Þjóðviljinn - 04.05.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.05.1963, Blaðsíða 4
SfÐA ÞJðÐVILJINN Laugardagur 4. maj 1963 Otgefandi; Ritstjórar: Fréttaritstjórar RitStJÓ'^r' Sameirungarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk urinn. — ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Jón Bjarnason. Sigurður V Friðbjófsson. auglýsingar. orentsmiðja: Skólavörðust. 19 Sími 17-500 (5 línur) Á.skriftarverð kr 65 á mánuði Orlagarik úrslit |7nguin hugsandi manni mun blandast um það hugur, að úrslit alþingiskosninganna, sem fram eiga að fara hinn 9. júní, komi til með að verða örlagaríkari fyrir íslenzku þjóðina en nokkru sinni fyrr. Stjórnarflokkarnir hafa á valdatíma sínum síðasta kjörtímabil gert hverja árásina annarri harkalegri á kjör og réttindi vinnandi fólks í land- inu, óðaverðbólga viðreisnarinnar hefur verið mögnuð sem mest má verða til þess að rýra kaup- getu almennings. Allar þessar ráðstafanir eru þó aðeins fyrsta skrefið að því marki, sem stjórnar- flokkamir stefna að: Innlimun íslands í Efnahags- bandalag Evrópu. Viðreisnin átti að sögn að gefa okkur hlutdeild í hinum „frjálsa viðskiptaheimi“; vera lítilsháttar sambærileg við efnahagskerfi landanna í EBE. Það er ekki fyrr en á næsta kjör- tímabili, sem viðreisnarherramir ætla sér að hleypa útlendingum endanlega inn í landhelgi ís- lands og gefa þeim frjálsar hendur til atvinnu- rekstrar hér á landi, — með öðrum orðum að láta íslendinga greiða það sem á vantar af ,;aðgangs- eyrinum“ eins og forsætisráðherra orðaði það á Alþingi í vetur. *.<**»**?»*«* . Kað var andspænis þessari hætfu sem yfir vo'fir, ef núverandi stjórnarflokkar halda meirihluta sínum áfram, að vinstri menn ákváðu að sameina krafta sína í baráttunni, sem fram undan er. í kosningunum í vor verður bariz't um örlög þjóð- arinnar, íslenzkt sjálfstæði og íslenzka menningu. Alþýðubandalagið og Þjóðvarnarflokkurinn gerðu sér þetta ljóst, og einnig þá staðreynd að sundrung vinstri manna er aðeins va'tn á myllu afturhalds- ins og hefur greitt því götu til þeirra valda sem það hefur haft undanfarin ár. Þess vegna hafa stjómmálasamtök vinstri manna lagt öll smávægi- leg ágreiningsmál til hliðar, minnug þess, að „á örlagastundu í lífi þjóðar verða allir heilir menn að snúa bökum saman og gleyma eða geyma persónuleg mál og viðhorf. Þau eru smáatriði * samanburði við sjálfstæði og framtíð þjóðarinnar í heild“ eins og málgagn Þjóðvarnarmanna, Frjáls þjóð, benti á í leiðara sínum þann 20. apríl s.l. A lþýðubandalagið hefur nú birf framboð sín í öllum kjördæmum landsins og Þjóðvamar- flokkurinn á sína fulltrúa á öllum framboðslistun- um. Og sumir þeir sem á sínum tíma létu hæst um það, að Alþýðubandalagið mundi ekki geta boðið fram vegna innbyrðis ágreinings, sitja nú eftir eins og rassskelltir krakkar og hafa ekki enn kom- ið saman sínum framboðslistum. Það fer heldur ekki framhjá neinum að afturhaldsöflin, — jafnt innan stjómarflokkanna sem Framsóknarflokks- ins, — ótfast samstöðu vinstri manna. Og kjós- endur þurfa að sýna það á kjördag að sá ótti er ekki ástæðulaus. Með því móti einu að beygja til vinstri og fylkja sér um Alþýðubandalagið, ge’ta vinnandi stéttir tryggt hagsmuni sína og um leið sjálfstæði íslands og þjóðmenningu. — b. Listi Aiþýðubandakgsm á VestfjmSmn Listi Alþýðubandalagsins í Vestfjarðakjördæmi við alþing- iskosningarnar hinn 9. júní n. k. er þannjg skipaður: 1. Hannibal Va’.dimarsson, al- þingismaður, forseti Al- þýðusambands íslands, Reykjavík. 2. Steingrímur Pálsson, um- dæmisstjóri, Brú, Hrúta- íirði. 3. Asgeir Svanbergsson, bóndi, >úfum. 4. Ingi S. Jónsson, verkamað- ur, Þingeyri. 5. Játvarður Jökuli Júlíusson, oddviti, Miðjanesi. 6. Haraldur Guðmundsson, skipstjóri, ísafirði. 7. Davíð Daviðsson, bóndi, Sellátrum. 8. Guðsteinn Þengilsson, hér- aðslæknir, Suðureyri. 9. Páll Sólmundsson, sjómað- ur, Bolungarvík. 10. Skúli Guðjónsson, bóndi, Ljótunnarstöðum. V HR f fe. w& i Davíð Davíðsson Guðsteinn Þengiisson Páll Sólmundsson Skúljj Guðjónsson Listj Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi við Al- þingiskosningarnar hinn 9. júní n.k., er þannig skipaður: 1. Lúðvík Jósefsson, alþingis- maður. Neskaupstað. 2. Ásmundur Sigurðsson fyrrv. alþingismaður, Reykjavík. 3. Helgi Seljan, kennari, Reyð- arfirði. 4. Sævar Sigbjarnarson bóndi, Rauðholtj N.-Múl. 5. Steinn Stefánsson, skóla- stjóri, Seyðisfirði. 6. Sigurður Blöadai skógar- vörður. Hallormsstað.' 7. Antonius Jónsson bifreið- arstjóri, Vopnafirði. 8. Guðlaugur Guðjónsson sjó- maður. Fáskrúðsfirði. 9. Benedikt Þorsteiasson verkamaður. Hornafirði. 10. Jóhannes Stefánsson fram- kvæmdastjóri, Neskaup- stað. Antonius Jónsson Guðlaugur Guðjónsson Benedikt Þorsteinsson Jóhannes Stefánsson »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.