Þjóðviljinn - 27.04.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.04.1963, Blaðsíða 10
- 3 SÍÐA H6ÐVILIINN Laugardagur 27. aptil 1963 GWEN BRISTOW: W I HAMINGJU LEIT Hann vissi allt um fæðingar- hjálp, hann hafði ofl og mörgum sinnum aðstoðað við fæðingar og þegar hún þyrfti hans með, yrði hún að senda boð eftjr hon- um. Það var sama hvort það var á nóttu eða degi, honum var það mikill heiður að geta hjálp- að henni. Og þangað til ætlaði hann að gefa henni heilræði, svo að henni heilsaðist betur. Hann vissi hvað hann var a$ segja sagði Florinda þegar hann var farinn. Hún hafði aldrei oftar minnzt á að hún hefði sjálf eignazt barn. En Gamet þóttist viss um að hún hefði getið sér þess til, jafnvel þótt Florinda hefði ekki sagt henni það. Hún var svo fróð um allt sem viðkom þessum málum. Bærinn var svo ljótur 0:g rugl- ingslegur og Garnet var svo þung á sér að hún fór sára- sjaldan út. Hún sat mestmegn- is í eldhúsinu eða í svefnher- berginu uppi og saumaði bama- föt. Efnið hafði Florinda keypt í verzlun Abbotts. Isabel hjálp- aði henní að sníða fötin. Isabel breytti líka svörtu kjólunum HárgreiSsIcm M Wl> | P E R IVl A. Garðsenda 21. sími 33968 Hárgreiðsln. oe snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegjn Sími 14662. Hárgreiðslu. og snyrtistofa l STEIND OG DÓDÓ. Laugavegi 11. simi 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Sími 14853. Hárgreiðsiustofa AUSTDRBÆJAR (María Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 sími 14656. Nuddstofa á sama stað sem Florinda hafði notað hjá Donu Manuelu svo að Garnet gæti notað þá. Florinda var því mótfallin að Gamet gengi í sorgarbúningi ogsagði: —Svarti liturinn fer þér ekki vel, því máttu trúa. En Garnet hefði naumast kunnað við sig öðru vísi en svartklædd, svo að Flor- inda varð að láta undan og finna þessi föt sín. Hún fleygði aldrei neinu sem hægt var að nota seinna. Isabel var strax sammála Garnetu. Auðvitað yrði ekkja að ganga svartklædd, sagði hún. Og hún sagði þetta svo graf- alvarleg, að Florinda hló eins og galin bakvið hana. Enginn hafði kennt Florindu að erfðavenjur væru heilagar. hvort sem þær voru nokkurs virði eða ekki. Meðan hún og Garnet borðuðu kvöldmatinn, sagði Florinda henni hvers vegna hún hefði verið að hlaeja. Hún sagði að Isabel væri ekkja með þrjú börn. Eiginmað- ur hennar hafði verið drykkju- rútur og dag nokkurn þegar hann hafði verið útúr fullur, hafði hann fundizt með andlit- ið niðri í læknum. Mikið var þvaðrað um þetta í bænum — sumir sögðu að Isabel hefði ýtt honum útí. en aðrir sögðu að haon hefði sjálfur dottið í læk- inn en Isabel ekki reynt að hjálpa honum upp úr. En þar sem dauði hans hafði ekki ver- ið neinn skaði fyrir bæjarfé- lagið. hafði ekkert verið gert til að rannsaka það mál. Þetta hafði gerzt fyrir fjór- um árum og Isabel hafði ekki gifzt aftur. Hún var ung og lag- leg og hún hafði fengið mörg ágæt tilboð, en hún afþakkaði þau öll og sagðist vita allt um karlmenn sem hún þyrfti að vita. Það hafði verlð erfitt fyr- ir hana að framfleyta bömun- um, og þegar Florinda kom til bæjarins, fundu þær hvor aðra fljótlega. Isabel og Florinda voru innjlega sammála um hveraig karlmenn væru sem eiginmenn. Gamet heyrði þær ræða þetta mál með ákafa sem yfirvann alla tungumálaerfiðlejka. Flor- inda sagði að karlmenn væm á- gætir — en sem eiginmenn! Hún gat ekki fundið