Þjóðviljinn - 09.05.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.05.1963, Blaðsíða 3
HðÐVILJINN SlÐA 3 Kynþáttaóeirðirnar í Bandaríkjunum Búizt við að Kennedy neyðist að senda her til Birmingham BIRMINGHAM og WASH- INGTON 8/5 — Lítið lát er á kynþáttaóeirðunum í Birmingham í Alahama, en þar hafa undanfama viku verið stöðugir árekstrar milli lögreglu og þeldökkra manna og hafa 2.500 þeirra verið handteknir og eru þúsund hinna handteknu börn og unglingar. Allar horfur þykja á að Kennedy forseti muni neyðast til að senda herlið til Birmingham til að skakka leikinn, einkum eftir að George Wallace, fylkis- stjóri í Alabama, hefur stefnt þangað vopnuðum sveitum úr fylkislögreglunni. Foringjar svertingja í Birm- ingham tilkynntu að vísu á há- degi i dag eftir staðartíma ad þeir myndu gera hlé á mótmæl- um sínum gegn kynþáttaofsókn- um í einn sólarhring og ætti að nota þann tíma til að draga úr viðsjám. Haft var eftir einum þeirra að þeir hefðu trú á því að það gæti tekizt, ef báðir legðu sig fram við það. Ötrúlegt er þó talið að stjóm- arvöld fylkisins fallist á nokkrar kröfur svertingja um jafnrétti og því búizt við að óeirðimar hefjist þegar aftur að loknu þessu sól- arhrings hléi. Herlið sent til Birmingham? Adam Clayton Powell, svert- inginn sem á sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Harlem í New York, ræddi í dag við Ro- bert Kennedy dómsmálaráðherra. um ástandið í Alabama, en ráð- herrann hefur verið þar syðra undanfarið. Powell kvaðst hafa beðið Kennedy um að beita Miklar kynþáttaóeirðir hafa verið undanfamar vikur í bandarísku fylkjunum Georgia og Alabama. Um daginn fór hópur hvítra og þeldökkra manna í hópgöngu frá Georgia tii Alabama til að mót- mæla kynþáttaofsóknunum og þó sérstaklega morði póstmannsins William Moore sem skotinn var af svertingjahörurum á þeirri sömu Ieið sem einnig hann ætlaði að ganga í mótmælaskyni. Moore var hvítur maður. Þeir göngumenn voru allir handteknir þcgar þeir fóru yfir fylkjamörkin sem sjást hér á myndinni. heimildum í lögum til að binda endi á ofsóknir lögreglunnar í Birmingham á hendur friðsömu fólki, sem ekki hefði annað til saka unnið en að krefjast þess að landslögum væri hlýtt. Fyrr um daginn hafði Powell sagt í sjónvarpsviðtali að ákvörð- un Wallace fylkisstjóra að stefna vopnuðum sveitum lögreglu- manna til Birmingham hefði spillt voninni um að takast mætti að leysa deiluna á frið- samlegan hátt og myndi hann (Powell) fara þess, á þ;it,. við Ro- bert Kennedy að sambands- stjómin í Washington sendi lið vopnaðra manna til borgarinn- ar.........* “ — ~ -------“ ‘— 40—50 handteknir, 12 særðir Allt fór friðsamlega fram í gær þegar mótmælaganga svert- Wynneneyddurtil að stunda njósnir MOSKVU 8/5 — Brezki kaup- sýslumaðurinn Greville Wynne sem nú er fyrjr rétti í Moskvu ásamt sovézka vísindamarnnin- um Oleg Penkovskí, en þeir hafa báðir játað á sig njósnir, skýrði réttinum frá því i dag að brezka leyniþjónustan hefði tætt sig til njósnanna og hótað sér öllu illu, ef hann héldi þeim ekki áfram. Yfirheyrslur bafa leitf i ljós að Wynne sem hefur oft komið til Sovétríkjanna á síðustu ár- um í kaupsýsluerindum var falið af brezku leyniþjónustunni að vera milligöngumaður milli hennar og Penkovskí, sem lét henni í té ýmsar upplýsingar varðandi visindarannsóknir og vigbúnað Sovétrikjanna, einkum um eldflaugar. Wynne heldur því íram að hann hafi í fyrstu ekki gert sér neina grein fyrir því að um njósnir væri að ræða, enda hafi honum verið talin trú um að svo væri ekki, heldur væri hann að