Þjóðviljinn - 27.04.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.04.1963, Blaðsíða 5
Axel Axelsson skorar léttilega fjórða mark í leiknum við Fram (Ljósm. Bj. Bj.). Reykjavíkurmótið í knattspyrnu Þróttur vann Fram með yfirburðum, 4 gegn 0 Annar leikur Reykjavíkurmótsíns í knatt- spymu var leikinn fyrsta dag sumars og áttust þá við íslandsmeistararnir Fram og Þróttur sem leikur í 2. deild. Úrslit urðu þau að Þróttur sigr- aði með 4 mörkum gegn engu. Góð byrjun Þróttar. Þróttarar. sem eru innan- hússméistarar í knattspyrnu. byrjuðu mjög vel bénnan fyrsta leik sinn á sumrinu. Höfðu beii algjöra yfirburði í fyrri hálf- leik og settu á þeim tíma fjög- ur mörk. Snerpa beirra og iá- kvæður samleikur var lykillinn að þéssum árangri sém vissu- lega verður að teljast góður. Tvö skíðamót fyrradag Tvö skíðamót voru haldin á sumardaginn fyrsta: Steinþórsmótið (6 manna sveitakeppni í svigi) og Stefánsmót- ið (svigkeppni í öllum flokkum). Mót þessi voru haldin í Skála- felli við KR-skálann. Veðrið vár gott en þokusúld á köf'- um. Mótstjórn annaðist skíðá- deild KR. CTrslit urðu sem hér segir: Steinþórsmótið vann sveit IR. (Hlið 50 brautárléngd 403.8). I sveitinni voru Guðni Sigfússon. Þorbergur Eysteinsson, Harald- ur Pálsson Jákobína Jakobs- dóttir, Vaidimar örnólfsson Einnig kepptu sveitir KR og Víkings. Mót þetta vár haldið til minningar um Steinþór heit- inn Sigurðsson menntaskóla- kennara sem var fyrsti for- maður Skíðaráðs Reykjavíkur. St.éfánsmótið vár haldið til minningar um Stefán heitinn Gíslason KR sem var einn af brautryðjendum skíðaíþróttar- innar hér á landi. Úrslit Urðu sem hér segir: A f . karla. (H'.ið 41,1 400 m.) Samanl. tími 1 Valdimar örnólfsson IR 63.3 2. Guðni Sigfússon IR 64.4 3. Hilmar Steingrímss. K.R 65.0 B. fl. karla 1. Ásgeir Cristians. VlK. 74.0 2. Björn -Ólafsson VlK 80.0 3. Ágúst Friðriksson VÍK 120.2 C. fl. karla 1 Þórður Sigurjónss. IR 2 Júl. Magnússon KR 3. Helgi Axélsson ÍR Drengjafl. 1. Tómas Jónsson IR 2. Eyþór Haraldsson IR 3. Har. Haraldsson IR Stúlknafl. 1 Lilja Jónsdóttir IR Kv.fl. 1. Jakobina Jakobsd. IR 77.0 78.2 00.4 41.3 42.4 42.6 48.7 77.0 Fjögur mörk á 20 mínútum. Þróttur lék undan nokkuð stérkum vindi fyrri hálfleikinn og fyrsta m^rkið lét ekki á sér standa: Á 3. min. varpar Eyj- ólfur Magnússon inná til Ólafs Brynjólfssonar, sem tekur við i knettinum innan vítateigs og spyrnir óverjandi fyrir Geir 1-0. Annað markið kom á 17. mín. er Axel Axelsson lék á h.bakv. Fram, Sigurð Friðrjks- son, sendi síðan knöttinn fyr- ir markið til Hauks Þorvalds- sapar. .sem ú .góðu, færi spymti óverjandi fyrir Geir. Þriðja markið kom einnjg fyrir hnitmiðaða sendingu Ax- els fyrir markið en nú var bað Jens Karlsson sem rak enda- hnútinn á þessa velheppnuðu sóknarlotu. Fjórða markið setti Axal sjálfur eftir að hafa fengið langsendingu fram völlinn lék síðan á Geir markvörð sem kom út á móti, og skoraði í mannlaust markið. 