Þjóðviljinn - 07.05.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.05.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. mai 1963 ÞIÖÐVILIINN SÍÐA 5 Handknattleiksheimsóknin HELLAS réði ekki við Ármann og tapaði 24:33 Gesíir Ármanns í handknattleik „Hellas“ frá Stokkhólmi, sem leikur í Allsvenskan, léku fyrsta leik sinn hér á sunnudagskvöldið við Ár- mann. Yfirburðir Ármanns urðu meiri en búizt var við, og unnu þeir með 9 marka mun eða 33 gegn 24. Davíð Jónsson skorar fyrir Armann í leiknum við Heilas. (Ljósm. Flestir munu hafa gert ráð fyrir méiri mótstöðu af hálfu saénska liðsins, en þegar að er gætt, kemur í ljós að þeir gátu ékki komið með bezta lið sitt, og urðu að skilja eftir heima nokkra beztu menn sína eins og t.d. markmanninn Lennard Rigar sem er mjög góður, og fleiri landsliðsmenn voru einn- ig forfallaðir. Við þetta bætist svo að Há- logaland hentar þeim sannar- arlega ekki, sem annars leika í stórum húsum, og var greini- legt að þeir kunnu ekki við sig í svo litlu húsi. Margir þessara manna fara laglega með knött, og samleikur þéirra oft all- hraður, en heildarsvipurinn var ekki eins og maður hafði bú- izt við Bj. Bj.). 1 byrjun skutu þeir allt of mikið, í tíma og ótíma og misstu knöttinn alloft fyrir þá sök. Þegar þeir fóru að leika meir saman, fór þeim að ganga heldur betur. Svíarnir virtust taka þetta heldur léttilega. og voru í öllum leik sinum geð- þekkir leikmenn, og létu ekk- ert raska ró sinni. Ármann lék að þessu sinni allvel, og náði hraða og skemmtilegum samleik. Þeir höfðu fengið að láni Ragnar Jónsson frá F.H. en hann lék stutt með hvemig sem á því stóð. 7:1 eftir 12 mínútur! Fyrsta markið skoraði Sven Thelander fyrir Hellas, en ekki leið á löngu áður en Ármann jafnar, og bætir við þannig að þegar 12 mínútur eru liðnar standa leikar 7:1 fyrir Ármann. Svíar laga þó heldur stöðuna, og ná 5:9 þegar 19 mín. eru af leik, en hálfleikurinn endar með 10:7 fyrir Ármann. Síðari hálfleikur var mun jafnari og unnu Svíamir hann. Bendir það til þess. að þá hafi þeir verið farnir að átta sig á aðstæðum öllum. Um miðjan hálfleikinn áttu þeir mjög góða leiklotu. og skoruðu þá 5 mörk á meðan Ármann skoraði eitt, og var leikstaðan þá 21:15. Ármann náði svo undir lok hálfleiksins góðri lotu og skor- aði hvað eftir annað sem Sví- amir gátu ekki við ráðið. Liðin. 1 liði gestanna veitti maður helzt athygli Rikard Johanson, sem þó var óheppinn með skot sín og því má skjóta hér inn að gestimir áttu óvenjulega mörg skot í stengur. Björn Danell, og fyrirliða liðsins Bert Jó- hanson sem gerði margt vel þótt hann sé aldursforseti liðs- ins. Vinstrihandarskot hans voru Þorsteini erfið er á leið leikinn. Sven Thelander var líka lipur leikmaður og mark- sækinn. Má gera ráð fyrir að liðið eigi eftir að sýna meira þegar þeir hafa áttað sig á öllum að- stæðum. Sennilega er það fjær- vera markmannsins sem háir liðinu mikið. Lið Ármanns átti í heild góð- an dag, þótt það slappaði held- ur af er á leið leikinn. Þor- steinn í markinu varði oft með miklum ágætum og varð liði sínu þegar á fyrstu mínútun- um „öryggisloki", sem hafði góð áhrif á liðið í heild. Auk hans áttu þeir Hörður, Lúðvík, Ámi og Hans ágætan leik. Aðrir leikmenn liðsins eru stöðugt að þroskast og bilið að minnka milli þeirra, og það hefur í för með sér heilsteypt- ara lið. Þeir sem skoruðu fyrir Ár- mann voru: Lúðvík 12, Ámi og Hörður 7 hvor, Davíð