Þjóðviljinn - 09.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.05.1963, Blaðsíða 10
Þannig læðast njósnararnir að fólki -100% -75% 50% -25% 64% f gær bárust okkur fram- lög frá Sandgerði og Reykjavík, sem við þökk- um fyrir, erum við þá komin í tæp 64%. Þá vantar okkur ennþá 180 þús. til þess að ná settu marki. Nú þurfum við að auka hraðann að mnn þannig að okkur takist að ná þessu marki eigi síðar en um aðra helgi. Til þess þurfum við að ná 4% á dag, en það er alimiklu meira en við höfum náð síðustu dagana. Ef aliir Ieggjast á eitt eigum við að geta náð þessu á skömmum tíma. Hafið samband við okkur strax í dag. Skrifstofan er á opin daglega frá kl. 10 —12 f.h. og 1—6 e.h. Tilboði tekið Borgarráð samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag samkv. til- lögu stjómar Innkaupastofnunar borgarinnar að taka tilboði lægst- bjóðanda i lagningu hitaveitu í Hagahverfi. Lægsta tilboð í verk- ið var frá Verk h.f. og hljóð- aði uppá kr. 10.768.620.00. önn- ur tilboð sem bárust voru frá Almenna byggingafélaginu h.f. kr. 12.808.045.00 og frá Véltækni h.f. kr. 14.098.203.00. Svæðið sem er að ræða markast af Suður- götu, Starhaga, Hofsvallagötu og Nesvegi ( /SíjWrZtA. I •**V •í&%- Jíf X- JT^rí^x* - ». ■ /«• 4« ** * >— /jjjfétc. ^ ***• Jif ** jp/Zm *H» ****** «*»*« MANNLÍF Á H2l Engar ráðstafanir Bandaríska sendiráðið hefur ekki borið við að andmæla því að það stundi njósnir um lands- menn, hafi í sinni þjónustu hóp af mönnum, innlendum og er- lendum, sem snuðra um einka- mál og skoðanir hvers manns í landinu og safna vitneskjunni í njósnaspjaldskrá. Málgögn Sjálf- stæðisflokksins hafa einnig við- urkennt að þessi njósnastarfsemi fari fram á vegum Bandaríkj- anna á Islandi. Samt sjást þess engin merki að stjómarvöldin ætli að gera ráðstafanir til þess að binda endi á þessa ólöglegu og við- urstyggilegu iðju eða að þau hafi falið hinni snjöllu og þrautþjálf- uðu rannsóknarlögreglu sinni að hafa hendur í hári þeirra Is- lendinga sem gera sér slíkar njósnir um landa sína að fé- þúfu. Trúnaður misnotaður Þegar njósnað er um kunna Islendinga er almenn vitneskja að sjálfsögðu sótt í uppsláttar- rit. skólaskýrslur og önnur slík hjálpargögn. Síðan er reynt að snapa uppi ýmiskonar vitneskju um einkamál manna og fjöl- skyldutengsl, og skrifstofur her- námsflokkanna leggja síðan til skýrslur um stjómmálaskoðanir manna. En þegar um miður kunna Is- lendinga er að ræða verður að fara aðrar leiðir. Þá eru njósn- ararnir sendir í ýmsar áttir til að hlera hjá kunningjum og vinum þess manns sem verið er að njósna um. Þeir sem spurðir eru hafa að sjálfsögðu enga hug- mynd hvers vegna verið er að spyrja; þeir telja sig aðeins vera að spjalla um daginn og veg- inn eins og gerist og gengur þeg- ar menn taka tal saman á Is- landi. Þeim dettur sízt af öllu í hug að orð þeirra verði skráð og afhent njósnamiðstöð erlends stórveldis á Islandi, að nöfn þeirra verði skjalfest þar sem heimildir. Þannig misnota njósn- aramir á ódrengilegasta hátt kunningsskap og trúnað. Skýrslur sem þanni'g er safnað saman og eru gloppóttar hver um sig. falla svo í eina heild á sjálfri njósna- skrifstofunni sem hefur alla þræði í sínum höndum. »,Heimildir mínar . . .“ Þjóðviljinn birtir í dag sem sýnishom eina skýrslu af slíku tagi. Hún er svohljóðandi: „Á næstunni (15. febrúar?) hef- ir í hyggju að fara til Bandaríkj- anna til náms í flugvirkjun maður að nafnl Berghreinn Þor- steinsson. Gælunafn hans er Hreinn. Hann er um eða rétt yfir tvítugt. Fæddur í Reykja- vík. Hann á að a.m.k. einn bróð- ur, að nafni Geirmundur Þor- steinsson, Hann er heldur eldri en Berghreinn, og er líka fæddur í Rvík. Geirmundur er nýlega kvæntur. Fyrir mjög skömmu tók hann við símstöðvarstjóra- starfinu í Þórshafnarkauptúni í Norður-Þin gey j arsýslu. Faðir bræðranna mun vera látinn. Móðir bræðranna er fyrir skömmu flutt norður á einhvem sveitabæ í Laxárdal í Suður- Þmgeyjarsýslu og mun búa með (eða vera gift) einhverjum manni þar. Berghreinn, Geirmundur og móðir þeirra áttu heima lengi (a.m.k. 1947—’57) í Melshúsi við Smyrilsveg í Rvík. Það hús er nú ekki lengur til, og liggur nú gatan Hjarðarhagi yfir gmnn þess og lóð. (Ekki ólíklegt að húsið hafi verið nr. 20 eða 20A eða 22 við Smyrilsveg.) Berghreinn er og hefur verið siðan hann var sjálfráða (16 ára) ákvcðinn kommúnisti. Hann hefir verið