Þjóðviljinn - 10.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.05.1963, Blaðsíða 8
3 SfÐA ÞJðÐVILJINN Föstudagur 10 maí 1963 Engir tveir kjólar alveg eins Þær keyptu aðeins í tvo— þrjá kjóla af hverju efni Eins og sagt viar frá í heimilisþættinum sl. laugar- dag var opnuð þá um helgina ný tízkuverzlun hér í bæ, Parísartískan í Hafnarstræti 8. Parísartískan er rek- in af tveim konum, sem báðar hafa mikla reynslu í þessari grein, fiúnu Guðmundsdóttur sem lengi var verzl- unarstjóri í Markaðnum og Gyðu Árnadóttur sem veitt saumastofu sama fyrirtækis forstöðu, enda eru vörur þæi sem þær hafa á boðstólum óvenju glæsilegar og smekk- legar. Saumastofa starfar í sam- bandj við verzlunina og mun í framtíðinni sauma helming þeirra kjóla sem seldir verða { verzluninni. Eru þær Gyða og Rúna nýkomnar heim úr Ragna Ragnars í brúnum sam- kvæmiskjut frá Englandi, innkaupaferð um England, Frakkland og víðar þar sem þær hafa valið bæði kjóla og fleira í verz.lunina og efni fyrir saumastofuna. Vekja efn- in sem þser hafa valið sérstaka athygli, eru bæði falleg og ein- staklega vönduð. Þá mun kvenfólkinu líka þykja það saga til næsta bæj- ar að þær hafa keypt af hverju efni aðeins í einn til þrjá kjóla, í almesta lagi fjóra, sem svo eru hafðir hver með sínu sniði svo engir tveir kjól- ar verða eins. Kjólarnjr sem fást i Par- ísartízkunni eru af ýmsum gerðum og gaetu víst flestir fundið þar eitthvað við sitt hæfi. allt frá frönskum fínum samkvæmiskjólum í ódýra brezka sumarkjóla. Sögðust þær G.vða og Rúna hafa haft sérstaklega gaman af að verzla í Bretlandi að þessu sinni, því en-ku fötin væru orðin svo miklu léttari og skemmtilegri í sniði og efnisvali, en héldu þó eftir sem áður hinum góðu eiginleikum sínum: vönduðum frágangi og vinnu. Markið er að 60% kjólanna í verzluninni verði innlend framleiðsla, þótt svo sé enn ekkj orðið vegna timaskorts siðustu vikurnar áður en verz! unin var opnuð. Þó nokkuð er þó þegar til söiu af þessari framleiðslu, saumað úr efnum frá Frakklandi, Englandi, Bandaríkjunum og Sviss. En þarna fást líka dásamlega fa’.l- legir kjólar úr alíslenzku efni. handofinnj ull í sauðalitunum. Er það Sigríð- ur Bjarnadótt- ir á ísafirði sem á heiður- inn af þeim kjólum, teikn- ar þá og vefur sérstaklega í hvem þejrra. Undirfatnað- ur, skartgrip- ir og snyrti- varningur frá Frakklandi fæst einnig í Parísartízk- unni og hefur verzlunin um- boð fyrir franska snyrti- vörufyrirtækið Rouge Baiser. verzlunarinnar hefur á sér léttan og kvenleg- an blæ og er hún gerð af Man- fred Vilhjálmssyni arkitekt. Blaðamönnum var nýlega boð- ið að skoða hana og sýndi Ragna Ragnars við það tæki- færi nokkra kjóla verzlunarinn- ar. Birtast hér á síðunni mynd- ir af henni og eigendunum, en teikningin er af einum af ensku sumarkjólunum sem við urðum sérstaklega skotin í, úr hvítu og svörtu pique-efni. Táhringirog gú-gú gleraugu Hafið þið heyrt um nýjasta sólgleraugnastælinn? Umgjarð- irnar eru kringlóttar og gler- augun nefnast „gú—gú“. Tveir kringlóttir svartir hringir vfir augunum og maður verður eins og ugla. Gúúúú! Og svo er það skartgripirnir fyrir sumarið. Að þessu sinni á að bera þá á fótunum. Þetta eru bæði táhringir með stein- um (það á að hafa þá á fjórðu tá) og einnig öklabönd ýmist gyllt eða úr perlum. Hér sJAst þær Rúna Guðmundsdóttir (lengst til vinstri) og Gyða Árnadóttir mcð franskan, X>erluskreyttan módelkjól á mjlli sín. Ragna Ragnars stendur í stiganum í cnfkunt sumarkjól. Utirnir eru hvítt og svart og kjóllinn er sérstaklega frisklegur (Ljósni^ Þjóðv. G.O.) hún sér andlitsnudd. Viðskiptavinurinn gctur Hka fengið fót- eða handsnyrtingu meðan hann situr í þurrkunni. — Á myndinni sjást nuddk onurnar Sólborg Jónasdóttir (til