Þjóðviljinn - 27.04.1963, Page 7

Þjóðviljinn - 27.04.1963, Page 7
HÓÐVILJINN SIÐA ^ Laugardagur 27- apríl 1963 AD LIFA SJALFA SIG Síðustu orustu Konrads Ad- enauers er lokið með ó- iigri. f þetta skipti barðist fcann fyrir pólitisku lífi sínu við sinn eigin flokk. Á föstu- daginn í fyrri viku kom gamli kanslarinn heim til Bonn úr orlofi í bústað sínum við Comovatn staðráðinn í að vefia Kristilega demókrata- flokknum um fingur sér eins og svo oft áður á 14 ára ó- slitnum valdaferli. Þrátt fyrir 87 ára aldur finnst Adenauer að hann sé vel fær urn að stjórna Vestur-Þýzkaiandj enn um ófyrirsjáanlega framtíð. Gefið loforð um að láta af embætti ekki síðar en j nóv- emberbyrjun þvældist ekki mikið fyrir honum. Það loforð var hann neyddur til að gefa við stjórnarmyndunina í nóv- Ludwig Erhard (t.v.) ræðii við ember í vetur, sagði hann fréttamönnum sem heimsóttu hann suður fyrir Alpafjöll, og þess vegna þyrfti ekki að taka það alvarlega. Adenauer veifaði vottorðum frá læknum um á- gæta heilsu sína. sendi erkió- vini sínum og flokksbróður Er- hard efnahagsmálaráðherra nokkrar hnútur og neitaði að trúa fregnum um að flokkur þejrra væri staðráðinn í að segja sínum gamla foringja upp trú og hollustu og velja i hans stað þann mann sem hann sízt getur unnt að setjast f, kfpslarasætið í sinn stað. iv ■ í'JÍTi síðustu helgi var úrslita- |y "viðúreignin undirbúin. Adenauer tók á öllu sem hann á til, beitti allri sinnj slægð og frekju. En allt kom fyrir ekki. Þingflokkur Kristilegra demókrata ákvað með þrem fjórðu atkvæða að Adenauer skyldi víkja úr sessi í haust eins og ákveðið hafði verið og I.udwig Erhard taka við embætti hans. Flokkurinn sem lét Adenauer troða á sér fyr- ir fjórum Srum. þegar hann hætti við ‘ að gerast forseti jafnskjótt Qg l.jóst varð að Er- hard yrði eftirmaður hans, mannaði sig loksins upp og af- sagði forustu sem upp á síð- kastið hefur ekki fært honum annað en álitshnekki og ósigra. Kosningar til fylkisþinga i F>->ien. Rínarlöndum-PfaÞ. Hamborg og Vestur-Berlín hafa F/tK verulegt fylgistap krist'- 1 s demókrata en sósíal- vemókratar hafa unnið á sem Gerstenmaier forseta þingsins. að halla undan fæti fyrir kristilegum demókrötum, í síðustu kosningum misstu þeir hreinan meirihluta á þinginu í Bonn og urðu að taka upp stjómarsamstarf við frjá’.sa demókrata til að halda vöid- um. JViende, foringi samstarfs- flokksins, gerði það fyrst að ski’yrði fyrir samvinnu við kristilega demókrata að Ad- enauer léti af kanslaraemb- ættinu, en beygði sig þegar sá gamli gerði sig líklegan til að semja við sósíaldemókrata frekar en sleppa stjómartaum- unum. Þessi samsteypustjórn hrundi í umrótinu eftir aðför- ina að fréttatímaritinu Spiegel, og önnur komst ekki á lagg- imar fyrr en Adenauer hafði lofað að láta af embætti með haustinu. Spiegel-málið sýndi að kanslarinn er ekki lengur fær úm að stjórna. Það kom á daginn að í rikisstjórninni fóru ráðríkir ráðherrar sínu fram og skeyttu engu þótt þeir seildust inná valdsvið starfsbræðra sinna. Hver