökkgrár sandur. dökk fjöll, nakin gróðurlaus auðn; sumstaðar litlar strýtur. en oftast veðurmáðir ásar og íjöll. Hér skilst hvað skáldið á við með orðunum: „þar sem aldrei á grjóti gráu gullin mót sólu hlæja blóm“. Við þessi fjöll var hann kenndur. Fjalla- skáldið; nei, segið mér ekki að þið kannist ekkert við hann1 Hver ykkar hefur ekki ein- hverju sinni sungið um þá sælu heimsins svalalind — rétt áð- ur en þið létuð torfuna kyssa náinn? — bví það eru ævinlega rímuð Ijóð sem eru sungin — eða hvert ykkar hefur vitað nokkurn svo átakanlega ofur- ölvi að hann hafi reynt að „Tíbet Islands" — Vopnafjörð- ur, séð yflr þveran dal til Smjörfjalla. Nýfallinn snjór á fjöllunum hylur óleystar fann- ir sem auöa jörð. Myndin tek- in síðdegis 13. ágúst 1962, cn um morguninn náði snælínan töluvert lengra niður. syngja atómljóð? (Dægurljóða- ælan getur hvorki flokkazt und- ir rímuð ljóð né órímuð, enda vafasamt að sú framleiðsla eigi mikið skylt við heilastarfsemi). Það virtust augljóslega vera Vopnfirðingar á heimleið í bílnum. Einn var þó aðkomu- maður, auk mín, og fór brátt að tala um veginn og lands- lagið: hve lengi hann þyrfti að horfa aðeins á þetta. — Þetta landslag er alveg eins og á tunglinu! sagði hann (Við lifum á geimferðaöld, og brátt gleyma ferðalangar að ræða um næturklúbba í Ham- borg og París og taka að vitna um Venus og Marz!) Þetta var gamall kunningi minn að sunnan. Hann kvaðst á leið í lax. Nú var komin niðaþoka; sást aðeins nokkra tugi metra frá bílnum, Grett- istökin á söndunum virtust á stærð við verzlunarhallir þraut- oíndra heildsala í Revkjavík. Þjóðfellið sýndist hnöttur út af fyrir sig. En þrátt fyrir þokuna sást þó að vegurinn til Vopnafjarðar var varðaður tómum vínflösk- um undan fjölda tegunda. „Þaö eru Kanar á laxveiöuni í Hofs- á“ var svarið sem ég fékk síð- ar niðri í sveit þegar ég spurði hverju þetta sætti. Eftir komu herraþjóðarinnar kváðu líka hafa farið að finnast illa das- aðir laxar í ánni með línu- öngul og jafnvel taumbút í skoltinum. Og það var víst eitt- hvað talað um línuveiðar. Neðar í ánni voru Bretar (sem reyndust þó Skotar og Irar). Líklega- hafa íslenzkar laxveiðihetjur tekið þann sið eftir Bretum að þekja höfuð- föt sín flugum, svo alþjóð mætti sjá hve fín og göfug beit- an væri. En sá þeirra „brezku“ sem ég leit oftast var alltaf berhausaður svo ég vissi aldrei hvort hann notaði Black Doct- or eða bara Greenwells Glory. Svo voru líka þar t sveit. Lúðvík Jósepsson og Karl úr Eyjum, í miklum veiðihug heyrði ég sagt. Engum sögum fór þó af því hvort þeir not- uðu Red Spinner, Partridge Yellow eða voru bara með pólitískar flugur í kollinum. En engan Vopnfirðing heyrði ég bera þeim félögum á brýn að þeír ættu hinn minnsta línuspotta í fórum sínum. Allir pessir reittu eitthvað úr ánnj. Frystihús SÍS-deildar- innar á Vopnafirði gerði svo vel og tók á móti afla þeirra. Svo létti undir þokuna, og við sáum augnablik niður í dal, og heiðarbrúnir: — Brun- ann. Einhverstaðar hérna niðri er Brunahvammur. Þar bjó eitt sinn kona er gaf ökkur tvær ljóðabækur: Hélublóm og Fífu- Ioga, Hér í heiðarbænum mun hún hafa kveðið: „ . . og ljórinn varð alþakinn fann- hvítu flosi í frostgrimmum vetrarins hríðum". En hér kom líka sólmánuður með dýrðlega daga: „Kveðju sunnanblærinn ber. Blóm í hlíðum anga. Heiðagolan hlýja fer hendi mér um vanga". Sonur þessarar konu er Þor- steinn Valdimarsson: „Þú yrkir sólþeyr mín ísabrot: Þinn andvari ruggar mínu hverfula ljóði, vorblárri heiðnu á vötnum drauma". Vopnafjarðarbyggð hefur gef- ið okkur gott fólk. Héðan var tónskáldið Björgvin Guðmunds- son. — Já, og hér var afi Gylfa Þ. gildur bóndi. Hingað þurfti Reykjavík að sækja manninn til að yrkja annan þeirra tveggja ástaróða sem til Ijóða er hægt að telja: ella myndi hafa orðið bið á því að Reykvíkingar eignuðust fjólu- bláa drauma. Svo beygir vegurinn aftur inn á fjallið. og þokan ríkir á ný. Við staðreynum að eftir allt saman er hún sönn: þjóð- sagan um að vegurinn til Vopnafjarðar liggi enn í sömu hlykkjunum og fyrsti bílstjór- inn villtist í bokunni! Það glórir í vatn til vinstri. Það er Þuríðarvatn. (Saga þeirrar konu yrði of löng — ef ég kvnni). „Er fjskur í því?“ spyr kunningi minn sem kom- inn er að sunnan í laxinn. Reynt er að fullvissa hann um að þar hafi aldrei fiskur feng- izt. „Ég hélt að fiskur lifði f vatni“, sagði hann móðgaður. Vopnfirðingar brostu í laumi, vorkunnlátir. Annað vatn til vinstri: Nik- urvatnið. En það gefst enginn tími til að spyrja um hófalag né hestakyn a*stur hér því vjð blasir hin breiða byggð Vopnafjarðar og við brunum á skammri stundu niður á þjóð- veginn í dalnum. Stundu síðar staðnæmist bíllinn við hlið er á stendur: Teigur. Innan stund- ar er ég kominn i bæ vinar míns Gunnars Valdimarssonar — og finnst ég vera kominn heim. J.B. Gunnuklettur í Vegarskarði, milii Möðrudals ag Víðidais. — Sagan scgjr að gömul kona Haq í byl leitað skjóls í skútanum sem þið sjáið i klettinum og orðið þar úti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.