Þjóðviljinn - 12.05.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.05.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 12 maí 1963 ÞIÖÐVILJINN Emanuel Lasker Sama ár og Lasker háði einvigið við Schlechter va.nm hann aftur auðveldan sigur yfir Janowsky í einvígi. Eftir það át.ti hann fremur náðuga daga fram til 1914, er efnt var til miluls skákmóts í Pét- ursborg. Þótt það mót væri ekkert opinbert kandidatamót. þá lá það í loftinu, að sig- urvegarinn á þvi móti, eða sá sem gengi nœstur Lasker, mundi verða næsti áskorandi hans um heimsmeistaratitil- inn. Á þessu móti kynntist Lasker nýjum andstæðingi, sem átti eftir að verða hon- um þunkur í skauti, en það var hinin 26 ára gamli kúb- anski skáksnillingur J. R. Capablanca. Capablanca hafði þá unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum, og fæstir hinna eldri meistara stóðu honum snún- ing. Hann beitti krystaltærum og rökréttum skákstíl og var svo öruggur og fljótur að hugsa, að stundum var því líkast, að menn ættu í höggi við einskonar skákvél fremur en mennskan mann. Á þessu móti mætti Lasker líka í fyrsta sinn hinum unga rúss- neska meistara Aljechin, sem síðar varð heimsmeistari. Það fór lika svo, að þessir þrír meistarar höfnúðu í þremur efstu sætunum Varð Lasker fyrstur, Capablanca annar og Aljechin þriðji. I fjórða sæti kom hinn gamli andstæðingur Laskers, Dr. Tarrasch og í fimmta sæti Marshall. Fallið En leikslokin segja l'ítíð um þau hörðu vopnaviðskipti, sem þarna fóru fram. Capa- blanca hélt lengst af forust- umni, og það var ekki fyrr en undir lok mótsins, að Lasker tókst að brjóta þennan unga og spræka Ameríkumann á bak aftur. í sögufrægri skák. Capablanca varð svo mikið um, að hann tapaði fyrir Tarrascih í næstu umferð, og þar með var sigur Laskers tryggður. En hins vegar var lýðum l.jóst, að þess yrði ekki langt 'að bíða, að Capablanca freistaði þess að rétta hlut sinin. Heimsstyrjöldin hindraði þó, að þeir gerðu upp sakirnar í einvígi fyrsta kastið. Sá drátt- ur mun hafa verið Lasker ó- hagstæður Hann tefldi frem- ur lítið á styrjaldarárunum, og á meðan fyrstu hárin tóku að grána í vöngum hans, óx hinn ungi andstæðingur hans stðugt að reynslu og þroska. Lasker mun hafa gert sér glögga grein fyrir því, hvert stefndi, en af æðruleysi gekk hann samt til einvígis við .Cáoablanca árið 1921. Einvígið fór fram í Hav- anna, eða í heimaborg Capa- blanca. Sennilegt er, að sá aðstöðumunur hafi haft nokkur áhrif, en þó tæpast til úrslita. Er 14 skákir höfðu verið tefldar stóðu vinningar 9:5 Capablanca í hag. Þar af hafði hann unnið 4 skákir, en Lasker enga. Á þessu stigi einvígisins gaf Lasker titilinn eftir af frjálsum vilja. en fyr- irfram var svo ákveðið, að sá, sem fyrr ynini 6 skákir skyldi teljast sigþrvegari. Ákvörðun Laskers vjir því mjög skilj- anleg, ekki hvað sízt, þegar þess er g£f$t, að loftslagið á Cubu átti f«vo illa við hann, að það kostaði hann margra mánaða spífalavist að ná sér eftir einvígið. En þvi fór fjarri að Lasker léti missi