vinna í þágu góðrar sambúð- ar Bretlands og Sovétrikjanna. Þegar það rarin upp fyrir hon- um til hverrar iðju hann hafði verið fenginn reyndl hann að 'osna úr henni, en var þá hótað 811 u illu, m.a. að fyrirtæki hans mvndi fá að kenna á því. Frarríburði þeirra Penkovskí og Wynne ber ekki að öllu leyti saman. Þá greinir m.a. á um ingja í Birmingham hófst, en von bráðar hafði lögreglan beint slökkvidælum sínum að mann- f jöldanum og sigað á hann hund- um sínum. Særðust tólf manns í þeim átökum, en 40—50 manns voru handtekin. Þúsund börn í fangelsi öll fangelsi borgarinnar eru nú yfirfull, svo að lögreglan neyddist til að byrja að hleypa nokkrum svertingjum út í dag. Hún hefur samtals handtekið 2.500 þeirra þessa síðustu daga Kekkonen fer, Ú Þant kemur BELGRAD 8/5 — 1 dag fóru Kekkonen Finnlandsforseti og kona heimleiðis eftir að hafa dvalizt þrjá daga í Belgrad í opinberri heimsókn. Tító forseti hefur þegið boð Kekkonens að koma til Finnlands. Skömmu eftir að Kekkonen fór frá Belgrad kom þangað O Þant, famkvæmdastjóri SÞ, með flug- vél frá Búkarest. Hann kvaðst hafa átt mjög gagnlegar viðræður við rúmenska leiðtoga. Castro fer til Tasjkent MOSKVU 8/5 — Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, fór í dag með flugvél frá Volgograd (áður Stalíngrad) áleiðis til Tasjkent, höfuðborgar Orbekistans. og af þeim hópi eru talin vera um þúsund böm og unglingar undir lögaldri. Ekkert aðhafzt að sinni. Búizt hafði verið við því að Kennedy forseti myndi boða ein- hverjar aðgerðir sambandsstjóm- arinnar á fundi sem hann hélt með blaðamönnum í kvöld, en úr því varð þó ekki. Hann sagði að stjómin í Washington gæti ekk- ert aðhafzt meðan ekki væru brotin sambandslög annað en þá að reyna að miðla málum milli deiluaðila. Hann neitaði að svara spurningum um hvort hann teldi að lögreglan í Birming- ham hefði rétt lögum samkvæmt til að haga sér á þann hátt sem hún gerði. Ctrefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SóslalistEiflokk- urinn. — Bitstjórar: tvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. FriðþjófSson. Ritstjórn - auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. 9ími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuðL Nasser farinn heim frá Alsír ALGEIRSBORG 8/5 — Þúsundir Algeirsborgarbúa kvöddu Nasser, forseta Egyptalands, þegar snekkja hans lét úr höfn þar í dag. Hann fer nú til Kaíró, en þaðan í opinbera heimsókn til Júgóslavíu 12.—16. maí. I sameiginlegri yfirlýsingu þeirra Ben Bella forsætisráðherra segjast þeir munu berjast áfram gegn heimsvaldastefnunni og öll- um afturhaldsseggjum og tæki- færjssinnum sem séu til trafala uppbyggingu hins nýja þjóðfé- lags. Ben Bella mun fara í opin- bera heimsókn til Kaíró 18. maí, þegar Nasser er kominn heim frá Júgóslavíu. Bandaríkjaþegnar fluttir frá Haiti Greville Wynne 2.000 rúblur sem Penkovskí seg- ist hafa endursent til London í hendur Wynne, en sá kveðst ekkert kannast við. Mótsagna hefur gætt í framburði Pen- kcrvskís varðandi þetta atriði. Réttarhöldunum heldur áfram á morgun og föstudag og verða þau þá fyrir luktum dyrum. Búizt er við að dómar verði kveðnir upp fyrir helgina. PORT-AU-PRINCE 8/5 — Byrj- að var í dag að flytja burt bandaríska þegna og fjölskyldur þeirra frá Haiti, en Bandaríkja- stjóm ákvað í gær að það skyldi gert vegna hins viðsjárverða á- stands f Iandinu Flestir hinna bandarísku þegna sem búsettir eru í land- inu, en þeir munu vera um 1.200, munu verða við tilmælum stjórnar sinnar að halda burt þaðan, en brezkir borgarar munu fæstir ætla