Þjóðviljinn - 27.04.1963, Síða 12

Þjóðviljinn - 27.04.1963, Síða 12
-100% -75% -50% -25% 53,5% Þetta var rislægsti dagurinn í glímunni við hálfu milljónina, en við þökkum með virkt- um þeim sem lögðu sinn skerf fram í gær. Það vantar nú kr. 232.500 á að settu marki verði náð. Við erum að vísu á eftir áætlun, en okk- úr er ekkert fjær skapi en að gefast upp. Þjóð- viljinn þarf nauðsynlega á þessari upphæð að halda. Stuðningsmenn hans hafa þegar unnið afrek og nú vonum við að dagurinn í dag verði blaðinu sem hagstæð- astur. Skrifstofan á Þórsgötu 1 verður op- in í dag kl. 10—12 ár- degis og kl. 1—3 síð degis. Handleggsbrot Laust fyrir hádesi í gær varð það slys á Gelgýutanga, að 13 ára drengur, Sturla Bragason, Gnoðarvogi 20, sem var þar á ferð á hjóli, lenti utan í loft- pressu sem verið var að flytja og handleggsbrotnaði drengurinn cg meiddist einnig á höfði. Var hann fluttur í slysavarðstofuna og síðan í Landsspítalann. Laugardagur 27. april 1963 — 28. árgangur — 94. tölublað. Smyglað vín í stórum stíl Fyrsta sumardag í Lækjargötunni I'ESSAR MYNDIR eru frá úti- hátíðahöldunum í Lækjargötu Botvsnnik vann 14. skákina MOSKVU 26/4 — Fjórtándu skák þeirra Botvinniks og Petr osjans iauk á fimmtudaginn eft- ir 57 leiki með sigri heims- meistarans, en hún hafði farið í bið daginn áður. Þeir eru nú jafnir að vinningum, hafa sjö hvor. Botvinnik heldur titlinum ef hann hefur 12 vinninga að loknum 24 skákum. Njósnarar friðar- insenn áferð LONDON 26/4 — Brezkar frétta- stofur og dagblöð fengu í gær tvö ný skjöl frá samtökunum „Njósnurum friðarins" sem segja að í skjölunum séu leynilegar upplýsingar um fyrirætlanir brezku stjórnarinnar um al- mannavarnir í kjarnastríði. 1 öðru skjalinu eru upplýsing- ar svokallaðra héraðs-ríkisstjóra sem á að hafa aðsetur í Suður- Englandi. Skjalið er stimplað „ríkisleyndarmál" og sett í póst í einu úthverfi Lundúnaborgar. Hitt skjalið, sem er sett í póst í London á miðvikudagskvöld, fjallar um atómæfingar Nato, Fallex, s.l. haust og koma þar fram atriði sem hefur verið hald- ið stranglega leyndum. Um páskana dreifðu „Njósn- arar friðarins" pésa með ríkis- leyndarmálum í þúsundum ein- taka meðal þeirra sem þátt tóku í páskagöngu kjanavopnaand- stæðinga. á sumardaginn fyrsta. Há- tíðahöldin hófust með skrúð- göngum barna frá Austurbæj- arskólanum og Melaskólanum í Lækjargötu og léku Iúðra- sveitir fyrir göngunum. ER STÓRA MYNDIN tekin er prófessor Þórir Kr. Þórðar- son ávarpar mannfjöldann að göngunum Ioknum. IííNDALKA MYNDIRNAR tvær eru af Guðmundi Jónssyni ópérusöngvara er sá um þátt- inn árstíðaskipti og stjórnaði söng og rabbaði við börnin og svo vorgyðjunni sem kom þarna fram. Við látum les- endunum eftir að þekkja þcssi tvö í sundur. CTIHÁTlÐAHÖLDIN fóru hið bezta fram og voru mjög fjöl- sótt þótt veöur væri ekki hagstætt og auk þeirra voru svo inniskemmtanir í Iðnó, Háskólabíóú og Austurbæjar- bíói, leiksýningar og kvik- myndasýningar. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Það er á vitorði flestra borg- arbúa að smyglað áfengi hefur verið á boðstólum í ríkum mæli á dökka markaðinum í vetur. Hér er um að ræða 75% vodka í uppmjóum flöskum og er injöðurinn bruggaður í Vestur- Þýzkalandi. Dreifing á áfengi þessu hefur verið yfirgripsmikil, útvegunar- menn margir og virðist vera um skipulegt dreifingarkerfi að ræða og allfagmannlega að unnið. Sögusagnir hafa gengið um það að þessir sjálfskipuðu innflyti- endur hefðu bát í förum it fyrir landhelgi til að taka þar við glaðningnum af millilanda- skipum. Þetta rikulega framboð ■' smygluðu áfengi hefur styrkt •gmyndina um að hér sé að verki skipulagður smyglhringur, stjórnað af manni eða mönnum sem tileinkað hafa sér kunnáttu iil slíkra verka á alþjóðamæli- kvarða. Þjóðviljanum hafa boriztfregn- ir um að lögreglan sé