Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 5
Miðvjkudagur 15. maí 1963 ÞI6ÐVELIINN SÍÐA g Að Burstarfelli kom ég í norð- antoraglanda í ágúst- Beggja megjn dyra háir kampar, hlaðnir úr hellum, síðan torfi; þar uppi bjóða rauðguiir burknirótarbrúskar gesti vel- komna. Metúsalem bóndi Metúsal- emsson tók með hofmannlegri kurteisi og ljúfmennsku erindi mínu: að forvitnast um bæ hans: rétt eins og það væri sjálfsagður hlutur að fórna tíma i forvitni mína. og mun hann þó ekki vera nein komm- únistagæla Engin tilraun skal gerð til að lýsa Burstarfellsbænum. Það tæki of langt mál — og kæmj þó ekki að nema hálf- um notum. t>að er aðeins eitt ráð: að sjá hann sjálfur. Sama ætt hefur búið á Burst- arfe'li í 431 ár. Það voru Árni Brandsson og Úlfheiður Þor- steinsdóttir sem keyptu jörð- ina og settust hér að árið 1532. Afkomendur þeirra. ýmist í karllegg eða kvenlegg, hafa búið hér síðan. Ár.ni var son- ur Brands Rafnssonar prests á Hofi er seinna gerðist príor á Skriðuklaustri. Úlfheiður var dóttir Þorsteins Finnbogason- ar sýslumanns í Hafrafells- tungu, en móðir hennar var Sessel.ia dóttir Torfa sýslu- manns í Klofa. — Hér á Burst- arfeili hafa m.a. búið þrír sýslumenn: Bjöm Gunnarsson, Bjarni Oddsson og Björn Pét- ursson (d. 1744). Fyrst göngum við í stofu þar sem líta má ýmsa gamla gripi undir gleri: Þar er bind- isnæla úr gulli og steinum sett, er Einar Einarsson afi Metúsalems átti, en hann lærði gullsmíði í Kaupmannahöfn og hefur sennilega smíðað næl- una sjálfur. Gullnæla er móð- ir Metúsalems átti, gamall ætt- argripur í Bólstaðarhlíðarætt- inni. Tveir skúfhólkar, annar líklega sá minnsti er þekkist. Ennfremur lausar millur og hnappar Þarna eru pontur úr rostungstönn og hvalbeini og ýmislegt annarra tóbaksíláta. Metúsalem segir þau flest komin frá Ameríku. hafi Hall- dór bróðir sinn fengið þau þar og se.nt sér. Þá er barna krossdalur ensk- ur frá 1695, hamingjupeningur er fylgt hefur ættinni mjög lengi Ennfremur allmargir skildingar frá árinu 1762, svo og minnispeningur um brúð- kaup og embættistöku Dana- konunga. I sömu stofu er 126 ára gamalt mahognyborð, dregið út til enda: var eign afa Metúsal- ems, í þessari stofu er einnig kommóða Hannesar Finnsson- ar, er síðastur var biskup í Skálho’ti; mun ver.a tveggja alda gömul. Ennfremur blek- færi úr búi Skálholtsbiskupa: hola fyrir fjöðurstaf og blek og önnur fyrir sand til a* dreifa yfir pappirin.n í sta* þerriblaðs Þarna er hörrokkur er Hall- Metúsalem Metúsademsson á Burstarfelli í dyrum bæjar síns. ÍJr gamla Burstarfellseldhúsinu. Hlóðirnar og katlarnir t. h. Vinstra megin strokkur, handfang á skökutrénu sést fyrir ofan ketOinn. dóra seinni kona sr. Halldórs um 110 ára gamla. — Sú er á Hofi, afabróður Metúsalems við komum fyrst í er miklu kom með að Burstarfelli. enn- eldrþ Bærinn brann árið 1769 fremur kaffikanna hennar; og talið að eitthvað í honum sé báðir gripirnir vafalítið 100 f;rá þeim tíma. ar^,', . ....... í þessari 110 ára gömlu stofu Fleira er her fra gomlum er m<a. Borgundarhðlmsklukka, biskupum. m.a. litil kanna og merkt E.E — fangamarki aía vaskur komið fra Hallgrími Metúsalems. Klukka þessi er f - - • meS sekúnduvísi. sem er fátítt 1077 r . T,r Þarna ra arinu ^ Borgundarhólmsklukkur. 