ráð- herrann af öðrum. kanslarinn þar á meðal, varð uppvís að bví að hafa logið að þinginu. Strauss landvarnaráðherra varð að hröklast úr embætti fyrir valdniðslu. Siðan rekur allt á reíðanum í Bo.nn. Á fjórtán ára valdaskeiði hefur Adenau- er einn tekið úrslitaákvarðan- ir um öll mál sem honum þykja miklu varða. Valdið hef- ur verið hjá honum einum. Um leið og honum förlast tök- in verður rikið því i raun- inni stjómlaust, þótt dagieg stjórnarstörf gangi sinn vana gang. því svarar. Framundan eru fylkisþingkosningar í Neðra- Saxlandi 19. maí. Flokksfor- ustan þar og framkvæmda- stjórn flokksins alls heimtuðu ákvö.rðun um eftirmann Aden- auers fyrir kjördag, það væri eina ráðið til að hressa við dvínandi tiltrú kjósenda. í fyrsta skipli siðan vesturþýzka ríkið var stofnað eru kristileg- ir demókratar alvarlega hrædd- ir við að völdin í landinu gangi þeim úr greipum. Al- mennar þingkosningar eiga að fara fram 1965, og ef atkvæði falla þá svipað og í fylkjakosn- ingunum undanfarið verða sós- íaldemókratar stærsti þing- f’okkurinn næsta kjörtímabil. Strax eftir skrípaleikinn um forsetaembættið 1959 tók Það va? nánast tilviljun að Adenauer komst til valda í Vestur-Þýzkalandi. Við fyrsta kanslarakjörið í hinu nýja ríki 1949 marði hann vinninginn með einu atkvæði framyfir, sínu eigin. En þegar hann einu sinni ýar búinn að fá völdin í hendur kunni hann að beita beim til að festa *sig í sessi. Út á við fylgdi hann þeirri stefnu að hafa enga stefnu fyrir hönd Vestur- Þýzkalands aðra en þá að gcra í hvívetna vilja Vesturveld- anna, heJzt áður en hann var látinn í ljós, Hinn þjóðernis- sinnaði sósíaldemókratafor- ingi Kurt Schumacher kallaði Adenauer líka „kanslara banda- manna“. Sehumacher og flokks- bræður hans, og einnig margir í Kristilega demólírataflokkn- um. hörmuðu skiptjngu Þýzka- lands og álitu að æðsta verk- efni allra Þjóðverja hlyti að vera að sameina landið á ný. Adenauer var á öðru máli. Skiptingin var honum kærkom- in. Hann er íhaldssamur. kaþ- ólskur Rínarlandsbúi og hefur alltaf hatað Prússa og alveg sér í lagi hina guðlausu og róttæku Berlínarbúa. Árið 1923, þegar Frakkar hemámu Rín- arlönd, daðraði Adenauer við þá hugmynd að skilja þau frá Þýzkalandi tjl frambúðar. Heimsstyrjöldin síðari gerði Konrad Adenauer þann greiða að kljúfa Þýzkaland Qg af- henda honum til umráða þann hluta þar sem fyrir hendi var ihaldssamur og kaþólskur meirihluti. Eins og flestir aðrir kaþ- ólskir jtjórnmálamenn Weimarlýðveldisins hafði Ad- enauer hægt um sig allan stjómartíma nazista. Hann vildi ekkert hafa saman við hina nýju valdhafa að sælda en barðist ekki heldur gegn þeim, Hann átti því hægt með að sameina í einum íhaldssömum. borgaralegum flokki bæði fyrrverandi nazista og and- nazista. Tákn stjórnartíma Ad- enauers er hægri hönd hans Globke ráðuneytisstjóri, höf- undur skýringanna \;ið kyn- þáttalögin sem kennd eru við Númberg. Hann er kaþólskur, gekk aldrei f nazistaflokkinn en þjónaði Hitlersstjóminni i ýmsum ábyrgðarstöðum i inn- anrikisráðuneytinu. Nú