Þjóðviljinn - 04.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.05.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. mai 1963 ’fram úr spilasalnum til að hjálpa henn; að koma þeim út. Silky vissi hvað hún var að gera og var þvi samþykkur. Florinda þurrkaði jvitann framanúr sér og fór upp að skoða barnið. Texas kom til móts við hana á loítinu. — Það er drengur! sagði hann. — Og hann er með rétta tölu af útlimum og á réttum stöðum. .— Hvemig líður Garnetu? — Ágætlega. Texas brosti. — Heyrðu annars, mér þykir þú aldeilis kunna nóg af ósið- legum vísum! — Hamirigjan góða, sagði Florinda. *— Hefurðu svona fín- ar tilfinningar? Ef þú ert hneykslaður, þá hefðirðu ekki átt að hlusta. — En þetta var fín hugmynd með sönginn, flýtti hann sér að segja. — Ég ætlaði alis ekki að sproksetja þig. Florinda brosti til haris. Henni geðjaðist vel að TexaS með úfna, jarpa hárið og skegg- ið og fíngerða æðanetið sem margra ára drykkja hafði riðið yfir nefið á honum og milda svipinn í brúnum augunum. — Auðvitað skil ég hvað þú átt við, Texas. Farðu bara niður og fáðu þér ögn af baunum, 'ég skal vera hjá henni. Texas haltraði niður stigann og Florinda gekk hljóðlega inn í svefnherbergið, Garnet var sofnuð. Garnet hafði aidrei á ævinni verið eins fegin návist nokkurr- HárgreiSsIciii P E R M A. Garðsenda 21, sími 33968. Hárgrciðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfl. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Sími 14662. Hárgreiðsíu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ. Laugavegi 11. sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagöíu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofa austurbæjar (María Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 sími 14656. Nuddstofa á sama stað ar mannveru eins og Texasar þessa nótt. Hann annaðist hana með svo þægilegu samblandi af alúð og myndugleika að hún var ekki minnstu vitund kvíðin eftir að hann kom. Hún skildi ekki hvernig honum tókst að gera henni svo rótt í huga. Hann hafði ekki verið nema tíu mínútur hjá henni, þegar hún treysti honum fullkomlega. Tex- as gat reyndar ekki gert fæð- inguna sársaukalausa, en hann fékk hana til að treysta því að allt færi vel, enda fór allt vel: Þegar það var um garð gengið og hann kom til hennar með bamið, sneri hún til höfðinu og kyssti harða, hrjúfa höndina, sem hvíldi á koddanum. — Ég þakka þér fyrir, Texas, hvíslaði hún. — Ég get ekki komið orð- um að því. en þakka þér fyrir. Texas sagði: — Svona, svona, þér vitið að mér er það mikil ánægja að mega hjálpa yður. Þetta tókst Ijómandi vel og strákurinn er fínn. Hann strauk henní blíðlega um ennið og sagðist ætla að fá ;ér ferskt loft, Garnet andvarpaði af sælu þeg- ar hún fann loðinn kollinn á baminu við vanga sinn. Þegar Texas drð hlerana frá, sá hún votta fyrir himninum bakvið fjöllin. Umhverfis fjallatindana var fjólulitur b'jarmi og stjöm- urnar voru- eins og silfurdílar í loftinu fyrir ofan þá. Einhvem veginn fannst henni sem heim- urinn vær; dásamlegur. Hún féll aftur í mók, þegar hún opnaði augun næst, var bú- ið að taka til í herberginu og Texas var farinn. Á gólfinu lá dýnan sem Florinda var vön að sofa á. Florinda sat á vegg- bekiknum við gluggann. Litli kúturinn lá ennþá við hliðina á Gametu, en það leit út fyrir að Florinda hefði ætlað að færa hann, því að hún var að búa um körfuna sem hann átti að iiggja í. Glugginn við hliðina á Florindu var opinn og gegnum hann sá Gamet glampandi morgunroða. f körfunni var dýna. Florinda breiddi lítið lak yfir hana, slétt- aði það og braut það undir dýn- una. Hún gerði