1877. Ami Jonsson. íaoir Jons _ ,,, . ,, Árnasonar bankas jóra smíð- f3™3 ld£av 126 3ra 11 aði það. Þarna er og spegill 0g tottþyiigdarmæhr, _ sem F,nar , i Emarsson kom emnig með fra kommoða ur harðviði. talið „ „ .... ,? , , . Kaupmannahofn. Mælir þessi er 90 ara. Þarna er hka innlagt . , , , , , , .. .. .. , , a annan metra a lengd. skatthol, er afi Methusalems , 6 útti Þa er þarna orgel fra Peter- - . . , ,, sen & Steenstrup smíðað árið -ll blaðahmfUrr°g 1863. - komið frá Svefneyjum bakkj ur latum, er Salma ■ Metúsalemsdóttir gerði. Hún lærði ekki til slíkrar vinnu, en bæði skar út og smíðaði. í Breiðafirði. Gamla eldhúsjð opnar horf- inn heim Framan við geysi- Næst höldum við svo í aðrar miklar, elliblakkar hlóðarhellur vistarverur (þótt margt sé enn hangir hór mikill úr rjáfrinu og ótalið í stofunni). Þar verður neðan í honum ketill mikill. fyrir okkur lítill hlutur. sem fá- Hliðhallt við hlóðarsteininn ann- vizka mín stendur ráðþrota ar ketill og stór pottur við hinn gegn, Neðst er zinkplata, þá (líklega þætti matarelskhuga flóki, síðan eirplata; þetta dreg- Mánudagsblaðsins komandi hér ið fast saman í kross. „Þetta þegar kraumar á ilmandi Hóls- er voltakross“, segir Metúsal- fjallahangikjöti!). em þegar hann sér heimsku Skammt frá ef strokkur mma „Menn báru þa a br3os_t- geta menn þar lært hvað -tt inu og Þeir attu að draga. ut er yið me or8 að kaka yonda vessa og lækna ol mein*. strokkinn«. Þar var vog’araflið (Þessir gripir hafa þvi gegnt<j>—-__________________I_______ álíka þýðingarmiklu hlutverki og segularmböndin nú). Hér er óvenjulegur stóll: nqrskur eintrjánungur, holaður innan. Á stóli þessum sátu verzl- unarstjórar hjá Örum og Wulf á öldinni sem leið og eitt- bvað fram á þessa. Þá eru kvarðar til að mæla voðir, ann- ar merktur 1823, sennilega frá Örum og Wulf. Þá er og tveggja potta brennivínsmál, einnig frá örum og Wulf. Þá er hér haglega gert glóð- arker til að halda kaffi heitu. Nálhús úr útskornu beini, kom- ið frá finnskum Löppum. Hálf- kista á fótum, áletruð 1862. Rúmfjöl merkt ártalinu 1843. Tafl frá því um aldamót, er Ámi póstur tálgaði með vasa- hníf. Þá komum við í stofu í bæn- notað iil að strokka. — Á öðr- um stað í bænum er strokkur úr málmi. sem strokk-ð hefur verið á þann hátt að taka í snúru. Mun það vera danskt smíði. Þá má nefna smjöröskjur úr eikarspæni, festar saman með tágum. Hér eru ennfremur göm- ul brauðtrog og skyrgrindur, svo og búrkista. komin úr eigu Guðmundar Péturssonar sýslu- manns í Krossavík. Ártalið er máð en mun sennilega vera 1771. Skemman er sá hluti bæjarins, er við komum síðast í. Eitt það fyrsta, sem við rekum augun í, er laggajám, sem grunur leikur á að átt hafi Sig- urður Breiðfjörð á sínum tíma, — Eyjólfui- í Svefneyjum var langafi Jakobínu Grímsdóttur, konu Metúsalems, og er þessi breiðfirzki gripur hingað kom- inn eftir þeim leiðum. Hér eru lóðavogir, reislur og mer'kurvog með steinlóði. Byssu- kúlumót fyrir rennilóð. Laðir ti:l að draga í gegnum (mjókka) gull- og silfurvír. Hneppslujárn — til að höggva með hnappa- göt. Mannbroddar, fjórskefling- ar; urgurnar úr hráu leðri. A- hald til að pressa út sjóvett- linga. Striffa (liti'l fata) til að taka með vatn | brunninum á- samt vatnsbera. — grind til að hafa á herðunum og hengja fötur í. Tæja (karfa) fyrir hnykla og knipplaskrín. Þá er hér og hesputré er taldi sjálft snúningana. Þá er hér páll og iáiögg, og öxi sem fannst í jörð, en mun á sínum tíma hafa verið notuð á skóginn, fremur en að það sé gömul stríðsöxi. Þá er hér klifberi smíðaður úr birki úr Hallormsstaðaskógi, en klakkar úr hreindýrshorni, ennfremur gjarðarhringja frá 1719. Þessi upptalning segir lítt af öllu því sem sjá-má í Burstar- fellsbænum. Þar er al'lt í röð og reglu, t-d. eru skóflur os, önnur áhöld í skemmunni hengd upp og geymd hrein þegar ekki er verið að nota þau. Ég í þakkarskuld við Metúsalem