hefur hann í 14 ár verið annar valda- mesti maður Vestur-Þýzka- lands, jafn slægur og ókval- ráður og yfirboðari hans en ánægður að starfa bak við tjöldin. Ósigur Adenauers á þingflokksfundinum á þriðju- daginn er ekkj síður ósigur Globke og þess valdavefs sem þessir tveir menn hafa spunn- ið á undanförnum árum. Er- hard efnahagsmálaráðherra. ,.gúmmnjónið“ eins og kansl- arinn kallar hann, verður næsti kanslari þrátt fyrjr all- ar eiturörvarnar sem þeir fé- lagar hafa sent honum og þrátt fyrir margvisleg mistök sjálfs sin. Hann er eini mað- urinn sem kristilegir demókrat- ar gera sér vonir um að fær sé um að bjarga þeim úr ó- göngunum sem Adenauer er búinn að koma þeim í. Látlausar tilraunir kanslarans til að drepa erfðaprins sinn pólitiskt hafa verið einna ógeðfelldastar allra upplausn- arfyrirbæra hnignunartímabils Adenauersstjórnarinnar Heima og erlendis hefur ekkert tæki- færi verið látið ónotað til að rýra álit Erhards. Öðru hvoru hefur honum verið nóg boðið og krafizt þess að flokkurinn gerði upp á milli þeirra Aden- auers, en kanslaranum hefur jafnan tekizt að eyða því með vifilengjum og haldið upptekn- um hætti. Síðustu mánuðina hefur komið á daginn að þarna er um að ræða meira en per- sónulegan fjandskap, einnig er uppi jnnan vesturþýzku stjórn- arinnar pólitiskur ágreiningur um framtið Vestur-Evrópu. Adenauér vill Litlu-Evrópu, ná- ið samstarf við Frakkland sem myndi ásamt Vestur-Þýzka- landi kjarnann í þröngu og innhverfu Efnahagsbandalagi íhaldssamra, kaþólskra megin- iandsríkja. Erhard er hinsveg- ar ákafur talsmaður Stór-Evr- ópu, aðildar að Efnahagsbanda- laginu fyrir Bretland og Norð- urlönd, mikilla utanrikisvið- skipta, lágra tolla. Þegar franska stjórnin vísaði á bug umsókn Bretlands um aðild að EBE, reyndi Erhard á eigin spýtur og án samráðs við kanslarann að koma málinu á rekspöl á ný. Tðitt af síðustu embættisverk- Sh um Adenauers verður að taka á móti de Gaulle í op- inbera heimsókn til að inn- sigla gildistöku sáttmála þeirra um bandalag og samvinnu Vestur-Þýzkalands og Frakk- lands. Þingflokkur kanslarans hefur þegar knúið hann til að fallast á að yfirlýsing af þingsins hálfu um að samein- ing allrar Vestur-Evrópu og hollustu við NATÓ séu eftir sem áður homsteinar vestur- þýzkrar utanríkisstefnu. Þar með vilja flokksbræður Aden- Konrad Adenaucr. auers girða fyrir að ný stefna sem fyrir honum kann að vaka með sáttmálagerðinni komist í framkvæmd. Erhard þarf ekki að letja að tengjast Frakklandi de Gaulle óþægilega nánum böndum. Hann hefur jafnan verið hlynntari nánum tengsl- um við Bretland en Frakk- land. En menn í Vestur- Þýzkalandi vænta sér .ekki mikils af stjórnarforustu hans. Þótt Adenauer ■ hafi ekki tek- izt að eyðileggja lýðhylli vara- kanslarans. hefur hann sann- fært flesta stjórnmálamenn um að Erhard sé of óákveðinn og hikandi til að geta farið með stjórnarforustu tjl lengdar. Kristilegir demókratar eru fegnjr að fá hann fyrir merk- i-bera í næstu kosningum, en þeir eru vísir til að nota fyrsta tækifærj að þeim afstöðnum til að losa sig við hann. M.T.