Þjóðviljinn - 28.04.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.04.1963, Blaðsíða 6
Emb ^ttismaður höfðar mál Eí kynvilla hættu leg öryggi USA? g síða — Hér gefur að líta tcikningu að sovézku minnismcrki til hcið- urs geimförum og geimferðum. Fyrrverandi ráðningarscr- fræðingur í þjónustu Banda- ríkjastjórnar hefur höfðað mál fyrlr dómstóli til þcss að fá úr- skurð um að kynvilla sé ckki nægileg ástæða t'il þcss að koma í veg fyrir að opinbcr starfsmaður sc hækkaður í t:gn, Málaferlin fara fram við héraðsdómstólinn í Washington. 1 stefnuskjalinu segir Bruce C Scott að atvinnumálaróðu- neytið bandaríska hafi sífellt sakað sig um kynvillu og að Stjórnin haíi neitað aö róða Sig aftur, eftir að hann hafði ----------------------------<S> Nemandinn reyndi aS selja skélann Nýlega var 16 ára gamall brezkur skólanemandi rekinn fyrir að hafa reynt að selja skóiann sem hann gekk í. Hinn verðandi fasteignasali hafði sett eftirfarandi auglýsingu í dálk um kaup og sölu á fasteign- um í blað Sunningsdale fyrir utan London: Til sölu: Mjög nýlízkulegar byggingar með miðstöðvarhitun um aiit, sundiaug og bókasafni stóru eldhúsi og tennisvöllum. Upplýsingar: Rektor Charters . skólans. Fjórir ákafir kaupendur höfðu þegar samband við rektor. sjálfviljugur sagt starfi sínu lausu og gengizt undir ná- kvæma rannsókn. Hann krefst þess að hann fái að taka af't- ur við starfi sínii og keppa um hærri stöður. Einkamál í blaðaviðtali sagði Scott að hann hafi ekki boðizt til bess að leggja fram nokkur sönnun- argögn til að hrjnda ásökun- um um kynvillu. Hann sagði að líkt væri farlð með kynlíf sitt og trúarbrögð, hvort tveggja væri einkamál. sem elcki kæmu máli þessu við. Ríkisstarfsmannanefndin lýsti því yfir á sínum tíma að Scott væri ekkí hæfur í embætti ráðuneytisstjóra vegna „ósið- legrar hegðunar". Scott telur að nefnd þessi hafi ekki umboð til að skera úr um siðsemi og hæfni þeirra sem sækja um stöður á vegum stjórnarinnar. Kynvilla ósiðleg? 1 stefnu sinni véfengir Scott að „kynvilla í eðli sínu“ hliáíi að vera ósiðleg. Hann nýtur fyllsta stuðnings „samtaka til verndar þegnréttinda í Banda- ríkjunum“, og lögmaður hans, David Carliner, hefur lýst bví vfir að máliö myndi fara fyrir hæstarétt Bandarík.Vanna ef nauðsynlegt reyndist. Scott var ráðinn í atvinnu- málaráðuneytið árið 1939 og, starfaði þar til ársins 1956, er hanm lét af 1—‘■v"“tti af fúsum viljt. ÞIÓÐVILTINN Sunnudagur 28. april 1963 Sovézkir undirbúa feria- lög langt út í geiminn I filja ekki halda fundi sína á Spáni Síðastliðinn föstudag var „dagur geimfaranna“ haldinn bátiðlcgur í Sovétrikjunum, en þá voru tvö ár Iiðfin frá því að Gagarín fór fyrstur manna út í gciminn og Icnti hcilu og höldnu. Þessi markvcrði atburður hefur mjög sett svip sinn á útvarp og sjónvarp í Sovétríkjunum undanfarna daga. Gcimfararnir hafa orðið að koma fram víðsvcgar um landið og hafa að öllum lík- indum notið minnl svcfns en dagana sem þeir gcystust um geiminn. Margar bækur um geimvísindt koma út gelmfara- daginn, en einna mesta athygli hefur vakið bók Germans Tit- offs um geimferðir, og er hún sögð er rituð af mikilli þekk- ingu. Samviinnu manna og tækja 1 tilefni geimfaradagsins hafa tveir kunnir geimvísindamenn, þeir Mihæloff og Grigoréff, skýrt írá því að sovézkir vís- indamenn vinni nú að