vinstri) og Olga Pétursdóttir. (Ljósm. Stúdió Guðmundar). Óvenjuleg þjónusta Allt á sama st&oitum: snyrting og hárgreiðsSa Hafið þið ekki stundum lesið í erlendum blöðum frásagnir af konum sem voru orðnar svo og svo gamlar, þreyttar og of feit- ar, hættar að hugsa al- mennilega um útlit stt, með ranga hárgreiðslu, og kunnu ekki að nota snyrtivörur rétt til að undirstrika það sem þær höfðu hlotið fal- legt í vöggugjöf og breiða yfir það lakara? Og svo gerist ævintýrið: Konan fer á snyrtistofu þar sem hún er „tekin í gegn“, hún fær nýja hár- greiðslu, nýja snyrtingu, spikið er nuddað af og henni er leiðbeint um val á sér- stökum undiríatnaði og hvaða föt fara henni bezt og hókus pókus — hún kemur út ný manneskja, unglegri og sætari og mun betri í vexti, sjálfstraust- ið eykst og eiginmaðurinn verður aftur bálskotinn í henni . . . Auðvitað gerist þetta ekki svona hratt í raunveruleikan- um, en óneitanlega hlýtur þeirri konu. sem fer á snyrti- stofu og fær þar hárlagningu, fótsnyrtjngu, handsnyrtingu, andlitssnyrtingu og síðast en ekkj sízt nudd, að fjnnast hún vera talsvert ný þegar hún kemur úf aftur — og léttari í sporj er hún áreiðanlega og sömuleiðis í skapi. Og það er gamatkunn staðreynd, sem all- ar konur vita, að þegar konu finnst hún líta vel út, þá eykst iíka sjálfstraustið. hún verður öruggari og glaðlegri í fasi og þá verður hún líka fallegri i raun og veru. Hingað til hefur ekki verið hægt að fá svona alhliða þjón- ustu hér á landi. en nýlega færði Hárgreiðslustoifa Austur- bæjar. Laugavegi 13, út kvi- arnar og kom upp nuddstofu í fyrirtækinu, en áður hafði verið bætt við hárgreiðsluna andlits-, fót- og handsnyrtingu. Blaðamenn áttu þess nýlega kost að ræða við þær nudd- konurnar Olgu Pétursdóttur og Sólborgu Jónsdóttur sem skvrðu ásamt Maríu Guð- mundsdóttur hárgreiðslumeist- ara frá þessu nýmæli í þjón- ustu bér á landi. Er Olga ný- komin frá ársnámi í nuddi í Kassel í Þýzkalandi. bar sem hún lærði m.a. sjúkranudd, reflexnudd. andlitsnudd. fót- snyrtingu o.fl Mun fyrirtækið éinkum leaaia áherzlu á megrunar- og afslöppunarnudd o» andlit'- nudd og fá viðskintavinirnir einnig böð með nuddinu. Hægt er að fá 10 o.g 15 skinta megrunarnuddkúra. en auðvit- að þurfa svo konurnar einni? að leggja nokkuð á sig i mat- aræðj svo að góður árangur náist, í megruninni sagði Sól- „ borg Þá er bægt að fá svo- kallað partanudd og eru þá nuddaðir vissir líkamshlutar. þar sem vöðvar eru aflagaðir af misnotkun í vinnu eða þar sem fitu hættir sérstaklega tf. að safnast fyrir. Ljós er einn- ig hægt að fá í fyrirtækinu. bæði infra-rauða og últra-fjólu- bláa geisla. Sérstakt nýmæli os óveniu- leg þjónusta er það í Hár- greiðslustofu Austurbæjar að þar er hægt að sameina ýmic- legt í sömu ferðinni, ef við- skiptavinurinn óskar bess. Sparar það auðvjtað mikinn tima og fyrirhöfn. T.d. getu- kona látið þvo og rúlla upp hárið farið svo i burrku og fengið hand- eða fótsnyrtingu á meðan. lagzt svo á nuddborð- ið og látið nudda andlit og líkama svo fer hún í bað og á eftir getur hún látjð snyrta andlitið og greiða úr hárinu. Til gamans má geta þess, að það sténdur til að ljósmyndár stqfan Asis flytji í sáma hýsiíj svo það eru hæg héimatökiri ef mann langar að taka Sig út á mynd ... Auk alls þessa hafa þær sém standa að Hárgreiðslustofu Austurbæjar áhuga á að auka þjónustuna enn frékar dg muri Sólborg fara utan i sumar og kynna sér ýmsar nýjungár. m. a. hefur hún í hyggju að læra hárgreiðsluleiðbeiningar til að geta ráðlagt viðskiptavinunum val á hárgreiðslu í samræmi við persónuleik þeirra og and- litslögun. R O V A t kðldu búðingarnir eru bragðgóði r og bandhcegir TECTYÍ er ryðvörn. \ t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.