Þjóðviljinn - 10.05.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.05.1963, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. maí 1963 ÞlðÐVILIINN // Gemmér bita af borði þínu ... SfÐA 'J AA fyrir var, þ.e. gömlu verksmiðj- una“. Já, svo sannarlega er Guð- mundur á Rafnkelsstöðum fyrir löngu hættur að damla á trillu frá Garðinum. Ástæðan til þess að hann afneitar Sandgerði og þykist ekkert þurfa við Verka- lýðsfélagið þar að tala er sú ein að á sl. hausti neitaði hann að gera upp samkvæmt gildandi samningi í Sand- gerði, gerði upp við sjó- mennina samkvæmt gerðar- dómi Emils úr Hafnarfirði og vildi þar með stinga í sinn vasa tugum þúsunda af lögmætu kaupi sjómannanna á bátum sinum. Slíkt var hans þakklæti til mannanna sem fært hafa honum afl- ann undanfarið. Svona grátt getur hugsjón „viðreisnarinnar" leikið mæt- ustu menn eins og Guðmund á Rafnkelsstöðum. Það er alkunnur háttur út- gerðarmanna, einkum í „guðs eigin landi“ að skrá skip sín í einhverri umkomulausri ný- lendu og skrá á þau sam- kvæmt kjörum sem ekki eru þoluð i heimbyggð þeirra, en slíkt hefur ekki tíðkazt á Is- landi fyrr. Þykir sumum raun- ar ekki fara illa á því að Hafnarfjörður. hið hrunda ríki Emils gerðardómsráðherra, sé gerður að einskonar íslenzkri Líberiu, athvarfi útgerðar- manna er vilja greiða sjómönn- um sínum sem lægst kaup. Maron Björnsson varaform. til vinstri, Margeir Sigurðsson for« maður t.h. Hver verður bræddur? „Viðreisnin" lætur ekki að sér haeða. Svo sannviðreistir í and- anum eru krossriddarar kapí- talismans orðnir á Islandi að jafnvel mætustu menn eins og Guðmundur á Rafnkelsstöðum hrópa nú jöfnum höndum um að bræða í lifrarpottum menn- ina sem mala þeim gullið og að senda þá til Síberíu! Þetta sýnir ekki aðeins að hátt krunkar gróðahrafninn á landi voru þessa stundina, held- ur er þetta enn ein sönnun þess að „viðreisnin" og heilbrigð skynsemi eru ósættanlegar and- stæður. Eða hvað hefðu hinir borubröttu útgerðarbossar að bræða í soðpottum sinum og hver myndi mala þeim gullið eftir að þeir hefðu brætt verka- fólkið eða sent það til Síbcr- íu?! Síðan péturspabbi gamli og aðrir slíkir hugsjónamenn tóku formann verkalýðsfélagsins í Keflavík að næturiagi og fluttu hann til Reykjavíkur hafa þess- ir péturspabbar ekki rætt upp- hátt um slíkar aðgerðir — fyrr en nú. Ætla mætti að svo sinnulaus maður fyndist vart í hópi þeirra Islendinga er fullvita teljast að hann hafi ekki einhverju sinni heyrt getið um SANDGERÐIS- BATANA, Eggert aflakóng í SANDGERÐI og víkingaáhöfn hans. Það vakti því að vonum mikla athygli þegar skipshöfn hans var allt í einu skráð í Hafnarfirði (í hálfgerðu pukri). Hvað er að gerast? Voru þessir menn gengnir úr þjón- ustu Guðmundar á Rafnkels- 6töðum. eða var hann fluttur til Hafnarfjarðar? „Ég og bát- arnlr eru úr Garðinum", segir Guðmundur á Rafnkelsstöðum í Mogganum 24. apríl sl., — og þykist ekkert þurfa við Verka- lýðsfélagið í Sandgerði að tala. Hvað er hæft í því? í síðasta febrúarblaði .Faxa' í Keflavík segist Guðmundi á Rafnkelsstöðum svo frá útgerð sinni: „Árið 1956 byggði ég verbúð- ir og aðgerðarhús í Sangerði fyrir starfræksluna. Verbúðin rúmar 80 manns og er mjög vel úr garði gerð .... Ég keypti Garð h.f. (aðra