Þjóðviljinn - 03.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.05.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞJÓÐVILIINN GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEIT degissólin skein á bæinn og það var haustblær í lofti. Fyrir austan bæinn gat hún séð ána, jaðraða tóbaksrunnum og fyrir austan ána var mesa. fjall með snubbóttum tindi. Þar fýrir handan var hæðótt landslag sem varð hálendara og hálendara unz það sameinaðist háfjöl'lum langt í burtu. Hnígandi sólin féll á fjöllin og Ijós og skuggar skipt- ust á í margbreytilegum purp- uralitum. Hjá ótótlegri byggð- inni sýndust fjöllin fögur og sterk, eins og virki reist fyrir tröli. Garnet leit við og horfði á andlit sitt í speglinum. Hún var hraustleg að sjá, nógu hraust til að finna sér atvinnu, ef hún að- eins vissi á hvern hátt. Eftir veikindin hafði hún aftur fengið hinn hraustlega litarhátt sinn. Svart hárið og rjóðar kinnarnar rifjaði upp fyrir henni þegar hún og Florinda höfðu staðið fyrir framan spegilinn í New Orleans og Florinda hafði hróp- að í hrifni yfir andstæðunum: — Eg vildi óska að við gætum útbúið sameiginlegt skemmti- atriði. Hún hrökk við og gekk nær speglinum. — Við gætum það, sagði hún upphátt. — við gæt- um unnið saman á barnum. Hugsunin orkaði á hana eins og högg. TJppeldi og siðakenn- ingar heillar ævi snerust gegn henni. Það fór um hana hrollur þegar hún heyrði ölæðishlátur að neðan. — Eg get það ekki, hrópaði hún. En jafnvel um leið og hún sagði þetta, vissi hún að það var ekki satt. Hún gat það vel. HárcpreiS^Iasn P E R M A Garðsenda 21. sími 33968 Hárgreiðslu. oe snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegjn Sími 14662. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINE OG DÓDÓ. Laugavegi 11 sími 24616. Hárgreiðslustoían S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Sími 14853. Hárgreiðsiustofa AESTURBÆJAR (María Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 simi 14656 Nuddstofa á sama stað Garnet minntist þess hvemig hún hafði brugðizt við þeim múrum sem foreldrar hennar höfðu reist kringum hana. Hún minntjst forvitni sinnar um Skartgripaskrínið og gieðistað- ina umhverfis City Hall garð- inn og þær götur sem hún mátti ekki ganga. Hún mundi hversu mjög hana hafði langað til að sjá heiminn eins og hann var. Og hún brosti beisklega og skildi þetta. Lífið gaf hverjum það sem hann sóttisf eftir. En lífið var eins og kaupsýslumað- ur sem setti uPP skilti sem á var letrað: „Kaupið nú borgið seinna", og freistaði manna til að kaupa og stofna sér í skuld- ir. Barnið sparkaðj eins og það vildi andmæla. Gamet lagði hendurnar undir brjóstið. — Fyr- irgefðu, sagði hún við bamið, — en hvað viitu að ég geri? Ég get lifað á náð og miskunn eða ég get látjð Charles gera þig að rnannleysu eða ég get unnið á bamum. Og það ætla ég að gera. Allt í einu fannst henni þetta léttir, Henni leið betur. Hún fann til skyndilegrar svengdar og hún tók klútinn ofanaf bakk- anum Pg borðaði kvöldmatinn sinn — Já. En Gamet, hrópaði Flor- inda. — Það er alger óþarfi fyr- ir þig að vinna á bamum! — En ég vil gera það. endur- tók Garnet ákveðin. — En það verður ekkert skemmtilegt fyrir þig, vina mín. — Ég ætlast ekki heldur til þess. — En Garnet, þú þarft ekki að borga mér fyrir gistinguna hjá mér Þú mátt vera hér eins lengi og þig lystir. — Það veit ég líka, sagði Garnet. Hún sat á rúminu og horfði á Florindu sem stóð við servantinn og plokkaði burt vaxbletti eftjr kertið. — En ég vil ekki að þú haiciir mér uppi. Það varð þögn Loks sneri Florinda sér við. *— Heyrðu, sagði hún. — Þú hefur sjálf fundjð unp á þessu? — Auðvitað. — Ég hef ekki stungið upp á þvi? — Auðvitað ekkj. — Ég hef meira að segja reynt að hafa