Þjóðviljinn - 07.05.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.05.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 7. maí 1963 — 28. árgangur 101. tölublað. MANNLÍF Á SPJALDSKRÁ Svona er umÞIG M"**v *-»***>- W6 J2A^ ik~^. -*k*&. «^w 7^« C<2^A^| <^ ^<« ¦ Frásögn Þjóðviljans um njósnir bandaríska sendiráðsins Kefur að vonum vakið mikla athygli. Mönnum hefur að vísu verið ljóst að sendiráðið hefur fylgzt mjög nákvæmlega með öllu sem gerzt hefur á íslandi undanfarna áratugi, en ýmsir hafa ekki gert sér grein fyrir því að njósnir sendiráðsins hafa náð til hvers einasta manns í landinu. Þáffur hernámsflokkanna í njósiuinum ¦ Njósnir þessar hófust fyrir alvöru 1951, þegar landið var hernumið á nýjan leik. Þá sóttu þúsundir manna um störf á Keflavíkurflugvelli; allir urðu að gefa nákvæmar upplýsingar um ævi sína, félagsmálas'törf og stjórnmálaskoðanir, ættingja sína og vini. Komið var á laggirnar sérstakri njósnadeild til að sannreyna þessar upplýsingar og bæía við þær, og lögðu hernámsflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fram menn til þeirrar iðju og gáfu m.a. upp stjórnmála- skoðanir manna eftir merkingum flokkanna. Þannig var komið upp síofn í spjaldskrá sem síðan hefur verið aukin og margfölduð og nær nú til landsmanna allra. Það er misskilningur ef menn halda að „kommúnistar" einir séu á þessari spjaldskrá; bandaríska sendiráðið njósnar ekki síður um samherja sína, einnig sjálfa leiðtoga hernámsflokkanna. Margir sem sótt hafa um fararleyfi til Bandaríkjanna hafa veitt því athygli að sendi- ráðið hafði alla vi'tneskju um þá tiltæka áður en þeir skiluðu umsókn sinni. Samdar af íslendingum gegn greiðslu ¦ Þegar menn lesa skýrslur þær sem Þjóðviljinn birtir dæmi um ættu þeir að hafa í huga að hliðstæðar skýrslur um þá sjálfa hafa verið send- ar til bandaríska sendiráðsins, samdar af fslendingum sem hafa íekið greiðslu fyrir að njósna um landa sína í þágu erlends ríkis, fyrir milli- göngu hernámsflokkanna allra, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins. ¦ í fyrradag bir'ti Þjóðviljinn njósnaskýrsluna um Unns'tein Stefánsson haffræðing; í dag kemur skýrsla um annan þjóðkunnan mann, Ges't Þor- grímsson og ættingja hans. Eins og skýrslan ber með sér var hún samin fyrir nokkrum árum; hún er í heild birt á annari síðu. UMSB andmælir hersetu -aoíldaðNATðogEBE ÞjóSviljanum hefur bor- izt eftirfarandi ályktun er samþykkt var á ársþingi Ungmennasambands Borg- arfjarSar sem haldiS var aS Reykholti um fyrri helgi: „41. þing UMSB gerir svo- hljóðandi samþykkt um sjálf- stæðismál Islendinga. — Við skorum á stjórnarvöld landsins að sýna gætni í meðferð þeirra mála, sem nú virðast þýðingar- mest fyrir framtíð þjóðarinnar og eru líkleg til að ráða úrslitum 1 þaráttunni fyrir sjálfstæði Is- lendinga. Sé/staklega þykir á- stæða til að vara við þeim öflum, sem gætu á skömmum tíma gert okkur háða erlendum ríkjum, jafnt á sviði fjármála og menn- ingar. Er þar fyrst að nefna hugmyndina um aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Hættan af slíkri aðild er ekki eingöngu falin í skyndilegri inngöngu í bandalagið, því hætt er við að okkur sé ætlað að tengjast þeim samtökum hægt og hægt, þar til ekki verður aftur snúið, og þekkjum við dæmi slíks jafnt úr okkar sögu sem annarra þjóða, sem hafa orðið öðrum háðar sökum ógætni í samskiptum við sterkari aðila. Einnig viljum við vekja at- hygli á ýmsum þeim hættum sem vofa yfir andlegri menn- ingu þjóðarinnar og teljum þar þýðíngarmest að blekkjast ekki af öllu því fánýta, sem okkur býðst úr mörgum áttum. Hér mætti m.a. benda á allskonar öfugþróun í menningarmálum á- samt lágkúrulegu og niðurlægj- andi skemmtanalífi, þar sem slakað er á öllum kröfum til manndóms og þroska. Þá teljum við sjálfsagt að ekki sé slakað á þeirri menntunar- kröfu, sem nauðsynleg er í nú- tíma þjóðfélagi. Sú menntun verður að byggjast á þroska og sönnum lærdómi, meir en fánýtu Framhald á 2. síðu. Gamla kompaníið brennur ^-^^:>:::X;'^::^¦v':^:^¦'-¦::¦¦':::,,;: A sdtmudagsmorguninn varð stórbruni í Gamla kompaníinu er annar vinnusalur þess að Síðu- múla 23 eyðilagðist í eldi ásamt öllum vélakosti og húsgagnabirgðum er þarna voru. Sýnir myndin reykjarmökhJnn sem lagði upp af brunanum. (Ljósm. D. M.) — Frétt um brunann er á 12. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.