Þjóðviljinn - 08.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.05.1963, Blaðsíða 8
g SlÐA ÞIÓÐVIUINN Miðvjkudagur 8. maí 1963 GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEIT alveg eins auðveld og búizt hafðj verið við. í fyrstu sýndist allt ósköp einfalt. Stockton sjóttiðsforingi sendi Frémont norður til að afla nýliða meðal bandaríikiamann- anna þar og í Ix>s Angeles var allt fullkomlega rólegt. Stook- ton fór sjálfur til Yerba Buena þar sem haldin var hátíð hon- um til heiðurs. Hann skildi Gillespie kaptein eftjr með val- ið lið fimmtíu sjóliða. Gillespie kapteinn hefði getað ráðfært sig við kanana sem rek- ið höfðu viðskipti í Los Angeles árum saman. Ef hann hefði gert það, hefðu þeir getað sagt honum að hann þyrfti ekki að búast við mót- spymu frá angelenóunum. Þeir voru friðsamasta fólk í heimi. Stundum kom það fyrir að villt- ir diggarar brutust inn í af- skek-kt hús og vopnaðir menn veittu þeim eftirför til að ráða niðurlögum þeirra. Stundum börðust tveir karlmenn út af stúlku eða maður tók hnakk traustataki og gleymdi að skila honum. En svona smámál voru til lykta leidd hjá alcaldjnum sem var eins konar borgarstjóri. Það voru ekki nema um það bil þúsund manns sem áttu heima í bænum árið um kring. Éri þama var mikil athafnasemi, þama var markaður fyrir ranc- óin fyrir sunnan, endastöð vörulestarinnar frá Santa Fé og miðstöð birgðakaupa fyrir skipin P E R M A Garðsenda 21. sími 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla vjð allra hæfi. T.TARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Sími 14662. Hárgreiðslu og snyrtistota STEIND OG DÓDÓ Laugavegi 11. simi 24616. H á r greið slu stof an S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Sími 14853. Hárgreiðslustofa ADSTURBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 sími 14656 Nuddstofa á sama stað sem fluttu húðirnar. Megnið af þessari verzlun var í höndum bandarískra manna. Að mestu leyti fóru heimamenn sínar eigin leiðir, værukærir og glaðlyndir. Þeir höfðu ekki yfir miklu að kvarta. Nýtt kjöt var svo ódýrt að, það var alltaf á borðum. Fátækt var naumast til. Flestir höfðu ekki einu sinni lás fyrir dyrunurn hjá sér. Lífið í Los Angeles var dálitil vinna, mikil tónlist, vín og dans og angele- nóarnir litu á þetta sem hinn eina rétta máta að lifa lífinu á. Kanarnir hefðu getað sagt Gillespie kapteini — já, þeir reyndu það meira að segja — að hann hefði fengið yfirráð yfir geðgóðu fólki sem myndi halda áfram að vera í góðu skapi ef það fengi aðeins að vera i friði. En Gillespie spurði engan náða og hlustaði ekki á þau heilræði sem honum voru gefin. Hann fór að gefa fyrirskipanir sem í fyrstu vöktu undrun hjá fólki og fylltu það síðan reiði og gremju. 1 þessum bæ gleðinnar bannaði Gillespie allan gleðskap. Hann leitaði að vopnum á heimilum manna. Hann gaf skipun um að áfengi skyldi aðeins afgreitt þegar og þar sem hann heimilaði.. Landar hans sögðu honum, að byssur væru nauðsynlegri í Kaiiforníu en skór. Þeir sögðu horium, að Kalifornilibúar ýrðu’ jafngramir yfir skömmtun á rauðvíni og' amerí-sku innflytj- endumir hefðu verið yfir teskatt- inum. En hann sinnti þessu engu. Hann hafði fengið ráðin í hend- ur hinn síðasta ágúst. Um miðjan september var kominn kurr í fólkið og það snéri baki við bandaríkjamönnum þegar það mætti þeim á götu. Það