Þjóðviljinn - 03.05.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.05.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA HÓÐVILJINN Fostudagurínn 3. maí 1963 GRÍMA: Þrír lei eftir Odd Björnsson Leikstjórn: Helgi Skúlason og Gísii Alfreðsson Leikflokkurinn Gríma ýtti úr vör fyrir hálfu öðru ári og hef- ur jafnan reynzt trúr djarf- mannlegri ætlan sinni og stefnumiðum. Viðfangsefnin eru reyndar ekki mörg orðin og sýningar eflaust vonum færri. enda við fátækt og margvís- lega örðugleika að etja, en sæmdarheitið tilraunaleikhús hefur flokkurinn borið með fullum heiðri, og á skilið at- fylgi allra sem leikmenntun unna og skilning og stuðning opinberra aðila. Meö flutningi hins unga leikhúss á einþátt- ungum Odds Björnssonar er enn haldið í rétta átt, og það með tvennum hætti. Kynnt eru í fyrsta sinni á sviði verk nýs og efnilegs íslenzks höfundar, en leikritun hins þrítuga skálds inna höfunda í nálægum lönd- um, og Jóhann Sigurjónsson var lengi skærasta ljósið á þeirra vegum, Oddur Björns- son leggur mjög á aðrar leið- ir sem eðlilegt er og vonlegt af jafnungu skáldi, fyrirmynd- ir hans eru framar öllu þeir höfundai’ nýtízkir í hinum stóra heimi sem fastast hafa sótt gegn natúralisma og arfgeng- um ieikhúsvenjum á undan- förnum árum, Ionesco. Beckett. Pinter svo örfárra sé minnzt; en þar er um skýr og frjó áhrif og ekki lífvana stælingar að ræða. Oddur reynir eins og þeir að kanna möguleika sviðs- ins, þeitir mjög skopstælingum og háði að dæmi meistaranna: í augum hans eins og þeirra flestra er líf nútímamannsins Helgi Skúlason er leikstjóri og reynir af fremsta megni að blása lífi í hina misheppnuðu svipmynd, en hlýtur að lúta í lægra haldi. Valdimar Lárus- son er sá eldri af kyndurun- um, traustur og viðfeldinn og köllun sinni trúr, búinn góðu gervi og les reyfarann með þeim kátlega hætti sem ætlazt er til. Félagi hans Sveinbjöm Mattthíasson ber flest merki viðvaningsins, látbragð hans, svipbrigði og tal ná ekki máli. „Partí“ heitir næsti þáttur réttu og laggóðu nafni, og er sterk og hnittileg skopstæling á veizluhöldum og drykkjulát- um í nýtízkulegri íbúð kom- ungra hjóna í reykvísku há- hýsi. Hið kynlega og öfga- kennda samkvæmi er raunar Cr leikþættinum „Partí“: Unga konan (Kristín Magnús), farurlimuð ráðherrafrú (Nína Björk Arna- dóctir) ráðhtrrann (Erlingur Gíslason), pabbinn (Valdimar Holgason),, mamman (Erna Guðmunds- dóttir) og fulltrúi hins opinbera (Valdimar Lárusson). er raunar ekki ókunn með öllu: útvarpsleikurinn „Ein- kennilegur maður“ vakti at- hygli margra ekki alls fyrir löngu, og hið óbirta sviðsverk „Frost“ hlaut nokkra viður- kenningu í leikritasamkeppni Menningarsjóðs fyrir tveimur árum, ófullburða og stirðlega samið verk á ýmsa lund, búið mörgum göllum og ótvíræðum kostum í senn; þar mátti víða greina skýra hugsun heilbrigða kaldhæðni og skopskyggni. þekkingu á mannlegum breyzk- leikum. í annan stað eru þætt- ir Odds nokkur nýjung á lítt fjölskrúðugum og ærið hrjóstr- ugum akri islenzkrar leikrit- unar, þótt um sannan þroska og frumleika sé að vonum ekki enn að ræða — skáldsins bíð- ur dýrmætur tími framsóknar og reynslu. Eitt er víst: flestir eru þeir Grímu hæfileg og eðli- leg viðfangsefni og vænleg til heilla. Islenzk leikskáld hafa tíðasi samið sig að siðum hefðbund- fáránlegur og skringilegur dára- dans, tal hans andvana glamur. innantómt orðagjálfur. Fyrstur. stytztur og síztur þáttanna þriggja að mínum dómi nefnist „Við lestur fram- haldssögunnar". en þar er brugðið upp ' örskotsmynd af kyndurum tveimur ein- hversstaðar á hafi úti. þeir reyna að stytta sér stundir með Iestri ærið hvers- dagslegs reyfara, frumstæðum söng og smávægilegum orða- hnippingum. Samræður hinna kjánalegu og lítilsigldu sjómanna snúast framar öllu um stúlk- ur og kvennafar eins og vænta má, en svo frámunalega og óskiljanlega barnalegar