í „Æskulýðs- fylkingunni" í Rvík (og er ef til vill ennþá félagi þar í dag). Heimildir mínar að öllu fram- ansögðu eru frá Sigríði Guð- jónsdóttur, eiginkonu Júlíusar Féldsteds, Þrastargötu 5. Rvík. Hún hefur þekkt Berghrein, bróð- ur hans og móður í rúm 17 ár. Óvinátta er engin milli Sigríðar og Berghreins, Geirmundar og móður þeirra (bræðranna). Persónulega þekki ég ekki Berghrein, Geirmund eða móður þeirra“. Raddirnar góðar ogkóráhugasamur — segir danski hljómsveitarstjórinn Næstkomandi sunnudag verður óperan „II trovatore" eftir Verdi frumsýnd í Þjóðleikhúsinu. Danskur hljómsveitarstjóri, Ger- ard Schepelem að nafni, hefur verið fenginn hingað til lands af því tilefni. Við hittum Schepel- em að máli, og spyrjum hann um ástand og horfur. — Tíminn hefur verið naumur til stefnu, ég hef aðeins verið hér í u.þ.b. tíu daga, og vinnan hefur verið mikil. En þess ber að geta, að Carl Billich hefur unnið mjög gott uiidirbúnings- starf. Auðvitað er sjálf höndin hollust, og ýmislegt. sem manni finnst maður einn geta gert. Raddimar eru góðar, og kórinn áhugasamur og viljugur. Islenzka óperusöngvara skortir nokkuð þjálfun, það er eðlilegt, þar sem ekki er sett nema ein ópera á svið hér árlega. Á einn eða ann- an hátt hafa sumir söngvar- anna krækt sér í þessa þjálfun. Guðmundur Guðjónsson hefur t.d. sungið tvö hlutverk í Árósum. Þar er nýleg ópera, ég var sjálf- ur einn af þeim, sem komu henni á fót fyrir sextán ámm. I Árósum eru sýndar tvær óperur árlega, það heitir Józka óperan. 1 Óðinsvéum höfum við einnig óperu, þá Fjónsku, en hún sýnir eins og hér aðeins eina óperu árlega. Nú, Guðmundur Guð- jónsson hefur sem sagt sungið í Árósum tvisvar, og unnið þar mikinn sigur. Guðmundur Jóns- son er einnig þrautþjálfaður söngvari. ......... — Það er annars vel til fall- Gerard Schepelern. ið að sýna óperu eftir Verdi. I ár eru 150 ár liðin frá fæðingu þeirra Wagners, og báðir eiga þeir það skilið, að þeirra sé minnzt. I danska útvarpinu verður sennilega flutt óperan Macbeth eftir Verdi sjálfur ekki mikið flutt, en Verdi sjálfur taldi hana sitt bezta verk. Ég held að hann hafi þar á réttu að standa, þetta er yndisleg Framhald á 2. síðu. Reyndi að hafa mök vib tvær 9 ára gamlar telpur í fyrramorgun gerðist sá atburður hér í Reykjavík, að ungur maður tældi tvær 9 ára gamlar telpur upp í bíl til sín og ók síðan með þær á afvikinn stað og gerði sig lík- legan til þess að hafa mök við þær. Atburður þessi gerðist um k'. 7.30 um morgunjnn. Var önnur telpan að bera út blöð en stalla hennar var með henni til að- stoðar. Er telpurnar voru stadd- ar við Langholtsskólann bar þar að ungan mann í ljósri Volks- wagenbifreið. Nam hann staðar og spurði telpurnar hvort hann ætti ekki að aka þeim heim til þeirra og þekktust þær boðið. Er telpurnar voru komnar upp í bifreiðina tók maðurinn hins vegar stefnuna út úr bænum og ók upp hjá Árbæ og þar inn í malargryfju. Þar stanzaði hann bílinn og skipaði telpunum að klæða sig úr að neðan. Þorðu telpurnar ekki annað en hlýðn- ast honum þótt ófúsar væru. Urðu Þær að vojium mjög hræddar og fóru að gráta en þá mun maðurinn einnig hafa orðið hræddur. Ók hann því með telp- urnar aftur í bæinn. Gaf hann hvorri þeirra um sig 25 krónur að skilnaði til þess að þaer þegðu um tiltæki hans. Þegar heim kom sögðu telp- urnar mæðrum sínum frá at- burði þessum qg kærðu þær málið til lögreglunnar. Tók kven- lögreglan skýrslu af telpunum í gær og er framangreind frásögn blaðsins byggð á hennj. Skýrðí rannsóknarlögreglan Þjóðvilj an- um svo frá í gær, að ekkert hefði séð á telpunum og virtust þær alls ómeiddar. Sagði rann- sóknarlögreglan að fregn sú er Alþýðublaðið birti í gær um þetta mál virtist öll mjög orð- um aukin, en þar sagði, að mað- urinn hefði gert tilraun til þess að nauðga báðum telpunum. Engu að síður er þó hér um mjög alvarlegt mál að ræða. Telpurnar náðu ekki númer- inu á bílnum, en hann var eins og áður segir ljós Volkswaken- bíll. Þær bera það hins vegar, að maðurinn hafi virzt 25—30 ára og hafi hann verið vel til fara, klæddur ljósgráum, köflótt- um fötum. Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við ferðir ijósrar Volks- wagenbifreiðar inn hjá Árbæ á tímabilinu 7.30—8.00 i fyrra- morgun eru vinsamlega beðnir að gefa rannsóknarlögreglunni upplýsingar. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.