Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA HÓÐVILJIM Miðvikudagur 1. maí 1963 ,,Það dundi á okkur mold, grjót og skít- ur, sérstaklega þá sem voru með rauða borða á handleggnum Það var aðallega verzlunarlýðurinn sem skítnum og grjótinu henti. Þessi lýður, fólk með sama hugsunarhætti, þykist nú vilja tíleinka sér 1. maí! Nei, hugsunarháttur fjandmanna verka- lýðsins hefur ekkert breytzt. Eina breyt- ingin sem órðið hefur — og hún er lœr- dómsrík — er sú, að nú er það Alþýðu- flokkurinn sem hefur tekið að sér forustu um kröfu íhaldsins að banna að rödd verkalýðssamtakanna heyrist í útvarpinu Gunnar Jóhannsson alþingism. fyrrverandi formaður Þróffar á Siglufiríi: Afnám vinnuþrælkunar næsta verkefnið — Ný sókn fyrir betri afkomu og auknum stjórn- málaáhrifum Mjðlnir á Siglufirði skýrði frá því í vetur að Gunnar Jóhanns- son alþm. ætlaði nú að taka sér verðsktildaða hvíld að loknu löngu starfi og hefði valið ung- an ágætismann til að taka sinn stað í stjórnmálabaráttunni. Gunnár var þegar tekinn að ferðbúast þegar ég hitti hann, skömmu eftir að Alþingi lauk störfum. — Þú sleppur ekki. við það Gunnar. að svara nokkrum epurningum, þðtt þú sért að ferðbúast. Þú varst í Ðagsbrún J. gamla daga?" — Já, ég gekk í Dagsbrún 1821 og var í henni þangað til/ ég flutti norður. — Varstu þá ekki í fyrstu kröfugðngunni hér I Reykjavik? — Jú, við Steinþóra vorum baeði f fyrstu kröfugöngunni fyrir 40 árum. Það urðu víst nokkrar deilur um það hvort gangan skyldi farin, en kröfu- göngumenn voru í meirihluta, og gangan var farin. Það var gengið um allmargar götur, en síðan var útifundur á grjóta- hrúgunni sem þá var þar sem Alþýðuhúsið er nú við Hverf- isgðtuna. Hallgrímur Jónsson skólastj. var fyrsti ræðumað- urinn, en svo töluðu Héðinn Valdimarsson, Öiafur Friðriks- son og Einar Jóhannsson. — Hvernig var brugðist við þessari fyrstu kröfugöngu á landinu? — Það ðunði á okkur molð, skftur og grjót, sérstaklega á þá scm voru með rauða borða á hanðleggnum. Þaö yar að- allega verzlnnarlýðurínn sem skítnum og grjótinu henti. Þessi lýður, fólk með sama hugsun- arhátt og það sem forðum henti f okkur skítnum og grjót- inu þyktst nú vitja tileinka sér 1. maf! — Pinnst . þér það ekkert hafa breytzt? — Net, þessi hugsunarháttur hefur ekkert breytzt .Það kem- ur bezt fram f afstöðu mann- Gunnar Jóhannsson, alþm. fyrrum formaður Þróttar. anna sem koma f veg fyrir að verkalýðssamtökin sjái sjálf um kvölddagskrá f útvarpinu 1. maí. — Það er ekki tíl svo fámennt né dáðlaust átthagafé- lag að það fái ekki dagskrá í útvarpinu aðeins ef það befur sinnu á að óska þess. En Al- þýðusambandi Islands, heilclar- samtökum verkalýðsins í land- inu, með yfir 30 þús. félags- menn, er meinað að hafa kvöld- stund f útvarpinu á alþjóðaðegi verkalýðsins. Nei. hugsunarháttur f jand- manna verkalýðssamtakanna hefur ekkert breytzt. Eina breytingin — og hún er lær- dómsrík — er sd að nú er það Alþýðuflokkurinn, rit- stjóri Alþýððublaðsins, sem hefur tekið að sér forustu fyrir kröfu íhaldsins um að banna að rðdd verkalýðsius heyrist. Þessi afstaða ætti að opna augu enn fleíri fyrir þvi, að alþýða Iandsins getur ekki Iengur falið þeim mönnum forsjá mála sinna sem undir yfirskini alþýðuvináttu hafa tekið að sér hið gamla hlut- verk íhaldsins í baráttunni gegn verkalýðnum. — Þú hefur verið formaður Þróttar lengstaf síðan þú flutt- ir til Siglufjarðar? — Já. ég hef verið i stiórn Þróttar i 30 ár, en um síðustu áramót baðst ég undan endur- kosningu, þvi ég tel að yngri menn með óslitnari starfskrafta eigi að taka við. — Ég frétti af þvi að aðal- fundur Þróttar