kom ekki í verzlanir banda- ríkjamanna nema tilneytt. Inn- fæddu barþjónarnir hættu vinnu já Silky. Silky sjálfur hafði ekki sloppið við höftin. Spilasalurinn var lokaður og veitingastofan fékk aðeins að vera opin frá kl. 12 til sex síðdegis og þetta dró mjög úr hagnaðinum. Silky og Florinda voru jafngröm og heimamenn. En þau sættu sig við þetta. svo að Gillespie lokaði ekki staðnum fyrir fullt og aUt. Gamet var sammála því að kapteinninn væri fífl. En í og með var hún fegin því að geta vanizt því að vinna á barnum að degi til, I stað þess að byrja á þessum hávaðasömu kvöldum, í sem hún hafði hlustað á uppi I á loftinu. Meðan barinn var opinn gætti Isabel Stefáns litla. Isa-bel dáðist ekki beinlínis að GiBespie, en Gamet og og Isabel sagðist heldur vilja vinna fyrir kana en að gif-ta sig. Florinda hafði ekki farið með neinar ýkjur, þegar hún tal- aði um gildi Garnetar fyrir bar- inn. Sjóliðarnir höfðu aðset- ur í Mazatlán, og þeir voru orðnir vanir mexikönsku stúlk- unum, en ivær bráðlifandi bandaríkjastúlkur voru allt annað. Piltamir dvöldust eins lengi hjá Silky og yfirmaðurinn framast leyfði. Þetta var hávær en góðlátlegur hópur og Gamet komst að raun um, að starfið var ekki eins hvimleitt og hún hafði óttazt. En þó kom fyrir að samtölin gerðu hana hrædda. Það var dag nokkurn síðla í september. Gamet stóð bakvið -borðið og hejlsaði tveimur sjóliðu-m, sem voru nýko-mnir inn. .,Hvað má bjóða ykkur herrar mínir?“ spurði hún. Þeir horfðu á hana brosandi og með aðdáun í svipnum. „Þú ert falleg i dag,“ sagði gestur- inn sem var kallaður Bill. „Alveg Ijómandi", sagði sá sem kallaður var Pete. „Rósirnar á kjólnum þínum - og augun — hvemig eru augun lit?“ „Sumir segja grá aðrir brún. Hvað viljið þið fá? Það er orðið býsna áliðið." Gestimir tveir komu sér saman um að panta hressing- una strax. „Þessi þama jarð- skjálftadrykkur sem mexíkanar drekka,” sagði Bill. „Eg kann ekki að bera fram nafnið“. „Er það aguardiente, sem þú átt við?” „Nei heyrirðu bara, hún talar eins og innfædd. Er þetta rétt aggadenty?“ Gamet hellti í glösin. „Af hverju segirðu ekki einfaldlega mexíkanskt brennivín?" spurði hún brosandi. „Það skiljum við“. ”Þú hefur peruna í lagi,“ sagði Bill, ”Hún er ekki mexi, við erum ekki mexsir og því skyldum við tala mexíkönsku? Enska skal það vera, það nægir mér. Heyrðu mig, Garnet". ”Já“ sagði hún. Henni fannst það enn undarlegt að ókunnugir karlmenn skyldu kalla hana skírnamafni, en hún var að byrja að venjast því. „Þú ert augnayndi. Málarðu á þér kinnarnar?" Gamet sagðist ekki gera það. Hún þurrkaði vínblett af borð- inu og Iét sem hún heyrði ekki næstu athugasemdir sem voru um vaxtarlag hennar en ekki andlitið. Þegar þeir spurðu hana hvað hún ætlaði að gera eftir lokun. svaraði hún því til, að hún þyrfti að annast barn- ið sitt. Hún reyndi að gera svar- ið ekki of hranalegt. En þótt hún gerði sitt ýtrasta, var hún ekki eins leikin í því og Flor- inda að halda þeim í hæfilegri fjarlægð án þess að móðga þá. Innar í bamum fóm fram orða- skipti milli nokkurra gesta og Forindu. .......svona stúlka eins og þú, Florinda, á hjara veraldar! Hvernig komst þú hingað?" „Ég? Ég hef alltaf verið hér. Ég var fyrsta stúlkan sem fædd- ist hér í byggðinni. Nei, þetta er ekki nóg þú skuldar mér ennþá sjö sent. Æ, hvaða vand- ræði“, sagði hún með samúð, þeg- ar