Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA KRÖFUGANGA ÞIÓÐVILJINN--------- OG RAUDUR 1. mai krölugangan í lyrra á Skóla\ örðustíg. Kjark þarí til allrar ný- breytni. Enn í dag eru til menn, sem ekki þora að fara í kröfugöngu 1. maí, enda þótt þeir eigi ekki á hættu neitt fjárhagstjón eða að missa vinn- una. Það eitt að fara um göt- umar í fylkingu undir borðum og spjöldum og blaktandi fán- um virðist ýmsum svo áhættu- samt fyrirtæki að þeir halda sig heima eða á gangstéttun- um, þó þeim finnist að þeir ættu líka að vera með. En hvílíkan kjark hefur ekki þurft til þess fyrir fjörutíu ár- um að fara í fyrstu kröfugöngu alþýðusamtakanna í Reykja- vík? Nokkra hugmynd um bað má fá af hinni greinargóðu lýs- ingu Hendriks Ottóssonar á þeim sögulega viðburði og um- mælum annarra sem þar voru með. Þar vantaði hvorki háðs- glósur fína fólksins, áþreifan- legra aðkast, né blaðaskrif sem duga áttu til að kveða niður kröfugönguósómann í eitt skipti fyrir öll. ★ Hvað vannst við þessa göngu- för og hvers vegna blöktu þar rauðir fánar? Litla verka- mannablaðið, fjórar litlar sið- ur, eitt á móti öllum hinum, var að reyna að útskýra það dagana fyrir og eftir 1. mai 1923 og næstu árin, og er bar oft fimlega haldið á penna. Daginn fyrir hinn sögufræga dag vorið 1923 skýrði Alþýðu- blaðið málið með þessum orð- um, í grein á forsíðu: „Alþýðumenn og konur! A morgun eigið þið að safnast saman til þess að gera skyldu ykkar. Það er skylda ykkar að mót- mæla misskiptingu auðæfanna, fátæktinni, höfuðmeinsemd nú- verandi þjóðskipulags, sem að- ,eins er haldið við vegna hags- muna örfárra einstaklinga. Það er skylda ykkar að mót- mæla hinum illræmdu þræla- lögum, sem kölluð eru fátækra- lög, sem leyfa aðra eins sví- virðu og þá, að menn séu flutt- ir 1 jámum á einhverja á- kveðna staði, sem þeir ekki vilja vera á, — aðeins fyrir þá sök að þeir eru fátækir. Það er skylda ykkar aö mót- mæla þeirri ofþrælkun sem á sér stað á vinnuorku verka- lýðsins nú á tímum, sem búin er að leggja margan ungan og ötulan verkamann í gröfina eða í tölu heilsubilaðra vesalinga Það er skylda ykkar að mót- mæla því að mikill hluti lands- manna sé sviptur hlutdeild í stjómmálum landsins vegna heimskulegrar kjördæmaskipt- ingar og vitlausra kosningalaga. Það er skylda ykkar að kref j- ast þess, að framleiðslutækin verði þjóðnýtt, til þess að þau verði rekin með hag heildar- innar fyrir augum en ekki hag fárra einstaklinga. Undir því er heill almennings komin, að þessari kröfu verði fullnægt. En, alþýðumenn! hafið bað hugfast að það eruð þið einir. sem getið komið þessu í fram- kvæmd, svo að gagni megi koma, Alþýðumenn og konur! Með kröfugöngunni á morgun færist þið skrefi nær takmarkinu, alræði alþýðunnar. Eitt enn: Á morgun verða seld mjög smekkleg merki til ágóða fyrir kröfugöngu verka- lýðsins. Allir alþýðumenn verða að kaupa þau. Á morgun er helgidagur hjá jafnaðarmönnum um allan heim. Á morgun ganga jafnað- armenn hvarvetna undir blakt- andi fánum um götur borg- anna og sýna auðvaldinu mátt