Þjóðviljinn - 04.05.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.05.1963, Blaðsíða 1
ÐVIUINN Laugardagur 4. maí 1963 — 28. árgangur — 99. tölublað. EMGAR NÝJAR UPPLÝS9NGAR Ekkert nýtt upplýstist við rétíar- höld í sakadómi Reykjavíkur í gær í Milwood-málinu, en þá komu fyrir réttinn og gáfu skýrslur vélsíjórar af brezka togaranum. Yfirheyrslum verður haldið áfram í dag, laugar dag, og eiga að hefjast að nýju kl. 10 árdegis. -100% -75% §-50% -25% 60% Dagurinn í gær færði okkur 3.200 krónur, sem við þökkum kærlega fyrir. Þar með erum við komin í tæp 60 prósent. Okkur vantar enn rúmar 200 þús. krónur, sem við þurf- um að fá næstu daga. Við viljum minna á mánaðamótin. Þeir sem lofað hafa mánaðarleg- um gneiðslum eru beðnir að koma á skrif- stofuna í dag. Hún er opin kl. 10—12 og 13 —15. Takið þátt í styrktar- mannakerfinu! Margt smátt gerir eitt langt! Ábyrgðarlaus framkoma landhelgismálaráðherra Morgunblaðið segir í gær «> að það sýni „ábyrgðartilfinn- ingu" að varðskipunum er bannað að neyta yfirburða Binna í viðskiptum við veiði- þjófa; að öðrum kosti hefði aaumast verið „komizt hjá Líkamsmeiðingum eða mann- drápum" og „hægt hefði ver- ið að halda því fram að landhelgisgæzlan hefði að óþörfu úthellt blóði". Þetta eru alger öfug- mæli. Ráðið til að kom- ast hjá átökum er að láta varðskipin hafa svo mikla yfirburði að veiði- þjofarnir eigi þann einn kost að gefast upp. Fyr- irmælin um að varðskip in megi ekki beita vopn um sínum er hvatning til veiðiþjófanna um að sýna mótþróa. Skipstjór- inn af Milwood neitaði að hlýða vegna þess að hann vissi að landhelgis- málaráðherra hafði bannað að byssur varð- skipanna væru notaðar. Það ástand hafði í för með sér hinn stórhættu- lega eltingaleik á hafi úti og árekstur togarans og varðskipsins. Slíkur atburður gat haft mjög alvarlegar afleiðingar, valdið líkamsmeiðingum eða manndrápum, þann- ig að blóði hefði verið úthellt að óþörfu. Með fyrirmælum sínum hefur Bjarni Benediktsson þannig leitt óþarfar hættur yfir varðskipsmenn og brezka togaramenn. Hann hefur magnað veiðiþjófana og gert brezku stjórninni auðveldara fyrir að brjóta enn einu sinni á íslending- um gerða samninga og al- þjóðalög. Mcmnfjöldinn Ermikli" ÞESSI MYND er af Lækjartorgs- fundi krata og íhaldsáns 1. maí og er hún tekin um kl. 15.40 þegar Guðmundur Jóns- son óperusöngvari var að hef ja söng sinn og sýnir hún vel, að þá var ekki öllu f jöl- mennara þar en oft er á hjálpræðisherssamkomu & sunnudögum í góðu veðri. iitlt Úthlutun listamannafjárins 1963 Gunnlaugur Scheving í heiðurslaunaflokk í hinni árlegu úthlutun listamannafjárins varð sú ein breyting á heiðurslauna- flokknum að fyllt var autt sæti Jóns Stefánssonar. Var einróma samþykkt að setja Gunnlaug Scheving í það sæti. 1 næstefsta flokkinn komu átta nýir menn til viðbótar þeim, er fyrir voru: Málararnir Svavar Guðnason, Sveinn Þórarinsson og Guðmundur Einarsson, tveir bók- menntamenn Hannes Pétursson og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, tón- listarmaður: Karl O. Runólfs- son og tveir leikarar Brynjólfur Jóhannesson og Haraldur Björns- son. TiIIögur um að flytja Stefán B. S. R. B. krefst 