hann hellti víni niður á jakkann sinn. „Þú ýttir á handlegginn á mér,“ sagði hann. „Já, en þú ættir ekki að vera að reyna að klípa mig. Hagaðu þér eins og maður, annars verð- ur uppistand. Já. sergent? Whiský? Eins og skot“. Við barborðið hjá Gametu stóð Texas og hallaði sér fram á olnbogann. Texas var nú aftur allsgáður. Hann hafði tekið skefilegan túr en Gamet lét sem hún vissi það ekki. Texas hafði sagt að sér þætti leitt að hann hefði yfirgefið hana þennan dag — hann hefði bara ætlað að fá sér einn gráan; skildi ekk- ert í þvi hvemig hann hefði orðið svona fullur. Gamet fór að ráðum Florindu og tók af- sökun hans vel. „Já, góði bezti, Texas, allir drukku of mikið þann daginn. Isabel kom upp til mín og hjálp- aði mér, enda fór ég á fætur daginn eftir". Enda þótt Texas drykki ekki þessa dagana, kom hann oft og stóð við borðið, hann stóð þama eins og lífvörður Garnetar. Henni þótti gott að hafa hann hjá sér. Hann bað um glas af vatni og þegar hún færði honum það, leit hann í kringum sig í bam- um og hristi höfuðið. „Það er ekki gaman að sjá yður héma, ungfrú Gamet", sagði hann. „Mér líkar þetta ágætlega, Texas, ágætlega". „Finnst yður ekkert hvimleitt?" „Ekki tiltakanlega. Ég er óð- um að læra að umgangast þá“. „Ungfrú Garnet", sagði Texas. „Ég vildi óska, að þér væruð komnar burt úr bænum. Það verða óeirðir hérna. Þessi bölv- aður auli hann Gillispie —“ „Uss. Texas, ekki hér inni“. Enginn mátti tala um Gillispie á bamum. Silky stóð svo sem á sama þótt slegizt væri útaf Gillispie, en það mátti bara ekki gerast í veitingastofunni hans. Hann fékk að stunda veitingar með því skilyrði að allt gengi skikkanlega fyrir sig. Texas yppti öxlum en hann sagði ekki meira. Bugs McLane kom inn ásamt Collins, búðarmanni hjá Abbott. Gamet hellti í krúsir handa þeim og lét sem hún væri stórhrifin af tilraunum gestanna til að misþyrma mexíkönsku lagi sem þeir höfðu lært í Mazatlán. Meðan þeir sungu, heyrði hún hljóð framanúr eldhúsinu. „Stefán er vaknaður", sagði hún við Florindu. „Ég kem aft- ur strax og ég get“. Florinda brosti og kinkaði kolli og Gamet brosti og kinkaði kolli Karfan stóð á veggbekknum. Isabel var búin að taka dreng- inn upp. Meðan Gamet settist til að gefa honum brjóst, fór Isabel að eldavélinni og fékk sér baunir úr pottinum. Garnet þrýsti litla kroppnum upp að barmi sér. Hún var svo undurfegin því að eiga hann. Stundum fann hún til nístandi einstseðingskenndar og fannst hjarta si-tt bert og eyðilegt eins og eyðimörkin. Án barnsins hefði þetta verið miklu verra. Þegar Stefán var búinn að fá fylli sína, gekk hún að borðinu og drakk bolla af súkkulaði með Isabel. Hún og Florinda og Silky voru vön að borða kvöldmat eftir lok- tm. Gamet hellti súkkulaði f annan bolla og fór með hann fram handa Texas. Silky var að færa eitthvað inn í kladda og Florinda var að sinna Collins og McLane. Þegar Gamet setti frá sér bollann, heyrði hún slegið í borðið og hún leit við. Henni krossbrá. Upp við borðið stóð Charles og hélt báðum höndum um krús af whiský. Hann var sorgarklæddur. Hann var í fínni, hvítri skyrtu, © 1962 t w»lt Disoey Productiona Worid Rights Reserved — Sérðu bara Fékk þrjú — Þetta er splúnkunýtt. stykki fyrir krónu hvert. — Hversvegna svona ódýrt? Venjulcga kostar stykkið 10 — Þetta er Iíka nýtt. En krónur. framleiðandinn telur þetta