þetta mjög fim- lega eins og hún hefði oft gert það áður. En allt í einu var sem hún gætj ekki afborið það leng- ur, hún ýtti körfunni frá sér. lagði olnbogana í gluggakist- una og huldi höfuðið í höndum sér. Garnet sá fallegan vanga- svip hennar bera við rauðan himininn. Florinda grét ekki, en hún sat grafkyrr eins og óbærileg þjáning nísti taugar hennar. Garnet fann til innilegrar sam- úðar. Hún hafði ekki þrek til að segja neitt og hefði ekki gert það, þótt hún hefði getað. Flor- inda hafði gert henni skiljanlegt að hún vildi ekki tala um barn- ið sem hún hafði misst. En Garnet sneri sér að litla, heita baminu sínu og það voru tár á vöngum hennar þegar hún sofnaði aftur. 33 Það var líf og fjör á bamum. Hópur af könum stóð við bar- inn, þeir skáluðu hver við ann- an og slóu á axlirnar hver á öðrum. Hinir fáu heimamenn sem viðstaddir voru skemmtu sér yfir þeim og voru samtímis dálítið ringlaðir. Þeir voru van- ir könum, en þeir gátu aldrei skilið hvers vegna halda þurfti merkisatburði hátíðlega með svona miklum gauragangi. Florinda var dauðuppgefin. Henni fannst hún vera búin að afgreiða tíu þúsund drykki og í hvert skipti sem hún fékk krús, smellti hann á hana kossi. Hún var búin að fá þrjú hjú- skapartilboð. Hún hafði reynd- ar fengið fleiri tilboð en ekki um hjónaband. Þá svaraði hún að venju: — Sjötta hús í vesturátt. Spyrðu um Estellu. Hún velti fyrir sér hvernig Garnet þyldi allan þennan há- vaða. Barnið var ekki nema fjörutíu stunda gamalt, og enda- þótt fæðingin hefði gengið til- tölulega vel, hefði hún þurft að fá dálitla ró. Florinda leit í kringum sig. José aðstoðarmað- ur hennar var jafnlafmóður og hún sjálf, en Mikki gæti leyst hana af í fáeinar mínútur. Mikki kom inn úr eldhúsinu. fléttan hans dinglaði og flóka- Skómir hans drógust með góif- inu. Hann setti frá sér bakka með hreinum krúsum á borðið. Hann var ííka þreyttur, en hann brosti glaðlega til hennar. Flor- inda hvíslaði: — Mikki, ég skrepp frá and- artak. Ég verð að líta upp til Gametar. Mikki kinkaði kolli. — Já, urigfrú Flinda. Florinda sagði gestunum að hún þyrfti að skreppa frá og fá sér ögn af baunum, en hún kæmi fljótt aftur. Hún gekk gegnum eldhúsið og hljóp síð- an upp stigann. Að neðan heyrðust háværar samræður. Hún barði að dyrum á svefnherberginu en Texas heyrði það ekki, og hún opnaði dymar ögn og kallaði til hans. Hann kom út með kerti í hendinni. Texas notaði ekki lengur staf, en hann var halt- ur. Hægri fóturinn var næstum staurfótur. — Hvemig líður henni? spurði Florinda. —■ Ágætlega, en hún getur ekki sofið í öllum þessum há- vaða. Hvað gengur eiginlega á? — Stórtíðindi. sagði Florinda. Þau gengu innfyrir og Texas setti kertið á servantinn. svo að kannan var á milli þess og Gametar. — Er það Florinda? spurði Gamet úr rúminu. — Já, það er ég. Ég þarf að segja þér dálítið merkilegt. Florinda kraup við rúmstokk- inn. Hún tók um höndina á Gametu og talaði með ákafa. — Garnet. manstu að Þú sagð- ist óska þess að barnið þitt yrði ekki útlendingur? Gamet kinkaði kolli. 'v’ — Hann er ekki útlendingur, sagði Florinda. Gamet leit á Texas, sem stóð við servantinn, en hann brosti Og hristi höfuðið eins og til að sýna að hann vissi ekki meira en hún. Florinda talaði hægt til að gefa orðum sínum áherzlu. — Garnet, litli drengurinn þinn er fæddur í Bandaríkjunum. — Bandaríkjunum? Hvað áttu við? Þetta er Mexikó. 