Þjóðviljinn - 10.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.05.1963, Blaðsíða 10
20 SÍÐA HðÐVILIINN Föstudagur 10 maí 1963 GWEN BRISTOW: r i HAMINGJU LEIT — Þetta hefurðu þá kosið þér. Og þetta eru vinirnir sem þú sækist eftir, sagði hann við Gametu. — Charles, sagði hún. — Hvað viltu mér eiginlega? Charles leit með fyrirlitning- arsvip á Florindu sem setti krús fyrir hann. Florinda spurði: — Á ég að fara núna, Gamet? Garnet áleit réttast að losna við hann sem fyrst. Charles var ekki enn orðinn fullur, en hann yrði það von þráðar með allt þetta óblandaða whiský og hún vildi, að hann segði það, sem hon- um lægi á hjarta og fœri svo.. — Já, sagði hún við Florindu. — Borðaðu baunímar meðan þær eru heitar. Florinda gekk að hinum borðs- endanum og settist hjá Silky. Gamet heyrði þau tala saman og hún heyrði Mikka draga flókaskóna eftir gólfinu þegar hann gekk um beina. Charles hellti í krúsina sína. Þegar hann ávarpaði hana, var hann búinn að breyta um tón. Það var eins og hann vildi heldur fá sam- þykki hennar með góðu en heimta hlýðni — Gamet. sagði hann. — Ég er kominn til að taka þig burt frá þessum stað. — Þakka þér fyrir, Charles, sagði hún. — En ég vil ekki fara héðan. ( Charles hristi höfuðið. — Ég trúi því ekki að þú viljir vera hér, sagðj hann fastmæltur. — Þú ert — fyrirgefðu þetta útslitna orð, en það er ekki annað að hafa — þú ert dama. Hárgreiðslan P E R M A. Garðsenda 21, síml 33968. Hárgreiðsln- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla vjð allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Simi 14662. Hárgreiðsiu- og snyrtistofa STEIND OG DÓDÓ. Laugavegi 11. sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Sími 14853. Hárgrelðslustofa ADSTDRBÆJAR (María Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 sími 14656. Nuddstofa á sama stað Viltu ekki kcwna aftur á ranchóið og lifa lífinu eins og þér sæm- ir? Hún hugsaði með sér: Það er tilgangslaust að reyna að út- skýra hvers vegna ég vil ekki fara með honum. Hann myndi aldrei skilja það. Hann myndi ekki skilja það, þótt hann hefði ekki bragðað dropa af áfengi. Uppbátt sagði hún: — Ég vil ekki fara til baka, Charles — Garnet, þú getur ekki hald- ið áfram að vinna hér í barn- um. Hefurðu ekki andstyggð á því? Hún dró djúpt andann til að halda rósemi sinni. — Ég er ekkert hrifin af því, Charles. En þú hlýtur að vita hvers vegna ég þarf að vinna hér. Hann sagði ekkert og hún hélt áfram: — Oliver eftirlét þrjátíu og átta dollara í reikningi sínum hjá Abbqt. Charles leit á hana. í flökt- andi bjarmanum sá Nún að augnaráð hans var að verða sljó- legra af áfenginu. En hann var fastmæltur eftir sem áður. — Ég stjórna hluta Olivers af eign- inni sem fjárhaldsmaður sonar hans. Þegar drengurinn verður myndugur skal ég með glöðu geði taka við honum sem félaga í ranchóinu. — Og .þangað ,til? spurði Garnet. — Þangað tjl, svaraði hann, — mun ég stýra Hale-eigninni eins og mér þykir tilhlýðilegt. — Heldurðu að ég sé of heimsk til að annast um hans hluta? spurði hún. Charles hafði hellt' aftur í krúsina og hann tæmdi hana áður en hann svaraði. — Heldur þú, sagði hann, — að ég geti framselt þér eigur Olivers eins og þú hefur hagað þér? Og látið þig ala bam Oli- vers upp innanum glæpamenn og mellur? Ég hef merkari fram- tíðaráætlanir fyrir hann en þú. Gar.net beit saman tönnunum. Hún var bæði þreytt og svöng, en þessa stundjna tók hún ekki eftJr því. Hún hugsaði aðeins með sér, að Charles væri enn- þá viðbjóðslegri drukkinn en allsgáður. Hann hætti ekki að drekka. en hann stillti sig og gerði enn eina tilraun til að fá hana á sitt band. — Komdu aftur á ranchóið, Garnet. Þar getur þú átt