Þjóðviljinn - 01.05.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 01.05.1963, Side 1
Miðvikudagur 1. maí 1963 — 29. árgangur — 97. tölublað Tvö blöö - 24 síöur Þjóðviljinn er í dag — 1. maí — 24 síður; 16 síðna blað og þetta 8 síðna aukablað, helgað baráttu- og háííðisdegi verkalýðsins. Margs konar efni varðandi 1. maí fyrr og nú eru í báðum blöðunum, ávörp, greinar, viðtöl, myndir — Ný kvæði eftir Jakobínu Sigurðar- dóttur og Jón frá Pálmholti. A/þýða Revkjavíkur fy/kir liði í dag i kröfugöngu verk/ýðsfélaganna og á úti- fundinn við Miðbæjarskó/ann Fjörutíu ár eru liðin frá fyrsta kröfu,göngudegi reyk- vískrar alþýðu, 1. maí 1923. Öll þau fjörutíu ár hefur íslenzk alþýða sótt fram og unnið stóra sigra, eflt samtök sín og átt sívaxandi þátt í þjóðfélagsþróuninni. Öll þessi ár hefur alþýðan barizt um kjör sín og rétt til að lifa eins og menn, barizt við íhald og afturhald, sem allt miðar við arðrán sitt og gróða. 1 dag gengur alþýða Reykjavíkur kröfu- göngu um göturnar undir blaktandi fánum. Enn ber hæst kröfurnar um verndun sjálf- stæðis Islands og bætt lífskjör alþýðu, styttan vinnudag og afnám vinnuþrælk- unarinnar, brottför hersins og frið á jörðu. I dag, á fjörutíu ára afmælinu, sannar reykvísk alþýða tryggð sína við hugsjón og málstað verkalýðshreyfingarinnar með því að fylkja sér í kröfugöngu verkalýðs- félaganna og á útifundinn við Miðbæjar- barnaskólann. Enginn má láta sig vanta í afmæliskröfugönguna 1. maí 1963! Heiðrum brautryðjendurna sem gengu fyrstu kröfu- gönguna 1923, sýnum þrótt og samhug reykvískrar alþýðu með því að fjölmenna í kröfugönguna í dag. Látum þennan 1. maí verða enn eitt spor á göngu ís- lenzkrar alþýðu til framtíðarlandsins. > < A

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.