Ó. Hún skar Yopnfir&mgum hamingjuklæii í hálfa öld Sumarið 1962 höguðu atvikin því þannig að ég var gestur og hlustandi að kaffiborði í skrautlausri en notalegri stofu á bæ inni f Vopnafirði. Við borð- ið sátu tveir vopnfirzkir bænd- ur, majór í liði Hennar Há- tignar Bretadrottningar og föð- ursystir annars bóndans, nær níræð að aldri. Umræðuefnið var ýmislegt íslenzkt, einkum gamalt — og þar var gamta konan veitandi og fræðari, og síðan brezkar bókmenntir. en þar gengu bændumir um garða sem kunnugir einir gera. Bænd- umir (sem hvorugur hefur gengið í tízkuskóla) þýddu þráðinn úr samtalinu jafnóð- um fyrir gömlu konuna. Þegar rætt var um Robert Bums glömpuðu skyndilega augu hennar, hún minntist einhverra kvæða hans, og tíundaði jafn- framt tár stórmenna frá fjar- lægu landi sem fallið höfðu við heimili þessa skálds. „Hvað segir hún?“ spurði hinn brezki þegn er hann sá glampann i augum hennar við minningu Bums. Bændurnir tjáðu honum þaö. Ekki veit ég hvað þessi majór (sem var sam- landi Bums og skartaöi nú hvorki sltúfum né priki heldur peysu, því þessar Jaxveiðivikur átti hann sjálfur en ekki Henn- ar Hátign) hefur hugsað, en hann missti um stund brezkan afskiptaleysissvip er hanr, horfði íhugandi á gömlu kon- una. Sesselja Stefánsdóttir heitir hún og verður níræð innan árs, fædd 12. febrúar árið sem við Islendingar fengum fjárforræði. löggjafarvald og stjómarskrá. Hvortveggja var, að tími var skammtaður til viðræðna VOPNAFIÖRDUR - FÓLK OG BYCCD Sessclja Stcfánsdóttir — Myndin tekin sumaríð 1962. og að hún kvaðst ekki hafa lagt í vana sinn að ræða við blaðamenn. En þeirri gáfulegu(J) spumingu, hvort eklu hefði verið leiðinlegt og erfitt líf i Vopnafirði í „gamla daga“ svaraði hún: — Nei, það var langt frá því; þetta var og er allt gott fólk í Vopnafirði. Ég hef ekki yfir lífinu að kvarta. Frá ungum aldri hefur hún verið saumakona, og spuming- unni um kaup og kjör svaraði hún: — Kaupið var 15-20 krónur fyrir að sauma karlmannsföt, vesti. buxur og jakka. Þegar mesta geypiverðið var komið á þetta fékk ég 100 krónur fyrir <að sauma karlmanns- fötin. Sveitungi hennar svaraði spumingum mínum um hana þannig: — Hún hefur alltaf átt heima á Guðmundarstöðum hjá Ás- bimi bróður sinum (sem nú er látinn) og tók sinn þátt í upp- eldi á stórum barnahópi; tók þátt i að kosta sum þeirra til mennta, gekk í skautbúningi sínum með þeim til altaris við fermingar, — og fylgdi sum- um þeirra til grafar. Hélt síð- an heim til að elska og annast þá sem lifðu. Hún hafði líka nógu stórt hjarta til að finna til í stormum sinnar tíðar. fy’gdist með örbirgð og sigrum fólksins, lagði hverju heimili í sveitinni lið og lét sig varða allra hagi; lagði öllum gott 1il og boðaði elsku og frið með öll- um. Hún var saumakona að at- vinnu og skar bróðumartmn af flíkum jafnt barna sem fullorðinna í bessari stóru sveit. Hún skar Vopnfirðingum hamingjuklæði í hálfa öld. J. B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.