Þjóðviljinn - 11.05.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.05.1963, Blaðsíða 6
r SfÐA MÓÐVIUINN Frá kynþáttaóeirðunum í Alabama Myndin er tek- in eircn af fyrstu dögum ó- eirðanna í Birminsham, þegar forystu- menn blökku- manna, prest- amir King (tv.) og Abernathy^ voru handtekn- ir. í>eir eru ekki prestlega klæddir á myndinni, en þjóna þó sín- um guði betur en margir starfábræður þeirra sem ganga í fegurri skrúða. Þeir hafa n ú verið dæmdir í sex mánaða fangelsi. Það var þrettándi fangelsisdómur Kings. Voriö er á næsta leiti Vorið fikrar sig óðum norður eftir - París, London, Hamborg eru lausar úr greipum vetrarins. Við þurfum ekki að halda lengra en til Kaupmannahafnar, þar er komið dýrlegt vor. Og þangað flytur Flugfélagið yður á skammri stundu þér spariö 1688 krónur með því að njóta vorsins í Kaupmannahöfn. Með hinum nýju, lágu vorfargjöldum Flugfélagsins getið þér sparað upphæð, sem jafngildir 7 daga dvöl á góðu hóteli! Og sama máli gegnir um London, París, Amsterdam, Hamborg, - þarf að hugsa sig frekar um? Nú er tíminn til að varpa af sér vetrarhamnum og taka sér far með Flugfélaginu til Hafnar á vit vorsins! Leitið upplýsinga hjá ferðaskrif- stofunum eða Flugfélaginu um vorfargjöldin lágu, sem gilda til 1-júnf. S//T Laugardagur Xl. maí 1&63 Þýskar valkyrjur og ítalskir kvennabósar Rómönsku löndin hafa löngum heillað þá sem norðar búa í Evrópu og á hverju sumri streyma þangað Þjóðverjar og Norðurlandabúar f hundrað þúsunda tali. En það er ekki aðeins sól og sjór sem dregur, þýzkar konur vita að þar cr unnt að lenda í „ævintýrum" sem ekki eru á hverju strái í heimalandinu. Um þessar mundir cr Adría- hafsströndin umhverfis Rimini á Italíu einna vinsælust. Á síð- astiiðnu ári héldu þangað um 150.000 þýzkar konur án fylgd- II Hryllings- héfíð" hefst ■ Cannes 1 gær hófst hin alþjóðlcga kvikmyndahátíð í Cannes og er þessi hin 16. i röðinni. Ilátíðin var opnuð með sýningu á nýj- ustu mynd hrollvekjusérfræð- ingsins bandaríska, Alfreds Hitchcocks, og ncfnist hún Fuglarnir. Kvikmyndahátíðin mun standa til 23. mai og vcrða sýndar myndir frá sjö löndum. Sumir hafa fyrirfram ncfnt hátíð þessa hryllingshátíðina. Auk Fuglanna cftir Ilitchcock verða cftirtaldar hrollvekjur sýndar: I.cs Abysses frá Frakk- landi, Whatevcr Happcncd to Baby Jane frá Bandaríkjunum. Lord of thc Flics frá Brctlandi og Harakiri frá Japan. Glezos hlaut Lenín- verðlaunin Gríski föðurlandsvinurinn Manolis Glezos hlaut Leniin- verðlaunin í ár. Glezos var lát- inn Iaus á árinu sem Ieið, cn þá hafði hann sctið í fangcisi i þrjú ár. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsisvist fyrir að „vinna með kommúnistískum njósnaflokki". Aðrir sem hlutu Lenín-verð- launin fyrir starf í þágu frið- arins voru: Modibo Keita, for- seti i Mali, Georgi Traikoff vararforsætisráðherra Búlgaíu og brasilíski arkitektinn Oscar Niemeyer. sá sem teiknaði höf- uðborgina Brasilíu. Nazistarnir skutu sauðfé Innan skamms vcrður mál höfðað gegn SS-unglingahópn- um sem nýlcga var afhjúpaður i Osló 20 piltar verða saksóttir. Þar af tóku 12 bcinan þátt í skipulagðri starfscmi hópsins, hinir tóku aðcins þátt i cinstök- um innbrotum. Um er að ræða meira cn 50 innbrot og vopna- stuldi. Grunur Icikur þó á að afrekaskrá nazistanna sé i rauninni cnn Icngri og cr því rannsóknum haldið áfram. 