nógu gott oxð á spænskunni. svo að hún fitj- aði bara upp á nefið og blístr- aði. Isabel sagði að hún hefði öldungis rétt fyrir sér. En Isabel hafði gengið í sorg- arklæðum vegna mannsins síns og það værj hneykslanlegt ef Garnet gerði það ekki líka. Florinda hló við tilhugsunina. — Ég læri víst aldrei að skilja siðað fólk. sagðj hún. Hún setti upp hreina hanzka og fór niður að vinna í bam- um. Florinda var alltaf önnum kafin. Starfsorka hennar var takmarkalaus. Hún vann tíu eða tólf tima á hverjum degi, sjö daga í viku og kvartaði aldrei. Og háreystina, óþefinn, köngur- lærnar og annað slíkt lét hún sér í léttu rúmi liggja. Árum saman hafði Florinda orðið að saetta si-g við ýmislegt sem henni var ekki að skapi og það hafði þroskað með henni kulda- lega kímni sem hún notaði eins og múrvegg um sig. — Ég verð að iáta að ég dá- ist að þér, sagði Gamet eitt kvöldið, svo sem háifum mán- uði eftir að þær höfðu komið til Los Angeles. — Og ég öfunda þig. — Hvers vegna í ósköpunum? spurði Florinda og þvoði sér axlirnar. Þegar hún kom upp frá bamum á kvöldin hafðj hún með sér fötu með heitu vatni og nú stóð hún við servantinn og framkvæmdi á sér stórþvott. Klukkan var eitt að nóttu. og götumar — ef götur skyldi kalla — voru auðar og tómar. Florinda tæmdi fatið og fyllti það með hreinu vatni. — Viltu gera svo vel að bvo á mér bak- ið. sagði hún við Garnetu, og þegar Garnet tók þvottaklútinn sagði Florinda: — Hvað áttu við með því sem þú sagðir? — Ég átti við það, að ég dá- ist að því hvemig þú tekur líf- inu, sagði Garnet. *— Það er til dæmis þessi staður. Þú hlýtur að hafa andstyggð á honum. En þú nefnir það aWrei einu orði. — Tja vina mín, ég hafði ekki endilega þetta í huga þeg- ar ég þvoði hrákadallana í búl- unni hjá Max Duren í Perlu- stræti. En ég komst þaðan og ég losna við þetta líka. þvi að ég er ekki ein þeirra kvenna sem sætta sig endalaust við það sem þeim fellur ekki. Florinda leit glaðlega á Garnetu. — Og það ert þú ekki heldur, vina mín. Gamet brosti til samþykkis þegar hún tók handklæðið og þurrkaði Florindu bakið. — Nei, ég hef ekki hugsað mér að vera endalaust í þessu óþverrabæli, að minnsta kosti skal ég reyna að komast héðan. En þangað til — Florinda, langar þig aldrei til að slaka á og gráta? — Ojú, jú. En hvað myndi það svo sem stoða? Og þú ert svo sem ekki alltaf volandi. Gamet hengdi handklæðið upp og lagði sig útaf í rúmið. Florinda neri á henni fótlegg- ina. — Heyrðu mig nú. ljúfan, hélt hún áfram. — Þetta er skítastaður, hreint út sagt. En við erum ekki að vola þrátt fyr- ir það. Og það er bara vegna þess að við höfum vit á að vera ekki að sóa kröftum og þreki í þess háttar. Hún leit í kring- um sig og brosti síðan. — Og auk þess vitum við að minnsta kosti um tvo staði sem em verri en Los Angeles. þótt bær- inn sé hreinasta viðurstyggð. Annar er ríkisfangelsið í New York, hinn er húsið hans Charl- es Hale. Ertu ekkj sammála? Garnet hló ögn við — Þú hef- ur rétt fyrír þér. Florinda fór að þvo sér um íætuma. Hún gerði það þann- ig, að hún stóð í vinstra fót og lyfti hægra hné í brjósthæð og setti fótinn í fatið og síðan þvoði hún hinn fótinn á sama hátt. Hún var liðug eins og köttur eftir árin sem hún hafði cíansað. Gamet horfði á hana og andvarpaði. — Heldurðu að ég verði nokkurn tima liðug aftur? — Auðvitað, sagði Florinda. Hún brosti. — Ég veit alveg