Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. mai 10€3 ÞJÓÐVILIINN SlÐA g 73ja stunda vinnuvika við höfnina Verið er að vinna við Trölla- foss niðri á Ægisgarði og klukkan er að verða þrjú á laugardegi. Bílarnir koma tóm- ir niðureftir og fara fullfermd- ir til baka. Kristmann Agúst Runólfsson tekur á móti kalk- pokum. Hann tekur við þeim þegar þeir koma uppúr lest- inni og eru látnir síga settlega niður að bílpallinum. Með Kristmanni eru tveir menn aðrir. Annar er kallaður Öli, heitir sjálfsagt Ólafur. Hann er mikill glensmaður. Kalkið rýkur úr pokunum, það er dálítil gola og mennirn- ir eru hvítkalkaðir frá hvirfli til ilja. Pokarnir eru líka nfn- ir og allavega lekir. Þeir koma á bretti uppúr lestinni, og bíllinn bakkar und- ir brettið. Kristmann Ágúst og Ólafur taka niður böndin sitt- hvoru megin þegar slakinn er kominn á og svo er híft i og pokarnir steypast af brettinu á bílpallinn. — Þetta er óhreinleg vinna. segi ég eins og bjáni því málið er svo augljóst. Kristmann Á- gúst og féiagar hans eru hvít- skellóttir og eins og hrímaðir í framan. — Já, þetta er bölvuð ó- þverravinna. segir Kristmann Ágúst. Ég held það sé bara verra að vinna í þessu helvitis kalki heldur en í sementi, sem er bó nógu slæmt. Eg man samt ekki nákvæmlega hvað við höfum meira fyrir þetta heldur en við annað, en bað er hungurlús — eitthvað ? til 3 krónur á tímann, en veitti ekki af minnsta kosti 5 krón- um. Nú kemur annar bíll eftir kalki og Kristmann stendur upp til að taka niður böndin á pokunum. Kalkið rýkur og karlamir kankast á. Þeir eru eins og heitvondir og tann- DD .*'//// ////'/', Efnangrunargier Framleiði einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgffi Pantiff tímanlega, KorklSjan St.f. Skúlagötu 57. — Sími 23200. TECTYL er ryðvörn. hvassir, glotta samt í laumi úti munnvikin. Nú kemur einn með nýfyllt- an kaffibrúsa ofan af Skeifu og sezt undir skúrinn við hlið- ina á Kristmanni Ágústi. Það er hlé við skúrinn og ég leita þangað þegar fer að rigna. Kalkið er búið í bili og þeir hinkra eftir að' gert sé klárt í lestinni svo hægt sé að skipa upp næstu vörutegund. — Það er nóg að gera? — Já, já. Unnið alla daga, lOVs tíma á dag og líka a sunnudögum, segir sá sem kaffið sótti. — Og hvað íer svo vikan uppí með þessu áframhaldi? — Svona tvö og þrjú. — Tvö til þrjú þúsund? — Nei. Tvö þúsund og brjú hundruð. — Stundum tvö og sex, segir Kristmann Ágúst. En það er reyndar heldur sjaldgæft. — Það er ekki mikið? segi ég. — Nei, segir maðurinn sem á sér kaffilögg í brúsa. Minnsta kosti veitir ekki af því, ef maður á að tóra nokkurnveg- inn sómasamlega. — Ekki vil ég nú segja bað, skýtur Kristmann Ágúst inní Það væri held ég alveg óhætt að. sleppa sunnudögunum. — Nei og andskotinn. Held- Urðu kannski að maður, sem á ,uppí 8 krakka og verður að leígja geti leyft sér að sleppa sunnudögunum. — Já, já, en auðvitað i?erð- ur að fara sparlega með pen- ingana. Það dugir sko ekki að bruðla. Nú og svo fær svona maður með krökkunum og beir stálpaðri geta( unnið. 