sinn, ' mátt samtakanna. Is- lenzka alþýða! Á morgun átt þú að sýna, að þú sért ekki eftirbátur alþýðu annarra landa! Alþýðumenn í öllum lond- um! Sameinizt!" Margir voru þeir ekki sem kallinu fylgdu, enda víðast unnið þann dag og ekki vel séð að hlaupast úr vinnu. En verkafólkið og menntamennim- ir sem gengu saman hina fyrstu kröfugöngu alþýðusamtakanna í Reykjavík höfðu aukið nýjum þætti í framkomu og sögu verkalýðsfélaga og sósíalista á íslandi. Og þegar þeir hlýddu ræðum Hallgríms og Ólafs og annarra ræðumanna dagsins, hafa þeir fundið til þess metn- aðar sem því fylgir að þora, að breyta til, að hefja nýjan þátt. ★ Menn gleyma fljótt og nýjar kynslóðir vaxa sem lítið vita hvað sagt var og ritað fyrir nokkrum áratugum. En sjálf- sakt ræki margan ungan mann í rogastanz ef hann sæi hve keimlíkur áróður afturhaldsins á íslandi móti verkalýðs- hreyfingunni, móti kröfugöng- um, móti rauða fánanum, var fyrir fjörutíu árum og nú. Þeir sem stóðu að fyrstu 1. maí göngunum 1923 og næstu árin. fengu yfir sig kynstrin öll af svívirðingum í Morgunblaðinu, furðu líkar svívirðingar og á- líka ófrumlegar og nú eru látn- ar dynja á „kommúnistum." Þar lifði líka góðu lífi áróður- inn um „óþjóðlega stefnu“. „óþjóðlegan rauðan fána,“ og margt annað „óþjóðlegt" í fari alþýðusamtakanna. Það broslega við þennan áróður er þó ekki sízt hversu óþjóðlegur og ó- frumlegur hann er. Sennilega hefur afturhaldið íslenzka ekki fundið upp eitt einasta ádeilu- atriði gegn verkalýðshreyfingu og sósíalisma heldur er allur áróðurinn eftir erlendum fyrir- myndum, margtugginn og þvældur, , þýdp^uy ,og innflutt-. ur. Enda afturhaldinu íslenzka flest betur gefið en það sé frumlegt og þjóðrækið! 9 Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- blaðið glúpnuðu heldur ekki fyrir ásökuninni um óþjóð- rækni, og létu ekki hræða sig frá því að boða alþjóðahyggju sósíalismans þennan fyrsta ára- tug ævinnar. Þannig sagði Al- þýðublaðið þegar það var að undirbúa hátíðahöldin 1. maí 1925: „1. maí er á föstudaginn kemur. Þann dag skipar sér al- þýða allra landa austan frá Japanseyjum vestur til Kyrra- hafsstrandar í fylkingar undir hinum rauða bræðralagsfána sínum til að bera fram kröfur sínar og láta í ljós vilja sinn um betri lífskjör og bætt skipu- lag samfélagsins. Þar sem jafn- aðarmenn eru teknir við stjóm. svo sem í Rússlandi, Svíþjóð, Danmörku og Beigiu, ganga ríkisstjómimar í broddi fylk- ingar“. (27. apr. 1925). Nauðsyn kröfugöngunnar rök- styður Alþýðublaðið 1. maí 1925 m.a. með þessum orðum: „En jafnframt því sem átta stunda vinnudagurinn komst á. sá alþýða, sem nú hafði betri tíma til umhugsunar um vel- ferð sfna, betur og betur áþján sína og skildi betur og betur nauðsyn sína til afléttingar á- þjáninni, og dagurinn varð allsherjarhvatningardagur til samtaka, og allsherjarmótmæla- dagur gegn kúgun auðvaldsins. Fylking alþýðu óx og vex, svo að nú er það orðið eitthvert skýrasta merkið um menning- arástand hverrar þjóðar hvort alþýða hennar heldur 1. mai hátíðlegan með kröfugöngu. svo sem er með