að verða við sams konar tilmælum sinnar stjórnar. öryggisráð SÞ átti að koma saman á fund í New York í kvöld til að fjalla um ástandið á Haiti, en fundi þessum var frestað um hálfa aðra klukku- stund, og er ekki vitað hvemig stendur á þeirri frestun. Ráð Ameríkuríkjanna sam- þykkti að veita rannsóknarnefnd sinni heimild til að reyna að miðla málum milli Haiti og Dóminíkanska lýðveldisins. Skorað var á bæði ríkin að forðast a-llt sem torveldað gæti friðsamlega lausn á deilu þeirra. Þrálátur orðrómur gengur um að einvaldur Haiti, Francois Duvalier, sé að búa o'q undir að flýja land. Gerðardómsflokkarn- ir óttast hirtingu rl Tslendingar eiga óumdeilt heimsmet: Fiskaíli á hvem íslenzkan sjómann er miklu hærri en annars staðar þekkist. Morgunblaðið hefur fregn- að þetta frá utlöndum, þó auðvelt hefði verið fyrir fyrir blaðið að fá þessa vitneskju úr Þjóðviljanum á undanförnum árum. Segir Morgunblaðið að fregnin um að íslenzkir sjómenn séu „fremstir allra fiskimanna í veröldinni“ sé „vissulega ánægjuleg“. Á hvern íslenzkan sjómann komi 115 tonn af fiski á ári, en í Bandaríkjunum 25 tonn, „og þykir það mikið“ bætir blaðið við. T^að er auðvitað „ánægjulegt“ að Morgunblaðið skuli viðurkenna heimsmet íslenzkra sjómanna í aflabrögðum. En hvernig er „viðurkenningunni“ háttað af hálfu flokks Morgunblaðsins, Sjálfstæð- isflokksins? Og hvemig hefur ríkisstjórn Ólafs Thors og Emils Jónssonar, Gunnars Thoroddsens og Guðmundar í. Guðmundssonar, Gylfa Þ. Gísla- sonar og Ingólfs Jónssonar og Bjarna Benedikts- sonar, me'tið afrek íslenzkra sjómanna í aflabrögð- um? Hvernig hafa samtök útgerðarmanna, svo sem Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda og Lands- samband íslenzkra útvegsmanna brugðizt við þeirri staðreynd að afrek íslenzkra sjómanna hafa aldrei verið meiri en á undanförnum árum? T^að er alþjóð kunnugí, að ríkisstjórn Ólafs Thors - og Emils Jónssonar, ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, hefur átt í sam- felldu stríði við sjómenn undanfarin ár, og hefur ríkisstjórnin og Morgunblaðsmennirnir í LÍÚ og FÍB gert hverja stórárásina annarri svívirðilegri á sjómennina. Það fókst að vísu að afstýra því að Thórsaramir og aðrir auðsafnarar í Félagi ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda berðu gegnum Al- þingi að eyðileggja vökulögin. En þeir reyndu að framkvæma þá hótun að leggja niður togaraútgerð með því að neiía í 131 dag á s.l. ári að verða við sjálfsögðustu lagfæringum á kjörum 't'ogara- manna. Og hernaður Morgunblaðsmanna gegn bátasjómönnum, undir forystu frambjóðanda Sjálf- sfæðisflokksins, Sverris Júlíussonar form. L.Í.Ú. og með beinu samspili við ríkisstjórnina sem náði hámarki í gerðardómslögum Emils Jónssonar, er enn ferskur í minni sjómönnum og vandamönnum þeirra. Kjaraskerðingarherferð Landssambands íslenzkra útvegsmanna á hendur bátasjómönnum á síldveiðum einmitt þessi ár þegar útgerðarmenn hafa skóflað í sinn vasa milljónum og milljóna- tugum vegna hins stóraukna afla, er eitt ömur- legasía dæmið um misnotkun atvinnurekendasam- taka sem um getur. Auvirðileg framkoma Rafn- kelssfaðafeðga sýnir hve langt er gengið til að svína á sjómönnum. Qjómenn ^ skilja og vandamenn þeirra, allir þeir sem hvers virði þjóðinni allri er starf ís- lenzku sjómannanna, geta þakkað gerðardóms- flokkunum fyrir sig 9. júní. Þeir meta einskis kjör og rétt sjómanna, Morgunblaðsmenn, en þeir skilja mál kjörseðilsins, líka Emil ger^’dómsráð- herra og Sverrir Júlíusson. — s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.