Þjóðviljinn - 03.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.05.1963, Blaðsíða 8
8 SlÐA ÞJðÐVILJINN Föstudagurinn 3. maí 1963 Ur einu ★ OFT ER RIFIZT harka- lega um hvort það sé slæmt fyrir börnin að mæðumar vinni úti. Við rannsóknir á bömum kvenna sem eru heima og þeirra sem vinna utan heimil- is, hefur m.a. eitt athyglisvert atriði komið í Ijós. Böm úti- vinnandi kvenna sem þykir gaman að vinna og hafa valið starfið vegna þess að þær hafa áhuga á því, eiga við færri vandamál að stríða en börn þeirra mæðra sem vinna úti eingöngu af efnahagsástæðum og vildu í hjarta sínu miklu heldur vera heima allan dag- inn. Það er börnunum því mik- ilvægara að móðirin sé ánægð og líði vel en að hún sé alltaf hjá þeim. Það eru gæði sam- verunnar, en ekki tímalengd, sem mestu máli skipta. ★ VINNUGLEÐIN er í hættu ef vinnustaðurinn er grár og dapurlegur. segja sér- fræðingar í Finnlandi og þar er húsgagna- og vefnaðarverk- smiðjan Finnart farin að fram- leiða skrifstofuhúsgögn og inn- réttingar í skemmtilegum lit- um. Það væri t.d. ekki dóna- legt að setjast á hárauðan skrif- borðsstól á drungalegum mánu- dagsmorghi! Á ýmsum skrif- stofum eiu keypt blóm — handa forstjóranum — í hverri viku. Sjálísagt til að þeim sem koma í heimsókn lítist betur á sig. En það væri ekki síður þörf á því fyrir skrifstofufólk- ið sjálft að hafa blóm hjá sér til að hressa upp á skapið. Eitt til tvö blóm í vasa á skrif- borðinu geta gert kraftaverk. TlZKAN er hverful — eins og vorið. Á síöustu árum hefur — margt af bví sem va- í tíi.ku uppúr 1920 aftur komizt í tízku. Það sem nú er alg'eymingi meðal ungu stúlknanna eru six- pensararnir gömlu, kötlóttir og allavega liliir, og helzt háls- mrjf klútur úi sama cfni. * ' I liili - ■jc MADDAMA, kerling, fröken, frú. . . Öneitanlega væri skemmtilegt að telja á henni hnappana, þessari. Kjóllinn kemur annars frá Italíu og er eftir.tízkuteiknarann Jole Vene- ziani í Florens. Kjóllinn er svart- ur og hnapparnir eru eina skrautið. Við kjólinn er borinn svartur stráhattur með breið- um börðum og bandi úr sama efni og kjóllinn. + DOKTORSRITGERÐIR er hægt að gera um ólíkustu hluti sem kunnugt er. Nýl. varði kona nokkur í Pennsylvaníu doktors- ritgerð um það hvemig fólk keypti húsgögn. Hún skiptir þeim, sem kaupa húsgögn, í fjóra hópa: þá sem velja hús- gögnin eftir útlitinu, eftir því hve þau eru sterk og hentug, samkvæmt stööu sinni í þjóð- félaginu og svo af ýmsum per- sónulegum ástæðum. Hvað ger- ið þið? Það gæti verið skemmti- légt að komast að því, enda þótt flest okkar hafi sjálfsagt ekki valið nema að mjög litlu leyti. Við höfum erft dálítið af húsgögnum. keypt ýmislegt sem var ódýrt þegar við vor- um ung og byrjuðum að búa, fengið sumt gamalt. hjá fjöl- skyldu og vinum og svo smátt og smátt keypt og fyllt upp með húsgögnum sem pössuðu við þau sem fyrir voru. En oft hugsum við okkur hvernig heimilið hefði getað iitið út ef við hefðum keypt allt beint, samkvæmt þörfum okkar og fjölskyldunnar og þeim smekk- sem við höfum núna. En það eru sjálfsagt ekki margir sem hafa getað þetta. Og ætli það væri hvort sem er eins skemmti- legt! ÝTRASTA HREINLÆTI, köld böð, svefn við opinn glugga og snyrtivörur í hófi! Þetta er uppskrift á vellíðan og unglegu útliti fram yfir miðjan aldur sem nokkrar eldri konur gáfu nýlega í sænsku tímariti. Þetta éru góð ráð — og eiga satt að segja ekki síð- ur við fyrir þá sem yngri eru líka. Sígilt fyrir þá sem vilja vera frísklegir! ir ÞARI? O. nei, ekki al- deilis. Þetta er bara einn af nýju sumarhöttunum utan úr heimi. Hatturinn er eftir Mad- ame Vernier í London og ber nafnið „Einlægni"! ★ SOVÉZKU geimfararnir eiga auðvitað miklum vinsæld- um að fagna meðal barnanna í Sovétríkjunum og í stað brunaliðsmanna, skipstjóra og flugmanna áður ætla ,nú flest- ir drengir að verða geimfar- ar þegar þeir verða stórir. Eft- ir geimferð