Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 1. maí 1963 — 28. árgangur — 97. tölublað. I 1. maí dv örp • Stjórn BSRB, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sendi í gær frá sér ávarp í tilefni 1. maí og er það birt á 5. síðu (blað III). • Þar er og birt 1. maí ávarp Alþjóðasambands verkalýðsfélaga. • 1. maí ávarp Alþýðusambands íslands birtist í Þjóðviljanum í gær. Imaí-hinna baráttudaqur verkalýðs Á þessu ári eru 73 ár liðin frá því er 1. maí var í fyrsta skipti haldinn hátíðlegur víða um lönd sem alþjóðlegur baráttu- og frídagur verka- lýðsins. A stofnfundi II. Al- þjóðasambands verkalýðsins í París 1839 bar franskur full- trúi, Delavigne að nafni, fram tillögu um að helga 1. mai bar- áttumálum verkalýðshreyfingar- innar og var samþykkt þings- ins á þessa leið: A Undirbúa skal alþjóðlega yfirlýsingu á tilteknum degi og með þeim hætti, að verkalýð- urinn í öllum löndum og öllum borgum beini þeirri kröfu til yfirvaldanna að ákveða vinnu- daginn 8 stundir og koma i framkvæmd öðrum ályktunum alþjóðaþingsins í París. Með til- liti til þess að slík yfirlýsing hefur þegar verið samþykkt um 1. maí 1890 af ameríska verka- Jýðssambandinu á þingi þess er haldið var í St. Louis í desem- ber 1888, þá ersá dagur valinn sem alþjóðlegur kröfudagur. Verkalýður hinna einstóku landa skal bera kröfur þessar fram með tilliti til aðstæðna í hverju landi. A Eins og fram kemur í sam- þykkt alþjóðasambandsins átti baráttan fyrir þessum frídegi verkalýðsins þegar nokkra sögu að baki, og voru amerísku verkalýðsfélögin frá upphafi í fylkingarorjósti í þeirri baráttu. Verkalýðsfélög í Bandaríkjun- um báru kröfuna um 8 stunda vinnudag fram þegar upp úr 1860, og stóðu í mjög hörðum átökum á næstu árum til þess að reyna að knýja þá kröfu fram. Ameríska verkalýðssam- bandið (sem var breytt í Al- þýðusamband Bandaríkjanna (AFL) árið 1886) samþykkti á allsherjarþingi sfnu í Chicagó 1884, að „atta stundir skulu gera lögmætan vinnudag frá og með 1. maí 1886", og skyldi sam- þykktinni fylgt eftir með alls- herjarverkfalli, ef hún næði ekki fram að ganga á annan hátt. Árangurinn varð sá, að í Chicagó fengu þúsundir verka- manna þessari kröfu framgengt sama ár. En jafnframt kom þar til blóðugra átaka í borg- inni. Verkamenn við McCor- mick-verksmiðjurnar stóðu í vinnudeilu um þær mundir og var lögreglu og verkfallsbrjót- um óspart beitt til þess að reyna' að kúga þá til hlýðni. Þann 3. maí kom til átaka vegna verkfallsbrota. og skaut lögreglan þá á verkamenn, drap 4 menn og særði marga. Næsta dag var boðað til fundar á Heymarket-torgi til þess að mótmæla þessum ofbeldisverk- um og hafði borgarstjórinn veitt leyfi til að halda fundinn. Pór fundurinn friðsamlega fram þar til komið var undir lokin, en þá hélt hópur vopnaðara lög- reglumanna inn á torgið og skipaði mannf.iöldarrum að dreifa sér. Sprengju var þá varpað að sveit lögreglunnar en hún svaraði með skothríð. 1 þeim átökum féll einn lög- regluþjónn, margir fundarmenn voru drepnir af lögreglunni og um 200 særðust. Næstu daga lét lögreglan kné fylgja kviði: Verkfallsmenn voru fangelsaðir hundruðum saman og húsrannsóknir gerðar víða. Meðal fanganna voru átta helztu foringjar verkamanna, og voru þeir valdir úr hópn- um og dregnir fyrir rétt. Að- eins einn hinna ákærðu var staddur á torginu, þegar sprengjunni var varpað að lög- reglunni og var hann þá að flytja ræðu. Hinir sakborning- arnir voru allir' fiarstaddir. Engu að síður voru þessir átt- menningar ákærðir „fyrir morð á lögregluþjónum". Kviðdómur dæmdi sjö þess- ara verkalýðsleiðtoga til heng- Þýzkt flugrit sem hvetur til þátttöku í hátíðahöldum verka- lýðsins 1. maí 1910. ingar. en sá áttundi hlaut 15 ára fangelsi. Eðli dómsins er bezt lýst með orðum, sem höfð eru