Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. maí 1963
« *mmmmm—*"'*mm*
hö&tohhn
1 öndverðum aprOmánuð!
1923 flutti ég tillögu í fuHtráa-
ráðr verkalýðsfélaganna í
Reykjavik um að verkalýður-
inn á fslandi skyldi, að sið er-
lendra stéttarbræðra, marka
sér hinn fyrsta dag maímán-
aðar til hátiðahalda. Áður
höfðum við rætt þetta í stjórn
Jafhaðarmannafélagsins, en
ekki orðið á eitt sáttir um
það. Ólafur Friðriksson var
vantrúaður á að tillaga þess
efnis myndi ná samþyfcki full-
trúaráðsins, einkum vegna
pess að þessi dagur væri ekkl
heppilegur vegna tíðarfars.
Við raeddum það líka á Vestur-
götu 29, en Ólafur sótti sjald-
an þá fundi, sem þar voru
haldnir. Eiginlega var heldur
ekki til þess ætlazt. Var hann
opt þungyrtur i garð „Vestur-
götuklíkunnar". Taldi hana
samblástur gegn sér. Má það
ef til vill til sanns vegar færa,
því þar voru opt ákveðin mál,
sem við vissum að Ólafi voru
á móti skapi. Samt. komu
þangað margir tryggustu fylg-
ismanna hans og sjaldan voru
mál rædd þar a'f leynd.
A fundi fulltrúaráðsins urðu
nokkrar umræður um málið.
Eiginlega var aðeins einn mað-
ur á móti tillðgunni. Einstaka
fulltrúar voru hræddir við til-
ISguna. Töldu hana grímu-
klæddan kommúnisma fyrst ég
flutti hana. Þeir voru samt fá-
ir. Lengi var þvælt um hana
Qg bollalagt. en að lokum var
hún sambykkt með hávaða at-
kvæða. Þá var og kosin þriggja
manna undirbúningsnefnd.
Skipuðu hana:
Ólafur Friðriksson. formaður,
Þuríður Friðriksdóttir og
Hendrik Ottósson.
Við tókum strax til óspilltra
málanna um undirbúning, Ól-
afur hafði tekið við stöðu út-
breiðslustjóra flokksins sam-
kvæmt ákvörðunum sambands-
þings. Hafði sambandsstjórn
fengið honum skrifstofuher-
bergi á efri hæð í húsi Árna &
Bjarna við Ingólfsstræti. Var
þar vistlegt mjðg, enda mann-
margt stundum. Helzt voru það
þó róttækir menn, sem erindi
áttu þangað.
Nefndin ákvað að skrifa 511-
um sambandsfélðgum í bænum
oe heita á þau til liðveizlu.
Brugðu þau flest vel við og
skoruðu á félaga sína að mæta
til kröfugöngu. Nefndin og
stjórnir sambandsfélaganna
skoruðu líka á atvjnnurekend-
ur og verkstjóra að láta ekki
vinna 1. maí. að minnsta kosti
ekki eftir hádegi.
Við ákváðum, að hinn rauði
fáni verkalýðshreyfingarinnar
skyldi borinn í kröfugöngunni,
en auk þess nokkur kröfu-
spiöld, sem á 'væru letraðar
helztu dægurkröfur alþýðunn-
ar. Það kom í minn hlut að
útbúa krSfuspiöldin. Ég hafði
aldrei gert bað áður. en nokk-
uð fengizt við stafagerð og let-
urdrátt. Erlendur Erlendsson
smíðaði spjðldin og festl þau
á sköpt, en ég gerði áletranir.
Strákarnlr í stjórn Félags
ungra kommúnista unnu með
okkur að þessu. Ég hygg að
þessi fyrstu kröfuspjSld hefðu
þótt nokkuð viðvaningsleg nú á
dögum en við vorum ánægðir
með þau þá. Það var fyrir
mestu.