5% uppbótar til bráðabirqða f gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi fréttatjlkynning frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja: „Á fundi stjórnar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 29. apríl s.l. var einró*ia samþykkt að gera kröfu til ríkisstjórnar- innar um 5% bráðabirgða launa- hækkun til ríkisstarfsmanna fra 1. febrúar s.l., með vísun til bráðabirgðaákvæðis í Iögum no. 55/1962 um samningsrétt opin- berra starfsmanna." Gunnlaugur Scheving Jónsson, Halldór Stefánsson, Thór Vilhjálmsson, Jón Helgason og Þorstein Valdimarsson í þann flokk náðu ekki meirihluta í nefndinni. Othlutað var til 123 í stað 106 í fyrra, og var upphæðin nærri 600 þúsund kr. hærri. Upp- hæðir flokkanna hækka nokkuð, í 40 þús., 25 þús, 14 þús. og 9 þúsund kr. 1 14 þús. kr. flokknum eru þessir nýir: Ármann Kr. Ein- arsson, Björn J. Blöndal, Gunn- ar M. Magnúss, Hannes Sigfús- son, Helga Valtýsdóttir, Jón Dan, Jónas Árnason, Rúrik Haralds- son. Valtýr Pétursson, Vilhjálm- ur frá Skáholti. I 9 þús. kr. flokknum eru þess- ir nýir: Benedikt Gunnarsson, Einar M. Jónsson, Einar Krist- jánsson frá Hermundarfelli. Geir Kristiánsson, Gísli J. Ástþórsson, Guðbergur Bergsson, Hjörleifur Sigurðsson. Jakobína Sigurðar- dóttir, Jóhann Ó. Haraldsson, Jökull Jakobsson, Karl Kvaran, Kári Eiríksson, Páll H. Jónsson, Sveinn Björnsson. Þorsteinn Jónsson frá Hamri. ¦A- Um úthlutunina 1963 Fulltrúi Alþýðubandalagsins í Framhald á 2. síðu. MORGUNBLAÐIÐ segir hins vegar í gær að „mikill mann- fjöldi" hafi verið á torginu og Alþýðublaðið talar í Ieið- ara í gær um „mikið fjöl- menni" á útifundinum á Lækjartorgi. SANNLEIKURINN er hins vegar sá, að allan tímann sem fundurinn stóð var fremur þunnskipað á torginu sjálfu en hins vegar var mikill mannfjöldi á mótum Banka- strætis og Lækjarg. í þann mund er kröfugangan fór þar hjá sem kominn var til þess að sjá hana og tíndist flest það fólk á burt er gangan var farin inn í Lækjargötuna. Fór enda margt af því fólki á fundinn við Miðbæjarskól- ann. A Lækjartorgi varð að- eins eftir fámennur hópur kringum ræðustólinn eins og myndin sýnir. A 12. SÍÐU BLAÐSINS í dag er svo mynd frá fundinum við Miðbæjarskólann 1. maí og geta menn gert sér það til gamans að skoða þessar tvær myndir og bera saman. Þær sýna glöggt undir hvaða merkjum reykvízk alþýða fylkti sér þann dag. Aftðku iiiótmæit Á síðasta miðstjórnarfundi Sósíalistaflokksins, sem haldinn var skömmu eftir morðið á spænska alþýðuleiðtoganum Juli- an Grimau, var samþykkt að senda sendiherra Spánar á Is- landi svohljóðandi mótmæla- skeyti: „Sendum spænskum stjórnar- völdum hin hörðustu mótmæli vegna aftöku spænska verklýðs- leiðtogans, Julian Grimau. Miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins". Einnig var ekkju Julian Grim- au sent svohljóðandi skeyti: „Miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sósía'istaflokksins á Islandi vill fyrir hönd íslenzks verkalýös votta yður innlegustu samúð vegna dauða eiginmanns yðar, verklýðsforingjans Julian Grimau, er hin fasistisku stjórn- arvöld föðurlands ykkar hafa líflátiö" .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.