Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 12
Ráðamenn Fulltrúaráðs verka-'®- Iýðsfélaganna í Rcykjavík beittu sér fyrir l>ví að fertugsafmælis fyrstu kröfugöngunnar á íslandi yrði minnzt með því að leggja kröfugöngur niður. Frekari kröfu göngur væru óþarfar, þar sem nú þegar hefðu „flestar kröfur sem settar hefðu verið fram 1. maí orðið að veruleika“, eins og komizt er að orði í ávarpi full- trúaráðsins, Viðfangsefnið væri nú í staðinn að menn Iétu sér nægja það sem náðst hefði, og er því aðalkjörorð fulltrúaráðs- ins í dag: „Nægjanleg laun“. fslendingar í Moskvu 1. maí Verkalýðssamband Sovétríkj- anna hefur boðið Alþýðusam- bandi Isiands að senda tvo gesti til 1. maí-hátíðahaldanna í Moskvu. Alþýðusambandið hefur þegið boðið, og fóru fulltrúar þess utan í gær, Sigurður Árna- son, formaður verkalýðsfélagsins í Hveragerði, og Þorsteinn Jóns- son verkamaður frá Hólma-vtk. Miðvikudagur X. maí 1963 — 28. árgangur •— 97. tölublað. Ægir fer í físki- rannsóknarieiðangur I gær barst Þjóðviljanum svo- hljóðandi fréttatilkynning frá B iskideild Atvinnudeildar Há- skólans um rannsóknarleiðangur sem Ægir lagði upp í í gær: 1 dag, 30. apríl, leggur v'/s Ægir af stað í leiðangur á veg- um Fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans. Verður kannað haf- svæðið milli Islands og Græn- lands, með sérstöku tilliti til útbreiðslu þorskeggja og seiða, karfaseiða. dýrasvifs, plöntu- svifs og hita og seltu sjávar o.fl. atriða. Leiðangur þessi er þáttur ís- lands í alþjóðlegri samvinnu um rannsókir á hafsvæðinu frá Is- Ofbeldi Breta afíeiðing af undiríægjuskap Bjama Ben Bjarni Benediktsson landhclgis- málaráðherra. Ofbeldi Breta í sambandi við landhelgisbrot togarans Milwood frá Aberdeen er afleiðing af undirlægjuhætti íslenzkra stjarnarvalda og þeirri furðulegu fyrirskipun Bjarna Benediktssonar land- helgismálaráðherra að varðskipin megi ekki beita skotvopnum sínum hvernig sem á stendur. Ákvörðunin um að varðskipin megi ekki beita skotvopnum sínum er á vitorði allra brezkra togaraskipstjóra. Hún verður til þess að þeir dirfast að sýna mótþróa sem þeir myndu alls ekki þora að öðrum kosti. Tog arinn Milwood sigldi af stað til Lyfjafræðingar reiiir út af veitingu lyfsöluleyfis Blaðið hefur orðið pess áskynja að mikili urgur er í lyfjafræðingum úi af veitingu lyfsöluleyfis í Lauga- vegs apóteki, en Bjarni Benediktsson heilbrigðismála- ráðherra veitti leyfiö Oddi Thorarensen, syni núverandi leyfishafa, Stefáns Thorarensen, enda þótt hann væri yngstur umsækjenda og hefði minnsta starfsreynslu. Umsækjendur um Laugavegs- apótek voru sex. Af þeim voru tveir doktorar i lyfjafræði, en tveir umsækjendanna hafa rekið lyfsölur um langt árabil úti á landi, annar tvo áratugi á Húsa- vik, en hinn í sjö ár á Norðfirði. Enda þótt meðal umsækjenda væru þannig bæði hálærðir menn og menn með mikla og farsæla reynslu í starfi, var fram hjá þeim gengið við veit- ingu leyfisins og sonur núver- andi leyfishafa og eiganda apó- teksins látinn ganga fyrir. Lyfjafræðingur sem blaðið Kröíuganga verkalýðs- félaganna hefst við Iðnó kl. 2. — Mætum öll réttstundis. 1. maí hátíðahöldin í Hafnarfirði — Sjá 7. síðu. spurði um þetta mál taldi þessa leyfisveitingu með eindæmum. Reglan væri sú að lyfsöluleyfi skyldi veita á sama hátt og opin- ber embætti og sá tími væri löngu liðinn, að við slíkar veit- ingar væri einhver erfðaréttur viðurkenndur, enda þótt svo kynni að hafa verið á dögum dönsku einvaldskonunganna. — Hann benti á t.d. að þegar veitt hefði verið lyfsöluleyfi fyrir Ingólfsapótek hefði sonur fyrr- verandi leyfishafa ekki fengið það, heldur annar maður. Mikill urgur væri því í lyfjafræðing- um út af þessu múli og mætti búast við að félag þeirra mót- mælti veitingunni. Orðsending ti/ sósíalista • Kaffi fyrir Carólínusjóð í Tjarnargötu 20 1. maí eftir kröfugönguna. Skemmtun um kvöldið hefst klukkan 8.30 stundvíslega. • Skemmtiafriði: 40 ár í ljóðum og lausu máli flutt af Hugrúnu Gunnarsdóttur, Ingibjörgu Har- aldsdóttur og