Að morgni hins 1. mai fðru
sendiboðar til þess að hvetja
verkamenn og konur ttl þátt-
töku. Þetta var erfitt verk og
óvinsælt. bví atvinnuleysi var
og lítið til hnífs og s^eiðar hja
al.þýðu. Fólk sem fór úr vinnu
vissi gerla. að það átti ekki
afturkvæmt. Bezt gengu fram
konur úr Verkakvennafélaginu.
en móttökurnar, sem þær
fengu voru misjafnar. Atvinnu-
rekendur höfðu skipað verk-
stiórum' að reka hverja þá
stiilku, sem færi úr fiskvinnu
þennan dag. Sumir verkstjór-
arnir gerðu meira. Þeir tóku
á móti konunum með ókvæðis-
orðum, Jafnvel formælingum
og klámi. Móðir mín varð fyr-
ir því, að verkst'Jóri kastaði
að henni hörðum saltflski og
skipaði starfsfólki sínu að gera
hið sama. Konurnar létu samt
ekki bugast. heldur fóru á
hvern einasta vinnustað. Sum-
staðar gekk fólk frá vinnu og
PHlPll
Hendrík Offósson:
1. MAÍ1923
þegar verkstjérar tilkynntu þvi
skipanir atvinnurekenda, svar-
aði það þvi einu til, að það
myndi þá taka afleiðingunum.
Skylt væri að halda á lopti
minhingu allra þeirra verka-
. manna og kvenna, umkomulít-
ils almúgafólks, sem þennan
dag gekk frá vinnu sinni til
þess að taka þátt í hátiðahöld-
unum og gekk í kröfugöngu
um götur Reykjavíkur. Það var
stórt spor, sem það steig. Það
gat kostað það atvinnuleysi
og hungur og allskonar of-
sóknir. Aðalmálgagn yfirstétt-
arinnar sýndi 1. ma; fullan
fjandskap. Það varð síðar að
gefast upp fyrir voldugri hreyf-
ingu fólksins. Nú dytti engum
i bug að gera út ótugtarlýð til
þess að ógna kröfugðngu
verkalýðsins eins og gert var
1923 og næstu árin á eptir.
Ég læt hér fylgja til gam-
ans blaðaskrif um 1. maí 1923.
Má vel vera. að bað rifjist
nú upp 'fyrir einhverjum al-
þýðumanninum, hvern hlut
borgarastéttin átti þá i hátíða-
höldum verkalýðsins. No.kkru
fyrir 1. maí reit ég grein í Al-
þýðublaðið um upphaf 1. maí
og þýðingu hans. Enda þótt
orðalag hennar sé með nokkr-
um öðrum hætti. en ég myndi
nú kjósa, þá er efnið hið sama.
Mætti hún vel verða til þess
að skýra nánar fyrir almenn-
ingi, að 1. ma; er daeur liðs-
könnunar og baráttu. Hann er
dagur stéttarbaráttunnar og
sósíalismans. Allt annað er
fölsun og fláttskapur. Má vera
að hún hafi skelft yfirstéttina,
en hafi svo verið, þá var til-
eaneinum náð. Fer hún hér á
efir:
1. maí
1. maí ár hvert ganga verka-
menn erlendis kröfugöngu með
fána og áletruð spjöld. 1. maí
er ekki eingöngu frídagur
verkamanna; hann er liðskönn-
unardagur þeirra. Þá bera þeir
fram kröfur sínar.
2. Alheimsbandalag 'jafnaðar-
mnnaflokkanna (2. Internation-
ale. frb. internasjónale) ákvað
að beita sér fyrir því að verka-
menn legðu niður vinnu 1. maí
til þess að láta auðvaldið og
fylgifiska Þess verða vara við
hreyfinguna í öjlum löndum og
krefjast 8 klst. vinnudags.
Árið 1890 var 1. maí hald-
inn heilagur í fyrsta sinn. Þá
skrifaði Friedrich Engels, sem
ásamt Karli Marx mótaði jafn-
aðarstefnuna og kom henni í
hinn vísindalega búning:
„í dag, er ég rita þessar
línur. kannar alþýðan i Evr-
ópu og Ameríku liðsafla sinn
í fyrsta sinn, en hún stendur
nú sem einn her undir vopn-
um með sama fána í farar-
broddi og með sama takmarki
sem ákveðið var á verka-
mannaþinginu 1866 í Genf og
1889 í Paris, sem sé að krefj-
ast lögboðins 8 stunda meðal
vinnudags. Það. sem fram fer
í dag, mun opna augu kapítal-
istanna og stóreignamanna í
öllum löndum fyrir því. að
i dag stendur alþýðan í öllum
löndum sameinuð sem einn
maður væri. Ég vildi nú að-
eins óska þess, að nú stæði
Marx hér við hlið mér og sæi
með eigin augum viðburðina".
1. maí hefur verið 'haldinn
hátíðlegur síðan allstaðaj- þar
sem alþýðan hefur viljað rétta
hlut sinn. þó með misjöfnum
hætti væri. f sumum löndum,
t.d. Englandi og skandinavisku'
löndunum, hefur allt farið
fram með friði og spekt. en
t.d. í Frakklandi hefur auð-
valdið sjaldan getað horft á
kröfugöngu verkamanna án
þess að áreita þá á einhvern
hátt að hafa jafnvel orðið blóð-
ugar skærur í sumum fylkjum
Bandaríkjanna er 1. maí lög-
boðinn frídagur.