aðalútgerðar- stöðina í Sandgerði) árið 1959 og þar með var ég kominn í frystinguna. Með í þeim kaup- um var einnig beinamjölsverk- smiðja, sem þó gat ekki brætt síld..... Ég réðst því f það í sumar að stækka verksmiðj- una og gera hana færa um að bræða síld. Verksmiöjan á nú að geta afkastað 2500 málum á sólarhring, þegar hún er full- byggð. Hún mun kosta 10—12 millj. kr. fyrir utan það sem Fyrir nokkru fór ég á fund þeirra Margeirs Sigurðssonar formanns Verkalýðsfélagsins í Sandgerði og Marons Björns- sonar varaformanns þess og lagði fyrir þá nokkrar spurn- ingar. — Segið mér, hvemig stend- ur á því að Guðmundur á Rafnkelsstöðum lætur skrá á Sigurpál í Hafnarfirði — hefur ekki verið skráð á bátana hans samkvæmt ykkar samningi? — Jú, Guðmundur hefur aiit- af haft samninga við okkur í Sandgerði. Vcrkalýðsfcl. Gerða- hrepps hcfur aldrei samið nema um kjör Iandverkafólks, verka- lýðsfélögin í Sandgerði og Keflavík hafa samið um sjó- mannakjörin og alltaf verið skráð á báta Guðmundar hér í Sandgcrði og samkvæmt okkar samningi, enda kvittaði Guð- mundur, eða umboðsmaður hans fyrir þegar við sögðum upp síldveiðisamningunum 1959. — Og hann hefur þá gert upp samkvæmt ykkar samn- ingi? — Já, en á sl. hausti gerði hann upp við sjómennina sam- kvæmt gerðardómnum. Við í Verkalýðsfélaginu hér mót- mæltum þv£ og fór það mál fyrir Fclagsdóm, sem dæmdi að hér í Sandgerði væru gömlu samningarnir í gildi. Guðmund- ur neitaði samt að gera upp samkvæmt gildandi samning- um. — En hvað um skráningar- stríðið? — Bátar Guðmundar, Jón Garðar og Víðir II. voru báðir á veiðum eftir áramótin síð- ustu. — en það var óskráð á þá og því hefðu sjómennirnir eng- ar bætur fengið þótt eitthvert slys hefði komið fyrir. Bæjarfógetinn í Haínarfirði kom ‘svo hingað til Sandgerðis vegna þess að óskráð var á bát- ana og tjáði Guðmundi, eða umboðsmanni hans. að hann yrði að skrá á bátana. ' , V-1 '' . 3 Síldarverksmiðja Guðmundar Jónssonar i Sandgerði. — „Hún mun kosta 10 til 12 millj kr. fyrir utan það sem fyrir var“. Fyrir nær mánuði átti gvo að skrá og við fórum í skráning- arstofuna og mótmæltum að skráð væri eftir öðrum samn- ingi en þeim sem hér er í gildi, samkvæmt dómi Félagsdóms á sL hausti. Gengu þá áhafnim- ar út af skráningarstofunni og varð ekki af skráningu. — En svo var skráð í Hafn- arfirði? — Já, svo er skráð á nýja bátinn, Sigurpál, í Hafnarfirði — og skráð „samkvæmt samn- ingi“, en ekki er til lykta leitt hvort sú skráning var rétt. Sið- an var skráð á Víði upp á sömu kjör og á Sigurpáli og loks hér á Jón Garðar. — En hvemig var það Mar- geir, slógust þið Guðmundur? — Það er ekki alveg rétt að við höfum slegizt. Við vorum í vigtarskúmum og vigtarmað- urinn var að tala um að það væri mikil lifur í fiskinum og snéri Guðmundur sér þá aðmér og sagöi: „Það ætti að bræða þig, hclvítis kvikindið þitt, í lifrarpottunum!“ og sló um leið í öxlina á mér. Ég svaraði hon- um: „Ég legg aldrei hendur á þig, Guðmundur“. Þá var eins og hann trylltist því hann barði saman hnefunum og ruddj yfir mig skömmum og ókvæðisorð- um svo ég hef aldrei heyrt ann- að eins. — Bauð hann þér ekki líka til Rússlands? — Jú, hann sagði m.a. að það ætti að flytja mig til Rússlands og kvaðst skyldu sjá til þess að ég fengi ókeypis far! svo ég hugsaði að þar kæmi að því að ég ætti kost á að sjá hvemig -<» Styðjið verkalýð Spánar! Fyrir nokkra ákvað Alþjóða- samband verkalýðsfélaga, W.F.T.U., að helga vikuna 7.