bónda fyrir leiðsögn hans um þann heim sem bærinn er og að hafa opnað mér sýn inn í þjóðarsöguna. Vegna hins mikla fjölda gamalla gripa hér hafa sumir fengið þann misskiln- ing í kollinn að hér væri opin- bert byggðasafn. Svo er ekkþ Þetta er safn Burstarfellsfóks- ins. Því ber að þakka fyrir virð- ingu og fryggð við þessa fornu muni og varðveizlu þeirra. Því lengra sem líður á atómöld, því betur kunna menn að meta þá — þrátt fyrir allt. Þetta var eins og að hverfa þúsund ár aftur í tímann, og olli því ekki aðeins bærinn heldur og maðurinn sjálfur. Eða hafa ekki íslenzkir höfð- ingjar allt frá söguöld verið einmitt þannig? Þéttir á velli og þéttir f lund, faslausir, eng- ir oflátar, velflestir, en stoltir og fóru sínu fram. Þessum höfð- ingja ættar sem ríkt hefur í hálfa fimmtu öld var sýnilega eiginleg snyrtimennska í klæða- burði, höfðingjafas, hóglát kurt- ejsi oig ljúfmennska, en jafn- framt stolt; auðsætt að þar fór maður er i'lla mun þola mót- gerðir og ógjama láta hlut sinn. Konungur í ríki sínu, er mun kunna því bezt að sinn vilji sé lög. J. B. Þessj innlagða kommóða var eltt slnn geymsla síðustu hiskups- frúarinuar í Skálholti. (Vonandi stillir Skálholtsfélagið sig um að þrasa um hana.) Aldargamall hörrokkur til vinstri. — Konumyndin á veggnum mun vera af Salínu Metúsalemsdótt- ur, ömmu Metúsalems. Nýtt tímarítshefti Máls og menningar Næsta félagsbók Máls og menningar verður Mannkyns- saga 1648—1789 eftir Bergstein Jónsson og væntanlega tilbúin eftir miðjan þennan mánuð. Er þetta 4. bindi mannkynssögu MM, en alls er gerf ráð fyrir að þau verði a.m.k. 10 talsins og því langítarlegasta ritið sem gefið hefur verið út um almenna sögu á íslenzku til þessa. Auk mannkynssögunnar eiga félagsmenn von á fjórðu bókinni í myndlistarflokki Máls og menningar; fjallar sú bók um spænska málarann Goya. Ennfremur er væntan- leg þýdd skáldsaga — The Flowers of Hiroshima heitir hún á frummálinu og er eftir sænsk-amerísku skáldkon- una Editu Morris. Frá framansögðu er skýrt m. a. í nýútkomnu 1. hefti 24. ár- gangs Tímarits Máls og menn- ingar. Ritið er að þessu inni 96 lesmálssíður og hefst á ræðu þeirri, sem Kristinn E. Andrés- son flutti á árshátíð Máls og menningar í febrúar sl. Ræðu þessa nefnir hann „Liðinn ald- arfjórðungur", en félagið átti 25 ára afmæli á sl. ári. Sigfús Daðason skrifar 1. grein sína um „Veruleika og yfir- skin”. Björn Th. Björnsson listfræðingur fjallar um stöðu og stefnu íslenzkar myndlistar og Guðbergur Bergsson um svipmót Spánar. Magnús Jóns- son spjallar um kvikmyndagerð í Sovétríkjunum. Tvær smásögur eru f ritinu. önnur heitir „Ráðningin" og er eftir Bjöm Bjarman. Hún fjallar um það, hvemig ráðn- ingar fóru fram á Kefla- víkurflugvelli fyrir nokkrum árum. Hin sagan er eftir Gísla Kolbeinsson og nefnist: „Yfir litlu varstu trúr . . .” Lítið efni, en laglegp framreitt. Ljóð eru eftir þá Jaime Gil Biedma, Évgeni Évtúsjenko, Zgniew Herbert og Eyvind Ei- Framhald á 6. síðu. VOPNAFJÖRÐUR - FOLK OC BYGGÐ Æítasamfélagið er fyrir iöngu liðið undir lok á íslandi. Það er ekki hversdagsviðburður að koma á margra alda gamalt ættarsetur. — Bærinn er um flest einstakur. Ættarhöfðinginn sem þar býr mun fáum líkur. Að koma þar rifjar upp þúsund ára sögu. — Og hafa ekki íslenzkir höfð- ingjar á söguöld einmitt velflestir verið þét'tir á velli og þéttir í lund, falslausir, engir oflátar, en þó farið sínu fram. Kóngar í ríki sínu er kunna því bezt, að vilji sinn sé lög. BURSTARFELL ÆHarsetur í nœr hálfa fimmtu öld

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.