Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 15. maí 1963 — 28. árgangur — 108. tölublað Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Reykjavík í Melaskólanum kL 8—10, 2—6 og 8—10 virka daga os kl. 2—6 á helgidögum. Úti á landi er kosið hjá bæjarfógetum og hreppstjórum. — Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins! Hafjð samband við kosningaskrifstofurnar! —• G-listinn er listi Alþýðubandalagsins. TRÚNAÐARSKÝRSLA um afleiðingar hernámsstefnunnar REIKNAÐ MED 75% LIKUM FYRIR TORTÍMINGU KEFLAVÍKURVALLAR ■ „Um líkurnar fyrir eyðileggingu Keflavíkurflugvallar í mögulegri styrjöld er erfitt að segja. Með tilliti til þeirra atriða, er rætt var um í sambandi við skotmarksgildi hans, mætti ætla, að kæmi til algers stríðs eða takmarkaðs stríðs um Evrópu, þá væri árás á flugvöllinn líklegri en ekki. Gerum því ráð fyrir 75 prósent líkum fyrir eyðileggingu flugvall- arins við þessar aðstæður.“ T‘A F U • V.T T. Hannskaðl af völdum högg3 og hita fvrir- hr.lár aiaigunandi áráair- Þannig er ein af niðurstððum dr. Ágústs Valfells í trúnaðar- skýrslunni til Bjarna Benedikts- sonar um hættur þær sem her- námsstefnan leiðir yfir Islend- inga. Hernámsblöðin hafa ósjald- an haldið því fram að stöðv- arnar hér væru svo lítilvægar, að ekki þyrfti að vera af þeim teljandi hætta þótt styrjöld skylli á. Nú hefur sérfræðingurinn dr. Ágúst Valfells fært að því gild rök að tortíming Keflavíkurflug- vallar væri „Iíklegri en ekki“ og Landsprót hafið I FYRRADAG hófst landspróf og ganga undir það um 420 nem- endur í 6 skói'um hér í Eeykjavík en alls munu á níunda hundrað nemendur þreyta Iandspróf á öllu land- inu. f FYRRADAG var prófað í les- inni stærðfræði og er prófið birt á 2. síðu blaðsins í dag. f gær var svo prófað í óles- inni stærðfræði. ALLIR Iandsprófsnemendur, hvar sem er á landinu fá sömu verkefni til úr'ausnar og eru þau valin af lands- prófsnefnd en formaður hennar er Bjarni Vilhjálms- son. Prófinu lýkur 31. maí. MYNDIN er tekin í Gagnfræða- skólanum við Vonarstræti í stærðfræðiprófinu. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). hann metur hættuna eins og þrjá af fjórum. Þessi hætta stafar einvörðungu af „skotmarksgildi" Keflavíkur- flugvallar. Sérfræðingurinn bend- ir margsinnis á það að árás á Is- lendinga myndi engum tilgangi þjóna í sjálfum sér; hann bendir einnig á það að í kjamorku- styrjöld yrðu fyrstu einn tveir dagamir örlagaríkastir og því væru hættusvæðin umhverfis þær stöðvar scm til væru í upp- hafi striðs. Hættan fyrir íslend- inga stafar einvörðungu af því að hér eru bandarískar herstöðv- ar sem hafa „skotmarksgildi“ þegar í upphafi stríðs. Sérfræðingar tílkvaddir Þótt dr. Ágúst Valfells sé einn skráður höfundur trúnaðarskýrsl- unnar til Bjarna Benediktsson- ar hefur hann haft marga sér- fróða menn sér til aðstoðar. Hann segir svo í formála: „Ottó Björnsson, stærðfræðing- ur, hefur útleitt nokkuð af þeim stærðfræðilíkingum, sem notaðar eru til grundvallarútreikninga í skýrslunni. Hjálmar Sveinsson, verzlunarskólanemandi, hefur lagt til mikinn fróðleik um eld- flaugar, en hann mun manna fróðastur um þau efni hér á landi. Valdemar Kristinsson, hagfræðingur, gerði þéttbýlis- kortið, sem notað var í útreikn- ingunum. Sigurður Hallsson, efnaverkfr., fékkst við flesta útreikninga viðvíkjandi geisla- virku úrfalli. Gunnar Ágústsson, byggingarverkfræðingur, teiknaði úrfallssvæðin inn á þéttbýlis- kortin. Halldór Jónsson, bygg- ingafræðingur, fékkst við út- reikninga á skýlingu gegn geisla- virku úrfalli, teiknaði línurit í skýrslunni og las yfir og leið- rétti handritið. Þessum mönnum vill höfundur öllum þakka, og ennfremur Arinbimi Kolbeins- syni, lækni, og Guðlaugi Hannes- syni, gerlafræðingi, fyrir veitta aðstoð í sambandi við þann hluta