byrjuð að loka hringnum utan um • for- sprakkana, en Sveinn Sæmunds- son yfirlögregluþjónn varðist allra frétta í gær og kvaðst ekk- ert um málið vita. Unnsteinn Beck tollgæzlufulltrúi kvað sér kunnugt um að óvenjumikið smyglað áfengi hafi verið i um- ferð undanfarið, en kvaðst ekki v’ta til þess að hendur hefðu verið hafðar í hári lögbrjótanna. Hópar Þjóðverja í boði Loftleiða Háskólakennarar gerðu verkfall PARlS 26/4 — Pófessorar og fyr- rlesarar við franska háskóla gerðu sólarhrings verkfall í gær til að fylgja á eftir kröfum sín- im um meiri fjárveitingar, fjölg- un kennara, aukningu náms- styrkja og bættan húsakost. Bað um griðastað í A-Þýzkalandi VELJE 26/4 — 25 ára gamall ianskur sjómaður kastaði sér í höfnina í Stralsund í Austur- Þýzkalandi um síðustu helgi og synti í land, þar sem hann bað um að fá hæli sem pólitískur flóttamaður. Fyrsta Samein. þjóðanna ® r 15 blaðamenn frá Vestur- Þýzkalandi komu hingað i sl. viku í boði Loftleiða. Með hópn- um kom einnig sölustjóri Loft- Ieiða fyrir Þýzkaland og Aust- urríki, Werner Hoening, sem hcfur aðsetur í Hamborg. Blaðamennirnir skoðuðu Is- land bæði á landi og úr lofti. Þeir fóru i bílferðir um nágrenni Reykjavíkur og auk þess í flug- ferðir yfir landið. Loftleiðir gáfu þeim tækifæri til að ræða við íslenzka blaðamenn á miðviku- dagskvöldið og var sá fundur hinn ánægjulegasti og fróðleg- asti. Þýzku blaðamennirnir héldu aftur utan í gær. Loftleiðir munu fá tvo aðra slíka hópa hingað í heimsókn á næstunni. Á mánudag kemur hingað næsti hópurinn og síðan annar í maímánuði. Verða bað ferðaskrifstofumenn víðsvegar að úr Vestur-Þýzkalandi, eins og blaðamennirriir. Ætla má að Loftleiðir auki til muna kynni útlendinga af Is- landi einmitt með því að bjóða ofangreindum starfshópum hing- að, sem síðan hafa góða aðstöðu til að útbreiða fróðleik um Is- land erlendis og auka ferða- mannastrauminn hingað. spe* s f gær kom í búðir í Reykja- vík hæggeng hljómplata, sem Sameinuðu þjóðirnar gefa út. Hljómplatan er seld til ágóða fyrir starfsemi Flóttamanna- stofnunar Samcinuðu þjóðanna, og hafa þrettán heimskunnir listamcnn sungið inn á hana. Platan kostar aðeins 250 krónur, og er það um fimmtungi lægra verð en tíðkast á slíkum hljóm- plötum. Eins og öllum er kunnugt, skapar flóttafólk eitt mesta vandamál vorra daga. Fá munu þau ríki, sem ekki hafa komizt í kynni við þetta vandamál f einni eða anna'rri mynd. Smám saman hefur þó fólk vaknað til meðvitundar um það, hvar vandi er hér á ferðum, og er Flótta- málastofnun Sameinuðu þjóð- anna vottur þess. Flóttamála- stofnunin starfar í samvinnu við ýmis ríki og góðgerðarfélög, og eru fjárframlög frjáls frá þess- um og öðrum aðilum. Starfsemi stofnunarinnar kostar að sjálf- sögðu mikið fé, og hefur bví verið gripið til þess ráðs, að gera áðumefnda hljómplötu. Yul Brynner var formaður nefndar þeirrar, er sá um val hljómlist- armannanna. Hafa allir þeir. er einhvern þátt eiga í framleiðslu plötunnar eða sölu hennar, gefið framlag sitt. Hér á landi sér Rauði Krossinn um dreifingu og sölu. Af listamönnum þeim, er inn á hljómplötuna hafa sungið, má nefna Louis Armstrong, Mahalia Jackson og Bing Crosby, frönsku söngkonuna Edith Piaf og grísku söngkonuna Naha Mouskouri. Þeir er plötuna kaupa tryggiá sér létta hljómlist og skemmti- lega og stuðla um leið að lausn eins mesta vandamáls vorra daga. 1 síðasfa tölublaði Morgunblaðsins finnum við leiðara um eflingu fiskiskipaflotans — og mynd af b/\ Ólafi Jóhannessyni sem ríkis- stjórnin hefur selt til Noregs fyrir 2,7 milljónir króna. Blessun viðreisnarstjórnarinnar hefur ckki hvað sízt lagzt á sjáv- arútvcginn — og geta frændur okltar og grannar ‘ui cinnig átt sér viðreisnarvon, þar sem við erum þcgar orðnir aflöguíærir. t \

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.