Þjóðviljinn - 10.05.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.05.1963, Blaðsíða 3
Föstudagux 10. maí 1963 ÞI6ÐVIUINN SÍÐA Deilur kommúnistaflokkanna Nef nd manna frá kínverska flokknum til Moskvu í júní PARÍS 9/5 — Miðstjórn Kommúnistaflokks Kína hefur samþykkt að senda nefnd manna til Moskvu um miðjan júní til skrafs og ráðagerða við fulltrúa Kommúnista- flokks Sovétríkjanna um ágreiningsmál flokkanna. Franska fréttastofan AFPI Teng Hsiao-Ping, sem er fram- hlustaði í kvöld á frétt þess efn-| kvæmdastjóri miðstjómarinnar, is sem send var út af kínversku I pg Peng Sén, sem sæti á í fram- fréttastofunni Hsinhua. I kvæmdanefnd henar, fyrir kín- Samkvæmt henni verða I versku nefndannönnunum. Herlög sett vegna verkfalls í Guiana GEORGETOWN 9/5 — Cheddi Jagan, forsætisráðherra Brezku Guiana, lýsti i morgun yfir her- lögum í landinu og skömmu síð- ar héldu brezkir hermenn úr herbúðum um 50 km frá höfuð- borginni Georgetown inn í borg- ina. Jagan lýsti yfir herlögum eft- ir að í ljós var komið að ekki myndi takast að binda enda á verkfall sem í tæpar þrjár vik- ur hefur lamað allt atvinnulíf Sendimaður páfa í Ungverjaandi BÚDAPEST 9/5 — Sérlegur sendimaður Jóhannesar páfa, Agostino Casaroli, dvelst um þessar mundir í Ungverjalandi og hefur rætt við ýma háklerka kaþólsku kirkjunnar þar. 1 dag ræddi hann einnig í klukkustund við Mindszenty karínála sem dvalizt hefur í bandaríska sendi- ráðinu í Búdapest síðan haustið 1956, en páfi er sagður vilja að fari úr landi til Rómar til að greiða götu bættrar sambúðar rikis og kirkju í Ungverjalandi. landsjns. Verklýðsfélögin höfn- uðu í gær ejndregnum tilmæl- utn brezka landstjórans, sir Ralph Frey, um að aflétta verk- fallinu. Til verkfallsins var boðað í mótmælaskyni við vinnulöggjöf sem þing landsins hefur nýlega samþykkt, en á því hefur flokk- ur Jagans mikinn meirihluta. Samkvæmt þeirri löggjöf var stjóminni heimilað að úrskurða hvaða verklýðsfélög skyldu hafa rétt til að semja við atvinnu- rekendur. Flokkur Jagans hefur haidið því fram að verklýðsfélög þau sem standa að andróðrinum gegn ríkisstjórn hans og hafa áður lamað atvinnulif landsins sé haldið uppi með fégjöfum frá Bandarikjunum. DAMASKUS 9/5 — Lögreglan í Damaskus umkringdi í dag menntaskóla í borginni, en skóla- piltar köstuðu í hana grjóti og lýstu hástöfum fylgi sínu við Nasser og sameiningu Sýrlands við önnur arabalönd. Kjarnatilraunir í Nevada í maí WASHINGTON 9/ — Bandaríska kjamorku- málanefndin tilkynnti í dag að x maímánuði myndu sprengdar tvær kjarna- sprengjur í Nevadaeyði- mörkinni. Önnur sprengj- an verður sprengd ofan- jarðar, hin neðan. Báðar eru sagðar munu hafa til- töiulega lítinn sprengimátt. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Skrifstofustarf Óskum að ráða ungan mann til skrifstofu- starfa. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegi 105, S0LUB0RN Takið merki Slysavamafélagsins á morgun á eftirtöldum stöðum: Öldugötuskóla Verzluninni Straumncs Háskólabíó Húsi SVFl á Grandagarði Hafnarbúðum Miðstræti 12 (gengið inn frá Skálholtsstíg). Sölulaun handa öllum og auk þess verður 6 söluhæstu bömunum boðið í flugferð um nágrenni Reykjavíkur með Bimi Pálssyni. SELJIÐ MERKI KAUPIÐ MERKI SLYSAVARNADEILDIN INGÖLFUR. Réttarholtsvegi 1 Vogaskóla Laug'alækjarskóla Vönibílstöðinni Þróttur Barmahlíð 8 Skátaheimilinu xe Sjú Enlæ forsætjsróðherra hefur tilkynnt sovézka sendiherr- anum í Pekjng, Sérvonénko, um þessa ákvörðun kínversku mið- stjómarinnar og jafnfram látjð hann vita að miðstjómjn muni innan skamms svara bréfi því sem sovézki flokkurinn sendi henni 30. marz s.l. Verið lengi á döfinni Þessi frétt kemur ekki á óvart því að það hefur verið lengi á döfinni að kommúnistaflpkkar Sovétríkjanna og Kína tækju upp beinar viðræður sín á milli um þau mál sem þá greinir á urn. Báðir flokkamir bafa löngu lýst sig fylgjandi þv; að slíkar viðræður yrðu hafnar í þeirri von að þser mættu verða til þess að jafna ágreinjnginn. Það virðist þó greinilegt að ekki sé stefnt að