skýrslunnar er fjallar um sýkla- hemað“. Lengsti aðvörunartími 14 mínútur Eins og rakið var í frásögn blaðsins í gær gera dr. Ágúst og Framhald á 2. síðu. Enn hœkkar vísitalan Hagstofan hefur sent frá sér fréttatilkynningu um vísi- töluna samkvæmt verðlagi 1. maí s.l. Hin opinbera „vísi- tala framfærslukostnaðar" hækkar enn um 1 stig og er nú komin upp í 131 stig. Vísitalan fyrir „vörur og þjón- ustu“ helzt óbreytt í 149 stigum; matvælaliðurinn hækk- ar um 1 stig, en fatnaður og álnavara lækka á móti um 1 stig. Hins vegar er reiknað með því að húsaleigu- liðurinn bafi að þessu sinni hækkað um tvö vísitölustig. JL r a s ■ f "■'■■■■ ■ ■■■ .r.- Vu ■■■ ■ • ■ . ■ H á - n ii s k a S i Högg Hifci Samfcals 500 Kfc loffc.sprenging 6400 8B0 7280- ‘1 Hfc yf‘irbor5sspr. ■ 5600 ’ 2.240 ■ 684°. ’ .2x2 Hfc yfirborðsspr. •\7000- 862 * ■ 7862' • í trúnaSarsikýrslunni tjl^ Bjarna Benediktssonar dóms- málaráðherra eru nákvæmir og háfræðilegir útreikningar á öll- um afleiðingum Þess ef hernáms- stefnan leiddi styrjöld yfir ís- lendinga, kort, Sínurit og töfl- ur. Þar á meðal er þessi tafla sem sýnir mannskaðann af þrenns konar kjamorkuspreng- ingum á og yfir Keflavikurflug- velli. Þarna er „aðeins“ reikn- að með tafarlausu mannfalli af völdum höggs og hita, en eins og rakið var í blaðinu í gær myndi helrykið frá sprenging- unni síðan dreifast í allt að 1.000 kílómetra fjarlægð frá sprengingarstað. Dagsbrún- arfundurinn „Fundur f Verkamanna- félaginu Dagsbrún, haldinn 14. maí 1963, samþykkir að leita þegar eftir viðræð- um við atvinnurekendur um breytingar á samning- um félagsins. Fundurinn telur að i þcssum viðræðum beri að Icggja áherzlu á kauphækk- un og styttan vinnutíma, tilfærslur milli taxta og hækkun á kaupi vegna starfsaldurs. Fundurinn Icggur áherzlu á að samningum verði hraðað þar sem hann telur kjör verkamanna nú óvið- unandi“. Fjölsóttir G-lista fundir úti á landi Kosningafundir á vegum Al- þýðubandalagsins eru nú víða haldnir úti á landi þessa daga og hafa þeir vcríð fjölsóttir og hlotið góðar undirtektir fundar- manna. Þannig var haldinn ágætur fundur í Grenivík fyrir nokkru og ríkti góð stemning á þessum fjölsótta fundi. Málshefjendur voru fjórir efstu menn listans í Norðurlandskjördæmi eystra, en það eru Bjöm Jónsson, alþingis- maður, Amór Sigurjónsson, rit- höfundur, Páll Kristjánsson, fulltrúi og Hjalti Haraldsson, bóndi. Auk þeirra töluðu á fund- inum Jón Jóhannsson á Skarði, Egill Áskelsson á Skógum og Sverrir Guðmundsson á Ljóma- tjöm. Þá var húsfyllir í Alþýðuhús- inu á Akureyri síðastliðið föstu- dagskvöld og voru frummælend- ur fjórir efstu menn listans. — Fundarstjóri var Jón B. Rögn- valdsson og hélt hann einnig ræðu. Vemlega góð stemning ríkti á þessum fjölsótta fundi. 1 Hrísey var góður fundur síð- astliðinn sunnudag og allvel sótt- ur og voru þar málshefjendur Bjöm Jónsson, Arnór Sigurjóns- son og Hjalti Haraldsson. 1 Stykkishólmi var ágætur fundur síðastliðinn sunnudag og var húsfyllir þar. Málshefiendur vom þeir Einar Olgeirsson. Gils Guðmundsson og Ingi R. Helga- son. Auk frummælenda tóku til máls Guðmundur Guðjónsson. Er þetta talinn einn stærsti kosn- ingafundur, sem haldinn hefur verið í Stykkishólmi. A mánudagskvöld var f jölsótt- ur fundur á Hólmavík og vom þar málshefjendur þeir Hanni- bal Valdimarsson og Steingrím- ur Pálsson. Fundarstjóri var Þor- geir Sigurðsson. Auk þessara manna tóku til máls Hans Sig- urðsson, oddviti og Páll Þorgeirs- son. Góður rómur var geröur að þessum fuijdi. Herinn burt úr Færeyjum ÞÓRSHÖFN, Færeyjum 14/5 — Þing Þjóðveldis- flokks Færeyja hefur sam- bykkt kröfu um að allt her- !ið verði flutt burt frá Fæc- ■yjum, en hermennimir lokaðir inni á afgirtum svæðum þangað til.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.