eftir einum atvinnurek- enda Chicagóborgar nokkru eft- ir dómsuppkvaðninguna. Hann sagði: „Nei ég held ekki, að þessir menn séu sekir, en það verður að hengja þá. . . " Til- gangur dómsmorðannna var augljós: Það átti að mola sam- tök veritalýðsins með slíkum stéttardómum. — Gegn þess- um grímulausu stéttardómum reis öflug mótmælaalda um heim allan. Á þann hátt tókst að bjarga lífi þriggja hinna dómfelldu, en fjórir voru hengd- ir. —f Árið 1893 voru fangarnir þrír loks leystir úr haldi og því lýst yfir um leið, að þeir hefðu verið dæmdir saklausir. Þar með lauk réttarsðgu Heymarket-málsins. A Eins og sjá má af fram- anskráðu var 1. maí frá upp- hafi tengdur baráttunni fyrir átta stunda vinnudegi, og bar þá kröfu jafnan hæst í kröfu- göngum verkalýðsins framan af. Eftir blóðbaðið í Chicagó fyrstu daga maímánaðar 1886, var dag- urinn jafnframt helgaður minn- ingu þeirra sem þá létu lífið fyrir málstað verkalýðsins. Með tilliti til þeirra atburða ákvað svo Ameríska verkalýðssam- bandið á þingi sínu í St. Louis 1888 að dagurinn skyldi vera árlegur baráttudagur verkalýðs- ins, og er til þess vísað í sam- þykkt Alþjóðasambandsins frá 1889. A Ályktun Alþióðasambands- ins um 1. maí vakti gífurlega athygli um allan heim og strax á árinu 1890 voru i fyrsta skipti farnar geysifjölmennar kröfu- göngur í fjölmörgum löndum: Englandi, Frakklandi, Belgíu Austurríki — Ungverjalandi, Þýzkalandi, Svíþjóð. Póllandi, Ameríku, Noregi, Italíu, Hol- Iandí, Danmörku og víðar. í allmörgum löndum voru kröfu- göngurnar bannaðar, og kom til blóðugra átaka í sambandi við þær. Innan verkalýðshreyf- ingarinnar komu einnig upp deilur um framkvæmd ályktun- ar Alþjóðasambandsins, en þró- unin gekk fljótlega í þá átt, að dagurinn fékk á sig svip friðsamlegra hátíðahalda, sem helguð voru- .al-þjóðjegri....sara- hyggju verkalýðsins. Á árunum fyrir fyrri heims- . styrjöldina bar kröfuna um frið með öllum þióðum mjög hátt víða um Jönd í kröfugöngum verkalýðsins 1. maí, en meðan styrjöldin var háð. lögðust kröfugöngurnar niður víðast hvar. Þó var efnt til kröfu- gangna gegn stríðinu í sumum löndum. ¦ A Eftir fyrra stríðið breidd- ust áhrif verkalýðshreyfingar- innar mjög ört út til Asíulanda, og 1. maí varð krófugöngudag- ur þar sem annars staðar. En deilurnar um kröfugöngurnar 1. maí mögnuðust fljótlega aft- ur innan verkalýðshreyfingar- innar og var þá farið að banna kröfugöngur, sem hinn róttæk- ari armur hennar gekkst fyrir. Þannig var t.d. kröfuganga kommúnista í Berlín bönnuð árið 1929. Þegar gangan var farin engu að síður, gerði Jög- í-eglan. sem var undir stjórn sósíaldemókratans Ziirgiebel, á- rás á verkamenn og féllu 33 í þeim átókum. — Þar sem fas- isminn komst á, voru kröfu- göngur verkamanna bannaðar með öllu og kom þar oft til harðra átaka mi'lli lögreglu og verkalýðs. A Fyrsti maí er nú haldinn hátíðlegur um heim allan, nema á þeim skikum jarð- kringlunnar, sem fasisminn tór- ir enn undir vernd hins al- þióðlega auðvalds og hervalds. Og borgarastéttin, sem í upp- hafi neytti allra bragða til þess að kaefa í fæðingu verkalýðs- hreyfinguna og kröfur hennar um betra mannlíí. þorir ekki annað en að setja upp hátíð- arsvip þennan dag. Og þau þlöð,, sem áðyr fluttu. áróðC* og níð um verkalýðsnreyfing- una, þykiast nú vera orðin vin- ir hennar og málsvarar. Sú var og baráttuaðferð fasismans, þegar hann var að komast til valda. A Borgarstéttin hefur gefizt upp við að „mola verkalýðs- hreyfinguna" með þeim ráðum, sem hún setti traust sitt á meðan verkalýðshreyfingin var enn ung að árum. Borgara- stéttin hefur — viðast hvar — gefizt upp á þeim aðferðum, sem beitt var gegn verkalýð Chicagó á fyrstu dögum maí- mánaðar 1886. Orð August Spies, eins þeirra sem dæmdur var til dauða og líflátinn í Heymarket-réttarhöldunum. hafa því sannazt eftirminni- Kraian ^ini niannsæmandi kjöi fyrir « siunda vinnu var frá upphafi meginkrafa dagsins. Hér sést þýzkt kröfuspjald, sem ekki þiirf frekari skýringa við. Jega, en hann sagði eftir dóms- uppkvaðninguna m. i a.