og Sveinbjöm 3 hvor og Ragnar, Ámi Þ>orvarldsson og Hans 1 hver. Fyrir Svíana skoruðu Rik- ard Johnson 7, Sven Thelander 5, Björn Danell og Bert Jo- hansson 3 hvor, Alf Gustafsson og NilsGeorg Hornhammer 2 hvor, Ragnar Arve, og Lenn- ard Eriksson 1 hvor. Dómari var Karl Jóhannsson og dæmdi mjög vel. Áhofendur voru margir. I kvöld leika Svíamir við Reykjavíkurúrval, og hefst leik- urinn á sama tíma og vant er eða 8.15. Lið það, sem valið hefur ver- ið er þannig skipað: Þorsteinn Björnsson Á. Brynjar Bragason Vík. Sigurð- ur Hauksson Vík. Sigurður Óskarsson KR. Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR (fyrirliði). Sig- urður Dagsson Val. Guðión Jónsson Fram. Ingólfur Ósk- arsson Fram. Sigurður Einars- son Fram, og Hörður Kristins- son Á. Þetta eru góðir einstakling- ar. en ekki er að vita hvem- ig þeir falla saman og getur þessi leikur þvf orðið nokkuð tvísýnn, því Hellasmenn hafa þegar leikið í húsinu, og bað sýndi sig að þeir léku mun betur síðari hálfleikinn en þann fyrri. Þó ætti Reykjavíkurliðið að sigra í þessari viðureign, og verður gaman að sjá hvem- ig þeim gengur í þetta sinn. Arður til hluthafa Á aðalfundi h.f. Eimskipafélags íslands 3. maí 1963 var samþykkt að greiða 8% — átta af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1962. Arðurinn verður greiddur af hinu nýja hlutafé félagsins, en kenmr til útborgunar þegar hin nýju jöfnunarhlutabréí verða gefin út, en þeim fylgja arðmiðaarkir, sem byrja með árinu 1962. — Síðar verðut auglýst nánar hvenær og hvernig afhending jöfnunarhlutabréfanna fer fram. H F. ETMSKTPAFÉLAG ÍSLANDS. NAUÐUNGARUPPBOÐ verður haldið í tolls>týlinu á hafnarbakkanum, hér í borg, eftir kröfu tollst';órans í Reykjavík o.fl. miðvikudaginn 8. maí n.k. kl, 1.39 e.h Séld verða alls konar húsgögn, skrif- stofu- og búðaráhöd. tatnaður og vefnaðarvara, dómkröfur og margt fleira Greiðsla fari fram við hamarshögg. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ I REYKJAVÍK. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu Valurvann KR 3:1 Svíar eru úr leik Svíar og Ungverjar léku tvo landsleiki í knattspymu um helgina, og var það undan- keppni um réttinn til þátttöku í olympíuleikunum. Ungverjar unnu á laugardaginn í Búda- pest 4:0, en Svíar unnu á sunnudaginn i Stokkhólmi 2:1. Ungverjar höfðu mikla yfir- burði í fyrri leiknum, en Sví- ar stóðu sig betur í þeim síð- ari. Svíar eru þar með úr leik í olympíukeppninni. Ungverjar virðast vera að koma sér upp sterku landsliði að nýju. sitt af hverju ★ Frank Wiegand (A-Þýzkal.) synti 100 m. skriðsund á 56.0 sek. á móti í Magdeburg fyrir skömmu. Annar varð Para- manov (Sovétr.) á 56.8 sek. ★ Laganefnd í Kaliforníu í Bandarík.junum hefur fellt tillögu um allsherjaratkvæða- greiðslu i rikinu um bann á hnefaleikum. Tillagan kom frá Pat Brown ríkisstjóra eftir að f jaðurv'igtarmeistar- inn Davey Moore beið bana eftir keppni við Sugar Ramos. utan úr heimi Brasilía vann V-Þýzkaland Brasilía sigraði Vestur- Þýzkalandi í landsleik í knatt- spyrnu í Hamborg á sunnudag- inn. Orslit urðu 2:1. 1 hléi stóðu leikar 1:0 fyrir Þjóðverja en Brasilíumenn jöfnuðu og náðu yfirhöndinni í síðari hálf- leik. Pele skoraði sigurmarkið 19 mínútum fyrir leikslok. Á- horfendur voru 71.000. Iþrótta- merki ÍSÍ Keppni um íþróttamerki ISI er hafin, og hafa gögn um tilhögun keppninnar verið send um allt land. — Keppnin hófst á íþróttamóti íþróttablaða- manna á Hálogalandi fyrir skömmu og voru það landslið unglinga og fullorðinna í körfu- knattleik, sem fyrst unnu til verðlaunanna. Ekki hafa enn borizt neinar fréttir um þátttöku í keppn- inni um merkið. en væntan- lega á þessi viðleitni ÍSl eftir að ýta verulega undir almenna íþróttaiðkun 1 landinu. 