1— Ekki lengur. Bandaríkin eru búin að innlima Kalifomíu. Það er mánuður síðan það gerð- ist, en fréttin barst ekki hing- að fyrr en í kvöld. Bandarískt skip sigldi norður til Monter- ey í júlí og dró fánann að hún. Garnet dró djúpt andann. — Áttu við að þetta sé stríðið sem John var að tala um? — Já, einmitt. Það lítur út fyrir að stríðið hafi staðið í þrjá eða fjóra mánuði en við höfum ekkert frétt um það fyrr. Það hefur staðið um lýðveldið Texas. — Já, en hvað um Kalifomíu? spurði Garnet. — Tja, ég geri ráð fyrir að forsetinn hafi hugsað sem svo að tæki hann Texas gæti hann eins tekið Kaliforníu um ieið og svo kom skip og tók landið. Og ekki meira með það. Það voru engin slagsmál í Monterey. Dátarnir gengu á land og drógu upp fánann og hljómsveitin lék Yankee Do.odle og heimamönn- um virtist iíka það ágæriega. Svo drógu dátamir upp annan fána í Yerba Buena, það er þorpið við San Francjsco-vík- ina. Svo héldu þeir suður á bóg- inn og nú er búið að setja dáta- hóp á land [ San Pedro og þeir eru á leiðinni hingað. — Til Los Angeles? — Já. Og strákamir halda að það sé líka herlið á leiðinni landveginn. —■ Ungfrú Florinda, sagði Tex- as allt í eiriu. Hann hafði ekki hreyft sig frá servantinum. Flöktandi íjós- bjarminn lék um andlit hans, hann einblíndi á Florindu og það var djúp hrukka milli augn- anna. — Hvað varstu að segja um herlið? spurði hann lágri röddu. — Strákarnir segja að það sé sennilega á leiðinni landveginn frá Leavenworth-virkinu. Manstu ekki eftir Leavenworth-virkinu. Gamet? Það er á Santa Fe-leið- inni, héma megin við Missouri- fljótið. Veizt þú ekki hvar Leav- enworth-virkið er, Texas? — Hvað þá? Jú, jú, ég veit hvar það er. Texas talaði hratt og snöggt og horfði niður fyrir sig. — Og það eru engar óeirðir? spurði Garnet aftur. Hún vissi ekki mikið um stríð, en hún hafði lesið nóg í sögu í skólan- um til þess að vita að fána- skipti höfðu yfirleitt meiri vand- ræði en þetta í för með sér. — Hreint engar, sagði Flor- inda. — Það lítur helzt út fyr- ir að Kalifomíubúum þyki ágætt að tilheyra nú Sambandsríkjun- um og kanamir eru alveg að rifna af ánægju. Garnet dró andann djúpt. — Bandarískur her kemur til að taka Kalifomíu ■— en Flor- inda, það er eiginlega dásam- legt. — Já. finnst þér ekki? Ég Skauzt upp til að segja þér þetta strax og ég gat losnað. Florinda reis upp aftur. — Ég verð að fara niður aftur. Ef Lcita að afmælisgjöf fyrir Andrés? Já. en það er bara svo erfitt. Ilann á allt mögulegt cða hvað? Já. kannski ekki allt. Á allt sem hann þarfnast eða hvað? Jú, nei — það «r meira en hann cági allt möge- legt. Mann á gjöfina skilið. SKOTTA Ekki veit ég hversvcgna fólk cyðir svona miklum peningum I svefnpillur af því að mannkynssögur eru svo ódýrar MyndlistaskóHnn í Reykjavík Freyjugötu 41, inngangur frá Mímisvegi. SK6LASÝNING Sýnd verSa verkefni nemenda úr málaradeild, höggmyndadeil d, teiknideildum og barnadeild- um. — Opiö á laugardag og sunnudag frá kl. 14—22 báöa dagana, Aðgangur ókeypis. HVAÐ ER AÐ VINNA OG HVERJU AÐ TAPA? neínist erindi sem Júlíus Guðmundsson flytur í Aðven.tkirkjunni sunnudaginn 5. maí kl. 5 s.d. Karlakór syngur. ALLIR VELKOMNIR Eigiumaður minn GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, skipstjóri, Seljavegi 17 sem lézt á Laudakotsspítala 26. apríl sl., hefur verið jarðsunginn i kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Guðlaug Grímsdóttir og synir. Kærar þakkir fyrir samúð og vináttu okkur sýnda við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa PÉTURS PÉTURSSONAR Stórholti 32 Sigrún Pétursdóttir Anna Pétursdóttir Guðrún Pétursdóttir Ingibjörg Pétursdóttir Elsa Pétursdóttir Sigurður Arnason Ragnar Pétursson Gunnar Eysteinsson Jón Þorsteinsson Einar Bcnediktsson og barnabörn. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.