og þokukenndar virðast hugmyndir beirra um þá hluti að skopið missir marks og reynist miður hugtækt áheyrendum. Röddin ókunna sem heyrist skyndilega að baki er ekki annað en hlá- legt stílrof í mínum eyrum. f annan stað er sýnishom fram- haldssögunnar hnittilega samið. nöturleg táknmynd þjóðlífsins alls. I einþáttungi þessum hefur Oddi Björnssyni mætavel tek- izt að samræma hin erlendu á- hrif innlendum staðháttum, at- hyglisgáfa hins unga höfundar og nöpur kímni láta ekki að sér hæða. Hinir fáránlegu veizlu- gestir eru ærið margir, þeir eru á ýmsum aldri, af ólíkum stéttum og stigum og eins sund- urleitir og verða má, en skáld- ið missir ekki þræðina úr hendi sér, tekst að skapa magnaðan hugblæ og furðugóða heildar- mynd úr því sem virðist ætla að verða óskapnaður einn í fyrstu. Ósvikin gamansemi og óhugnaður haldast í hendur. og bölsýnin leynir sér ekki. í „Nashyrningunum" gerir lonesco mannkynjð allt að öskr- andi villidýrum 'og i leik Odds er dýrið ekkj heldur fjarri. Fegurðardisin kona ráð- herrans er mállaus að kalla og tekur að skríða á fjórum fótum áður en varir. ungling- Swipntynd írákr&hgöngu 7. muí Það er efalaust sjaldgæf sjón að sjá og heyra ræðu- mann í ræðustól. en áhorfend ur hans alla snúa baki við honum og láta sem þeir hvorki heyri hann né sjái. En þessi skoplega mynd blasti við á Lækjartorgj 1 maí s.l. alla Þa stund sem hin mikla kröfu- ganga verkalýðsfélaganna var á leið niður Skólavörðustíg Bankastræti og suður Lækiar götu að Miðbæjarbarnaskólan- um, þar sem hinn gevsifiölmenn' fundur 1 maí nefndarinnar var haldinn. Þá er fararbroddur kröfu- göngumanna kom efst í Bak- arabrekkuna mátti heyra há- vaða nokkurn neðan af torg- inu, þar sem þeir Pétur pylsa og Eggert Þorsteinsson brýndu rómjnn og lofsungu sína rík- isstjórn. Samtímis blasti við sú eftirminnilega sjón að allir í kringum þá. fólkið. sem stóð á torginu og á gangstéttunum sneru rössum í ræðumenn, en störðu heldur en ekki forvita- um augum á þá mestu kröfu- göngu vinnandi fólks í Reykja- vík, er sézt hefur í 40 ár. Vesöl var framkoma þeirra manna. sem létu ríkisstjórnina nota sig til sundrungar og ó- hæfuverka á fjörutíu ára af- mæli 1 maj hótíða.halda hér i bæ Svör vinnandi fó’ks voru skýr og ákveðin og makleg. En sárskoplegust af öllum þessum vesaldómj var myndin af Lækiartorgi af ræðumann- um viðreisnarinnar með a1la viðstadda snúandi við þeim baki. Áhorfandi. Kyndararnir tveir (Sveinbjórn Matthíasson og Valdimar Láruss.). -rí?> arnir kunna ekkj annað en ör- fá óhrjáleg orð og þátttaka hestsins virðist sjálfsögð og eðljleg á þessum stað — leik- ari með hrosshaus eða asna er raunar ekki beinlinis nýstár- legt fyrirbrigði. Sjálfar leik- lausnirnar falla mér ekki: að svallinu loknu kemur ófreskja ferleg á gluggann og virðist bæði í ætt við Picasso og Ionesco, en gestgjafamir reka upp. skelfingaróp, há og nist- andi Það er auðvitað lofs- vert. að höfundurinn skuli rita mene tekel hressilega á vegg- inn, en endir þessi er allt of kröftugur. ber þáttinn beinlín- is ofurliði Leikstjórinn ungi Gisli Al- freðsson, á lof skilið f.vrir vel unnið verk, bæði reyndir leik- arar og algerir nýliðar njóta sín yfirleitt mætavel undir þugkvæmri og markvissri stjórn hans. sýningin er samstilltari en mátt hefði ætla. Á ýmsar staðsetnjngar hans og margvís. leg mynztur er gaman að horfa. sviðsmynd Steinþórs Sigurðssonar er lika ágætt verk og fellur vel að efni ieiksins. Erlingur Gislason er ráðherra og froðumakkur og ber af leikendunum öllum 1 sjón. framsögu og tali. Skála- ræða hans er sannkallaður hégómi og hióm og siðleysið blöskrunarlegt — hnjttileg skopmvnd sem varla fer fram-'®' hjá háttvjrtum kjósendum Pabbinn. það er Valdimar Helgason. flyt.ur líka sina ræðu af sannrj prýði gerir það sem unnt er úr innantómu blaðri hins ibvggna borgara og Erna Guðmund^dóttjr er á réttum