Þjóðviljinn - 11.05.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.05.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞlðÐVILIINN Yfirlýsing Tímans í gær: FRAMSÓKN „engu síSri" her- námsflokkur en stjórnarflokkarnir Eins og frá er skýrt á forsíðu blaðsins í dag lýsti Tíminn í gær yfir algerum stuðningi við hernámsstefn- una og aðild íslands að NATO, en Varðbergsmenn innan Framsóknar vildu ekki lengur una þögn blaðs- ins um afstöðu flokksins til hernámsins. Það leynir sér ekki, að það er hið „skipulagða lið“ Varðbergs- manna innan Framsóknarflokks- ins, sem hefur krafizt bess að þessi yfirlýsing yrði gefin. En Varðbergsmenn í Framsókn hafa verið múlbundnir um nokkurt skeið og hafa þeir óspart kvart- að yfir þeirri meðferð við hin hernámsblöðin, meðal annars birtist eitt ópið frá þeim á for- síðu Alþýðublaðsins í gær. Það var ætlun Framsóknarflokksins að þegja sem fastast um stefnu flokksins í hernámsmálum fram yfir kosningar, en nú hefur stjórn flokksins neyðzt til þess að gefa út yfirlýsingu um holl- ustu við NATÓ að kröfu Varð- bergsmanna. En jafnframt biðst flokkurinn auðmjúklega vægðar og segir að ekki megi kjósa um hemámsstefnuna! Engu síðri hernámsflokkur en stjómarflokkamir Yfirlýsingin á forsíðu Tímans er orðuð á þessa leið: ..„ekki verður kosið um Atlanzhafs- bandalagið i þessum kosningum eða hvort fylgt skuii hlutleysis- stefnu. Framsóknarflokkurinn er fylgjandi aðild að Atlanzhafs- bandalaginu engu síður en stjómarflokkarnir og áréttaði það skýrt á nýloknu flokksþingi sínu“. Ekki verður það orðað öllu skýrar en hér er gert, að Fram- sóknarflokkurinn sver hemáms- stefnunni fulla hollustu og þar með utanríkisstefnu núverandi stjómarflokka. Framsókn segist hins vegar þessa stundina vera andvíg máls- meðferð þeirra á landhelgismál- inu og Efnahagsbandalagsmál- inu. En þar er aðeins um að ræða afleiðingar þeirrar utanrík- isstefnu hernámsstefnunnar, sem Txminn segir i gær að Framsókn sé fylgjandi „engu síöur en stjórnarflokkarnir“. Sú stefna er að innlima Islanö endanlega í hemaðar- og efnahagsblakkir vesturveldanna, og það þýðir því lítt fyrir Framsókn að lýsa sig Sfyrkur til há- skólanáms í Sov- étríkjunum næsta ár Sovézk stjómarvöld munu veita einum Islendingi skólavist og styrk til náms við háskóla í Sovétríkjunum næsta háskóla- ár. Kandidatar eða stúdentar, sem langt eru komnir í námij koma öðrum fremur til greina. Þeir, sem kynnu að hafa hug á slíkri námsvist, skulu senda nmsókn til menntamálaráðuneyt- 'sins, Stjómaráðshúsinu við f,ækjartorg, fyrir 20. maí n. k og láta fylgja staðfest afrit próf- skírteinis, svo og meðmæli. Um- sókn areyðublöð fást í mennta- rr'',"-;,'"neytinu. (V\ mnnnf o»vi-x->r.'ðiir> -ytinil). andvíga afleiðingum þeirrar stefnu, en fylgjandi orsökunum. Hið „skipulagða lið“ Varð- bergsmanna ræður stefnu Framsóknar I yfirlýsingunni á forsíðu Tím- ans í gær játar Framsóknar- flokkurinn það, að meginstefn- ur í utanríkismálum eru aðeins tvær: Hemámsstefnan eða hlut- leysisstefnan. Og Framsóknar- flokkurinn hefur nú gefið ótví- ræða yfirlýsingu um að nann fylgi hernámsstefnunni. Sú yfir- lýsing er þó tvímælalaust ekki að vilja alls þorra kjósenda Framsóknarflokksins, heldur er þar um að ræða þá stefnu sem klíka