Þjóðviljinn - 12.05.1963, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.05.1963, Blaðsíða 14
|4 SfÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. maí 1963 GWEN BRISTOW: W I HAMINGJU LEIT — En þú ert gestur okkar, andmælti hún. — Það er gestur í lagi. sagði Risinn. — Farðu nú upp til barnsins, sagði John. — Við komum ekki hingað til að láta þig stjana undir okkur. Við sjáumst á morgun. — Jæja, jæja, þakka ykkur fyrir, sagði Garnet. Hún tók sér kerti. — Góða nótt. — Góða nótt, sagðj John og Risinn sendi henni fingurkoss. Þegar hún kom að stiganum heyrði hún að Florinda spurði: — Hvert hefurðu hugsað þér að fara með okkur, John? — Til Kerridge. — Aftur til Donu Manuelu? Ó, eisku John. Heldurðu að hún hafi ekkert á móti því? — Hún verður himinlifandi ef ég þekki hana rétt. sagði John. Garnet hélt áfram upp stigann og heyrði ekki meira af sam- tali þeirra. Hún fann sem snöggvast til undrunar yfir Því að henni skyldi ekki hafa dott- ið í hug að sp.yrja John hvert hann ætlaði með þær. Hún bar fullkomið traust til hans, og, það traust var meira en hún vissi Ejálf. Þegar hún var búin að svæfa Stefán að nýju, lagði hún hann í körfuna. Hún færðj kertið frá glugganum og opnaði hlerana. Loftið var svalt eftir hlýjuna um daginn og ilmur af salvie. Garnet sat á veggbekknum með handle"";na í gluggakarminum og horfði í átt til fjallanna sem teygðu sig upp í stimdan him- PERMA. Garðsenda 21. sími 33968 Hárgreiðslu- oe snyrtistofa Dömur. hárgreiðsla við ailra hæfl. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegjn Sími 14662 Hárgrejðslu- og snyrtistofa STEIND OG DÓDÓ Laugavegi 11 sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Y- Sími 14853. Hárgreiðslustofa ADSTDRBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 simi 14656. Nuddstofa á sama stað ininn. Hún fagnaði þvi að fá að vera alein dálitla stund. Hún var dauðþreytt. Hún hafði ekki haft orð á því, hún var stað- ráðin í að gera það sem henni bar án þess að kvarta, en hún var örþreytt. andlega og líkam- lega. Eftir orðaskiptin við Charl- es fyrr um kvöldið hafði hún verið örmagna. En hún gat ekki hvílt sig. Ekki á morgun held- ur hinn átti hún að leggja upp i nýtt ferðalag. Henni fannst sem hún gerði naumast annað en flytja úr ein- um stað í annan. En hvað það væri dásamlegt að eiga sér fast aðsetur. Að geta sagt: — Nú þarf ég ekki framar að flytja mig úr stað. Hér á ég heima. Hér öðlast ég ró og öryggi og frið. Hún hallaði höfðinu fram á handlegginn. Ró og öryggi og frið — var allt þetta til í raun og veru? Ekki hér að minnsta kosti. Líf hennar hér í Kali- forníu var eins og Kaljfornía sjálf. Kalifornía var land sem hægt var að ríða um dögum saman án þess að komast úr sporunum. og bakvið fjöllin um- hverfis voru eyðimerkur og auðnir og enn fleiri fjöll. f slíku landi og við slík skilyrði var ekki annað að gera en bíta á jawlrmr og þrauka og láta sem maður kæmist úr sporun- um. Maður hló mannalega og hellti í glös. var glaður og reif- ur jafnvel með vinum á borð við Florindu og Texas. Maður þraukaði og reyndi að leyna þau og sjálfan sig þeirri ömur- legu staðreynd að framundan var óvissan ein og óttinn og einmanakenndin lagðist að manni. Af neðri hæðinni heyrði hún glaðlegar raddir Florindu og Ri=- ans og glamur í borðbúnaði meðan þau gengu frá í eldhús- inu. Úr hrossaréttinni heyrðist hófaspark. Hún heyrði John tala við órólegan hest. Handan við torgið gelti hundur. Fótatak heyrðist undir glugg- anum hjá hennj. John kom út- úr réttinni og fyrir húshornið og hún sá hann í tunglsljósinu. Það marraði í þurrum sverðin- um undan fótum hans. Kaktus- inn myndaði kniplingamynztur af skuggum og stundarkorn stóð