stað i nokkuð pinhæfu hluf- verki mömmu Vnldimnr Lárus. son er fulltrúi hins opinbprn og gerir margt lnglega: hión- in ungu eru ánæojulega snm valin og snmtnka. Kristín Mngnús og Pétur Einarsson Nina Biörk Árnadóttir er fag- urlimuð ráðherrafrú: pæjan Ásthildur Gislndót.tir leikur af lífi og sál en bað verður ekki sagt um stallbróður hennar Sigurð Skúln'jon: Sveínbiörn Matthiasson og Gsétar Hannes son koma líka við sögu Kvöldinu lýkur með ..Kóngu lónni“ en þar hverfur höfund- ur aftur í aldir til hinnar illa ræmdu fjölskyldu Alexanders Páfa Borgia og bama hans. lýsir að nokkru morði auknnm ferli skefialausri valdafíkn. gritnmdaræði og sjfiasnellum stærilátre og gprsamlega sið- lausra höfðingja: hræðslu þeirri sem glæpunum fylgir er ekkj heldur gleymt. Þátturinn er ekki söguleikur i þröngum skilningi skáldið skírskotai beint til nútímans — illska og ágirnd mannanna eru söm og fyrir fimm öldum. Þótt ekki verði sagt að djúpt sé kafað né málin brotin verulega til mergjar er talsverður þróttur í leiknum. margt vel hugsað oa oft haglega komizt að orði: hið stórbrotna viðfangsefni et að sjálfsögðu ungum höfundi Um megn en engu sífiur holl æfjng .og góður skóli.. „Kóngu-. lóin“ er sýnu hefðbundnari i sniðum en hinir þættirnir tveir. en annmarkarnjr óneit- anlega áberandi það virðist mjög tilviljunum háð um hváð er rætt og hvað ekkj tvær af söguhetjunum, Lúkrezía og Jú- an. verða hálfgerðar hornrek ur. þeir Borgiafeðgar þérast og þúast á víxl. orðbragð þeirra er talsvert á reiki og þó lak- ast er beir nefna svallveizlur sínar ,.partí“ eins og hinjr hlálegu samkvæmisgestir i bættjnum á undan: og svo mæt.ti lengu- telja Leikhúsið býr „Kóngulóna" vel úr garði Helgi Skúlason gerir sem mest hann má úr hin um dramatísku átökum. vjnn ur verk sjtt af gerhygli os sannri alúð Búnjngar eru skrautlegjr og fallegir og ein- föld og óbrotin sviðsmynd Stejnþórs Sigurðssonar veru lega stílhrein og stór i snið- um. Haraldur Björnsson leikur Alexander páfa af alkunnu irin- sæi, skýrleik 0;g lifandi þrótti, og auðug blæbrigði sko>rtir túlkun hans sizt aí öllu. Hinn nautnasjúki veraldarmaður virðjst næstum ótrúlega hrör- legur þar sem hann situr þög- ull og kyri- á- hástóli sinum i fyrstu, en það færist heldur en ekki lif og fjör í gamla manninn þegar hann tekur að spigspora og dansa um gólfjð og gorta af kvenhylli sinni og hreysti, hann kastar blál( á- fram ellibelgnum Haraldi veit- ist auðveit að birta slægð og illmennsku hins dæmalausa preláta enda eru hjnir verstu skálkar ein aí sérgfeinum hans ein= og allir vita: Eriingj Gislasyni tekst hinsvegar ekki að sannfæra okkur um ótrúlega varmennsku og hrottaskap Sesars Borgia os mjög að von- um Hitt dylst ekki að hinn ungi leikarj túlkar hlútverk sitt af ósviknum áhuga og krafti. og befst við ofureflið eins os hetja Helga Bach- mann er æskufríð og tiguleg Lúkrezía með tvírætt bros á vörum og brepzt í engu skyldu sinni; Pétur Einarsson er að sjálfsögðu öálítið ungæðir’eg- ur vjð hlið binna reyndu Ieik- enda en ætla má af skiln- ingsgóðri túlkun hans að þar fari leikaraefni. Forkunnlegum viðtökum frumsýningargesta er áður ’ýst. þar hef ég engu við að bæta Þn að skiptar skoðanjr hljóti að verða um hjna at- hyg’isverðu frumraun Odds Björnssonar er sjálfgert að fagna ærlegri viðlejtni og at- orku hins unga skálds: ég treysti því og trúi að hann vjnni stærrj sigra á >---'ndi árum. Á. Hj. Pétur Einarsson og Haraldur Björnsson í „Köngulónni". ÁrshátíB félagsins og ára afmœHshnf skíðadeildarinnar, verður haldið i Þióðleikhúskjallaranum laug- ardaginn 4. mai og hefst með borðhaldi kl. 7 eft.r hádegi Aðgöngumiður afhentir hjá Magnúsi Baldvins- syni Laugavegi 12 N E F N D t N . RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 S*.ím^bj0rnsson & co P.O. BOX Ufif • reykjaVIk i i é 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.