Þjóðviljinn - 27.04.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.04.1963, Blaðsíða 1
OVIUINN Laugardagur 27. apríl 1963 — 28. árgangur — 94. tölublað. Listi Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi Gengið hefur verið frá framboðslis'ta Alþýðubandalagsins í Vestur- landskjördæmj yið alþingiskosningarnar 9. júní n. k. og er hann þannig skipaður: Skúli Alexandersson. Haraldur Guðmundsson. Þórður Oddsson. Bjarni Arason. Guðmundur Böðvarsson. íha/dsfíðið seit á eign- ir verka/ýðs- félaganna! •k 1. maí nefnd verka- lýðsfélaganna fór þess á leit við „formann" full truaráðs verkalýðsfélag- anna, Óskar Hallgrímsson, að hún fengi til afnota kröfugöngugögn þau er verkalýðsfélögin í bænum hafa komið sér upp, en tal- in eru formlega i eigu Full- trúaráðsins, það af þeim gögnum sem FuIItrúaráðið ætlaði ekki að nota 1. maí. •Jc Þessari beiðni hefur nú verið hafnað. Það er hin mesta ósvífni, þessi gögn eru að sjálfsögðu eign verkalýðsfélaganna. og ættu sízt þeir menn sem nú taka sér rétt til aö tala ' í naf ni Fulltrúaráðsins, að ráðska með þau þannig. •^- Fólkið í verkalýðsfé- lögunum mun ekki beygja sig undir valdboð þessara manna, fólkið scm borið hefur hitann og þungann af undirbúningii 1. maí hátíða- haldanna og meðal annars komið upp þessum gögnum. -fc Það verður komið upp nýjuhi merkjum og kröfuspjöldum og öðru sem til 1. maí kröfugöngunnar þarf. Og þó borðar og fán- ar kunni að verða færri i göngunni að þessu sinni en venjulega, mun fólkið bæta það upp með enn öflugri og meiri þátttöku. erkbann sett í gær á útgerð Guðmundar á Rafnkelsstöðum Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps til- kynnti í gær verkbann á útgerð Guðmundar á Rafnkelsstöðum miðað við síldveiði útgerðarinn- ar og nær það til umráðasvæðis félagsins í Sand- gerði. Þrír bátar Guðmundar eru nú komnir á síldveiðar, Sigurpáll, Víðír II. og Jón Garðar og mega þessir' bátar ekki losa síld í Sandgerði og hverskonar úr- vinnsla úr aflanum er bönnuð i landi. A.S.I. hefur í athugun að setja afgreiðslubann á skipin, hvar sem þau koma að landi 'og er þetta gert tll þess að fá úr því skorið, hvort skipshafnir þess- ara skipa eru skráðar sam- kvæmt giildandi síldveiðisamn- ingum félagsins í Sandgerði, sem er 40% aflaskipting til sjómanna af heildarafla. Síðastliðinn þriðjudag var skipshöfnin á Sigurpáli skráð hjá sýslumannsembættinu í Hafnar- Sumri fagnao í Reykjavík firði og samkvæmt upplýsingum embættisins sama dag til fulltrúa A.S.I. var skipshöfnin skráð „samkvæmt samningi", en ekki tilgreint hvar. Sömu upplýsing- ar fær skráningarstjórinn í Sandgerði frá Sýslumannsem- bættinu í símtali og skipshöfnin á Sigurpáli lætur skrá sig sam- kvæmt þ'essari orðanna hljóðan með tilliti til úrskurðar fyrir dómstólum síðar meir. Skipshafnirnar á Víði II. og Jóni Garðari láta skrá sig sam- kvæmt gildandi samningum á Sigurpáli. Skráningarstjórinn í Sandgerði biður um staðfestingu þessara ummæla í skeyti frá embættinu daginn eftir og er nú allt í einu komið nýtt hljóð í strokkinn. Samkvæmt þessu skeyti frá sýslumannsembættinu i Hafnar- firði er honum tjáð, að skips- höfnin á Sigurpáli sé skráð sam- kvæmt samningi dagsettúm 20. nóvember í haust milli L.I.