Þjóðviljinn - 11.05.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.05.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur ll'. maí 1963 ÞJOÐVILIINN SlÐA 'J KOSNINGARNAR ERU EINNIG Vinnuþrælkunin verður að hverfa Þoð verður að koma ó raunverulegum átta tíma vinnudegi með a.m.k. 10 st. kaupi Vinrmþrældómur verkalýðs og annarra launþega er orðinn ó- þolandi. Þorri verka- manna er sviptur raun- verulegu fjölskyldulífi, félagsstarfsemi þeirra meira eða minna eyði- lögð, enginn tími orð- inn afgangs til menn- ingariðkana. Heilsu margra manna er of- boðið, gamlir menn brotnir af löngum vinnutíma, heilsu ung- linga stofnað í voða. Tsland er orðið land vinnuþrældómsins: 58 tíma vinnuvika er með- altal hjá verkamönnum samkvæmt rannsókn 8 tíma-nefndarinnar, 72 tíma vinnuvika er víða og hjá sjómönnum lengri. Á sama tíma er vinnuvikan í Sovétríkj-, unum, Bandaríkjunum og Frakklandi 40 tímar, í Vestur-Þýzkalandi og Englandi 42—44 tímar, í Svíþjóð 45 tímar. Og það þykir dæmi um slæm kjör að í Frakk- landi skuli allmikið af verkamönnum verða að vinna eftirvinnu vegna lágra launa og þannig verði vinnuvika þeirra allt að 48 tímum. Orsök vinnuþrseldómsins er kaupránið mikla. Nú er kaup- máttur tímakaups íyrir al- mennan Dagsbrúnartaxta 84, móts við 104 í desember 1958 eða 20% lægri en þá. (Og þá er 1945 = 100!) í staðinn fyr- ir að hækka nm t.d. 4—5% á ári undaníarin 5 ár, hefur kaupið iækkað um 20% á fimm árum, einungis fyrir aðgerðir ríkisvalds auðmannastéttarinn- ar. Ríkisstjórn auðvaldsins hef- ur með þessari harðstjóm kaupránsins gert sitt iil þess að sannfæra verkalýð og alla launþega um að kaupgjaldsbar- áttan er síður en svo einhlít, lieldur verður stjómmálabar- átta verkalýðsins gegu auðvald- inu að vera önnur hliðin á lifs- og hagsmunabaráttu verka- manna og allra launþega. Þeg- ar lítil embættismannaklíka eins og seðlabankastjórn dirf- ist að hóta vcrklýðshreyfing- unni mcð gengislækkun að loknum kosningum, þá er greinilegt að tími er til kom- inn að sópa burt frá völdum þeim klíkum. sem álíta vitlausa aðrir lauþegar hæglega gert, ef þeir aðeins standa sa'man. Verkalýðurinn er helmingur is- lenzku þjóðarinnar og aðrir launþegar um fjórðungur. 75% íslendinga eiga hagsmuna að gæta gegn auðvaldinu, ríkis- stjórn þess og óviturri emb- ættisklíku. Ef þessi yfirgnæf- andi meirihluti sameinast í kosningum um þá stefnu, sem Eftii EINAR 0LGEIRSS0N efnahagspólitík og skcfjailausa þjónustu við afturhald og auð- vald æðsta boðorð sitt. Atvinnulíf fsiands ber vel 8 tíma vinnudag með óskertu heildarkaupi. Atvinnuiífið er tij fyrir alþýðuna og þjóðina. Og stjómi einstakir atvinnurek- endur svq illa og láti siæmar ríkisstjómir og skammsýna embættismenn þjaka atvinnu- iífinu með okurvöxtum og ó- stjórn, þá verður alþýðan að skakka leikinn og breýta rekstri og stjóm atvinnulífsins eins og nauðsynlegt er til að fullnægja lífshagsmunum laun- þega og tryggja þeim mann- sæmandi tilveru. Þetta geta verkamenn og Sósíalistafiokkurinn og sam- herjar hans marka í Alþýðu- bandalaginu og er í samræmi við hagsmuni verklýðshreyf- ingarinnar og kröfur Alþýðu- sambandsþings, þá er endir bundinn á kaupránspólitík auð- valdsins og vinnuþrældóm verkalýðsins. ★ Kosningabaráttan, sem fram- undan cr, er barátta um kaup- gjald alveg eins og kaupdei’- urnar og verkföllin. Þogar auð- mannastéttin bejtir rikisvald- inu tþ þess að ákveða kaup- gjald og afnema kaupgjalds- samninga, þá verða launþeg- arnir að berjast við auðmanna- stéttina og flokka hennar um áhrifin á ríkisvaldið. Þegar íhaldið. Alþýðuflokkurinn og Framsókn taka höndum saman um að afncma með lögum vísi- töluna úr kaupsamningum og taka þar með úr stifluna fyrir dýrtíðarflóðinu, þá er ljóst að allij- launþegar verða að sam- cinast um Alþýðubndalagið í kosningum, eins og þeir standa saman um Dagsbrún og A’- þýðusambandið í kaupdeilum og verkföllum. Auðvaldið hefur nú í fjiigur ár háð aðalkaup- kúgunarbaráttu sína með lög- um í krafti meirihlutavalds á Alþingi Alþýðan — alfjr laun- þegar fslands — verða að heyja sina kauphækkunarbar- áttu á sama hátt, ef þeir ætla að sigra: Það cr: ná í kosn- ingum slíkri aðstöðu — og að lokum meirihlutaaðstöðu á AI- þingi, — þannig að stjórnað sé með hagsmuni alþýðu fyrir augum. Þetta er það sem auðvaldjð hefur verið að kenna alþýðu íslands