tíeimsmeistaratitils- ins hafa varanleg sálræn á- hrif á sig, þótt vafalaust hafi sá viðskilnaður ekki verið honum sársaukalaus. Ekkert var honum fjær skapi en feta þar slóð Steinitz, sem bugað- ist andlega yfir ósigri sínum. Til þess var Lasker alltof kaldhygginn heimspekingur og skynugur um mannleg ör- lög. Af hjartans rósemi tók hamn að sökkva sér niður í ýmis önnur hugðarefni s'ín, svo sem stærðfræði, heim- speki og fagurfræði, en meðal margs annars var þessi tröll- aukni hugsuður vel liðtækur leikritahöfundur. Hélt þó velll En ekki lét Lasker þó skák- gyðjuna gjalda varaniéga brigðlyndis sins. Þess var ekki langt að bíða, að hann léti aftur verulega til sín taka á skákborðinu. Kemur þá að Capablanca því, sem áður var sagt að engin brotalöm myndaðist á skákferli hans við missi heimsmeistaratitilsins. Á skákþingi í Márisch Ostrau í Tékkóslóvakíu 1923 vann hanni fyrstu verðlaun, fyrir ofan menn eins og Reti. Grúnfeld, Euwe, Bogoljubow, Tartakower og fleiri. Og þess var skammt að b'iða, að hann ynni annan sigur enn stærri. Það var á stórmótinu í New York árið 1924. Þetta var ell- efu manna mót og tefld tvö- föld umferð. Voru þar flestir sterkustu skákmenn heimsins samankomnir, þeirra á meðal, auk Laskers, bæði Capablanca og Aljechin, svo og Marsihall, Reti. Bogoljuibow, Maroczy. Tartakower o fl Aljcchin Mot þetta var hið mesta, sem haldið hafði verið síðan í Pétursborg 1914 eða 10 ár- um áður. Á því móti var. sem áður er getið, röð efstu manna: Lasker, Capablanca, Aljechin. Hvernig mundi nú tíminn hafa stokkað spilin? I byrjun mótsins hefúr heimsmeistarinn Capablanca sjálfsagt verið talinni sigur- stranglegastur, en Lasker sennilega verið talinn hafa góða möguleika á að ná öðru eða þriðja sæti. En Lasker var á öðru máli. Þótt hann leitaði ekki fast eftir því að hremma heimsmeistaratitilinn aftur úr höndum Capablanca í nýju einrýígi, þá mun honum hafa þótt hlýða að minna hinn unga heimsmeistara á, að kór- óna hans hafði áður setið á engu óverðugra höfði. Þarna vann Lasker að margra dómi mesta skáksigur lífs síns og hreppti fyrstu verðlaun með yfirburðum. Hann hlaut 16 vinninga af 20 mögulegum, eða 80%, sem er nálega einsdæmi og einstætt afrek á móti, þar sem þó er um harðvítuga samkeppni að ræða og skæðustu keppinaut- arnir eru til staðar. Capablanca verð að láta sér nægja anmað sætið með 14^2 vinning og Aljeehin þriðja, með 12 vinninga. Mannspilin höfðu þanig, þrátt fyrir allt, ekki stokkazt betur en þetta á árunum sem liðin voru frá orustumni í Pétursborg. Árið eftir hreppti Lasker annað sætið, á eftir Bogolju- bow á skákþingi miklu í Moskvu, og aftur hafði hann Capablanca fyrir neðan sig. í þriðja sæti En eftir það mót tók hann sér langa hvíld og mun raunar hafa áformað að draga sig fyrir fullt og allt í hlé frá opinberum kappteflum, þótt rás atburðanna yrði önn- ur. Sem fyrr hafði hann gnægð annarra áhugamála að „drepa tímann“ með, komst í fremstu röð bridgespilara og var skákfréttaritari um skeið. Leið svo fram til þess. er nazistar