því að afgreiða deil- urnar á viðræðumundunum í Moskvu í næsta mánuði; þá befðu seðri leiðtogar flokksins verið sendir þangað. Oerdon Cooper á loft á þriðjudag WASHINGTON 9/5 — Það var boðað í Washington í dag að Gordon Cooper majór muni fara í geimferð sína á þriðjudagjnn kemur, en henni hefur verið frestað nokkrum sinnum. Ætlunin er að Cooper fari 22 hringi umhverfis jörðu og verði á lofti í samtals 22 klukkustund- ir. Hann á að lenda við eyna Midw.ay í Kyrrabafi á miðviku- dagskvöld eða fimmtudagsmorg- un eftir ísl. tíma. vi$ Wyszynski VARSJÁ 9/5 — Þeir Wladyslaw Gomulka, leiðtogi pólskra komm- únista, og Stefan Wyszynski kardínáli, æðsti maður kabólsku kirkjunnar í Póllandi, ræddust við nýlega Qg var það fyrsti fundur þeirra í tvö ár. Menn telja að þessi fundur þeirra boði tímamót í samskiptum pólska ríkisins við kirkjuna. Kardínálinn sem nú er kominn til Rómar að ræða við páfa átti frumkvæðið að fundinum. Bretar bjóða Norðmönnum að lækka tolla LISSABON 9/5 — A fundi ráð- herranefndar Fríverzlunarbanda- lagsins EFTA í Lissabon í dag var það upplýst að Bretar hefðu boðið Norðmönnum að felldir yrðu niður tollar á niðursoðnum sjávarafurðum og fiskimjöli inn- an eins árs. Bretar hafa einnig boðið Dönum að afnema tolla á dönsku smjöri. Verkamanna- flokknrinn vinnur á LONDON 8/5 — I bæjarstjóma- kosningum sem fram hafa farið á Bretlandi hefur Verkamanna- flokkurinn unnið á og bætt við sig samtals 84 sætum. Flokkur- inn hefur unnið meirihluta í níu b æj arstj ómum, en tapað honum i einni. Frjálslyndir hafa einnig bætt við sig, en Ihaldsflokkur- 1 inn tapað. I I ! Þessa dagana eru liðin níu ár frá því að Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp sögufrægan úrskurð sinn um að það væri ótvírætt brot á stjómarskrá landsins að böm- um væri mismunað um kennslu í opinberum skólum vegna hörundslitar beirra. Sá úrskurður kom að vísu vonum seinna, en var þó tvímæla- laust einn merkasti áfanginn í langri og þjáningarfullri baráttusögu bandariskra svertingja og hann var bví merkari fyrir þá sök, að hon- um fylgdu aðrir úrskurðir, sem tóku af allan vafa um, að kynþáttamismunun bryti í bága við anda og bókstaf landslaga, hvemig svo sem henni væri háttað, og að rík- isstjóminni í Washington væri af þeim sökum bæði heimilt og skylt að beita því valdi sem henni er fengið til að sjá um að lögum landsins sé framfylgt. Þessum úrskurðum hafa frjálshuga menn um all- an heim fagnað, en þó fer því fjarri að þeir hafi nægt til að aflétta ánauðinni sem hvílir á tuttugu milljónum þel- dökkra þegna þessa forystu- ríkis hinnar frjálsu vestrænu menningar. Margar áþreifanlegar sann- anir hafa fengizt fyrir bví undanfarin ár og nægir að nefna nöfn eins og Little Rock eða Montgomery eða Oxford. Þessa dagana beinist athygli heimsins að Birming- ham, hinni miklu stáliðjuborg í Alabama. Hún er sú af stórborgum Bandaríkjanna, þar sem kynþáttaofsóknimar hafa verið hvað hatrammast- ar. Engum úrskurði æðsta dómstóls landsins í kynþátta- málum hefur verið sinnt af stjómarvöldum þar, hinir fjölmörgu þeldökku íbúar borgarinnar hafa verið smáð- ir og ofsóttir af útsmoginni grimmd. Baptistapresturinn sem risið hefur undir kröfu- hörðu nafni sínu, Martin Luther King, og stjómað hef- ur frelsisbaráttu svertingj- anna í suðurfylkjunum mörg undanfarin ár, kom til Birm- ingham fyrir rúmum rnánuði ásamt nokkrum samstarfs- mönnum sínum. Þeir ráðguð- ust við einn helzta leiðtoga blökkumanna í borginni, séra Shuttlesworth, og báru að því loknu fram hógværar kröfur um réttarbætur kynbræðrum sínum og systrum til handa. Ekki var ofstopanum fyrir að fara í þeirri kröfugerð til yf- irvaldanna: Farið var fram á að blökkumenn í borginni fengju að snæða við sömu borð og hvítir í veitingahús- um, að þeir fengju jafnan rétt á við þá til vinnu í verzlun- um í miðbiki borgarinnar. að bæjaryfirvöldin skýrðu með hvaða hætti þau hyggðust framkvæma úrskurð hæsta- réttar um jafnan rétt til skólagöngu og að sett yrði á laggimar nefnd manna úr báðum kynþáttum til