11 og 12 ára strákar hafa þetta 2—300 krónur á dag. Það sem gildir er að vera sparsamur og láta krakkana ekki fara með allt í sælgæti. — Þó það væri nú borgað eitthvað með krökkunum! Það er ekkert grín núorðið að klæða stálpaða krakka. Þeir rífa allt utan af sér og eru sprottnir uppúr fötunum áður en maður getur snúið sér við. Hvað heldurðu að fari svo fyr- ir mat ofaní svona skara? — Það er vel hægt að sleppa sunnudögunum, ef maður er sparsamur, segir Kristmann A- gúst og nú er ekki laust við að Kristmann Ágúst Runölfsson tekur á móti kalkpokunum, þegar þeir koma úr skipinu Hann stýrir pokunum á bílpallinn og verkstjórinn stendur við lunninguna og leiðbeiniir spilmannin- um með bendingum. Greinilega sést á myndinni, hvernig atit er útatað í kalki, jafnt maðurinn, sem umhverfið. (ljm. Þjv. G.O.) íarið sé að hitna. dálítið i þeim báðum. Maðurinn sem býr að brúsanum er ekkert sérlega hrifinn af sparnaðaryfirlýsing- um Kristmanns Ágústar. Finnst þær ekki standa á þvi bjargi sem allar skýlausar yfirlýsing- ar ættu að standa á. Krist- manni Ágústi finnst hinsvegar að hinn sé full léttúðugar og ábyrgðarlaus gagnvart gömlum dyggðum og segist reyndar vera kominn á áttræðisaldur- inn. Þá er maðurinn með kaff- ið ekki lengi að lýsa því yfir að hann sé rúmlega fimmtug’ir. — O, blessaður. Það er eng- inn aldur, segir þá Kristmann Ágúst. Þeir fara að rifja upp kjörin i uppvextinum og synd væri að segja að það séu skemmti- legar endurminningar. — Ég er ekki að halda þvi fram að það sé jafnslæmt ' núha, segir maðurinn með brúsann. En þó að það sé meiri glans á öllu nú, er ekki þar með sagt að við séum sérsfak- lega vel settir. Heldurðu t.d. að við njótum góðs af þessu drasli. sem við erum að tína héma uppá bryggjuna? Nei, við fáum þessa hungurlús fyrir okkar vinnu, en braskararnir græða. — Hvaða vörur er hann aðal- lega með? spyr ég og á við Tröllafoss. ' — Hann er með allan fjand- ann. Uppundir 200 bila, vín, ilmvötn, járn, tex og kalk. — Rétt í þvi að hann slepp- ir orðinu ganga tveir stálpaðir strákar framhjá. Þeir eru með lítið trasistor-útvarpstæki í höndunum. Keflavíkurstöðin glymur á bryggjunni og hinu- megin við hana liggja tveir togarar, annar austurþýzkur og hinn rússneskur. — Hvað kosta svona tæki strákar? kallar sá róttæki. — Þrú þúsund kall, svarar annar strákurinn og veifar tækinu framan í okkur. — Nú er komið kaffi og beir sópa kalkið hvor af öðrum, annar rúmlega sjötugur og hinn rúmlega fimmtugur. Þeir eru ekki alveg sammála um gamlar dyggðir, en undir niðri aru þeir líklega hjartanlega sam- mála um að fjölskyldumanni veiti ekkert af sunnudagsvmn- unni líka eins og málin standa í dag. — G.O. [ maí ávarp Bmdakgs opinherra stmfsmmm Stjórn Bandaiags starfsmanna rikis og bæja samþykkti ein- róma á fundi sínum f dag cftir- farandi. ÁVARP Á hátiðis- og baráttudegi launþegasamtakanna sendir stjóm Bandalags starfsmanna rikis og bæja meðlimum sam- takanna og öllum launþegum landsins kveðjur og árnaðar- óskir. Það ár. sem liðið er síðan samtök opinberra starísmanna fengu samningsrétt, haía þau haft til meðferðar mikil og vandasöm viðfangsefni. Á síðastliðnu hausti markaði fjölmennt þing fulltrúa beirra fimm þúsund starfsmanna, sem aðild eiga að samtökunum. þá meginstefnu, sem kröfur banda- lagsins hafa verið byggðar á. Vegna síversnandi iauna- kjara 01- 'rra starfsmanna er fyrir 'no.vkrum árum hafinn flótti úr opinberum störfum. Hafa