undir- -------------------------—® Svertingjar grýttir í Chicago A fimmtudag í fyrri viku börðust fjölmargir lögreglu- menn i Ch'icago við mannfjölda sem hafði óspektir í frammi vegna orðróms um að negra- fjölskylda væri í þann veginn að flytja inn í citt hinna „hvítu hverfa" í Chicago. Ólgan hófst er sást hvar fjórir negrar gengu inn í hús eitt í South Marsfield Avenue. Sögusagnir um að negrarnir j . heföu leigt • aöa keypt húsið breiddust út eins og eldur í sinu og eftir skamma stund höfðu um 1500 hvítir menn j safnazt saman á staðnum óðir [ af reiði. Skríllinn öskraði og grýtti j húslð. Nokkrar gluggarúður brofnuðu. Eitt hundrað lög- reglumenn reyndu að skakka ; leikinn og eftir nokkrar klukkustundir tókst að koma negrunum á óhultan stað. Átta ólátaseggir fvoru hand- teknir. Einn lögregluþjónn og tveir úr hópi hvítu mannanna voru fluttir á sjúkrahús vegna meiðsla. Ekki er vitað með vissu hvaða erindi negrarnir áttu í hverfið. búningi undir lengri geimferðir en farnar hafa verið til þessa, þar á meðal ferðir til tungls- ins og umhverfis það. Þeir segja að mest ríði á að tryggja samvinnu tækjanna og mann- anna til þess að ná mesta hugsanlega öryggi. Meginverk- efnið er að ákveða hvernig verkunum verður heppilegast skipt milli mannsins og tæki- anna, og við það fást sérfræð- ingar, eðiisfræðingar, líffræð- ir.gar og tæknifræðingar. 93 prósent öryggi Á það er bent í greininni að öryggi geimfars sem einungis er stjórnað af tækjum og sent er mannlaust til tunglsins og aftur tji jarðar er aðeins rúm- lega einn á móti fimm. Ef maður er til taks og getur tek- ið stjórn geimfarsins að sér verður öryggið 75 prósent, þannig, að þrjár af fjórum tunglferðum ættu að heppnast. en ef geimfarinn er fær um að stilla og gera við viss tæki um borð verður öryggið 93 prósent. Sálfræðin mikilsvcrð Sálfræðin hefur mikið gildi fyrir geimvísindin. Það verður að vera ljóst hvernig maður- inn bregzt við, hvernig hann slórar, hilcar og gerir mistök við vissar aðstæður í geimn- um. Sálfræðin er nauðsynleg til þess að skipuleggja þjálfun geimfaranna á jörðu niðri. Það þarf ekki einungis að þjálfa1 menn líkamlega heldur og and- j !ega áður en þeir eru sendir úi í geiminn. Þegar um langar geimferðir er að ræða verður lífið um borð að vera sem líkast því, sem gerist á jörðu niðri. segja! greinarhöfundar. Til staðar i verður að vera vinnustaður, | hvíldarstaður og staður til tómstundaiðju. Auk þess verð- j ur að skapa dægraskipti og árstíða. Geimfaranum verður j að finnast líkast því sem hann j ferðist um holt og heiðar eða j götur borganna. Hálft annað tonn á mann Ýmis tæknileg vandkvæði eru á því að viðhalda lífinu um borð. Til eins ars ferðar þarf hver geimfari 350 kíló matar, 750 lítra vatns og 370 kíló súr- efnis, alls er þetta nálægt hálfri ar.narri smálest. í svo löngum ferðum verður að vera margra manna áhöfn. Um tíu tonn þarf til að viðhalda lífinu. Þar af ieiðandi þarf gífurlegar eld- flaugar til þess að bera slík geimför á braut sína og svo stórar flaugar eru enn ekki til. Hlutverk vísindafnannanna er að tryggja iífræn efnaskipti um borð piöntum, dýrum og- mönnum. Sovézkir vísindamenn eru ó góðri leið með að leysa það verkefni, segir í grein- inni. Dómnefnd hinna alþjóðlegu bókmenntaverðlauna útgefénda, Prix des Editcurs, sem einnig nefnast Formenter-verít.aunin. mun