öllum menningar- þjóðum." Tvo 1. maídaga i röð, 1925 og 1926, birtir Alþýðublaðið á for- síðu ljóð eftir eitt bezta skáld þjóðarinnar, Jakob Jóh. Smára, sem í yfirlætisleysi bera ein- ungis nöfn dagsins: „1. maí 1925“ og „1. maí 1926". Þar er sósialismanum líkt við vorið. og kvæðin túlka dirfsku og þor ungrar hreyfingar, einkum fyrra kvæðið. ★ Hvatlega var snúizt við árás- um afturhaldsins á hið alþjóð- lega tákn verkalýðshreyfingar og sósíalisma, rauða fánann. Tveir ungir menntamenn koma þar við sögu. — 1. maí 1925 birtir Alþýðubl. kvæði Conn- ells „Rauði fáninn“ í þýðingu Jóns Thoroddsens, sem hefst þannig: Þú fáni! ert sem fólksins blóð, og ferill þinn er kappaslóð. Þlg signdi dreyrug dauðastorð í dreyra sem er lífsins orð. Því rís þú, fáni! himinhátt! Vér helgum þér vort líf og mátt. Þó hugleysingjar hopi frá, vér hinir skulum sigri ná. Tveimur árum síðar, 1. maí 1927, tengir ungur menntamað- ur úr Alþýðuflokknum við þetta kvæði og vitnar í býð- ingu Jóns Thoroddsens í grein, sem heitir „Rauði fáninn.“ Þar segir m.a.: „Oft er rauði fáninn smáður og því miður stundum af t>eim er sízt skyldi. Fjöldi verka- manna hér á landi kann enn ekki að meta sinn eigin fána. En eftir þvf sem augu verka- manna opnast munu þeir sann- færast um það, að rauði fáninn er fyrst og fremst þeirra eigið merkj. Hann er tákn þejrrar baráttu, er miðar að því að leysa verkamennina úr álögum og undan ánauð auðvaldsins, tákn frelsis og manndóms. merki fyrirheitna landsins og framtíðarinnar. samvinnunnar og bræðralagsins." „Undir merki rauða fánans mun íslenzkur verkalýður sigra í baráttu sinni við fávizkuna, hleypidómana, eigingimina og ofstopann. Undir merki rauða fánans mun verkalýður alls heimsins hrósa sigri. Undir þessu göfuga merki munu þjóð- imar í framtíðinni taka hönd- um saman að endaðri orrustu og sigri loknum. Þá mun rauði fáninn verða friðarfáni alls heimsins". Undir greininni standa staf- imir: St. J. St. Höfundur mun vera Stefán Jóhpnn Stefánsson. 1 frásögn Alþýðublaðsins af hátíðahöldunum 1. mai 1926 er þess sérstaklega getið um einn ræðumanna, Sigurjón A. Ólafs- son: „Að forgöngu hans var hinn rauði fáni Alþýðuflokksins og aiþýðustéttar alls heimsins hylltur með húrrahrópum.** ★ Gaman er að sjá í lýsingum litla Alþýðublaðsins hveraig unnið er að því að gera hugtöm alþýðumönnum fyrirbæri eins og kröfugönguna 1. maí og rauða fánann sem tákn verka- lýðshreyfingar og sósíalisma. Um þriðju- kröfugönguna, 1925. segir Alþýðublaðið m.a.: „Enda þótt skúralega liti út um morguninn i gær og marg- ir atvinnurekendur hefðu að þessu sinni haft samtök um að halda verkafólki í vinnu hjá sér, fór svo að kröfuganga al- þýðunnar varð nú þeim mun fjölmennari en í fyrra, sem hún var þá fjölmennari en í hitt ið fyrra. Er sýnilegt að vöxtur kröfugöngunnar 1. maí verður ekki stöðvaður, og það er bamaskapur að láta vinnuá- stæður hamla þátttöku sinni. Það verður hvort sem er ekki neitt úr verki fyrir fólki meðan hún stendur yfir“. „A leiðinni, bættust margir í fylkinguna. Verkamenn gengu úr vinnu sinni í vinnufötunum eins og eðlilegast er og slógust í hópinn og eins æskulýður úr skólum bæjarins, sem skildi að framtíðin skipar þeim undir rauða fánann. „Lítils háttar tilraunir af hálfu fáeinna óróaseggja köfn- uðu algerlega undir alvöru kyrrláts fjöldans, er að kröfu- göngunni stóð.