1 íþróttamerkjanefnd ISl eru: Jens Guðbjömsson (formaður), Stefán Kristjánsson. Bragi Kristjánsson, Hannes Sigurðs- son og Þorvarður Ámason. Þrótiur vann Fram I gækvöld fór fram á Mela- vellinum í Reykjavík leikur Þróttar og Fram í Reykjavík- urmótinu í knattspyrnu. Kalt var og hvasst. Leikar stóðu 0:0 þar til 3 mínútur voru eftir af leiknum, en þá skoruðu Þróttarar 2 mörk, fyrra markið á 42. mín- útu og hið síðara á 43. mínútu. Leiknum lauk þvl með 2:0 fyrir Þrótt. Valsmenn mættu KR á sunnudaginn og varð leikur þeirra sannkall- aður rokleikur. Hvasst var af norðri og stóð vindurinn beint á syðra markið. Valsmenn léku undan rokinu fyrri hálfleikinn og tókst þeim að setja þrjú mörk, en KR setti eitt í síðari hálfleik. Hefur Valur því sigrað báða leiki sína gegn K R í þessu mó-ti. Eins og við var búizt, gekk liðunum ekki sem bezt að hemja knöttinn í þessu veðri og kom það aðallega til út af því að langspymur voru í meirihluta. Aðeins stuttur sam- leikur gefur góðan árangur undir þeim krigumstæðum sem liðin áttu við að búa í þessum leik, er árangurs að vænta í slíku veðri. MÖRKIN Valsmenn settu fyrsta markið á 9. mínútu. Var þar að verki Bergsv. Alfonsson sém spymti úr hálfgerðri þvögu. Annað markið kom á 18. mínútu er Hans og Ellert spörkuðu saman og hrökk knötturian í hom marksins ó- verjandi fyrir Gísla. Þriðja markið setti Bergsv. Alfonsson á 20. mínútu með fremur lausu skoti af vítateig er hafnaði neðst í markhominu. Mark KR setti Gunnar Guð- mannsson á 20. mínútu síðari hálfleiks, beint úr hornspymu. Valsmönnum gekk öllu betur að hemja knöttinn og þeir voru betri aðilinn á vellinum yfirleitt. Ekki var svo mikið um langspyrnur af þeirra hálfu en þeir reyndu hinsvegar að beita samleik. Beztir voru þeir Ormar Skeggjason og markv. Björgvin Hermannsson. KR-ingar voru ekki nægjan- lega athugulir í síðari hálfleik er þeir léku undan rokinu, langspyrntu um of og fengu of lítið út úr áhlaupum sín- um. M. a. spyrnti markv. Gísli Þorkelsson þrívegis svo til á milli marka en slíkt er afar- neikvætt í öðru eins roki og var í þessum leik. KR-ingar fengu nokkur tæki- færi sem beim tókst ekki að nýta t.d. áttu þeir tvö skot er hrukku í þverslána svo og önnur er fóru rétt framhjá Dómari var Baldur Þórðarson er dæmdi yfirleitt vel. STAÐAN L. U. T. J. St. M. Valur 4 3 0 1 7 7:3 m Þróttur 3 1 1 1 3 8:7 m KR 3 1 2 0 2 6:6 m Fram 2 0 2 0 0 0:5 m Leikur Fram og Þróttar f gærkvöld er ekki með talinn. H.S.Í. H.K.R.RI I kvöld (kriðiudag) leika: Sænska meist- araliðið Hellas — Reykjavíkurúrval að Hálogalandi kl. 8.15 Sala aðgönqumiða heíst kl. 7.30. Glímuiélagið Ármann. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 _ — Sími 24204 Oe«ÍMH^,B3ÖRNSSON 4 CO. p.O. BOX 15*6 - REYKMVlK Kvenfélag sósíalista Félagsfundur f Tjamargötu 20 í kvöld kl. 20.30. Fundarefni: 1 Alþingisk'-sningamar, framsögum. Guðrún Guð- varðardótt.ir. 2 Skýrt fra undirbúnir.gi kvennaráðstefnu í Rostock á sumri komanda. 3 Fræðsluerindi. 4. Félagsmál Kaffiveitingar. — Mætið stundvíslega. STJÖRNIN Frimann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.