Varðbegsmanna í Reykja- vík knýr fram í krafti áhrifa sinna innan flokksstjórnarinnar. — Á það má minna, að meiri- hlutinn af kjósendum í kjördæmi Eysteins Jónssonar skrifaði und- ir kröfu Samtaka hemámsand- stæðinga um að ísland segði sig úr Atlanzhafsbandalaginu og tæki upp hlutleysisstefnu. Framsókn hefur nú svarað vilja- yfirlýsingu þessara kjósenda á ó- tvíræðan hátt; þeir skulu engu ráða um stefnu flokksins; Varð- bergsmenn 'hafa þar bæði tögl og hagldir. Dylgjur um afstöðu Alþýðubandalagsins í forsíðugrein Tímans i gær eru einnig hinar lúalegustu ■dylgjur um afstöðu Alþýðu- bandalagsins til utanríkismála, og segir þar, að Alþýðubanda- lagið hafi ýmist verið með eða móti hlutleysi. M.a. segir Tíminn, að Einar Olgeirsson og Alfreð Framhald af 12, síðu. Hrísey Afli Hríseyjarbáta er 473 lestir á vertíðinnj. Þrír afla- hæstu bátanna eru Farsæll með 95 tonn, Eyrún með 90 tonn og Auðunn með 80,5 tonn. Meiri- hluti aflans er óslægður og var lagður upp hjá Hraðfrystihúsi KEA í Hrísey. Fjórir bátar fengu 30 tonn í þorskanet. Auðunn var hæstur með 11 tonn. H. K. Þingeyri Heildarafli Þingeyrarbáita á vertíðinn} er 2316,2 tonn í 230 róðmm. Aflinn skiptist þann- ig milli bátanna: Hrafnkell með 813,8 tonn í 55 róðrum. Fjöln- ir með 618 tonn í 57 róðrum, Þorgrímur með 529,8 tonn í 63 róðrum og Þorbjöm með 354,5 tonn í 55 róðrum. G. F. M. Djúpivogur Aflamagn báta á línu- og netavertíð er sem hér segir. Sunnutindur með 660 tonn og Mánatindur með 385 tonn. Mánatindur hefur einnig verið á síldveiðum og aflað 9000 tunnur. Ásgeir. Siglufjörður Afli Siglufjarðarbáta er frá áramótum samtals 831 lest og tclst fremur lélegur. Hömluðu ógæftir sérstaklega veiðum í apríl og maí. Aflinn skiptist þannig milli báta: Hringur með 300 tonn. Særún með 451 tonn og Hjalti með 80 tonn. — K. F. Þórshöfn Afli Þórshafnarbáta hefur verið með lélegasta móti eða samtals 105 lestir. Aflinn skipt- ist þannig: Björg með 25 tonn Gíslason hafi beðið um það á Alþingi i vetur, að tillaga þeirra um brottflutning Bandaríkjahers yrði ekki tekin til umræðu. Sannleikurinn er hins vegar sá, að tillagan fékkst ekki tekin á dagskrá alþingis, meðan for- sendurnar fyrir henni voru enn í fullu gildi: Styrjaldartættan vegna Kúbudeilunnar og sú sér- staka hætta sem íslandi stafaði af henni. Loks þegar tillagan var tekin á dagskrá, var sú hætta liöin hjá, og þær forsend- ur því fallnar. Hernámsstefnan ógnar tilveni íslcnzku þjóðarinnar Tíminn þegir líka sem vand- legast um það, að áður hafði farið fram á alþingi umræða um tillögu frá Alþýðubandalaginu um brottflutning Bandaríkja- hers, og forsendur þeirrar til- lögu voru almennara eðlis en hinar sérstöku aðstæður, sem tillaga Einars og Alfreðs var rökstudd með; foirsendumar voru sem sagt hemámsstefnan sjálf og afleiðingar hennar fyrir land og þjóð. Sú tillaga var flutt í formi rökstuddrar dagskrár af Hanni- bal Valdimarssyni við umræður um frumvarp ríkisstjómarinnar um almannavamir og var á þessa leið: „Þar sem augljóst er, að bráðasta ’ hættan, sem yfir Is- landi og íslenzku þjóðinn! vofir, ef til kjarnorkustyrj- aldar drægi, er bcin afleiðing af staðsetningu þýðingarmik- illar herstöðvar og veru er- lends herliðs í landinu, en hins vegar ailsendis óvist, í 15 róðrum, Geir