Þjóðviljinn - 03.05.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 03.05.1963, Qupperneq 1
Ssekjum fram til bætíra lífskjara! Stœrsta 1. maí kröfuganga er sézt hefur hér í Reykjavík * Útifundurinn við Miðbæjarskólann og kröfuganga verkalýðsfé- laganna í gær fóru fram með miklum glæsibrag og sýna ljóst að verkalýður Reykjavíkur og aðrir launþegar eru staðráðin í að láta þessi 40 ára afmælishátíðahöld 1. maí verða upphaf að öflugri sókn vinnandi fólks til bættra lífskjara. ■ Kröfuganga verkalýðsfélaganna hófst við Iðnó og var þegar í upphafi geysifjölmenn. Stöðugt bættist síðan fólk við í gönguna og varð gangan fjölmennasta og svipmesta 1. maí-kröfuganga, sem farin hefur verið í Reykjavík. Þannig svaraði verkalýður Reykjavíkur á verðugan hátt þeirri lágkúru íhaldsins og þjóna þess að ætla að minn- ast 40 ára afmælis fyrstu kröfugöngu á íslandi með því að leggja niður kröfugöngur. ■ Ræðumenn á útifundinum við Miðbæjarskólann hvöttu til öflugrar sóknar til bættra lífskjara og varðstöðu um réttindi verkalýðshreyfingarinnar og sjálfstæði íslands. Var máli þeirra mjög vel tekið og fundurinn einkenndist af sóknarhug. Kröfugangan hófst sem fyrr segir við Iðnó í Vonarstræti og var lagt af stað þaðan laust eft- ir klukkan 14.30. Gangan var frá Fyrsfra maí- merkin Þeir sem ckki hafa gert skii fyrir 1. maí-merkjum eru vin- samlega beðnir að gera skiil sem allra fyrst í skrifstofu Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. upphafi geysifjölmenn og tvær lúðrasveitir léku fyrir henni, lúðrasveit verkalýðsins og lúðra- sveitin Svanur. I göngunni voru að venju bomir bæði íslenzkir fánar og rauðir fánar svo og félagsfánar. Fjölmörg kröfuspjöld og borðar voru borin og bar mest á aðalkröfum þeim sem settar voru fram í ávarpi Al- þýðusambandsins og 1. mai nefndarinnar: Dagvinnan verður að tryggja lífskjörin. Kauphækk- un, styttri vinnutíma. Verndum félagsfrelsið, Vemdum sjálfstbeði Islands, Enga aðild að Efnahags- bandalaginu, Engin hemaðar- bandalög o. fl. Fjölmennasta kröfuganga frá upphafi A leiðinni sem gangan fór um götur bæjarins bættist fólk stöðugt við og er þetta ein allra stærsta og fjölmennasta kröfu- ganga. sem hér hefur sézt 1. maí. Var það og að vonum að verkalýður Reykjavx'kur minntist þannig 40 ára afmælis fyrstu kröfugöngu, sem farin var hér í borg. Sókn til bættra kjara — Gegn afsali Iandsréttinda Lækjargatan var öll eitt mann- haf, er útifundur verkalýðsfélag- anna hófst við Miðbæjarskólann. Fundarstjóri var Jón Snorri Þor- leifsson, en ræður fluttu Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar, Bjöm Þorsteinsson sagnfræðing- ur, Jón Pétursson símamaður og Hannibal Valdimarsson forseti Alþýðusambandsins, og birtast ræður þeirra Eðvarðs og Hanni- bals í Þjóðviljanum i dag. Bjöm Þorsteinsson sagníræð- ingur rakti nokkuð í ræðu sinni sögu 1. maí sem baráttudags verkalýðsins og þær móttökur, sem fyrstu kröfugöngumar hér á landi fengu hjá íhaldinu og fylgifiskum þess. Jón Pétursson sfmamaður vék í ræðu sinni sérstaklega að beirri Framhald á 2. síðu. MYNDIRNAR FRÁ 1. MAÍ í Efst hér á forsíðunni er mynd af kröfugöngunni, tekin í lok hennar í Lækjargötu. Stærsta myndin á þessari síðu sýnir nokk- urn hluta þess mikla mannfjölda sem sótti útifundinn við Miðbæjarskól- ann, en þriggja dálka myndin er tekin á Lækjartorgi eftir að íhaldsfund- urinn hófst þar. — Á baksíðunni er mynd af kröfugöngunni, tekin í upp- hafi hennar á Arnarhóli. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Deilt um lóðaúfhlun — Sjó aðra síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.