“ Sýnilega hefur verið hertur róðurinn gegn kröfugöngunam. samtök atvinnurekenda og á- rásir á göngumenn eru nú nefnd. En ekkert dugði. Göng- umar í Reykjavík héldu áfram og tekið var að minnast dags- ins þegar á þessum árum úti á landi. ★ Arið 1926 var þetta m.a. 1 ræðu Haralds Guðmundssonar, fluttri á Austurvelli 1. maí: „I dag ber verkalýðurinn um allan heim fram kröfur sínar Þær má allar innifela í einni einustu: Kröfunni um réttlæti. Hingað til hefur verkalýður- inn verið órétti beittur. Hann hefur af yfirráðastéttmni verið gerður að eins konar „útskaga- lýð“, orðið að sætta sig við harðæri og óblíð lífskjör, oft orðið að þola sult, seyru og á- þján. Nú krefst hann réttlætis sér til handa, fullra umráða yf- ir tækjunum sem hann vinnur með og verðmætunum sem hann skapar. Hann linnir ekki sókninni fyrr en þessi krafa fæst uppfyllt, því að það mun enn sannast, eins og fyrr, sem góðskáldið hefur kveðið: Þeir skulu lýðir löndum ráða. er útskaga áður of byggðu. Alþýðan, verkalýðurinn er nú útskagafólkið. Þeir tímar koma. að það verður hún sem ræður. að engin önnur stétt verður til. Þá fyrst lýkur stéttabaráttunni. Þá munu ekki verkamennim- ir þurfa að bæta við, er beir óska hver öðrum gleðilegs sum- ars: — ef útgerðarmönnum þóknast að gera út. Því efldari og styrkari sem samtök alþýðunnar verða. bess fyrr rætast á henni orð skálds- ins.“ Árið 1927 segir Alþýðublað- ið: „Þátttaka verkafólksins i kröfugöngunni er skilyrði fyrir áhrifum hennar. Þeir sem vilja sitja á rétti þess, horfa á og dæma um vilja verkafólksins eftir fjölda þess. Sjái þeir að fátt sé, álykta þeir sem eðlilegt er, að verkalýðnum sé engir> alvara með bætur á kjörum sínum og enginn dugur í hon- um til að rísa upp og reka réttar síns, og þá mun yfir- ráðastéttin áreiðanlega herða enn á náragjörðinni. Fjölmenn kröfuganga mun hins vegar skjóta burgeisum skelk i bringu, því að þeir sjá að beir verða að leita lags, ef aldan sem eykst hvem dag, á okki að sópa þeim og öllu þeirra burtu.“ Þess má geta til gamans að ein af kröfunum sem bomar voru í göngunni þetta ár og fleiri var: „Kjósið aldrei í- haldsmann;" Um ræðu Haralds Guðmundssonar er þess getið með stolti að henni verði ..víð- varpað". Og um dansinn á skemmtun dagsins er sagt: „Einasta danstækifærið á sumrinu.“ Hvflíkt tæklfæra- leysi! ★ Enn var farið í kröfugöngu 1. maf 1928, og Alþýðublaðið birtl gustmikinn leiðara 27. ap- ríl. Þar er þetta: „Látum 1. maí verða árleg- an dómsdag auðvaldsskipulags- ins. Látum ríkjandi þjóðfélags- völd skjálfa fyrir mætti vor- um og hugsjónum. Gleymum ekki stétt okkar. Við erum öll systkini og bað er skylda okkar að standa sam- an gegn úlfunum er '•aBna brauðinu úr búi okkar. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.