John kyrr og horfði í átt til háu, dimmu fjallanna. Hann var í skyrtunnj og bux- unum sem hann hafði rið- ið í allan daginn, en samt fannst henni sem hún hefði aldrei séð mann jafn tígulegan og glæstan. John var með stál- vöðva og enginn gat unnið eins vel og hann. En hreyfingar hans voru svo liðlegar oS mjúkar, að allir sýndust klunnalegir við hliðina á honum hvort heldur var útí eða inni. Gamet minntist þess þegar hún sá hann í fyrsta skiptj í Santa Fe. Hún sá fyrir sér hvernig hann hafði vikið frá meðan Silky og Texas slógu henni vota gullhamra og hvern- ig hann hafði með rólegri festu fengið þá til að fara, þegar hon- um þótti nóg komið. Alltaf var hann þannig þegar hann var samvistum við þá, en hann var ekki einn þeirra. Hinum þótti hann harður og alvarlegur og töluvert valdsmannslegur. Þeir virtu hann, þeir unnu með hon- um og þeir létu hann í friði. Enginn þeirra, nema ef til vill Risinn, hafði orðið var við mild- ina sem bjó undir þessarj hörðu skel. En alltaf þegar henni lá á, var John til staðar, rétt eins og núna, og það var ekki í fyrsta sinn sem hennj fannst hann vera eins og skuggi og uppsprettulind i eyðimörkinni. Allt í einu fannst Garnetu sem tíminn stæði kyrr. Engin klukka tifaði, jörðin var hætt að snúast, stjörnurnar höfðu stöðv- azt á leið simni um himinhvolf- ið. Ekkert gerðist neins staðar. Geimurinn var þögull og kyrr. En svo var eins og allt sköp- unarverkið drægi andann. Hún vissi ekki og hún myndi aldrsi fá að vita hvort hún sagðj það upphátt, eða hvort hver ein- asta stjama, hvert einasta fjail, hver kaktusþyrnir sagði það fyrir hana. en allt umhverfis hana og innaní henni sagði „John“, og hún vissi hvers hún hafði leitað allt frá því að hún var ung stúka í New York. Hingað hafði vagnaslóðin leitt hana. Frá New York til New Orleans, frá New Orleans til Santa Fe, þvert yfir eyðimerkur Qg fjöll il Kaliforníu. Alla þessa löngu leið hafði hún far- ið til að finna John. Hún elsk- a5i hann og hún vildi fá hann. Það var henni ekkert undrunar- efni. Það var eins og að opna dyr og sjá í fyrsta sinn eitt- hvað sem alltaf hafði verið þar. Það hafði alltaf verið þar. en hún hafði ekki vitað það fyrr en núna. Hún hafði þurft þ.etta langa ferðalag.og alla undan- farna atburði til að komast að því Hefðj hún hitt John fyr- ir tveimur árum í New York hefðj henni þótt hann undarleg- ur maður, skuggalegur og ógn- andþ Það hafði henni fundizt, þegar hún hitti hann i Santa Fe. í þá daga hefði hún þráð skemmtanir og frelsi og mann sem gat leitt hana inn í ævin- týrið. Nú þráðj hún ekki slíkt lengur Hún þráði ekki annað en John. Fyrir neðan gluggann sneri John sér við og gekk aftur inn í húsið. Gamet fylgdi honum með augunum og brosti. John hafði aldrej gefið tjl kynna að hann hefði áhuga á henni. Hún fann notalega sælukennd liða um sjg alla. Að neðan 'neyrði hún rödd Florindu. — Jæja þá, góða nótt, piltar. Við sjáumst á morgun. Garnet fór að loka hlerunum. Landslagið var anr.arlegt í tunglsljósinu. Þeg<?r hún beygði sig fram, sá hún tunglið. það var hátt á lofti og minnti á búlduleitan mann með tann- pínu. Hún var svo hamjngju- söm, að hún brosti til tunglsins þegar Florinda kom inn. Garnet hafði búizt við að Silky yrði mótfallinn því að þær færu burt. En Florinda fullvissaði hana um að Silky myndi gera allt til þess að þær kæmust sem fyrst af stað, og það reyndist rétt. Eins og Flor- inda hafði sagt fyrir löngu, þá kærði Silky sig ekki um að taka ábyrgð á fleirum en sjálf- um sér. Þegar viðskiptin voru með eðlilegum hætti, höfðu stúlkurnar tvær verið honum ó- metanlegar og barnið var ekki til traíala. En ef óeirðir bryt- ust út. þá var Silky því feginn að þær væru