- þessi eftirminnilegu orð: „Ef þér haldið, að þér getið þurrkað' út verkalýðshreyfinguna. þessa hreyfingu sem milljónir kúg- aðra manna í striti og eymd vænta af frelsis síns, með því að hengja okkur, þá hengið okkur! Þér ætlið að stíga ofan á neista, en hér og þar, að baki yðar og fyrir framan yður brenna eldarnir. Þetta er iarð- eldur, þér fáið ekki slökkt hann." <ft Á þeim rúmum 70 árum, sem liðin eru frá því er þessi orð voru mælt, hefur ekki að- eins krafan um 8 stunda vinnudag. sem Spies og félagar hans Jétu lífið fyrir, náð fram að ganga. Fiölmargar aðrar kröfur verkalýðshryefingarinn- ar hafa ekki aðeins veríð bornar fram til sigurs, heldur tel.iast þær nú til sjálfsögðustu mannréttinda. Auðvaldsskipulagið, sem 1 knúði fram dómsmorðin í Chicagó fyrir sjötíu og þrém árum, hefur sungið sitt síðasta vers á þriðjungi iarðar. Og enn loga víða þeir jarðeldar, sem það fær ekki slökkt. í Kröfur opinberra starfsmanná í tilefni af 1. maí sneri Þjóðviljinn sér til Harald- ar Steinþórssonar, 2. vara- forseta Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, og bað hann að gera grein fyrir kröfum og aðstöðu opinberra starfsmanna. — Svar Haraldar er- svo- hljóðandi: 1. maí hefur verið kröfu- dagur reykviskrar alþýðu i 40 ár. Þótt margt hafi áunnizt á þeim tíma fyrir tilstyrk laun- þegasamtakanna, þá hlýtur þungamiðia 1. mai hátiða- haldanna enn sem fyrr að vera kröfuganga, þar sem hið vinnandi fólk fylkir sér um markmið sín og baráttumál. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur nú í fyrsta skipti átt þess kost að setia fram heildarstefnu sína í kiaramálum og taka upo samninga um hana. Meginat- riðin reyndust hin sömu og verklýðshreyfingin hefur fylkt liði um í 40 ár en þar ber hæst kröfuna um hækkun launa og styttingu vinnuvik- unnar. Kröfur þessar hafa verið birtar opinberlega og vakið undrun og ótta ráðamanna þjóðarskútunnar, sem hafa nú hafnað öllum samkomulags- tillögum um kaup og kiör. Það er vissulega rétt, að til- lögur B.S.R.B. gera ráð fyrir verulegum kiarabótum til handa opinberum starfsmönn- um. En séu þær athugaðar gaumgæfilega, þá munu Þær vera algert lágmark þess, sem þarf til að lifa mannsæmandi lífi með réttlátum vinnutíma. sé miðað við þá viðreisnar- dýrtíð, sem hér ríkir. Um þessa meginstefnu hef- ur ríkt eining innan B.S.R.B. án tillits til stjórnmálaskoð- anna og ekki tekizt að sundra röðum opinberra starfsmanpa. Haraldur Steinþórsson. þrátt fyrir áskorun fjármála- ráðherra og tilraunir hans til að eigna þessar tillögur ein- göngu vinstri forystumönnum samtakanna. Aðstaða samtaka okkar er talsvert önnur en verkalýðs- hreyfíngarínnar. Við eigum bess ekki kost að fylgia eftir hinum einróma samþykktum okkar með samtakamætti. heldur verðum að hlíta Kjara- dómi um ágreiningsmálin. Einnig er bandalaginu ætlað að semja í heild um hags- muni hinna mörgu og mis- munandi starfshópa í stað þess, að hver þeirra þyrtti að eiga þess kost að fialla um sín eigin mál. Vegna margvíslegra sjón- armiða og mismunandi að- stæðna hinna fjölmörgu starfsgreina innan samtak- anna, þá reynir þetta 'yrir- komulag á félagslegan broska meðlimanna í ríkum mæli. oe er. ekkert óeðlilegt. að sitt sýnist hverjum um einstaka þætti heildarmyndarinnar. En ofar öllum slíkum á- greiningi verður að ríkja sam- stilltur vil.ii allra opinberra starfsmanna til að knýia fram heildarkjarabætur og aukin félagsleg réttindi ^am- takanna í framtíðinni. Haraldur Steinþórsson. ^l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.