síðasta kjörtímabil með framferði sínu. Og launþegar íslands þurfa að sýna það i komandi kosningum að þeir hafa lært til fullnustu, hvern- ig svara skuli auðvaldinu með þeim vopnum, er Það sjálft beitir. Verkföllin eru nauðsynleg vopn verkalýðnum, en þau eru fómfrek og dýr. Þó tjáir eigi í það að horfa, þegar hagsmun- ir alþýðunnar liggja við. En atkvæðaseðiliinn er einn- ig gott vopn verkalýðnum og öllum launþcgum, ef honum er bejtt rétt. Og hann er vopn, sem kostar enga fóm, — ekk- ert vinnulcysi vikum saman, — heldur aðeins hugsun, — hleypidómalausa, rökrétta hugs- un um þjóðfélagsástandið og eigin hagsmuni allra launþega sem einnar heildar. Ríkisvaldið er á síðustu fjórum árum orðið einkavald auðmanna til kaupkúgunar í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Þð verður að svipta kaupræningjana þessu valdi, til þess að geta tryggt raunveru- legar kauphækkanir og afnám vinnuþrældómsins. Og til þess þarf alþýðan að sameinast um sitt eigið Alþýðubandalag gegn þjónsflokkum auðvalds og aft- urhalds. Næstu Alþingiskosningar verða því prófsteinn á hugsun íslenzkrar alþýðu og skilning á eigin hagsmunum. A tkvæðaseðillinn er vopn eins og verkfollin —og krefst engra fórna, — aðeins hugsunar Dæmið. sem tekur öllu fram í þelrri eymdardagskrá. sem skósveinar ríkisstjórnarinnar voru látnir setja á svið 1. maí s.l. í nafni verkalýðs á fslandi, var eitt. sem þeir fóru heldur en ekki flatt á. Það kom berlega í Ijós, að ein meginkrafan, sem fram var borin fyrir 40 árum, var 8 stunda vinnudagur. Þá, 1923, setti fátæk og réttindalítil al- þýða fram þá kröfu og það stefnumark. að lifa mannsæm- andi lífi af kaupi 8 stunda vinnudags. Síðn eru liðin fjörutíu ár. Hvernig standa svo málin í dag? Ættu i annan tíma að vera betri og hagstæðari skil- yrði til að ná þessu marki en nú? Aldrei í allri sögu þjóð- arinnar hafa önnur eins verð- mæti borizt á land sem «.l. tvö ár. Verkalýðurinn hefur dregið þessa björg í bú, aflað hennar, unnið úr henni, komið henni í verð og flutt hana á markað. Aldrei hafa þeir, er þjóðarbúi stýra, hlotið nándar- nærri þvílíkar fjárhæðir tii ráðstöfunar sem þessi ár. Til viðbótar þessu hafði svo islenzk alþýða lyft í stjórnar- stólana þremur ráðherrum af sjö til þess að tryggja sigur hinni fjörutíu ára gömlu hug- sjón og heitstrengingu um að mega og geta lifað eins og mönnum sæmdi af launum átta stunda vinnudags. Hér urðu þrenn skilyrði fyrir tryggðum sigri í því máli: For- sjónin hafði gefið hagstæðara árferði og meiri aflamöguleika en dæmi þekktust til. Vinnandi fólk hafði dregið þennan ein- stæðan afla á land og unnið hann til sölu. í þriðja lagi átti hið vinnandi fólk við sjávar- síðuna fúlltrúa í ríkisstjórninnj einmitt til þess kjörna, að hinn mikli en efnalitli vinnandi fjöldi fengi að njóta ávaxt- anna af iðju sinni, sköpun verð- mætanna, sem hin starfandi hönd átti mestan þáttinn í. Hafa ekki ráðherrar al- þýðunnar efnt heit sín við hana. Hafa þeir ekki goldið fólkinu íylgið og traustið? Hafa þeir ekki efnt loforðin, sem gefin voru fyrir siðustu kosningar? Er ekki átta stunda vinnu- dagurinn nú nægjanlegur til mannsæmandi lífs, svo ekki sé einungis talað um til lífsfram- dráttar í einföldustu merkingu? Ekki er vitað um nokkurt umtalsvert ágreiningsefni inn- an rikisstjórnarinnar, svo þess vegna hefði ekki þurft að standa á uppfylling ærubund- inna loforða. Einu sinni starfaði ungur maður við Alþýðublaðið. heið- virður og hreinlyndur jafnað- armaður. Hann hætti þar inn- an skamms. Hann undi ekki vinnúbrögðunum. Ástæðuna til brottfarar sinnar kvað hann þá. að hann hefði ekki mátt Frá útifundi verkalýðsfélag- anna 1. maf s.l. segja satt í blaðinu. Núverandi ritstjórar Alþý-ðu- blaðsins þykja hæfa Eínu blaði mjög vel. En stundum hrökkva upp úr þeim í ógáti þung og sár ólánsorð. sem mik- ið hefði verið til gefandi að aldrei heíðu verið sögð. Rétt fyrir hið merka 40 ára afmæli verkalýðsfélaganna — afmæli hugsjónarinnar um átta stunda vinnudaginn — lýsti ritstjóri að öðru aðalmálgagni ríkisstjórnarinnar, Alþýðublað- inu, yfir þvi, að sá verka- maður. sem nú, i mesta afla- ári þjóðarinnar og undir al- Framhald á 3. síðu. Mannsœmandi líf alþýðunnar iafngiidir hungurdauða undir núvera ndi stfórn, segir einn ritstjóri Alþýðublaðsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.