opinberir starfsmenn dregizt aftur úr í launakjörum. auk þess sem síhækkandi verð- lag rýrir að sjálfsögðu Kiör þeirra eins og annarra lands- manna. Launakjör opinben-a starfsmanna eru af þessum á- stæðum orðin með öllu óviðun- andi. Launakröfur miða að því samtakanna að starfsmennimir geti lifað af föstum launum sínum. án þess að aukagreiðslur og vfir- vinna komi til, að við ákvörðun launa sé tekið tillit til menntunar. á- byrgðar og sérhæfni í starfi. að laun hinna lægst launuðu verði lifvænleg. að opinberir starfsmenn hafi sambærileg laun og aðrar nlið- stæðar stéttir. Stjóm Bandalags ' ■ starfs- manna ríkis og bæja þakkar félögum og einstaklingum inn- an samtakanna fyrir mikið starf og góða samstöðu í beirri kjarabaráttu, sem samtökin eiga í, og skorar á menn að láta ekkert verða til að riúfa þessa einingu. I.maí ávarp Alþ/.sambands verkalýðsfélaga W F T U Vinnandi menn og konur allra landa! Alþjóðasambandið sendir ykkur hugheilar bróðurkveðjur í tilefni dagsins. 1. máí í ár getum við sam- eiginlega fagnað vaxandi ein- ingu og baráttuvilja, sem þið hafið sýnt á umliðnu ári mik- illa átaka og margra sigra i baráttunni gegn afturhalds- og stylrjaldaröflum, gegn hringa- valdi og nýlendustefnu. I mörgum löndum Evrópu, Asíu, Suður-Ameríku og líka í Bandaríkjunum, hefur sam- eiginleg barátta ykkar í mörg- um tilfellum komið í veg tyr- ir áform afturhaldsins um kjaraskerðingu og í stað henn- ar unnið mikilvæga sigra í hagsmuna- og réttindamálum auk þess að styrkja verulega einingu og samhug verkalýðs- ins, svo sem i Frakklandi, Jap- an og ítalíu. Þessir ávinning- ar hafa sannað réttmæti bar- áttustefnuskrár 5. þingsins. I dag, 1. maí 1963. sendum við okkar beztu kveðjur til spánska verkalýðsins og óskum honum allra heilla í hetjubar- áttu hans fyrir frelsi og fram- förum. Við árnum verkalýð sósíal- isku landanna allra heilla ( hinu árangursríka uppbygg- ingarstarfi hans. Um leið og við fögnum unn- um sigrum minnumst við bess jafnhliða að stéttarandstæð- ingurinn leggur enn sem fyrr, alla þá steina er hann megnar í götu friðar og framfara. öfl nýlendustefnunnar stunda enn sín glæpsamlegu vélabrögð í Suður-Vietnam og í Angola. Undir því yfirskini að ver;ast alþjóðlegri samkeppni beitir hringavaldið, innan sem utan Efnahagsbandalagsins, með rik- isstjórnirnar að verkfæri. öll- um ráðum til að hindra launa- hækkanir, skerða réttindi verkalýðssamtakanna, hindra styttingu vinnuvikunnar og reynir að etja verkalýð eins landsins gegn öðrum. Kærir bræður! Á grundvelli sameiginlegra á- hugamála og krafna og í krafti vaxandi einingar stöndum við sem órofa heild gegn öllum á- rásum og vélum hringavaldsins. Sameinumst í voldugu átaki fyrir: — friði og algerri almennri afvopnun — fyrir útrýmingu nýlcndu- stefnunnar Sundraðir erum vér veikir — Sameinaðir sækjum vér fram til friðar og framfara. Lengi lifi alþjóðleg eining verkalýðsins. Verkamenn allra ianda, «am- einiztl Alþjóðasamband verkaiýðs- félaga, W.F.T.U. Nýtt glœsilegt sófasett Settið er unnið eftir ströngustu kröfum, með fjaðrandi sæti og baki. — 2 metra sófi. Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar Skipholti 7 Sími 10117 - 18742

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.