—-15. júni n.k. samúðarbar- áttunni með verkalýð Spánar. Af því tilefni hefur sambandið snúið sér til verkalýðssamtaka utan sem innan Alþjóðasam- bandsins og hvatt þau til þátt- töku. Sem lið í þessum undir- búningi hefur aðalritari Al- þjóðasambandsins, Louis Saill- ant, skrifað framkvæmdastjóra Alþjóðavinnumálaskrifstofunnar. I.L.O., eftirfarandi bréf: Kæri herra, Enn einu sinni vill Alþjóða- samband verkalýðsfélaga W.F.T.U., vekja athygli yðar á ástandinu á Spáni og hinni sí- vaxandi kúgun ríkisstjómar Francos. Margsinnis áður hefur Al- þj óðasambandið krafizt þess að Alþjóðavinnumálaskrifstoían gerði jákvæðar ráðstafanir til þess að verkalýðshreyfing Spánar endurheimti frelsi sit.t og réttindi og þyrfti ekki að sæta þeim afarkostum af fas- istastiórn Francos, sem hún r.ú verður að þola. Nú líður að 47. þingi I.L.O. og fastlega má gera ráð fyrir að ríkisstjóm Spánar muni enn einu sinni tilnefna verkalýðsfull- trúa og aðstoðarmenn hans, sem er frekleg móðgun við I.L.O. og algert brot á stjómar- skrá þeirrar stofnunar. Alþjóða- sambandið áskilur sér rétt til að bera fram mótmæli gegn þeirri tilnefningu svo sem það hefur áður gert. Alþjóðasambandið vill enn einu sinni undirstrika þá skoð- un sína að tilnefning verka- lýðsfulltrúa og aðstoðarmanna hans á þingið sé alger lögleysa þar sem engin raunveruleg verkalýðssamtök eru til í land- inu og hafa ekki verið, síðan þvingunarlögin frá 6. des 1940 tóku gildi. Alþjóðasambandið vill enn benda á þá staðreynd að verkalýður Spánar á þess engan kost að stofna sin eigin verka- lýðsfélög og geta því þessir stjórnskipuðu fulltrúar með engu móti talizt fulltrúar hans. Þessu til viðbótar má benda á að í ályktun þeirri, er stjórn- arnefnd I.L.O. samþykkti og sendi ríkisstjórn Spánar 1962, var á það bent að lög lands- ins og framkvæmd þeirra væri í algerri mótsögn við sam- þykkt I.L.O. no. 87, og viður- kenndar reglur um félagafrelsi. Alþjóðasambandjð sem alltfrá stofnun sinni hefur staðið við hlið verkalýðsins á Spáni og stutt hann í hetjubaráttu hans gegn kúgun Francos, hefur nú nýverið gert auknar ráðstafanir honum til stuðnings, með þvi að mynda mjög víðtæka al- þjóðlega nefnd til að skipu- leggja samúðarbaráttuna um víða veröld. Ákveðið hefur ver- ið að einhver dagur vikunnar 7. til 15. júní verði allsherjar samúðardagur, einmitt um leið og 47. þing Alþjóða Vinnu- málastofnunarinnar verður sett. Verkalýður Spánar, sem og allur annar verkalýður, mun eiga erfitt með að skilja það að þing I.L.O., þeirrar stofn- unar sem á að vemda rétt verkalýðsins, bregðist skyldu sinni með því að taka ekki ákveðna afstöðu gegn kúgunar- aðgerðum Francosstjómarinnar. Alþjóðasambandið væntir þess að I.L.O., jafnvel áður en þingið kemur saman, geri ákveðnar kröfur tdl stjórn- ar Francos um að hún geri eft- irfarandi ráðstafanir: — afnemi þvingunarlögin gegn verkalýðsfélögunum og tryggi þeim starfs- frelsi. — veiti almenn lýðréttindi og verkfallsrétt, — verði við kröfunum um hærri laun og styttri vinnutíma, — láti lausa