að ræða ágreiningsmál. Séra King, sem er víðlesinn og menntaður maður og hefur auk guðfræðinámsins lokið heimspekiprófi við há- skólann í Boston, hefur tekið sér annan mikinn lýðlausnara til fyrirmyndar, Mahatma Gandhi. Friðsamleg baráttu- aðferð hans hefur borið mis- jafnan árangur, en vafalaust orðið til að afla málstað blökkumanna samúðar, einnig meðal þeirra hvítu manna sem hafa látið svertingjahat- arana hafa vit fyrir sér fram til þessa. Hann hugðist fara sömu leiðina í Birmingham. Fyrstu dagana eftir að hinar hógværu kröfur höfðu verið bomar fram, fóm nokkur hundmð svertingjar í hópum um götur borgarinnar til að fylgja þeim eftir, settust við þau veitingaborð sem þeim eru bönnuð eða gengu í þær verzlanir sem neita að selja þeim vörur sínar. Tuttugu þeirra vom handteknir strax fyxsta daginn og dæmdir Lögreglan i Birmingham hefur beitt kylfum sínum á blökku- menn og sigað á þá blóðhundum sínum, en einnig reynt að tvístra fylkingum þeirra með háþrýstislökkvidælum, en þeir hafa þybbast við, eins og sést á myndinni. Herhrð bamanna næsta dag í byngstu refsingu fyrir slík afbrot, sex mánaða fangelsi og 100 dollara sekt. Fyrstu vikumar var hver dagurinn öðrum líkur í Birrningham; nqkkrir menn vom handteknir á hverjum degi og ekki stóð á dómum hinnar velsmurðu vélar sem skammtar lítilmagr.anum rétt- Martin Luther King lætið. En þegar réttur mánuð- ur var liðin, fékk vel vopnuð lögregla Birminghams nýja andstæðinga að fást við; þá urðu þáttaskil í „bardaganum um Birmingham"; þá hófst herferð bamanna. Þúsundum saman gengu blökkubömin í fótspor foreldra sinna og eldri systkina; „þau voru á öllum aldri, úr dagheimilum og gagnfræðaskólum, meðalald- urinn kannski fjártán ára. Þau komu úr öllum áttum, þéttar og örar en svo að lög- reglan fengi við þau ráðið. Og þegar lögreglumennimir tóku við sér, þá létu þau aka sér í tugthúsið með jafn glöðu geði og þau væm að fara í skemmtiferð sunnudagaskól- ans“, segir „Newsweek". Á nokkrum dögum handtók lög- reglan og lokaði inni í dyfl- issum sínum mörg hundmð bama. Meðal þeirra var sex ára stúlkubarn. Þannig hefur það verið hvern dag síðustu viku í þessari bandarísku stórborg. Og átökin hafa harðnað með hverjum degi; lögreglan i þessu sjálfskipaða forysturíki frelsis og mannréttdnda hefur ekki hikað við að siga blóð- hundum sinum á vamarlaus böm og unglinga sem ekki höfðu annað til saka unnið en ganga um göturaar heima hjá sér og syngja frelsi og mannréttindum lof og dýrð. „Syngið, böm, syngið", sögðu foreldrar þeirra og bömin klöppuðu saman litlu lófunum sínum og sungu: „Einhvem- tíma munum við sigra“ („Newsweek"). Prystumönnum svertingja hefur verið legið á hálsi fyrir að beita fyrir sig böm- um og unglingum. Þær ásak- anir koma frá mönnum sem hvem dag horfa með hendur í skauti á að þau sömu böm séu meidd og hrjáð, að gleði æskunnar sé stolið frá þeim. Robert Kennedy, bróðir Bandaríkjaforseta og dóms- málaráðherra. hefur sagt að hver sú réttarbót sem fengist fram þar syðra væri of dýru verði keypt, ef hún kostaði lít- ið bam líf eða heilsu. En Robert Kennedy, sjö bama faðir sjálfur, ætti að vita, að böm kunna oft betri skil á réttu og röngu en flestir fullorðnir. Bömunum í Birm- ingham hefur ekki verið sig- að á blóðhunda lögreglunnar þar. Þau bera ekki sök á því þjóðfélagi sem dæmir þau undir ævilangt ok kynþátta- hatursins, Og: „Svertingja- böm fá á fimm fangelsis- dögum haldbetri menntun en á fimm mánuðum í aðskild- um skóla“, eins og einn af samstarfsmönnum Kings orð- aði það. Kennedy forseti hefur fram að þessu sagzt ekkert geta skipt sér af því sem nú er að gerast í Birmingham og kann hann að geta stutt það mál sitt lagakrókum. Eng- in landslög hafi verið brotin sem heimili honum að taka fram fyrir hendur á ráða- mönnum í Birmingham. Þá veit heimurinn það: að f Bandaríkjunum brýtur það ekki í bága við landslög þótt bömum sé misþyrmt og þau lokuð inni í fangelsum fyrir það eitt að lofsyngja frelsið. ás. * ) 4 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.