þig ofanaf þvi. — Hvað ertu eiginlega að fara. Florinda? — Horfðu beint í augun S mér. Gamet horfði i augu henni. — Halelúja, sagði Flprinda. — Mér finnst ég vera syndlaus manneskja. Ég held þetta sé í fyrsta sinn á ævinnj sem ég hef reynt ærlega að fá ekki það sem ég óska mér aí heilum hug. — Áttu við að þú getir not- að mig? — Garnet mín, hvort ég get! Hugsaðu þér okkur tvær. Tvær bandarískar stúlkur *— þeir ferðast landshomanna á milli til að sjá okkur! Hver einasti kani í Kaliforníu, hver einasti gjó- maður sem kemur í land i San Diego kemur vaðandi með laf- andi tungu. Hún hló af gleði og hélt á- fram að masa — Þú átt að vera rauðklædd og ég bláklædd, og þú átt að vera í bleiku og ég í grænu. Við þurfum að fá okkur fallegar spennur í hárið — — Ég geng ennþá i sorgar- búningi, andmælti Gamet. — Það færðu ekki að gera á bamum. Það er enginn sem neyðir þig til að að gera þetta, en ef þú gerir það, þá verð- urðu að gerá það á réttan hátt. Skilmálarnir — þú skalt fá prósentur, ég skal ræða það mál vjð Silky. Bíddu bara þangað til ég segi Silky frá þessu! Hann verður alveg stórhrifinn. Hve- nær geturðu byrjað? — Ég vonast eftir barninu í ágúst. Eins fljótt og unnt er eftir það. — Ég verð að segja honum þetta undir eins. Florinda þaut til dyra og bætti við á leiðinni. — Hann Charles, hann er svo sannarlega svín og kvikindj o'g tvífætt rotta. en — Hún skellti á eftir sér og hljóp niður stig- ann. — Siiky! Silky! Komdu strax inn í eldhús. Já, nú á stundinni. Ég þarf að segja þér dálítið merkilegt! Bamið fæddist rétt fyrir dög- un eina nóttina. Texas hafði haldið loforð sitt, verið ódrukk- inn og hann var til taks. Strax og Florinda áttaði sig á því hvað var að gerast, skri.faði hún skilaboð og sendi Mikka heim tjl hans og Texas kom á vett- vang eins fljótt og haltur mað- ur gat gengið. Hann sagði Flor- indu að fara aftur niður á bar- inn. Hann skyldi annast þetta , allt saman. Florinda fór niður, en hún var ekki lengi. Hún hellti í fáein glös og svo bað hún vika- Piltinn að gera upp við gest- ina. Hún lofaði að koma aftur eins fljótt og hún gæti og fór upp til Garnetar. Hríðirnar voru byrjaðar. Florinda settist hjá henni og sá, hvemig Gamet læsti tönnunum í ullarteppið til þess að reka ekki upp hljóð. Þegar aftur dró úr verkjunum, laut Florinda niður að henni og sagði mjúkum rómi: — Garnet. ég ætla að segja óér dálítið. Hlustaðu nú á. Hún strauk votan hárlokk frá enni Garnetar. — Þú mátt ekki bæla svona niður sársaukann. Þetta geturðu ekkj glímt við þegjandi, vina mín Ég veit hvað ég er að tala um. Hún brosti. — Auðvitað veit ég um hvað þú ert að hugsa. Þú ert svo feimin, að þú mátt ekki til þess hugsa að bytturnar niðri á bamum fái hugboð um hvað er að gerast hér uppi á loftjnu. Er það ekki réft hjá mér? Garnet kinkaði kolli. Flor- inda hélt áfram: — Hafðu ekki áhyggjur af því. Ég skal skemmta þeim. Ég hélt ágæta leiksýningu i Santa Fe upp á eigin spýtur og ég get gert það aftur. Ég skal syngja hverja einustu tvíræða vísu sem ég kann. Ég skal syngja ejns hátt og ég get og þeir taka undir viðlagið. og þú mátt treysta þvi, ljúfan, að ég kann svo margar vísur að ég get lát- ið þá garga af hrifningu fram á þriðjudaginn kemur. Garnet stundi. — Florinda, þú kemur mér til að hlæja á ótrú- legustu tioaum. — En skilurðu hvað ég er að fara? Prýðilegt. Ég fer nið- ur undir eins og læt hendur standa fram úr ermum. Og þeg- ar hriðirnar koma. þá skaltu æpa af hjartans lyst. Það heyr- ir enginn til þín. Ég get gert miklu meiri hávaða weð mín- um barka en þú getur með þín- um. Hún kyssti mjúklega á enni Garnetar og þaut niður stig- ann. Þau heyrðu hana hefja upp raust sína. Eftir fáeinar mínútur kváðu við hlátrasköll og kollum var