góða daga við hreinlæti og þægindi. Drengurinn mun eignast eigin hunda og hesta og þjóna. Fé- lagar hans verða synir úr beztu fjölskyldum landsins. innfæddir og bandarískir. Hann var orðinn loðmæltur. Hann talaði hægt, lagði áherzlu á hvert orð. Það var tilgangs- laust að svara honum, hugsaði Gamet. En bamið mitt fær hann ekki. Charles hélt áfram: — Það verða óeirðir í Los Angeles. Fólkið er í þann veginn að gera uppreisn. Þetta vissi Garnet. Hefði hún haft í önnur hús að venda en á ranchóið til Charlesar, hefði hún farið burt með glöðu geði. En þangað færi hún ekki. Ef Charles næði tökum á Stefáni, myndi hann aldrei sleppa hqn- um. Charles horfði á hana yfir krúsarbarminn. Augnaráð hans var orðið reikult og hann reyndi að beina þv; að andliti hennar. Það var undarlegt hvaða áhrif áfengi hafði á augun i fólki. Þegar .hann tófc aftur til máls, var röddin þvogluleg. — Þú getur auðvitað gert það sem þér sýnist, sagði hann. — En ég vil fá son Olivers heim á ranchóið. Hann á rétt á mannsæmandi lífi. — Mannsæmandi lífi! endur- tók Garnet reiðilega. — Held- urðu að Oliver hafi lifað því hjá þér? Hún vissi ekki hvers vegna hún sagði þetta, en hún var orðin uppgefin á fyrirlitn- ingu hans og hatri og valdafýsn. Hún var nppgefin á öllu sam- an. — Þú getur sko steinhaldið kjafti um Oliver, sagði Charles. Höjídin á honum titraði þegar hann lyfti krúsinni. Gamet heyrði Silky segja eitthvað um að hann þyrfti að aðgæta birgð- irnar fyrir morgundaginn. Hann fór inn í framherbergið. Flor- inda reis líka á 'fætur og gekk að dyrunum sem lágu að loft- stiganum. — Kallaðu á mig ef þú þarft mín með, sagði hún við Gametu. Charles leit ekki við henni. Hann starði á Gametu og reyndi að einheita augnaráðinu að henni. — Oliver var bróðir minn. Hann var bróðir minn, þangað til þú komst. Það var eins og villidýr væri að urra. — Þú! Sem neyddir hann til að snúa aftur til Bandaríkjanna. Sem vildir ekki að hann fengi að sjá mig framar. Þú komst í veg fyrir að hann fengi gott gjaforð í Kalifomíu. Þú rakst hann út í opinn dauðann. Hann ýtti stólnum til baka og reyndi að rísa á fætur með því að halda í borðið báðum höndum. Það skein í tennumar. Gamet hörfaði, svo illilegt var augna- ráð hans Charles hló and- styggilegum, beiskum hjátri. — Þú hélzt þú hefðir ekki skil- ið neitt eftir af honum, ha? En það er dálítið eftir af honum. Hann átti bam. Ég var einmitt að horfa á soninn hans. Sonur- inn er hraustur og sterkur eins og Oliver. Og þú reynir að stía okkur í sundur og lætur hann alast upp eins og villimann. Þú segir — þú — Whiskýið var búið að ná tök- um á honum. Nú var hann bú- inn að vera. Hann seig saman á bekknum og höfuðið féll fram á hendurnar. Gamet spratt á fætur. Hún hafði þótzt vita fyrir að Charl- es væri ekki fær um að sjá um uppeldj bams, en nú vissi hún rneð vissu að hann var það ekki. Skelfing hataði hann hana, hugsaði hún, þegar hún horfði niður á hann. Alveg eins og illgjarnt o g ljðtt fólk hatar næstum ævinlega þá sem eru hraustir og glæsjlegir. Og ef hún leyfði honum það, myndi hann grafa undan siðferðisstyrk Stefáns á sama hátt og hann hafði eyðilagt Oliver, þannig að Stefán yrði að láta styik sinn af hendi með því að vera ávallt háður veikleika Charlesar. Köld af viðbjóði gekk Garnet burt frá bekknum, burt frá Charlesi og að körfunni, þar sem Stefán lá sofandi. Hún tók uPP dreng- inn og hélt honum í fangi sér. Charles hafði lognazt útaf. Henni fannst sem hún myndi fyrr geta banað honum með eld- húshnífnum en fá honum Stef- án í hendur. til þess að hann gæti þannig héfnt sín vegna Skorpins líkamans og skræln- aðrar sálarinnar. 