með 34 tonn í 21 róðri, Hjördís með 30,5 tonn í 17 róðmm og Bjargá með 16 tonn í 13 róðrum. Fiskmóttaka lamaðist um skeið í vetur og lögðu bátamir upp afla sinn bæðj á Raufar- höfn og Vopnafirði og hefur þetta verið með erfiðustu ver- tiðum. Þessa dagana hefur verið góð veiði á grásleppu og rauð- maga og menn eru bjartsýnir með vorvertíð við Langanes. A. E. Hornafjörður Afli Homafjarðarbáta er á þessari vertíð 2901,5 lestir. Afla- hæsti báturinn er Ólafur Tryggvason með 728,1 lest og er skipstjóri Tryggvi Sigurjóns- son. Afli bátanna skiptist þann- ig: Gissur hvíti með 591,6 lest- ir. Hvanney með 778,9 lestir, Mimir með 149,9 lestir, Svanur frá Seyðisfirði með 298,8 lestir og Tindaröst frá Bakkafirði með 125,8 lestir. Tveir þeir síð- astnefndu eru aðkomubátar. Handfæraveiði brást á vertíð- inni og var afli þeirra saman- lagt 428,1 lest. Þetta er miðað við slægðan fisk með haus. Nýr bátur kom hingað um mánaðamótin og ber hann nafn- ið Akurey og er nú kominn á síldveiðar. Eigandi bátsins er Haukur Runólfsson o.fl. og er Haukur skipstjóri á bátnum. Báturinn er 120 lestir að stærð og smíðaður í Friðriks- hólmi i Danmörku, og er tré- skip. — Þ. Þ. Raufarhöfn Afli Raufarhafnarbáta hefur verið með lélegasta móti og er samtals 320 tonn. Aflahæstj bát- urinn er Þorstejnn með 68 tonn. — Ii. G. Súðavík Afli Súðavikurbáta hvort nokkrar varnir gcti að gagni komið í atómstyrjöld, verður ekki annað séð en sá kostur sé einn fyrir hendi að krefjast þess þegar, aö orsök tortímingarhættunnar verði fjarlægð með niðurlagningu herstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli og herinn tafarlaust fluttur úr landi. I trausti þess að svo vcrði gert samkvæmt skýlausrl samþykkt Alþingis frá 28. marz 1956, sem enn cr í fuliu gildi, og enn fremur með til- liti til þess að í lögum eru fullnægjandi heimildir til allra tiitækra varnaraðgerða á styrjaldartímum ,tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá". Þegar þessi rökstudda dag- skrá kom til atkvæða greiddu Framsóknarmenn að sjálfsögðu atkvæði á móti henni, trúir her- námsstefnunni. sem Tíminn lýs- ir stuðningi við í gær. Aiþýðubandaiagið berst fyr- ir hlutleysisstefnu Fram hjá þessum staðreyndum kemst Tíminn ekki, hvernig svo sem hann reynir. Og hann kemst ekki heidur fram hjá þeirrl staðreynd, að Alþýðu- bandalagið er cinu stjórnmála- stmtökin sem í dag berjast heil og óskípt fyrir sjálfstæðri ís- lenzkri utanríkisstefnu; að Is- land taki á ný upp hlutleysis- stefnu sem tryggi sjálfstæði landsins jafnt í hernámsmálum sem gagnvart Efnahagsbanda- laginu og sókn en ekki undansiátt í landhelgismálinu. tonn á þesari vertíð. Afli bát- anna skiptist þannig: Trausti með 405 lestir í 79 róðrum, Svanur með 408 tonn í 71 róðri og Óli með 83,9 tonn í 38 róðr- um. Sauðburður er byrjaðúr hjá bændum. en veðráttan er slæm norðaustan átt með snjó- komu og eiga bændur í erfið- leikum. — A. K. Bíldudalur Afli Bíldudalsbáta er sem hér segir: Pétur Thorsteinsson með 669.8 tonn og Andri með 668.1 tonn. — G.V. Neskaupstaður Tveir bátar réru héðan að heiman í vetur og fengu sem hér segir: Hafþór 540 tonn og Stefán Ben 515 tonn, báðir lönduðu slægðu. Afli þeirra Norðfjarðar- báta, sem réru frá Vestmanna- eyjum var um 700 tonn á