hvernig þér líður núna, vina mín — þú getur varla komizt í skóna sjálf Qg þú ert að velta því fyrir þér hvort þú munir nokkurn tíma framar þurfa að reima að þér lifstykki. En vaxt- arlagið jafnar sig furðu fljótt. Og þegar þar að kemur — hún sveiflaði hendinni eins og hún vildi með því má út Los Angel- es og landið umhverfis — þá verður mun auðveldara fyrir þig að umbera þetta allt sam- an en það er núna. En Garnet hrukkaði ennið og beit á vörina og Florinda spurði: — Er eitt- hvað fleira sem angrar þig? — Já, dálítið sem mig hef- ur eiginlega langað til að tala um við þig siðan ég kom hjng- að. — Út með það. Florinda hellti óhreina vatninu i skólþfötuna, stakk sér í inniskó. fór í nátt- kjólinn og settist á veggbekk- inn til að bursta á sér hárið. — Florinda. Hvað hefurðu eiginlega hugsað þér að ég yrði lengi hérna há þér.? — Eins lengi og þú vilt sjálf, auðvitað. — Er ekki hægt að setja dýnu inn í birgðageymsluna? Silky veit vel að ég stelst ekki í vínið hans. — En af hverju viltu vera i geymslunni? — Þú hefur verið svo einstak- lega góð við mig, sagði Garn- et. — En ég get þó ekki sof- ið í herberginu þínu endalaust. Það hlýturðu að skilja. — Nei, alls ekki. Hvi skyld- irðu ekki sofa í herberginu mínu? Þú ert ekki fyrir mér. — f hamingju bænum, vertu ekki með látalæti! Ég á við — ég á við Silky! Fjorinda lét hárburstann falla og starði lengi og skelk- uð á Garnetu. Svq fór hún að hlæja. — Nei, ég hlýt að vera þrifættur indíáni, sagði hún. — Ég hlýt að vera með kál- haus. Fyrirgefðu mér .Garnet. Ég hafði ekki hugmynd um hvað angraði þig. Elsku vina mín, það er ekkert þess háttar á milli okkar Silkys.. Gamet settist upp í rúminu. — Ó, fyrirgefðu, Florinda! Florinda hélt áfram að hlæja. — Þetta er mér að kenna. Ég hefði átt að segja þér þetta. Ég hélt ég hefði gert það. Sagði ég ekki að samband okkar væri viðskiptalegs eðlis? — Jú. en ég skildi það ekki. Garnet fann hvernig blóðið þaut fram j kinnar henni. ■— Er ég rauð? — Eins og karfi, en þú hefur enga ástæðu til þess. Florinda hélt áfram að bursta hárið á sér. — Flestir karlmennirnir sem hingað koma halda þetta líka, en mér kom ekki í hug að þú gerðir það. Ég er ekkert að útskýra þetta fyrir karl- mönnunum. Allan daginn er verjð að gera mér ósiðleg til- boð. eins og þú myndir kalla það, og það gerir mér auð- veldara fyrir að láta þá halda að Silky myndi skjóta ef ég segði já. Ég er ekki að segja, að það séu farnir að vaxa á mig vængir. en nú skal ég leiða þig á hálfvirðt? Hvað ætlarðu að gefa kær- ustunni í afmætisgjöf? Þú ver'ur ábyggilega steinhissa. Ég ætla að gefa þér boful- ingu. Það er soldið, sem hit- ar þér. SKOTTA TILKYNNING frá Mennta- skólanum í Reykjavík Umsóknir um utan skóla próf í öllum bekkjum skólans skulu berast skrifstofu rektors fyrir 1. maí. Lestrarskýrslur fylgi. KRISTINN ÁRMANNSSON rektor. Aðstoðar- hjúkrunarkonur vantar á sjúkrahús Akraness, 1. júní n.k. Upp- lýsingar veitir yfirhjúkrunarkona. Einnig vant- ar Ijósmóður, sem allra fyrst. SJÚKRAHÚS AKRANESS. EVINRUDE • utanborðsmótorar hafa staðið sig mjög vel við síldveiðar og hvarveína sem þeir hafa verið notaðir. Nú er rétti tíminn til að fá hjá oss mótora fyrir hækk- un, sem verður í byrjun maí. V arahlutaþ jónusta €» ii map íim178 _ Sími 24204 *Sp«Im^B3$RNSSON * CO. p.o. BOX 1SM • REYKMVlK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.