komust til valda í Þýzkalandi og Hitler tók að sér að umskapa heiminn. Má segja, að það væri táknrænt um þá umsköpun alla, að eitt af fyrstu verkum hans var að flæma hinin aldna snilling frá eignum sínum og neyða hann til að yfirgefa ættland sitt. Stóð nú Lasker aftur í sömu sporum og á stúdentsárum sínum 1 Berlín, eignalaus mað- ur og snauður, nema að þeim andans auði. sem hinir „hreinu Aríar“ gátu ekki frá honum tekið. Og aftur va%'i honum gripið til skákarinnar. til að afla sér og konu sinni lífsviðurværis. Síðasta mótið Á árunum 1934—36 tefldi hann á fjórum stórmótum. Hafði hann þá ekki teflt opin- berlega um 9 ára skeið, ,og þar sem hann var auk þess orðinn meira en hálfsjötugur að aldri, þá hefði mátt ætla. að það væri honum algjört of- urefli að þreyta kapp við öfl- ugustu meistara þess tíma. En sennilega hefur Lasker aldrei sýnt jafnglögglega af hve traustum efniviði hann var gjör og einmitt á þessum ár- um. Að visu náði hann ekki aftur allra hæsta tindinum. En hann var þó ekki fjær honum en svo, að í Moskvu 1935, náði hann öðru sæti á eftir þeim Botvinnik og Flohr, aðeins hálfum vinningi neðar en þeir og hafði þá enn Capa- blanca fyrir neðan sig og vann hann i frægri skák. 1 Ziúrich, árið áður hafði Lask- er tapað fyrstu og síðustu skákinni, sem hann tap- aði fyrir Aljechin á ævinní! Var Aljechin þá heimsmeist- ari og upp á sitt bezta. Á því móti varð Lasker 5. af 16 keppendum. I Moskvu 1936 náði Lasker ekki jafngóðum árangri og árið áður, varð 6. af 10 keppendum. Síðasta mótið, sem Lasker tefldi á, var svo í Notfingham sama ár (1936). Var það tví- mælalaust sterkast þessara móta og sögulegt að því leyti, að þar tefldu fjórir heims- meistarar þrír fyrrverandi, svo og Euwe, sem þá hélt titl- inum. Við getum raunar nú allt eins sagt, að þar hafi teflt fimm heimsmeistarar. ef við teljum með Botvininik, nú- verandi heimsmeistara, en hann var einnig meðal kepp- enda. Alls voru 15 þátttakend- ur. Skiptust þeir þv‘i sem næst í tvennt. hvað vinningatölu snerti, því 8 efstu mennárnir voru svo að segja í einum hnapp, en síðan kom tveggja og hálfs vinnings glufa í keðjuna. Úrslit urðu: Vinn. 1—2 Botvinnik ...... 10 1—2 Capablanca .... 10 3—5 Euwe .............. 9V2 3—5 Fine .............. 9V2 3—5 Reshevsky ......... 9% 6 Aljechin...........9 7—8 Lasker ............ 8Y2 7—8 Flohr ............... 8V2 Næsti maður var svo með 6 vinninga o s. frv. Má áf þessu ljóst vera, að þessi síðasti kafli á skákferli Laskers varð ekkert fiasco, heldur góð lokasena mikils listamanns, enda þótt Adolf Hitler ætti óbeint mestan þátt í að kalla hann aftur fram á sviðið. Eftir skákþingið 5 Nottir.g- ham tók Lasker ekki framar þátt i opinberri skákkeppni. Lasker Dvaldi hann um skeið í Moskvu, en síðla árs 1937 hélt hann til Bandaríkjanna og dvaldist þar til dauðadags. Hvað er svo að segja um skákstíl Laskers og áhrif hans á samtíð og eftirkomendur ? Og í hverju voru yfirburðir hans fólgndr? Stíll Laskers Að sjálfsögðu þarf ekki að fara í grafgötur um