skellt saman og hávaðinn varð eins mikill og hún hafði lofað. Hún gaf enga skýringu á þessu. sagðist bara vera sérlega vel fyrir kölluð og einmitt í skapi til að skemmta mannskapnum. Og hún var svo bráðskemmtileg og allir kom- ust í svo gott skap að enginn spurði neins. Hún hélt þessu áfram þangað til Texas opnaði dyrnar allt i einu, rak höfuðið inn um gættina og hrópaði: — Nú er nóg komið. og skellti á eftir sér. Þá var Florjnda orð- in hás og þreytt og rennvot af svita. Hún lauk við lagið og sagði: — Jæja, góða nótt pilt- ar mínir. Nú lokum við. Þeir andmæltu. en Silky kom Ræða Eðvarðs Framhald af 7. síðu. um árum hétu stjómarfloKk- amir því að stöðva dýrtíðar- og verðbólguþróunina. Reynsl- an hefur orðið sú, að aldrei hefur dýrtíð og verðbólga magnazt jafn ört og á þessum árum. Auðmenn og braskarar hafa grætt á þessari þróun en launþegamir hafa orðið fátæk- ari. Það er aðallega tvennt sem hefur gert auðmannastéttinni fært að framkvæma bessa stefnu. Hið fyrra er, að stjóra- arflokkamir hafa treyst bví að erindrekum þeirra í verkalýðs- hreyfingunni hafi tekizt að lama hana svo, að hún væri ekki viðbúin til andsvara og það verður að játast, að í þessu efni hafa þeir náð allt of mikl- um árangri. Hin ástæðan er sú, að áhrif verkalýðshreyfingar- innar á löggjafavaldið er allt of lítil. Þess vegna er hægt með stjómarathöfnum að ræna sífellt aftur árangrinum af öll- um kauphækkunum. En munum. að það er hægt að beita kjörseðlinum sem vopni í hagsmunabaráttunni og til þess höfum við tækifæri á næstunni. Ef alþýðan notar það tækifæri rétt er hægt að tryggja að árangrar kaupgjalds- baráttunnar verði ekki að engu gerðir. Reykvísk alþýða! Mikil verkefni bíða nú úr- lausnar. Við verðum að efla samtök okkar og verja frelsi þeirra. Verkalýðsfélögin verða að búast til baráttu fyrir hækk- uðu kaupi, styttri vinnutíma og afnámi vinnuþrælkunarinn- ar. Markið er að dagvinnan ein tryggi góð lífskjör. Látum þann baráttuanda, sem einkennt hefur þennan 1. maídag fylkja okkur áfram í baráttunni sem framundan er og þá er okkur sigur vís. Hvað er norðurljósin, Lúðvík frændi. Sólarorkan brýst í gegnur- • íií=ku beltin tengd se"- n jarðar. . . Er Farður yfir þctta aftur frændi. Sérðu til .Inn í þessum skáp eru mölfiugur. Við segjum að mölfiugurnar séu jónarnir og sjónvarpið segulskautið. Já, nú skil ég. Ég hélt að möifiugurnar fiygu ekki svona hátt. Föstudagurinn 3. maí 1963 SKOTTA Þú hefur ekki sagt henni i gær áætlun mína að nota símann ki 7 í kvöid. Ræða Hannibals Framhald af 4. síðu. kveða ein og sjálf, hverjir séu meðlimir samtakanna á hverj- um tíma. Félagsdómur var til bess settur að skera úr deilumálum milli atvinnurekenda og verka- manna. En hitt var aldrei hans hlutverk að ráða innri skipu- lagsmálum verkalýðssamtak- anna. En meira stendur til. Marg- boðað er af núverandi stjórnar- flokkum, að vinnulöggjöfinni skuli breytt. Ekki ttl að gefa verkalýðssamtökunum meiri réttarvemd. Nei, heldur til hins að þrengja og skerða rétt verkamanna, og þá fyrst og fremst þau dýrmætustu mann- réttjndi, sem grundvöllinn skapa að afli og styrk allra verka- lýðssamtaka hvar í heiminum sem er. Munum því, að hlutverk vort nú er ekki sízt: Varðstaða um mannréttindi. Og þá verður oss í fram- haldi af þessu fyrst og fremst hugsað til þess frelsismálsins. sem hæst gnæfir nú í íslenzk- um stjórnmálum: Efnahags- bandalagsmálsins. Vill nokkur ykkar. áheyrenda mjnna, sjá á eftir íslandi inn í Efnahagsbandalag Evrópu? Hyggið að verkamenn! Getið þið tekið í mál að samþykkja að erlent vinnuafl — t.d. frá þeim Evrópulöndum sem kaup- gjald er lægst — verði tálm- ana- og takmarkalaust flutt inn á hinn fámenna íslenzka vinnumarkað? Slíkt yrði ein fyrsta afleiðing af