Ú. og sjómannasamtakanna og eru kjörin éins og kunnugt er 36.5% af heildarafla til sjómanna. <S>----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Skráningarstjórinn hringir beg- ar til embættisins og spyr hverju þetta sæti og fær þau svör hjá embættinu, að seinni ummælin beri að taka trúanleg. Fulltrúi frá A.S.l. fór um borð í Sigurpál, þegar hann kom úr sínum fyrsta róðri og fékk stað- fest af skipverjum, að skráning þeirra væri eins og sýslumanns- Framhald á 2. síðu. 1. Ingi R. Helgason héraðs- dómslögmaður, Reykjavik. 2. Jenni R. Olason verkamaður, Stykkishólmi. 3. Pétur Geirsson mjólkurfræð- ingur, Borgarnesi. 4. Helgi Guðmundsson vélstjóri, Akranesi. 5. Einar V. Ölafsson bóndi, Lambeyrum Dalasýslu. 6. Skúli Alcxandcrsson oddvitt, Hellissandi. 7. Haraldur Guðmundsson sjó- maður, Olafsvík. 8. Þórður Oddsson héraðslæknir, Kleppjárnsreykjum, 9. Bjarni Arason ráðunautur Hvanneyri, formaður Þjóð- varnarflokks Islands. 10. Guðmundur Böðvarsson skáld, Kiirkjubóli. Aðkomufólk komið til Raufarhafnar Raufarhöfn 24/4 — Hér hefur undanfarið gengið skæð inflú- enza og tók hún á skömmum tíma svo að segja hvern einasta mann í þorpinu og loka varð skólanum í viku. Vorvertíð hefur verið léleg og lítil veiði fyrir Norðausturlandi. Bátar urðu fyrir miklu netatjóni í ofviðrinu í öndverðri dymbil- vikunni og hefur það lauslega verið metið á 400.000.00 kr. Er það mikið tjón, þegar miðað er við sex litla báta. Aðkomufólk er þegar byrjað að skjóta upp kollinum og mat- arfélög tekin til starfa og eru miklar framkvæmdir fyrir dyr- um tH utidirbúnings síldarver- tíðinni. Verður tíð vonandi hag- stæð til þeirra hluta. L.G. • m ÆFR 1. maífagnað heldur Æskulýðs- fylkingin í Reykjavík þriðjudags- Irvöld 30. apríl í Næturklúbbnum (Glaumbæ). Skemmtiatriði aug- lýst í blaðinu á morgun. 25 þúsund tunnur af síld í fyrranótt Vorveiðin hefur reynzt upp- gripaafli í síðustu viku og veið- ist aðallega á miðum, sem eru um 30 mílur norðvestur af Akra- nesi. 1 fyrrinótt var mikiil veiði á þessum slóðum og fengu 35 1 fyrradag fögnuðu Reykvíkingar og þá einkanlega bornih sumri með margvíslegum hátíðahöldum. Þessi mynd sýnir mannfjöldinn er safnazt halði saman í Lækjargötuna töl þess að taka þátt í útihátíðahöldunum er þar fóru fram. Fleiri myndir frá hátíðahöldunum eru á 12. síðu. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). bátar um 25.000 tunnur. Veiðin er hinsvegar misjöfn, frá 200 tunnum til 2200 tunnur og til- kjnntu 20 bátar löndun hér f Keykjavík. Afli bátanna er sem hér %egir: Víðir II 1100, Sigurpáll 700, líöfrungur 1000. Guðmundur Þórðarson 2200, Hafrún 1400, Sigurkarfi 900. Kópur 800, Bára P00. Stapafell 500, Sæfari 700, Leifur Eiríksson 500, Hannes Hafstein "600. Þráinn 450, Hall- dór Jónsson 500 Ólafur Magnús- son 500, Jón á Stapa 200, Sig- urður Bjarnason 400, Sæfell 400, Akraborg 700, Jónas Jónasson 400, Sólrún 1600. Skarðsvík 500, Haraldur 400. Vonin 900, Skírn-; ir 500, Sæúlfur 250, Hringver' 800, Náttfari 250. Arnkell 600, Óíeigur II. 300. Reynir.VE 1100, Sieingrímur trölli 250, Pétur Sigurðsson 200, Margrét 200, As- geir Torfason 150. Garðar 300, Höfrungur II. 600, Sigurfari 100 og Fiskaklettur 100.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.