Eins og eðlilegt er. eru há-
tíðahöldin mest í þeim löndum,
sem jafnaðarstefnan er lengst
komin, t.d. í Rússlandi og öðr-
um sovétlýðveldum og einkum
í nokkrum hluta Þýzkalands
(t.d. í Sarlandi, Wurtemberg.
Prússlandi' og Rínarlöndum).
Þar blasir a^lstaðar við aug-
um hinn rauði fáni alþýðunn-
ar og milljónir manna ganga
um göturnar og syngja „inter-
nationale."
Á þriðjudaginn næs'ta er
kemur hefur fulltrúaráð verka-
lýðsfélaganna ákveðið að hafa
kröfugöngu Qg fund. Allur
verkalýður þessa bæjar verður
að mæta og ganga með. Eng-
mn má sitja heima.
Ólafur Friðriksson
1. maí er ekki einvörðungu
fridagur eins og t.d. 17. 1úní
og 2. ágúst. Hann er helgur
dagur, sannhelgur dagur, Þús-
undir alþýðumanna hafa látið
lifið þann dag siðustu þrjá
áratugi. Þessvegna er dagurinn
einnig sorgardagur. Þá er
minnst þeirra manna. sem létu
lífið fyrir' hina kúguðu al-
þýðustétt. Vér verðum að neyða
kapitalistana til þess að bera
höfuð sín eins og Prússakon-
ungur forðum fyrir minningu
þeirra.
1. maí, 1923 ætlum vér að
krefjast betra skipulags vinn-
unnar, 8 stunda vinnudags og
fullkominna mannréttinda fyrir
alla verkamenn. Þetta eru
fyrstu og næstu kröfurnar.
Félagar: Vér mætum 511, kon-
ur og karlar. 1. maí.
25. april 1928.
Þetta var fyrsta grein. sem
skrifuð var hér á landi til
hvatningar verkamönnum um
að mæta til kröfugöngu 1. maí.
Svo fór kröfugangan fram.
Hún var eðlilega ekki mjög
fjölmenn. Albýðublaðið segir,
að 500 manns hafi tekið þátt
i henni og hygg ég að það sé
nokkurnveginn rétt. Blaðið seg-
ir hinsvegar að 3 til 4000
manns hafi sótt fundinn, sem
haldinn var að göngunni lok-
inni. Gangan hófst við Báru-
húsið, en þar var saman kom-
inn mikill mannfjöldi. Gengið
var þessar götur: Vonarstræti,
L.ækiargötu. Bókhlöðustíg.
Laufásveg, Skálholtsveg, Bjarg-
arstíg, Freyjugötu. Skólavörðu-
stíg. Kárastíg. .NJálsgötu, Vita-
stíg. Laugaveg. Bankastræti,
Austurstræt}, Aðalstrætj, Vest-
urgðtu. Bræðraborgarstíg, Tún-
götu. Kirkjustræti, Austur-
stræti, Lækjargötu og Hverf-
isgötu, og var staðar numið við
Hendrik Ottósson
lóð Alþýðuhússins. Þá var þar
lítið timburhús. f þvi var af-
greiðsla Alþýðublaðsins og lít-
ill fundarsalur, sem fulltrúa-
ráð verkalýðsfélaganna notaði
til fundarhalda. Ræður héldu
Hallgrímur Jónsson kennari,
Héðinn Valdimarsson, Ólafur
Friðriksson, Einar Jóhannsson
og Felix Guðmundsson.
Nokkrir strákar reyndu að
gera óspektir. Báru þeir
spjSld með allskonar illkvittn-
islegum álttrunum. Voru spjSld
þessi svo vel gerð. að strák-
arnir höfðu ekki getað gert
þau sjálfir.
Hinn 3. maí birtist svohljóð-
andi fréttaklausa í Morgun-
blaðinu:
„Verkalýðsfélögin hér hSfðu
efnt til kröfugðngu í gær, 1.
maí og fóru hana. En furðu-
lega þótti mönnum hún fálið-
uð, svo mikið sem á hafði
gengið í Alþýðublaðinu um
hana daginn áður. Voru það
á að gizka 40 til 50 fullorðnir
menn, og konur, en hitt smá-
böm, sem lofað hafði verið
með til skemmtunar og upp-
fyllingar. Rauðir íánar blöktu
yfir þessum fámenna flokki og
allmörg spjSld vorú borin með
í honum með ýmsum upphróp-
unurn. Er það til sóma verka-
mönnum, að þeir létu ekki
þvæla sér út i þenna leikara-
skap".