1 síðari hálfleik varð mikil breyting á leiknum, vindinn lægði og Framarar fóru að íáta meira til sín taka. Varð þvi leikurinn mun .iafnari og bæði liðin áttu tækifæri sem þeim tókst ekki að nýta. Lauk bví léiknum án þess að fléiri mörk féngjust skoruð. Llffin: Lið Þróttar: Guttormur Ol- Ffámháld á 4. síðu. Það verður knattspyrnuvið- burður á Melavellinum á morg- un. Þá þreyta old boys Fram og Vals frá árinu 1947 kapp- leik, og er lelkurinn liður í 55-ára afmælisdagskrá Fram. Einnig fer fram „alvöruleik- ur“ milli meistaraflokka Fram og KR og verður það fyrsti leikur þessara áðila á árinu. Bæði liðin hafa leikið einn leik i Reykjavíkurmótinu, sem hafa tapazt og má því reikna með einhverjum breytingum á lið- unum á sunnudaginn. Annars má búast við, að old boys-leikurinn milli Fram og Vals veki mesta athygli, og er vitað um aðeins örfá for- föll í liðunum frá 1947. Með liði Fram leika eftirtaldir menn: Adam Jóhannesson, markvörður, Karl Guðmunds- son, Haukur Antonsson. Sæ- mundur Gíslason, Haukur Bjarnason, Valtýr Guðmunds- son, Sigurður Jónsson, núver- andi formaður Fram. Ríkharð- ur Jónsson, Magnús Ágústsson, Hermann Guðmundsson . og Gísli Benjamínsson. Frá liði Vals hefur ekki ver- ið gengið endanlega, en vitað er að Hermann Hermannsson, Frímann Helgason, Sigurður Ölafsson. Ellert Sölvason (Lolli) Halldór Halldórsson og að öll- um líkindum Albert Guðmunds- son verða með. Fyrri' leikurinn verður milli Pram og KR og hefst hann kl. 4, en strax á eftir léika svo gömlu mennirnir. KR-tríóið fetar samstilltum skrefum í mark. Víðavangshlaup I R var hiaupið eftir nótum Hin fornfræga Valsvörn: Frá v.: Grímar Jónsson, Sigurður Ól- afsson, Frímann Helgason og fyrir framan Hermann Her- mannsson. Víðavangshlaup ÍR fór fram á sumardag- inn fyrsta að venju. Keppendur voru aðeins 6. Aðei’ris 'KR átti 'þátt- takendur í 3ja manna sveitarkeppni, en ekk- ert félag átti nægilega marga þátttakendur í 5 manna sveit. KR-ingamir þrír tóku þegar forystuna í hlaupinu. og drö stöðugt sundur með béim og öðrum þátttakendum. Þegar KR-tríóið kom aftur inn í Hljómskálagarðinn, hélt það enn hópinn og skiptust þeir á um forystuna. Bjuggust flestir við að þetta vrði hörð og spenn- andi keppni. sem ekki yrði endanlega útkljáð fyrr en 3 endasprettinum. Þegar bessir ágætu hlaupar- ai komu á beinu brautina breyttist keppnin allt í einu : sýningu. Þeir hlupu hlið við hlið í mark án allrar keppni. og var þetta fremur sviplegur endir á ágætu hlaupi þeirra félaga. Dómnefnd úrskurðaði Kristléif hafa verið sjónarmun á undan hinum, en ógerningur reyndist að greina milli Agn- ars og Halldórs. Allir þrír féngu sama tíma. Halldóri voru afhent 2. verðlaun eftir að hann hafði unnið hlutkésti gegn Agnari. 1. Kristleifur Guðbjörnsson KR 11.33.9 mín. 2. —3. Halldór Jóhannsson KR 11.33.9 mín. 2.—3. Agnar Leví KR 11.33,9 mín. 4. Jón Guðlaugsson UMFB 12.42,0 mín. 5. Vilhjálmur Björnsson UMSE 12.47,0 mín. 6 Kristján Guðmundsson Isaf. 13.55,0 mín. KR-ingamir þrír eru sýni- lega i góðri æfingu og höfðu algerlega yfirburði yfir keppi- rautana. Þessir yfirburðir gefa beim þó engan rétt til að skirr- ast við að gera upp sakimar sín .