hefði sent þér skeyti, má ég sjá það? Skeytið frá Þrótti er svohljóð- andi: Mcgi hugsjónir ykkar um fram- tíð verkalýðsins rætast sem fyrst, megi starf okkar allra verða árangursrikt og giftu- drjúgt. Lifið heil, kæru vinir. Verkamannafélagið Þróttur, Siglufirfti". Gunnar Jóhannsson er heið- ursfélagi í Þrótti. — Segðu mér Gunnar, við þessi tímamót þegar þú lsetur óþreyttari menn taka við, hvað telur þú þýðingarmesta hags- munamál verkalýðsins? — Brýnasta hagsmunamál verkalýðsins nú tei ég vera að stytta vinnutímann sem fólk þarf til þess að hafa fyrir sér og sfnUm. Vinnu- þrældómur er að eyðileggja lif fólksins, heiisu þess, fjölskyldu- og félagslíf og alla mennlngarstarfsemi þess. Verkalýðurinn hlffist ekki við að vinna Iengii þeg- ar svo stenður á að bjarga þarf vcrðmætum frá eyði- Icggíngu, en þegar það er orðin föst regla að menn verða að vinna 10—12 stund- ir og þaðan af lengur á hverjum ðegi til þess að geta framfleytt sér og sínum þá er það orðið þrælahalð. Og það er ekki aðeins að svo lengi sé unnið á virkum dög- um. Ég hef gengið um hér við höfnina á sunnudögum í vetur og þá hefur verið unnið sem virkur dagur vaeri. — Hvað segir þú um kröf- urnar sem Alþýðusamband Norðurlands var að samþykkja? — Mér líst vel á þær. Það eru kröfur sem hægt er að standa á með fullum rétti. Höf- uðatriðið er að um þetta náist almenn samtök verkalýðsfélag- anna á Norðurland; það þarf að vera átak allra að knýja þetta í gegn. Atvinnuvegirnir geta vel bor- ið hærra dagkaup. Undanfarin ár hafa söltunarstöðvar og sér- staklega Síldarverksmiðjur rík- isins rakað saman ofsagróða — einn úr stjórnarliðinu nefndi 35 rnilljónir á sl. ári. Það hefur líka sýnt sig að atvinnurekendur horfa ekki I að láta vínna eftir- og helgi- dagavinnu hvenær sem það fellur þeim, og hafa þarmcð sjálfir lagt fram sannanir fyrir þvf að atvinnureksturfnn þoli hærra kaup en nú er greitt, — að atvínnureksturinn þolir hærra dagkaup fyrir eðlilegan vinnutíma. Kaup hafnarverkamanna hér er 26,45 kr. — Var það ekki rétt að síð- asta dag þinn á Alþingi værir þú að berjast fyrir Strákaveg- inum? — Jú. Siglufjarðarvegurinn nýi hefur alltaf verið mikið á- hugamál Siglfirðinga. Ríkis- stjórnin svaraði því að vegur- inn yrði gerður á næstu 2—3 árum. Samt tel ég öruggast að taka þá fullyrðingu hennar með fullri varúð, meðan hún hefur ekkeTt fé tryggt til vegarins. En hvaða' ríkisstjórn sem kemur verður að taka tillit til þess að vegur þessi hefur úr- slitaþýðingu fyrir það hvort Siglufjörður smáeyðist sem byggð, öðruvísi en sem sumar- verstöð braskara af öðrum landshornum, eða þar á ný að blómgast byggð. Þegar tekið er tillit til þess að Siglufjörður er mesta útflutningshöfn lands- íns, míðað víð fbúatölu má 811- um Ijóst vera að þetta eru ekki hagsmunir Siglfirðinga einna heldur alþjóðar. Nú vofir einnig yfir auðn f Fljófcum ef þessi vegur kemur ekki. Fljótin eru, þrátt fyrir snjóþyngsli á vetrum, mörgum góðum kostum búin. og þar er ágætt ræktunarland. þar gæti verið stórmjólkurbú með örugg- an markað á Siglufirði — og Siglfirðingar þyrftu þá ekki að búa við það að fá ekki mjólk nema á þriggja daga fresti. Annað aðalskilyrði þess að fólk haldi áfram að búa á Siglufirði er storaukin þorsk- átgerð. Bæiarstjórn Siglufjarð- ar hefur búið ákaflega illa að þeirri litlu útgerð sem verið hefur. Þá er það hneyksli með nið- urlagningarverksmiiðjuna — sem hefði I senn getað margfaldað útflutningsverðmæti síldarinnar og jafnframt tryggt vetrarvinnu — að síldin sem hún átti að vinna úr skuli hafa verið seld úr landi, til Svíþjóðar og Sví- ar látnir leggja hana niður, af