úreit. — Hvað er þetta eiginlega? — Þetta eru hú'.a-hopp- gjarðir. SKOTTA /U____ Jú, þetta eru allt saman miklir stærðfræðingar. KnHn fótboltahetja. Lyfsala og viðreisn Framhald af 5. síðu. inu Lancet 26. janúar 1963. Þar er greint frá tillögu stjórnskip- aðrar nefndar til heilbrigðis- málaráðuneytisins um stofnun sérfræðingaráðs, er hafi það hlutverk að ganga úr skugga um skaðleg áhrif nýrra lyfja. Á ráðið að láta uppi álit sitt um lyf, áður en tilraunir með það hefjast á mönnum, og aft- ur skal leitað álits þess að til- raunum loknum, áður en al- menn sala þess hefst. Þessari tillögu fagnar brezka læknablaðið að sjálfsögðu og veitir henni eindreginn stuðn- ing. V iðreisnarþáttur Á meðan frumvarp til lyf- söluleyfa var til umræðu á þingi, var rækilega á það bent, að tímabært væri að setja í lög ákvæði, sem torvelduðu sölu lítt reyndra lyfja, og var flutt breytingartillaga, er miðaði í þá átt. Var hún á þá leið að ekki mætti hefja hömlulausa sölu nýs lyfs hér á landi, fyrr en „reynsla er fengin um, að hættulegar aukaverkanir lyfsins í tiigreindum skömmtum komi ekki til greina,“ að dómi lyfja- skrámefndar. Þessa breytingartillögu felldi stjómarliðið í efri deild eins og það lagði sig, auðvitað í samráði við æðstu heilbrigðis- yfirvöld landsins. Hversvegna var þessari til- lögu um aukið aðhald hafnað á Alþingi? Eru íslenzk stjóm- arvöld svo hirðulaus um vel- ferð almennings, að þau láti fella slíka tillögu fyrir það eitt, að stjórnarandstæðingur ber hana fram, eða eru hags- munir lyfjasala ekki taldir tryggðir nógu vel með ákvæði eins og því, sem í tillögunni fellst? Þessu skal ekki svarað hér, en hitt er augljóst, að löggjafinn ætlast til þess, að ný lyf megi setja á markaðinn, enda þótt reynsla sé ófengin um hættulegar aukaverkanir þess í verjulegum skö' nilum. Sú meining fellst í þeim verkn- aði að fella breytingartillögu um hið gagnstæða. Kaldrifjað vald Margur mun viðurkenna þann sannleika, að Mammons- valdið sé miskunnarlaust. Menn vita einnig, að það er öflugt í okkar heimi og að það teygir sína anga víða. Hitt hlýtur að vekja undrun, þrátt fyrir allt, að ekki skuli umyrðalaust fást skotið inn í íslenzka löggjöf á- kvæði um sjálfsagða varúðar- ráðstöfun, — ákvæði, sem byggt er á sárri reynslu síðustu ára. Núverandi stjómarvöld höfðu ekki reynzt með neinum ágæt- um og því ástæðulaust að vænta mikils af þeim, en þó varð ég agndofa á viðbrögð- um þeirra í því máli, sem hér er um fjallað. Ég vil gjarna finna heilbrigðisstjóminni af- sökun og trúa því, að hún geti fleira gert en að misnota vald sitt við embættaveitingar. Ef til vill gaf hún sér aldrei tóm til að athuga þetta mál, enda tilhneigingin alltaf rikust til að fella tillögur andstæðings umhugsunarlaust. Lyfsölulögin nýju eru óneit- anlega mjög hagstæð lyfja- kaupmönnum, en marga galla hafa þau í augum þeirra, sem líta fyrst og fremst á hag og heill almennings. Væntanlega koma þeir tímar, að umbætur á þeim fáist fram, þótt enginn viti nú, hvenær það verður. Þá ætla ég að vona að Læknablað- ið íslenzka fagni heilshugar, líkt og hið brezka gerði, jafn- skjótt og það eygði aukna vemd almennings fyrir ofur- valdi lyfjaframleiðenda og lyfjasala. Þökkum auðsýnda samúð og aðstoð við andlát og jarð- arför FILIPPÍU JÓNSDÓTTUR Stjúpböro os fjölskyldur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.