fleirum. Geíraun sem allir geta ’tek- ið þátt í. — Verðlaun. — Bögglauppboð, allt góð- ir munir. —. Ókeypis aðgangur. Carólínusjóður. Bretlands eins og ekkert hefði í skorizt vegna þess að skipstjór- inn vissi að varðskipið mátti ekki gera honum neitt. Meðan varðskipin höfðu fyrir- mæli um það að beita skot- vopnum, ef óhjákvæmilegt væri, -kom sárasjaldan til þess að grípa þyrfti til þvilíkra úrræða Land- helgisbrjótar vissu þá hvers þeir máttu vænta og höguðu sér sam- kvæmt því. Fyrirskipun Bjarna Benedikts- sonar leiðir einnig margfaldar hættur bæði yfir áhafnir varð- skipanna og brezka togarasjó- menn. íslenzku varðskipsmenn- imir kunna að fara þannig með byssur sínar að ekki þurfti að hljótast manntjón af þótt þeim sé beitt. En eltingaleikur eins og sá sem Óðinn átti við Mil- wood getur verið mjög hættu- Iegur; þegar togarinn sigldi f veg fyrir varðskipið hefði get- að hlotizt af alvarlegt slys. Nota skrifstofu Landhelgisgæzlunnar! Þá hefur þessi atburður einnig beint athygli manna að hinni ósæmilegu samvinnu yfirstjómar iandhelgisgæzlunnar við her- skipaflota Breta. Brezk herskip halda áfram að athafna sig á Islandsmiðum og aðstoða veiði- þjófa eins og fyrr; þau nota Reykjavík sem aðra heimahöfn sína og virðast nota skrifstofu landhelgisgæzlunnar sem bæki- stöð yfirmanna sinna. Pétur Sigurðsson, yfirmaður landhelg- isgæzlunnar, og Hunt skipherra á herskipinu Palliser tóku sameiginlega á móti fréttinni um samskipti Öðins og Mil- woods! Hunt fór síðan á vettvang á herskipi sínu og lofaði skipherr- anum á Öðni að aðstoða hann við að koma landhelgisbrjótn- um til hafnar. Andartaki síðar sveik hann loforð sitt með því að smygla skipstjóranum af Milwood um borð I annan tog- ara. Þcgar það bragð bar ekki tilætlaðan árangur var skip- stjórinn tekinn um borð í her- skipið og verndaður þar. Þar með var herskipið tekið til við þá fyrri iðju sina að vernda vciðiþjófa fyrir íslenzkum lög- um. i landi meðfram ströndum Gmæ- lands allt til Nýfundalands. Megintilgangur þessara víð- tæku leiðangra er að kanna út- breiðslu og rek þorskeggja og seiða, svo og karfaseiða og dýra- svifs, með sérstöku tilliti til strauma og ætis. I þessum rannóknum taka þátt, auk Islendinga, Norðmenn, Danir, Rússar. Þjóðverjar, Frakkar, Englendingar, Skotar og Kan- adamenn. Famar verða þrjár yfirferðir yfir fyrrnefnt hafsvæði með 4—5 skipum samtímis. Fyrstu yfirferð er nú lokið og önnur yfirferð að hefjast, sú sem íslendingar taka þátt í. Auk Ægis taka þátt í þessari yfirferð skip frá Þýzkalandi, Danmörku og Kanada. Á vegum Fiskideildar taka þátt í þessum ieiðangri: Dr. Jakob Magnússon, leiðang- ursstjóri, Jutta Magnússon, fiski- fræðingur. Mag. scient. Ingvar Hallgrímsson, fiskifræðingur, Dr. Svend Malmberg, sjófræðingur, Sigrún Sturlaugsdóttir, Sigtrygg- ur Guðmundsson, Guðmundur Sv. Jónsson. Stefán M. Stefáns- son. Skipstjóri á Ægi er Harajdur Bjömsson, skipherra. I fyrradag varð bílslys hjá Staðarskála í Hrútafirði. Volks- wagen rúgbrauð valt þar útaf veginum með 8 manns innan- borðs. 3 meiddust eitthvað og vom fluttir í sjúkrahúsið á Hvammstanga. Ekki munu meiðslin þó hafa verið alvarleg, skurðir mar og eitt nefbrot. 58,5<y, 0 1 gær náðtun við aðeins 1/2% komumst í 58Vi%, sem aðallega kom inn i Reykjavík. Við þökkum kærlega fyrir og höldum áfram þar til mark- inu er náð. Þessa dagana þarf aí^inna af hendi mjög til- finnanlegar greiðslur. Við skorum á alla, sem ckki hafa enn gefið sig fram til þátt- töku i styrktarmannakerfinu, að gera það nú þegar. Skrif- stofan er opin daglega frá kl. 10 árdcgis til klukkan 6 e.h. og er á Þórsgötu 1, 2. hæð, sími 17514. í dag fylkjum við liði á götunum, en tökum til við verkefnið á morgun. •— Gleðilega hátíð! -<$>* Skömniu fyrir hádcgi varð harkalegur árekstur við Rauöhóla. Báðir voru bílarnir merktir X og varð jeppinn sérstaklega hart leikinn, þegar bílarnir skullu saman og skemmdist mikið eins og sést á myndinni. (Ljósm. Guðjón Jónsson.) t. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.