bát. Nokkrir handfærabátar héðan réru líka frá Eyjum og fiskuðu sæmilega. Færafiskur á heima- miðum hefur alveg brugðist í vetur, eins við Langanes. Suðureyri Afli bátanna frá áramótum til mánaðamóta apríl maí var þessi: Friðbert Guðmundsson 590.1 tonn, Freyja 554.5, Gylfi 533.9, Draupnir 476 tonn, Hávarður 389, Stefnir 336, Gyllir 37 tonn og Kveldúlfur 31. Eskifjörður Afli þriggja Eskifjarðarbáta, sem réru á vertíðínni í Vcst- mannaeyjum var sem hér scgir: Björg 950 tonn, Einir 750 og Birirr 600, B»<ar sem lönduðu heiroa f«igu sem hér segir: Guðrún ÞorkelsdQU'r 5O0 torn, Hólmancs 600. Seley 650, og Vattames 725 tonn; þcssir bátar upp siægðan fisk. LOKADAGURINN er 903 ‘lögðu Laugardagur ll. maí 1963 Sérfræðingur í þjénustu á vegum Flugfélagsins SOlOSBSi PlOllSIAM Fyrir nokkru síðan ákvað Flug- félagféíag íslands að fá til Is- lands erlendan sérfræðing í því skyni að kenna á flugfreyjunám- skeiði félagsins og til þess að vera ráðgefandi um endurskipu- lagningu í þjónustumálum félags- ins á millilanda- og innanlands- leiðum . Fyrir valinu varð Pierre Hind- ermeyer frá franska flugfélaginu Air France. Pierre Hindermeyer sem er mjög fær sérfræðingur í öllu er lýtur að þjónustumálum, hefur starfað hjá Air France í mörg ár, fyrst sem þjónn á lengri flugleiðum. en síðan sem bryti og nú í nokkur ár hefur hann verið einn þeirra manna, sem skipuleggja umönnun ura far- þegana á flugi og kenna flug- freyjum og öðru þjónustuliði fé- lagsins störfin. Meðan Pierre Hindermeyer dvaldi hér á landi á vegum Flug- félags Islands kynnti hann sér þjónustu Flugfélagsins við far- þega sína í lofti, flaug m.a. nokkrar ferðir milli landa og innanlands. Þá starfaði hann og með þeim Hólmfríði Gunnlaugsdóttur yfir- flugfreyju og Jóhanni Gíslasyni flugdeildarstjóra að endurskipu- lagningu og nýjungum í þjón- ustu við farþega. WASHINGTON 10/5 — Banda- íski flugmaðurinnn sá er einn komst lífs af í flug- slysinu við Douala í Afríku síð- astliðnn laugaradag, dó í dag vegna meislanna sem hann varð fyrir. ísafirði. — Aðalfundur Sam- vinnutrygginga var haldinn hér sl. föstudag. LAUGAVHGI 18® SIMI 19113 SELJENDUR ATHUGIÐ: Höfum kaupendur með miklar útborg- anir að íbúðum og einbýlishúsum. TIL SÖLU: nokkrar íbúðir og einbýl- ishús, í borginni og í Kópa- vogi, útborganir 75 til 150 þúsund. 2 herb. nýleg íbúð við Rauðalæk. 3 herb. góð íbúð á Sel- tjarnarnesi. 4 herb. kjallaraíbúð við Ferjuvog. 5 herb. hæð við Flókagötu, sér inngangur og hita- veita. 5—6 herb. hæðir í Kópa- vogi, i smíðum með allt sér. Hús við Hitaveituveg. 4 herb. og eldhús, allt ný- standsett, stór lóð og stórt útihús. Mjög góð kjör. Hafið samband við okkur ef þér burfið að kaupa eða selja fasteignir. Verzlunarstjóri óskast í eina af matvörubúðum okkar. Upplýs- ingar á skrifstofunni næstu daga kl. 14.00— 16.00. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS. Þakjórn Höfum fyrirliggjandi þakjám í 6—12 feta lengdum KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA. Sími 50292. EKKI FRIÐ — HELDUR SVERÐ nefnist erindi sem Júlíus Guðmundsson flytur í Aðventkirkjunni sunnudaginn 12. maí kl. 5 e.h. Kirkjukórinn syngur — Söngstjóri: Jón H. Jónsson. ALLIR yELKOMNlR. Aupiýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.