35 Garnet hafði farið upp á loft- ið með Stefán, svo að hann væri hvergi nærri ef Charles myndi vakna allt í einu, og nú sat hún við borðið og mataðist. Fyrst hafði hún sagt, að hún hefði enga matarlyst, en Flor- inda hafði skorið handa henni hriefastórt kjötstykki og sett það á disk ásamt baunum og maís- jafningi og sagt: — Sjáðu til. Holl fæða skaðar engan. Eftir fyrstu bitana varð Gamet henni sammála. Matur var ágæt hress- ing. Florinda stóð með hendur á mjöðmum og horfði á þvotta- klútjnn sem gekk undir nafninu Charles. Hann hraut. Munnur- inn var hálfopinn og sá í tenn- umar, andlftið var ralkt og megn brennivínsþefur var af honum. Florinda hnippti í hann, en harin tók ekki við sér. Hún yppti öxlnm. — Steindauður 1 bili, sagði hún. Hún kipraði varirnar og leit á Gametu. — Tja, hvað eigum við að gera við hann? —• Hvar er Mikki? spurði Garaet. ---Sefur eins og steinn á ull- arteppi í spilasalnum. — Og Silky? Gamet kinkaði kolli. Það hefði hún átt að vita. Samband Florindu og Silfcys var alltaf jafn háviðskiptalegt, en í Los Angeles voru margar fallegar stúlkur sem höfðu mætur á hon- um og létu stjórnmálaispennuna> engin áhrif hafa á sig. Nú var veitingastofunni lokað snemma og það kom sjaldan fyrir að Silky væri heima að kvöldlagj. Florinda hélt áfram: — Hvað eigum við að gera við þessa eggj ahræru? Gamet studdi hönd undir kinn og starðj fram fyrir sig. Hún var hrædd við Charles og hún vildi efcki að hann vaknaði undir sama þaki og Stefán. Hún og Florinda hefðu hæglega get- að dröslað honum útfyrir og fleygja honum í arfabreiðu, svo hann gæti sofið úr sér vímuna, en það var ekki þorandi. Charl- es var engin vtenjuleg fýlli- bytta. Hann var valdamikill maður og væri honum ekki sýnd fyllsta sæmd gæti hann meðal annars kvartað yfir því við Gillespie kaptein að allt væri í ólestri í veitingastofu Silkys og staðnum bæri að loka fyrir fullt og allt. — Við verðum víst að fara með fáein ullarteppi inn í spila- salinn og leggja hann þangað inn, sagði Gamef loks. — Og það er bezt vjð skrifum Silky skilaboð á miða, svo hann viti af því. — Já, það er víst það eina sem hægt er að gera, sagði Florinda hikandi og horfði á Cbarles. — Honum virðist ekki SKOTTA um allt I lagi með barnið. En þau trufla þig allt kvöldið f símanum meðan þú ert að horfa á sjónvarpið. 4 Strandamenn Strandamenn Vorfagnaður verður laugardaginn 11. maí kl. 9, í Silfurtunglinu. — Dansað til kl. 2. Féiagar f jölmcnnið og takið með ykkur gesti. atthagafélag STRANDAMANNA, LEIKHUSMAU 2. tölublað er komið út, fjölbreytt og vandað að efni. í blaðinu er m.a.: Leikritið Eðlisfræðingarnir eftir Fried- rich Diirrenmatt. Leikgagnrýni og um- sagnir. Innlendar og erlendar leik- húsfréttir. Kvikmyndaþáttur (Pétur Ólafsson). Tónlistarþáttur (Þorkeil Sig- urbjörnsson). Grein og viðtal við Ionesco. LEIKHÚSMAL — Aðalstræti 18. Orðsending til foreldra í Hlíðaskólahverfi Miðvikudaginn 15. maí byrjar í Hlíðaskóla vornámskeið fyrir börn, fædd 1956, sem hefja eiga skólagöngu að hausti í skólanum. Nám- skeiðið stendur í allt að tvær vikur, tvær kennslustundir á dag. Innritun fer fram í skólanum föstudag 10., laugardag 11. og mánudag 13. maí, kl. 1—4 alla dagana. Einnig má tilkynna innritun í síma 17 8 60 á áðurnefndum tímum. Vinsam- lega hringið ekki í aöra síma skólans. Fólk er beðið að ganga inn um dyr frá Hörgs- hlíð (við nýbyggingu). Ath.: Austan Kringlumýrarbrautar takmarkast skólahverfið af Miklubraut að norðan og Háa- leitisbraut að austan. FRÆÐSLUSKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR. Smím^bJÖRNSSON * co. P.O. BOX 1JM Sími 2420 REYÍOAVlK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 t t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.