þáð, að maður eins og Lasker, hlaut að hafa mikil áhrif á samtíð sína og þá sem á eftir komu, þótt þau áhrif væru og séu kannski meira óbein en bein. Aljechin taldi Lasker t. d. læriföður sinn og gekk svo langt að telja hugmynd skák- taflsin® fjarstæða án Laskers. Ekki er þó hægt að segja, að Lasker væri frumkvöðull neins sérstaks skákskóla, eins og t.d. Steinitz, og hann lagði tiltölulega lítið til skákteórí- unnar og ruddi lítt nýjar brautir í skákbyrjunum. Og þótt Lasker skrifaði allmikið um skálc og gæfi meðal ann- ars út rómaða kennslubók, þá var honum ekki tamt að setja fram algildar kennisetningar í skák né framfylgja þeim við skákborðið. Er þá komið að -------------------SlÐA J kjarnanum 5 hernaðartæknl Laskers, sem ástæða er til að skýra nokkru nánar. Segja má, að Lasker fylgdi í verki einskonar afstæðis- kenningu í skák, þar sem hann miðaði flestar sínar að- gerðir við ákveðinn afstöðu- punkt. sem ýmsum meisturum fyrr og siðar, hefur láðst að taka fullt tillit til. Þessi af- stöðupunktur var háttvirtur andstæðingur hans, persónan, sem hann þreytti skák við hverju sinni. Steinitz, Tarr- asch og velflestir meistarar þeirra tíma beittu jafnan hlut- lægu mati í leit sinni að bezta leiknum. Steinitz lét meira að segja svo ummælt, að frá sínu sjónarmiði skipti það ná- kvæmlega engu máli, hvort andstæðingurinn væri ein- hverskonar skákvél eða mann- leg vera af holdi og blóði. Slíkt mumdi engin áhrif hafa til né frá á taflmennsku hans. Lasker gerði sér hins vegar glögga grein fyrir því, að tefld skák er ekki framleiðsla eins heila, heldur tveggja, og hæpið er, að unnt sé að vinna skák, án þess, að andstæð- ingurinn láti þar einhverja hjálp í té. Þess vegna var fyrsta boð- orð hans ekki endilega að finna „objektívt" bezta leik- inn heldur fyrst og fremst þann leik, sem væri andstæð- ingnum óþægilegastur. I æði mörgum tilvikum fer þetta tvenmt auðvitað saman, en þarf ek'ki andilega að gera það. 1 ljósi þessarar vitneskju verður skiljanlegra. hvernig Lasker braut ýmsa höfuðand- stæðinga sína gjörsamlega á bak aftur svo göldrum var likast, og þeir nutu alls ekki styrkleika síns til fullnustu Framhald á 12. síðu. KROSSCÁTA 10-1963 LÁRÉTT: 1 skip. 6 bjástur. 8 kindina. 9 guð. 10 hestnafn. 12 blossar. 14 vísa á. 16 fljótt. 18 andstreymi. 21 forfaðir. 23 fróðari. 25 smá. 28 heiti. 29 bráðléleg. 30 steinn. 31 rennslisop. LÖÐRÉTT: 1 óþrifleg. 2 rándýr. 3 gremst. 4 eldstæ'ðið. 5 konungur. 6 fuglinn. 7 glitra. 11 stormur. 13 þyrma. 15 menin 16 gírugur. 17 karlnafn. 19 væsklar. 20 tala. 22 skemmt. 24 eldstæði 26 steinn. 27 lág. LAUSN Á KROSSGÁTU 9 — 1963. LÁRÉTT: 1 skattana. 6 sek. 8 fornöld. drasl. 10 afræ'ð. 12 aldamót. 14 írra. brynni. 18 glæran. 21 krói. 23 arftaki. mjálm. 28 landa 29 nostrar. 30 nös. aurhlífin. LÓÐRÉTT: 1 sofna. 2 aurar. 3 tjöldin. nuddar. 5 andúð. 6 skammar. 7 kalatún. fór. 13 lagó. 15 rikk. 16 bjallan 17 ylfing 19 Limasól. 20 afl. 22 rifnar. 24 afana. : áhrif. 27 mærin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.