beirra Popovitsi og Nikolajeffs var komið fyrir á leikvöllunum í Moskvu litl- um geimskipum handa börnun- um að leika sér í og hér sésl „Vostok 3“. Það leynir sér ekki að drengirnir hafa gam- an að þessu nýja leikfangi. ★ REGNHLlFAR eru nauð synlegar, ekki sízt á þessun tíma árs. En margar nýju regn hlífarnar eru svo oddmjóar a? þær rífa hvað sem fyrir er — ekki sízt nælonsokkana, bæði eigandans og annarra. Gott rá’ð við þessu las ég í ensku blaði: setjið lítinn korktappa á end- ann á regnhlífinni og sokkarnir eru öruggir! Þetta væri reyn- andi, a.m.k. fyrir þá sem geta átt regnhlíf. Því hinir era víst ekki ófáir, sem aldrei geta átt regnhlíf vegna þess að þeir gleyma þeim alltaf einhvers- staðar! ★ FYRST VIÐ ERUM farin að tala um regnhlífar má ég til með að segja ykkur frá nýjustu regnhlífatízkunni á Italíu. Þar eru regnhlífarnar nú i skærum litum með hugg- andi setningum eins og t.d. „Eftir regn kemur sól“ og „Regn og rok eyðileggur ekki gott skap“ o.s.frv. Og þær fljúga út! ★ ÉG LONNÍETTURNAR lét á nefið. . . . Flestir muna víst eftir hringdansinum þeim arna og sumir jafnvel eftir lonníettunum líka, sem alltai þóttu hálfhlægilegar. En nú eru lonníettur aftur að komast i tízku úti í heimi og þá líður sjálfsagt ekki á löngu áður en farið verður að nota þær hér líka, Þær eru bægilegar þegar þarf að líta á eitthvað andar- sjaðu, æfa kvcngeimfara! (úr Eulenspiegel, Berlín). í annaö tak, t.d. skoða matseðil eða prógramm. ★ ÞAÐ ER HÆGT að slíta buxum eða pilsi svo að það verði glansandi — lítið þið bara á afturendann á skólapilti — en hins vegar er ekki hægt að slíta rúskinnskóm og jökk- um svo þeir glansi eins og margir halda. Glans á rúskinni er alltaf óhreinindi. Sé það hreinsað verður skinnið aftur eins og það á að vera. Oft er nægilegt að nudda blettina með strokleðri. Fitublettir nást af með blettavatni 'og aðrir með heitu vatni. ★ JA ÞESSI ÆSKULÝÐUR, segir eldra fólkið og hneyksl- ast um allan heim. En hvað gerir svo betta fólk til að bséta og hjálpa þeim, sem komizt hafa á villigötur? I Svíþjóð er fólki nú gefið tækifæri við að Uita í té aðstoð sína. Æskulýðs- ráð sænska ríkisins hefur sent út um allt land i þúsundatali kvikmynd um börfina á æsku- lýðsleiðtogum bæði í félögum og á æskulýðsheimilum. Allir sem hafa áhuga á æskulýðn- um geta hjálpað. stjórnað les- og námshringjum, verið í stjórn klúbbanna og heimilanna, í- bróttaleiðbeinendur o. s. frv. Þeir sem hafa áhuga geta tek- ið þátt í námskeiði, sem lýtur að starfinu. ef þeir þurfa. Þess er nú beðið með eftirvæntingu hverjar undirtektirnar verða. ★ BRÉFAKÖRFU má ekki vanta í barnaherbergið, sagð- Kristín Guðmundsdóttir í greir sinni um svefn- og barnaher bergi, sem nýlega birtist héi þættinum, og hér er mým f sérstaklega hentugri körf barnaherbergi. Hún er heng vegginn svo hún veltur ekf 'm koll þótt ólmazt sé í her- berginu. ★ ÉF að nota hvað og bezt að ofan og renna út, rauðuna daga án upp. ÞIÐ ÆTLIÐ aðeins eggjahvítuna í eitt- geyma rauðuna er al- stinga göt á eggið að neðan og láta hvítuna Þá er hægt að geyma i skurninni í nokkra þess að hún þorni Messuhökuil fyrír- Það er messuhökull prest- anna seni hefur gefið Parísar- teiknaranum hugmyndina að þessari hökulsvuntu. Svuntan er hvorki nf stutt né of síð og hamlar ekki hrejdingum húsmóðurinnar við hreingern- ingarnar. Hún er úr má- köflóttu lérefti og tveir stórir vasar eru stangaðir utan á. Svuntan er köntuð með ská- böndum og vasarnir einnig. fwir wmaríð Þessi- svunta er bæði skemmti- leg og hentug. Hún hlífir kjólnum eel og i vösunum "’nur er hægt að geyma alla smáhlutina sem maður :nir upp hér og hvar 'gar tekið er í:l á ■imilinu. Fottalcpparn- Ir sem '’anga í bandi frá 'eltinu eru ka ágæt ’tgmynd i»að narar tím- nn að hafa -'ttaleppana 'ltaf til taks hegar matur- Inn er búinn tll. i 4 í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.