á milli á íbróttamóti. Á- horfendur voru nefnilega komn- ir til þess að ho.rfa á keppni. Drengjahlaup Ármanns fer fram sunnudaginn 28. b.m. kl. 2 e.h. Hlaupið hefst í Hlióm- skálagarðinum og líkur bar. Leiðin verður genginn í dag flaugardag) kl. 6 e.h. frá Hljóm- skálanum. Keppendur og starís- menn eru beðnir að mæta á Melavellinum kl. 1.15 e.h. á sunnudag. Wli k Bandaríkjamaður að nafni Fred Austin hefur nú bætzt í hóp þeirra sem berjast munu um heimsmetið í stang- arstökki á komándi sumri Nýlega stökk hann 4.90 m á útimótí. Á sama móti kom nýr míluhlaupari fram á sjónarsviðið — John Camiee er hljóp á 4.02,6 mínútum. k Austurþýzki kringlukastar inn Lothar Milde kastaði ~>ý- lega yfir 58 metra og virðis* vera í. ágætri aéfingu. Á móti í Potsdam í fyrri viku kast- aði hann 57.72 metra. Haif átti þrjú köst í viðhóf 52 metra. k Kappaksturshetjan De"- Campell, sem bíður færis ■>' setja nýtt hraðakstursmet t Astralfu, befur orðið fyrir þungum áföllum. Byggður háfði verið 150 métra langur vegur yfir eyðisvæðin til að flytja farkostinn „Bluebird“ á saltslétturnar við Lake Eiyre. Vegur þéssi gjöreyði- lagðist í stórrigningum og fióðum fyrir skömmu. Mettil- raunin átti að fara fram sl. sunnudag, en var frestað um áákvéðinn tíma. Heimsmet Rretans John Cobhs í hráð- ákstr'i ér 634 km á klst. 1947. k OljTnpíunefndír Norður- os ^uður-Kóreu hafa náð sam- kemulagi um að Kórea sentlt sameinað lið frá báðum ríkj- unum til olympíuleikanna i Tókíó. Flokkurinn mun ganga undir hvítum fána með ol- '•mpíuhringunum mcrktum á. Gamalt þjóðlag verður notað ! stað þjóðsöngs. k Ingemar Johansson frá Svíþjóð vann nauman sigur á , stigum yfir Brian Lon- don f tólftu lotu hnéfaleika- keppni í Stokkhólmi sl. sunnu lag. Úrslitin eru talin mikið ífall fyrir Ingemar, en rot- 'iögg hefði orðið hlutskipti lans ef leikurinn hefði staðið 'iokkrum sekúndum lengur. Svíar höfðu einróma spáð tngo sínum sigri, og sænskir knefaleikasérfræðingar töldu hann mundi sigra á rothöggi í 5. lotu. Keppnin var frá- munalega ieið'inleg. London reyndi ekki að slá fyrr en í lok 11. Iotu. f 12. lotu bóf hann Ioks árás, en Ingó hafði forskot í stigum vegna lífleerí bardagaviðleltni. Ingó féll i gólfið fyrir höggi frá Lon- don þegar aðeins fáeinar sekúndur voru tfil leiksloka. Hefði London fengið tækifæri til að berja aftur, var útséð um að Ingó fengi rothöggið. Þrjár sekúndur björguðu Inge- mar. London ærðist er hann fékk ekki að slá aftur og lét öllum iilum Iátum. Sænsk blðð gefa Ingemar það ráð eftir þessi vonbrigði, að *ta méira og keppa oftar, eða hætta alveg ella. ★ Tvítugur Spánverji,' Luis Areta, stökk 15,62 metra i þrístökki um síðustu helgi Hann er í mikilli framför og váenlegur til frekari afreka. ★ Belgíumaðurinn Aurele Vandendriessche sigraði ör- ugglega í Boston-maraþon- hlaupinu í ár. Tími: 2.18.58 klst. Annar var John Kelley (USA) á 2.21,09 klst. Bretinn Kilby (Evrópumeistarinn) — varð nr. 3. Fjórði var Oksan- en frá Finnlandi (hefur sigrað þrisvar i Boston-maraþonhl.) og fimmti varð olympiusig- urvegarinn frá Etíópiu. Vand- endriessche varð annar i maraþonhlaupi á Evrópu- meistaramótinu í fyrra. utan úr heimi Qld boys á Mela- vellinum Laugardagur 27. april 3Ú63 MÖÐVIUINN SIÐA C

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.