því yfirstjórn verksmiðjunnar vanrækti gersamlega að sinna nokkuð um sðlu framleiðslunn- En svona hefur verið með allar tilraunir til úrvinnslu sfld- arinnar, allt frá því stjórn Stefáns Jóhanns stöðvaði bygg- ingu niðursuðuverksmiðjunnar. Egill Stefánsson á Siglufirði hefur reykt mikið af síld og vjll nú sjóða niður síld og hef- ur sótt um styrk til síldarút- vegsnefndar en nefndin vísar frá sér til ríkisstjórnarinnar — af því ekki sé um saltsíld að ræða! Meðan slíkur skilningur er fyrir nauðsyn aukinnar og fjölbreyttari framleiðslu er ekki við góðu að búast. — En hvað um atvinnu í öðr- um þorpum nyrðra? — Á Skagaströnd er fast at- vinnuleysi á hverjum vetri frá því í jan. og til vors. I vetur flutti ég þingsályktunartillögu. um að láta athuga hvort hag- kvæmt væri að byggja þar tunnuverksmiðju, sú tillaga fékkst ekki rædd! Á Hofsósi eru um 300 manns sem verða annaðhvort að vera atvinnulausir allan veturinn og reyna að tóra á sumarkaupinu eða fara burt í atvinnuleit. Það hefur ákaflega lítið ver- ið gert undanfarið til að auka atvinnu f þorpunum norðan- Ianðs. og hefur tilviljun ein verið látin ráða því hvort þar væri atvinna eða ekki. Stuðn- ingur hins opinbera hefur eng- inn verið. — Og hvernig leggjast kosn- ingarnar í þig? — Það hefur kannski sialdan fremur en ni3 verið ástæða til bess að ætla að fólk hafi átt- að sig á hinni raunverulegu stefnu núverandi ríkisstjórnnr vegna bess hve biösnalega og grímulaust hún hefur þjarm- að að albýðunni í landinu. Fðik ætti að hafa séð hvers bað má vænta ef auðmannaöflin halda áfram að stjórna land- inu og láti þvi ekki blekkjast af fagurgala auðmannstéttar- innar og útsendara hennar fyrir kosningar. — En nú ætlar þú að hætta bingmennsku? —Já. nú gef ég ekki kost á mér til slíks lengur. Þegar menn eru senn orðnir sjötugir eiga þeir að láta yngri og 6- breyttari menn taka við. — Þú hefur verið nokkuð lengi á þingi. — Ég hef verið á Alþingi 10 ár. Ég er mjög ánægður með bann unga og efnilega mann, RAGNAR ARNALÐS sem val- ízt hefur f minn stað. Það er sannfærine mfn að hann muni stanða mjög vel tyrir máli stnu og verða skeleggur f baráttu fyrir hagsmunamálum alþýð- unnar í k,iörðæminu, enda er ég fullviss um að þetr sem hafa stutt mig munu stanða saman um kosningu hans með fnllri eintngu og retsn. J.B. Samtíð Grimmur er tíðarandinn harðneskjuleg er viðreisn fátæktarinnar lítið um ferskan söng fólk á sér ekki ills von gengur því um í grunleysi unz vegandinn kemur aftan að því yopnaður dollurum grimmur er tíðarandinn fólk á sér ekki ills von því er það að dollarinn bítur Jón frá Pálmholti. (v „Kæri félagi Gunnar. Aðalfunður verkamannafé- lagsins Þróttar halðinn 27. jan. 1963 samþykkir að senða þér eftirfaranði kveðju: Verkamannafélaglð Þróttur senðir þér, nú þegar þú hættir formennsku í félaginu. innileg- ar þakkir fyrir frábært starf um 30 ára skelð f þágu slgl- firzkrar alþýðu, — brautryðí- anða- og baráttustarf sem skip- að hefur siglfirzkum verkalýðs- samtðkum háan virðingarsess innan ísienzku verkalýðshreyf- ingarinnar. Sérstaklega vill verkámannafélagið Þróttur þakka þér giftusamlegt for- ustustarf fyrir félagið um 23ja ára tímabil, þar sem málum hefur ávalt verið þokað fram á leið til aukins vaxtar og við- gangs félagsins. Félagið þakkar kveðju þína og árnaðaróskir því til hanða. Það senðir þér og þinni ágætu eiginkonu hug- hellar ósltir um góða i'Ann og velfarnað á ókomnum árum. A. S. B, hvetur félaga sína til að talca þátt í Icröfu- göngu og útifundi verk'alýðsfelaganna við Miðbæjarskólann.; Gkðikga hátíð! Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.