inngöngu Is- lands í Efnahagsbandalag Ev- rópu. Þetta er eitt af grund- vallarákvæðum Rómarsáttmál- ans. Fleira skal ekki nefnt af hundruðum atriða Rómarsátt- málans, sem fjölmörg gætu bó orðið til að tortíma frelsi og sjálfstæði kotríkis, eins og Is- lands, ef undir þau væri geng- izt. Ég veit þið segið: Nei og aftur Nei. Slíkt skal aldrei verða. Og það verður líka aldrei, ef alþýðustéttirnar og verkalýðs- samtökin gera skyldu sína og hafna ákveðið fomstu þeirra stjómmálaleiðtoga, sem halda að oss þeirri fáránlegu kenn- ingu, að helzta og bezta ráðið til að efla sjálfstæði þjóðar. sé að fóma sjálfstæði hennar!. En fleira kemur til. — Get- ur nokkur ykkar hugsað sér að samþykkja, að ofurvald erlends fjármagns megi frjálst hreiðra hér um sig, stofna og starf- rækja, og þar með kaupa upp hin arðbærustu atvinnufyrir- tæki, og setjast að öllum auð- lindum Islands með fullu jafn- rétti við Islendinga sjálfa? En slíkur allsherjar réttur fjár- magnsins er tryggður innan Efnahagsbandalags Evrópu. Ég held áfram: Getur nokkur ykkar, sem mál mitt heyrið. samþykkt það í hjarta sínu, að erlent stórútgerðarvald öðlist fullt jafnrétti við Islendinga sjálfa til hagnýíingar landheig- innar á öllum fiskimiðum Is- lands? Kæna smárxkisins Islands á að fá að sigla sinn eigin sjó og getur það vel. — Það eru sjó- hræddir menn sem vilja telja oss trú um, að kænan okkar sé bezt komin um borð í risahaf- skipi Efnahagsbandalags Ev- rópu. Festum oss í minni næstu vikurnar, að ein af höfuðkröf- um dagsjns er: Verndum sjálf- stæði Islands. Enga aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. — Þann 9. júní næstkomandi get- ur þú átt þinn hlut í að bjarga eða tortíma sjálfstæði íslands. Skopleikurinn á hafinu við ísland, þar sem brezkur land- helgisbrjótur lék eitt aðalhlut- verkið seinustu daga, leiðir hugann að landhelgismálinu — Oss dylst ekki að þar býr eitt- hvað óheilt undir. Munum ávallt, að það er eitt af baráttumálum íslenzkra al- þýðustétta að fá undansláttar- samningnum við Breta um skerta landhelgi, hrundið. Þeir, sem hann gei-ðu. væru vísir tjl að framlengja hann, ef þeir hefðu valdaaðstöðu til. Islenzk alþýða hefur aldrei getað tileinkað sér þau fræði, að við þyrftum erlendan her á friðartímum oss til vemdar. En hún elur ugg í brjósti um, að herstöð stórveldis í landi bjóði tortímingarhættunni heim i kjamorkustórvelda. — þeirri tortímingarhættu verði aðeins bægt frá dyrum vorum með því, að herinn fai'i úr landi. — Það er því jafnan rökstudd krafa vor að setulið Banda- ríkjanna á Keflavíkurflugvelli víki úr landi, hverfi af ís- lenzkri grund. Vér beinum hugum vorum í dag til hinnar stríðandi verka- lýðshreyfingar úti í heimi. Kúgaðar þjóðir berjast fyrir frelsi sínu. Allstaðar er verka- lýðshreyfingin þar í fylkingar- brjósti ofsótt af handhöfum valdsins, kúgumnum. — Og skýrslur Sameinuðu þjóðanna bera oss þau sannindi, að mitt í heimi allsnægtanna búi þó þriðjungur mannkynsins við hungur og skort. — Vér tökum því af alhug undir kröfu hinn- ar alþjóðlegu verkalýðshreyf- ingar um frelsi og brauð. — Það eru því miður engin inn- antóm orð. Og að síðustu: íslenzk verkalýðshreyfing sameinast í dag stéttarsamtök- um allra þjóða um þá kröfu sem nú ber hæzt allra krafna — kröfuna um frið í mann- heimi, upplausn hernaðar- bandalaga og hersiöðva og fyrst og síðast um eyðingu kjam- orkuvopna og allsherjar af- vopnun. Reykvísk alþýðá! Með vori vaknar og eflist. þróttur í allra hjörtum. Lyftum orku samtaka vorra í æðra veldi með órofa 'samstöðu. en vísum sundrungú bænarskrár- manna á bug. Hlxftverk vort er: Varðstaða utnf marmréttindi — Sókn til bættrá lífskjara. — Gleðilega hátíð! I t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.