Svo mörg voru þau orð. 1.
maí hátíðahöldin leikaraskap-
ur.
4. ma; birtir Morgunblaðið
grein alllanga um 1. maí. Þar
er þess getið. að kröfugSngur
1. maí séu upprunnar í milli-
ónaborgum erlendis Qg geti
-—------------------------- SÍÐA 3
haft þar áhrif, Síðan heldur
blaðið áfram;
„Hér er nú verið að apa
eptir þessu án þess að nokk-
ur skilyrði séu til þess að það
hafi áhrif hér og þar. Hér er
þetta ekki annað en meinlaus
og gagnlaus skopleikur og þátt-
tökuleysi verkamanna almennt
sýnir, að þeir skilja þetta
rétt. Vera má það rétt, að þeir
séu andstæðir yfirleitt sumum
krofunum, sem þarna var
haldið á lopti, svo sem kröf-
unni um árás á fslands-
banka *). Hún er stórheimsku-
leg og því vel skiljanlegt, að
verkamenn I bænum, sem án
efa eru margir viðskiptamenn
bankans, vilji ekki ljá henni
fylgi sitt **)'.
Greininnl lýkur svq með
bollaleggingum um að ekki
hafi orðið fjandsamlegir á-
rekstrar, en drengjahópur1 geng-
ið um með spjöld, sem áletr-
uð voru „FLEIRI LÍTH,
KAFFIHÚS" og „FLEIRI
HLTÓÐFÆRAHÚS". — Ólafur
Friðriksson rak nefnilega lítið
kaffihús við Laugaveg, en kona
Ólafs Hljóðfærahús Reykjavík-
ur. Annars voru ýmsar áletr-
anir, sem ekki voru prenthæf-
Þess skal getið hér, að Vísir
gat kröfugSngunnar á vinsam-
legan hátt. Ritstjóri hans var
Jakob Möller. Voru litlir kær-
leikar með Vísj og Morgunblað-
inu. en Morgunblaðið studdi
Jón Magnússon og flokk hans,
sem nefndist „íhaldsflokku*
inn"
*)' Hér mun átt við spjald,
sem á stóð „RANNSÓKN Á
ISLANDSBANKA". Seinni tím-
ar leiddu i ljós, að þeirrar
rannsóknar var sízt vanþSrf.
Hún kom átta árum síðar og
þá var þeirri óheillastofnun
lokað fyrir fullt og allt. Menn
minnist þess, að bankinn var
dðnsk stofhun, en þá var
meiriMuti hlutafjár Morgun-
blaðsins i höndum danskra
kaupsýslumanna.
**) Þótt ótrúlegt sé, stóð
þetta í Morgunblaðinu. Það
var svo sem Irúlegt, að verka-
menn ættu miklar innstæður i
bönkum eptir eymdarár heims-
styr]'aldarinnar og kreppuna,
sem sigldi í kjölfar hennar.
Eða þá að þeim hafi verið veitt
stórlán í fslandsbanka.
(Úr j.Vegamót og vopnagnýr").
RAUDi FANINN
Rauði íáninn er ílagg hinnar rótíælcu alþjóð-
legu verkalýðshreyfingar. Við upphaf frönsku
byltingarinnar 1789 var rauði fáninn notaður
opinberlega sem merki um, að þjóðfélagið væri
í hætTu og að íbúarnir skyldu vera rólegir og ekki
taka þátt í kröfugöngum eða því um líku. Síðar
í byltingunni var hins vegar tekið að nota fánann
í kröfugöngum fjöldans sem aðvörun íil yfirvald-
anna. í febrúarbyltingunni 1848 blakti rauði fán-
inn á götuvígjum Parísar, og verkamenn báru
fram kröfu um að hann yrði viðurkenndur sem
fáni Frakklands. Undir rauða fánanum hófu
verkamenn Parísar líka uppreisn sína í 'júní 1848
og hann var einnig fáni Parísarkommúnunnar
1871. Eftir stofnun II. Alþjóðasambands verka-
lýðsfélaga 1889 gerðu allir sósíalískir flokkar
rauða fánann að fána sínum og hefur jafnan upp
frá því verið liíið á hann sem tákn verkalýðs-
hreyfingar og sósíalisma.