alla þá er fang- elsaöir hafa verið fyrir þátttöku í verkföllum, — taki þá verkamenn aftur til starfa, er reknir hafa verið vegna þátttöku í verkföllum, — almenna sakaruppgjöf fyrir pólitíska fanga, — hætti pyndingum og of- sóknum gegn þeim mönn- um er taka jáátt í verk- föllum eða láta í ljós sam- úð með þeim. Vér teljum að I.L.O. ætti að skipa nefnd til að rannsaka þau skilyrði er verkalýðshreyf- ing Spánar á við að búa og er Alþjóðasambandið reiðubúið tál þátttöku í slíkri nefnd. Vér eram sannfærðir um að slík rannsókn myndi ótvírætt leiða í Ijós sannanir fyrir því að „verkalýðsfulltrúar" frá Spáni eigi engan seturétt á þingi stofnunarinnar. 1 ljósi þeirrar staðreyndar, að þrátt fyrir langa aðild ríkis- stjómar Spánar að I.L.O., held- ur hún stöðugt áfram að auka kúgun sína gegn verkalýðssam- tökum landsins, sem er í al- gerri mótsetningu við starf og tilgang I.L.O, krefst Alþjóða- sambandið þess að I.L.O. for- dæmi þessar aðgerðir spönsku rikisstjómarinnar og taki til athugunar að víkja henni úr samtökunum þar til að hún viðurkennir félagafrelsi verka- lýðshreyfingarinnar þar í landi. Vér erum þess fullvissir að I.L.O. muni taka þessar ábend- ingar vorar til rækilegrar at- hugunar og ræki skyldur sínar gagnvart spánska verkalýðnum með þvi að framkvæma þær. (Fréttatilkynning frá Alþjóða- samha^d-' r ' --nna) og bátarnir eru úr Garð- inum“I Gerðardómsráðherrann — Hafa sjómenn á Suðurnesjum lagt saman hve hárri upphæð af kaupi þeirra samtals hann stakk í vasa útgerðarmanna á si. sumri? er umhorfs þar eystra, segir Margeir og hlær. — Er það rétt að hann hafi blandað fjölskyldu þinni í þetta? — Já, í þessu rausi sínu sví- virti hann konuna mína — og þá tók ég vitni að orðum hans. Hann á eftir að svara fyrir það. — Hvemig er það. þið sögð- uð áðan að ekki væri víst hvort skráningin á Sigurpáli hefði verið rétt? — Já, strax eftir skráning- una í Hafnarfirði talaði full- trúi Alþýðusambandsins, svo og skráningarstjórinn hér í Sandgerði, Ólafur Vilhjálms- son, við fulltrúa bæjarfógetans í Hafnaríirði, og fengu báðir þau svör hjá honum að skráð hefði verið „samkvæmt samn- ingi“. Sjómennirnir segja einn- ig að þar hafi staðið aðeins „samkvæmt samningi“. Morguninn eftir þegar átti að skrá á Jón Garðar óskaði skráningarstjórinn hér eftir staðfestingu á því upp á hvaða kjör hefði verið skráð á Sigur- pál og þá fékk hann það svar að skráð hefði verið á Sigurpál samkvæmt samningi við L.l.Ú. gerðum 20. nóvember 1962. Hann kvað þetta annað en sér hefði verið sagt kvöldið áður og svaraði þá fulltrúi bæjar- fógetans: „Þetta er svona“. — Og þið teljið þessar skrán- ingar ógildar? — Já, við teljum skráningar á þessa báta ógildar. — Og þess vegna hafið þið boðað verkfall — sem þið frest- uðuð? — Já, við sendum sáttasemj- ara verkfallsboðun í hraðbréfi, en einhverra hluta vegna kom það ekki í hans hendur í tæka tíð svo við sendum þá aðra verkfallsboðun með það löngum i'yrirvara að ekki gæti hjá þvi farið að hún bærist sáttasemj- ara í tæka tíð. — Hve víðtæk vinnustöövun er þetta? — Vinnustöðvunin nær til allra báta Guðmundar á Rafn- kelsstöðum og allrar sílda- vinnu í landi hjá honum. Framhald - •' ■ <-i i i í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.