1 svipinn sitja aðeins fjórir úr hópnum í fangelsi. Hinir hafa verið látnir lausir, þar sem heita má að rannsókn á afbrotaferli þeirra sé lokið. Þeir sem í tugthúsinu dúsa eru eindregnir nazistar og láta skoðanir sínar gjama í ljós við lögreglumenn og fangaveröi. Meðal þeirra afreka sem síð- ustu rannsóknir hafa leitt í ljós er furðuleg veiðiför sem naz- istamir ungu tókust á hendur i fyrravor. Þeir óku upp í sveit, höfðu skotvopn meðferðis og skutu sauðfé á færi. Þeir suðu súpu og ræddu fjálglega um Hitler og Quisling á meðan þeir rifu í sig sauðakjötið. ar og fundu þar urmul af óð- fúsum kvennamönnum. Þrjár tegnndir kvenna Þetta hefur orðið mörgum Þjóðverjanum ærið umhugsun- arefni. Meðal annars ferðaðist séra Paul Rieger til Rimini til að kanna hvað þar færi fram. Eftir heimkomuna gerði hann þannig grein fyrir ástandinu: — Þrjár tegundir þýzkra kvenna er að finna á Adria- hafsströndunum. 1 1. flokknum eru þær sem láta bjóða sér dans, virðast nokkuð ástleitn- ar, en varpa Italanum frá sér þegar örlagastundin er upp runnin. I öðrum flokknum eru ungar stúlkur og barnalegar. Þær láta koma sér i opna skjöldu. Slíkar stúlkur láta svo til hvem sem er kyssa sig á baðströndinni. I þriðja flokkn- um eru 10 prósent allar kvenn- anna. Gimd þeirra er augljós, en flestar þeirra eru komnar af léttasta skeiði. — Ástandið á Rimini, bætir Rieger við, er ekki ósvipað öl- vímu og á það orsakir sínar í loftslaginu, landslaginu, vín- inu, rómantískri tónlist. óráðs- íu, hreyfingafrelsi og ljósum klæðnaði. Gagnárásir Þessi gífurlegi landflótti þýzkra kvenna þegar hlýna tekur í veðri hefur orðið til þess að margir ungir Þjóðverj- ar eru teknir að velta vöngum yfir hugsanlegum gagnráðstöf- unum. Flestir þeirra að- hyllast eftirfarandi áð- ferð: Italskan er numin á kvöldskóla og húðin lát- in dökkna undir há- fjallasól. Síðan skal haldið til Rimini og teygt makindalega úr sér á baðströndinni. Þar skal maður gefa sig á tal við lokkandi ungfrú og skýra henni frá þv£ á reiprennandi ítölsku eða bjagaðri þýzku að maður heiti Giuseppe. Hellamálverk fundln í S-Frakklandl Hellakönnuðir hafa nýlega uppgötvað nokk- ur stórkostleg hellamál- verk í Ardeche í Suð- ur-Frakklandi. I skúta sem menn hafa ekki áður komið inn í fannst meðal annars mynd af nauti með löng hom, máluð með rauðum lit fyrir um það bil 20.000 árum. Yfirvöld listamála í Frakklandi hafa farið fram á að hellinum verði lokað svo að unnt verði að viðhafa yís- indalegar rannsóknir i friði fyrir forvitnum á- horfendum. Nasser og Ben Bella Iftwser, forseti Egyptalands, hcfur verið í hcimsókn f Alsír, cn frá upphafi þjóðfrclsisstríðs Scrkja studdi hann þá með ráðum og dáð, og mikil vinátta hefur jafn- an verið með honum og Ben Bella, forsætisráðherra Alsír. Þeir sjást hér saman á myndinni sem tekin er f Algeirsborg. Að iokinni henmsókn Nassers var birt sam* eiginleg yfirlýsing þeirra þjóðarlciðtoganna, þar sem segir m.a. að þeir muni halda ótrauðir áfram baráttu sinni gegn heimsvaldastinnum og nýlendukúgurum og einnig gegn öllum þeim afturhaldsöflum f löndum þeirra sjálfra sem tefja fyrir uppbyggingu hins nýja þjóðfélag*. Á i i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.