skipta um fundarstað í ár. Til þcssa hafa fundirnir farið fram á Formcntor á Mallorca, en nú mun nefndin koma sam- an á grisku cyjunni Ivorfu i Adriahafi. Breytingin stafar af yfirgangi Franeos einræðisherra á spáni gegn einum útgefend- anna scm stendur að vcrðlaun- unum, ftalanum Einaudi. Franco og falangistar hans eru reiðir Einaudi vegna bókar, sem hann gaf út á Italíu. Sú bók er ljóðasafnið „Söngvar hinnar nýju andspyrnuhreyf- ingar á Spáni“. Bókin er að sjálfsögðu bannfærð é Spáni — og reyndar var hún nýlega einnig bönnuð á ítalíu. Spænsk yfirvöld hafa lýst yfir að Ein- audi og a’lir aðstoðarmenn hans væru óvelkomnir til Spánar. Þá sambykktu hinir útgefendurnir sem standa að hinum þekktu verðlaunum að fara hvergi til Mallorca. Dómnefndin kemur saman ' dag. 1 henni eru einvörðung bókmenntamenn og kveða be< upp dóm sinn óháðir þeirn ú gáfufyrirtækjum sem borr brúsann. Verðlaunin ner 10.000 dollurum. 1 fyrra hla þau ungur Þjóðverji, Ur Johnson, fyrir skáldsögu s" nefndist „Þriðja bókin j Achim.“ Geiimfararnir eru komnir til tunglsins og horfa tii jarðar. Skyldu þ’eir hafa heimþrá? De Gaulle fær misjafnar móttökur Hengingatal, kvartanir oi yfirlýsingar um a ndstöðu Kynsiúkdómar væddir á fundi í Stokkhólmi Kynsjúkdómar eru enn alvar- legt vandamál í allmörgum löndum. Einkum er lekandi meðal æskufólks ískyggilegt vandamál. Þetta mál verður rætt á ráðstefnu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar í i Stokkhóimi dagana 24.-28. okt. { n.k. Markmiðið er að leiðbeina hinum einstöku löndum í bar- áttunni við þetta fár. (Frá S. Þ.) lagtækur maður óskast til aðstoðarstarfa. AXEL EYJÓLFSS0N Skipholti 7. Símar 18742 og 10117. De Gaullc forseti hcfur hlotif) misjafnar móttökur ■ á yfirrcið sinni um austurhluta Frakk- lands. Sums staðar hcfur hon- um verið tekið með kostum og kynjum, en annars staðar hafa ’ iðstaddir Iátið litla hrifningu í Ijós. Meðal annars hefur hann hlot tð mjög dræmar viðtökur i Ivonny. Tournes, Rimoge og Rocroi. Borgarstjórinn í Tourn- es ságði meðal annars í ræðu sinni að hann neyddist til að nengja sig ef ekki yrði séö til bess að borgin fengi nægilegt vatn. í Rigmore ias borgarstjór- inn upp langan kvartanalista. Af einskærri skyldurækni Fyrst kastaði tólfunum er forsetinn kom tii Rocroi. Borg- arstjórinn þar er kona að rafni Andree Vienot. í ræðu sinni lýsti hún yfir að hún og borgarstjórnin væri eindregið andsnúin stjórn de Gaulles. Vienot borgarstjórj sagðjst enga dul á það draga á þá staðreynd að hún og meirihhni borgarstjórnarinnar væru með- al eindregnustu andstæðinga Fimmta lýðveldisins. „En“ bætti hún við, „það er skylda mfn að taka á móti yður hér. og ég tek á móti yður sem '.eiðtoga frjólsra Frakka á stríðs- arunum, en stjórn yðar laut maður mjnn tjl dauðaó-'r- Á ferðalagi sínu hefur de Gaulle mjög rætt um EBE. Hann hefur lagt áherzlu á að ckki sc útilokað að Bretar og flciri þjóðir f V estur-Evröþu muni á sinum tima ganga í handalagið, cn fj’rst vcrða þcir að samþykkja „anda Efnahags- handalags Evrópu". „I fyrsta sinn síðaþ Karla- magnús leið er Evrópa nú viss '•m að hún getur og á að sam- •Mnast", sagði de Gaulle ..Sam- !'iningin hefur þegar farið fram ■ _ efnahagsmálum og ekki niun b'ða á löngu þar til kemur að stiórnmáhinurn".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.