sem lengst í burtu. Silky hafði sjálfur engan á- huga á að fara úr borginni ef hann kæmist hjá því. Eins og aðrir Bandarikjamenn sem ráku viðskjpti í Kalifomíu, vildi hann vera sem næst vörubirgðum sín- um Áður en Florinda og hann skildu, skjptu þau með sér reiðufénu og gerðu lista yfir brenndu drykkina og vinið sem til var á lager. Listann afhentu þau Abbott. Meðan þau gátu bæði yfirfarjð bækurnar hvenær sem var, var samvinna þeirra með ágætum, en hvorugt þeirra vildi að hins yrði freistað um of. John stóð og horfði á Flor- indu yfirfara síðustu færslum- ar i bækurnar. — Ertu alltaf svona nákvæm? spurði hann. Florjnda leit upp til hans og brosti ögn við. — Johnny minn litli, þú get- ur trúað Silky fyrir lífj þínu og þú getur trúað honum fyrir konunni þinni. en þú getur ekki trúað honum fyrir þrjátíu sentum. John hló. — Það væri ekki þægilegt að ætla að reyna að snúa á þig, sagði hann. — Hann ætlar sér það ekki. John. Silky hefur mætur á mér og hann er svolítið hræddur um mig. En hann getur með engu móti reiknað rétt og það skrýtnasta er það, að allar villumar eru honum í hag. Hún lokaði bók- inni og reis á fætur. — Ég get ekkj gert þetta betur. Nú þýt ég upp á loftið og læt niður fötin mín. Dagjnn eftir fóru þau snemma af stað og riðu J no.rð- austurátt með ranchó Kerridg- es að takmarki. John reið á undan tii að aðgæta hvort leið- in væri örugg, þvi að alltaf var hætta á að vegurinn hefði spillzt. Pablo og Vicente teymdu klyfjahestana. Piltarnir höfðu unnið lengi fyrir John og Ris- ann og þeir höfðu ekki dvalizt í Los Angeles og þvi ekki kynnzt harðstjórn Gillespies. Þeir höfðu ekkert á móti útlendingunum. Þegar Þau lögðu af stað, bauðst Risinn til að bera Stef- án. Hann tók undir höfuðið á litla drengnum og lyfti honum ofur varlega, lagði hann í körf una og setti körfuna síðan upn á hnakkinn sinn. John hafði fengið honum bút af svörtu klæði til að vernda augu barns- ins fyrir sólarbirtunni. en að öðru leyti hafði hann tæpast tekjð eftir snáðanum. John fannst öll börn eins á þessum aldri og honum datt ekki í hug að vera með nein látalæti. Flor- inda sagði að hann væri með steinhjarta, en Garnet dáðist bara að hreinskilni hans. Það hefði verjð hlægilegt. ef John hefði farjð að gæla við ung- barn. Þrem dögum eftir að Garnet og Florinda fóru frá Los Angel- es, byrjuðu erfiðleikamir hjá Gillespie. Hópur ungra fullhuga gerði árás undir stjórn manns að nafni Varela á húsið þar sem bandaríska setuliðið hafðj að- setur. Bandarikjamennirnir ráku a z 1 o cr% Ul 1 G£ O ! z < c ), Ó Nei, nei, — ekki sjóða mig í heilu Iagi. Ó. ó, — nei, nei . . . Vaknaðu Andrés. Þú ert eins SKOTTA Sunnudagsveizlan er þá í lagi. Appeisínuflísar með súkkulaðidýfu og flórsykurkremi og allt það. $)> MELAVÖLLUR REYKJAVÍKURMÓTIÐ í dag (sunnudag) kl. 14 leika: F R A M - VALUR Dómari: Magnús V. Pétursson. Mánuaag kl. 20.30 leika: KR - ÞRÓTTUR Dómari: Steinn Guðmundsson. Mótaneind. AÐALFUNDUR Byggingarfélag verkamanna í Beykjavík. Að’alfundur félagsins verður haldinn í Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll þriðjudaginn 14. þ. m. kl. 8.30 e. h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalíundarstörí. 2. Lagabreytingar. Stjórnin. f hinu nýja tölublaði Leikhúsmála birt- ist fyrri hluti leikritsins Eðlisfræðing- amir éítir Friedrich Durrenmatt. Leik- dómar eru um eftirtaldar sýningar: Dimmuborgdr, Andorra. lfiEðlisfræðing- ana, Mann og konu, Millj tveggja elda og dómar um útvarpsleikrit. IU - 9J LEIKHÚSMÁL — Aðalstræti 18. 5»«<m^B3ÖRNSSON & CO. Sími 24204 p.o. BOX RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUB MODEL 1963

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.