Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 8
FramhjóBendur Alþýðubandalagsins / Suðurlandskjördæmi Enda þótt hér í blaðinu hafi áður verið birtur framboðslisti Al- þýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi, þá þykir Suðurlandssíð- unni vel hlýða að kynna nánar frambjóðendurna, sem listann skipa. Listinn er að % hlutum skipaður hinum sömu mönnum og síðast er kosið var til þings, en þriðjungur listans er skipaður mönnum er ekki voru þá í framboði. Karl Guðjónsson alþingis- maður er þegar svo kunnur alþjóð að ekki er ástæða til að f jölyr'ða um hann. Hann er upprunnínn og búsettur í Vest- xnannaeyjum. Föðurætt hans er úr Rangárvallasýslu og er Guðjón Einarsson fa'ðir hans frá. Hallgeirsey í Landeyjum. í móðurætt er hann upprunn- inn úr Ámessýslu. Guðfinna Jónsdóttir móðir hans var frá Þorgi-ímsstöðum í Ölfusi. Karl er 45 ára gamall og hefur setið á þingi síðastliðin 10 ár, fyrstu 6 árini sem lands- kjörinn þingmaður, en frá því að nýja kjördæmaskipunin tók gildi sem þingmaður Sunn- lendinga. Bergþór Finnbogason kenn- ari á Selfossi er fæddur 1920 í Hítardal í Mýrasýslu. Hann hefur numið í Reykholtsskóla, Kennaraskólanum og við framhaldsnám hefur hann veri'ð í Noregi og við norræna lýðháskólann 5 Genf. Hanin hefur gegnt kennslustörfum frá 1942 m.a. verið skólastjóri bamaskólans í Vík í Mýrdal áður en hann fluttist að Sel- fossi. Bergþór var í öðm sæti á lista Alþýðubandalagsins við kosningarnar 1959 og hef- ur um skeið setið á þingi sem varamaður og þótt hinn nýt- asti maður í því starfi. Berg- þór er form. kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Suður- landskjördæmi. Jónas Magnússon bóndi á Strandarhöfði í V-Landeyj- um er 47 ára gamall, Land- eyingur að uppmna og býr myndarbúi á föðurleifð sinni. Árið 1956 var Jónas á fram- boðslista Þjóðvamarflokksins í Rangárvallasýslu. Hann er mú einn af þeim mönnum, sem sér glöggt hættuna af innlim- un Islands í Efnahagsbanda- lag Evrópu og hefur gengið til liðs við Alþýðubandalagið til að fi-eista þess að fá þeirri hættu afstýrt. Jónas er félags- lyndur maður í bezta lagi og starfar i ýmsum samtökum sveitunga sinna og nágranna, og hefur gengt þar ýmsum trúnaðarstöðum. Guðrún Haraldsdóttir hús- freyja að Vaðnesi á Hellu er ung og einörð kona, sem ekki lætur það buga skoðanir sínr ar, þótt heimarikir fyrirmenn í byggðarlagi hennar kunni því bezt, að þeim sé skilyrðis- laust játuð hollusta og atfylgi til mannaforáða og margur gangi undir þeirra merki fyrir ístöðuleysi. Þau hjónin í Vað- nesi, Guðrún og Ágúst Sæ- mundssoni hafa um langt skeið veri'ð forvígismenn í ung- mennafélagi sinnar heima- byggðar og jafnan eru mikil umsvif og gestkoma á heimili þeirra. Guðrún er fædd í Reykjavík 1931, en hefu'r um 11 ára skeið búið á Hellu. Björgvin Salómonsson á Ketilsstöðum 5 Mýrdal hefur til þessa verið við nám. Hanm lauk stúdentsprófi frá Laug- arvatni 1955, var um skeið við nám í Þýzkalandi en lauk BA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík í janúar s.l., Hann hefur með námi sínu unnið sem blaðamaður við Þjóðvilj- ann að undanfömu. Björgvin er einn af hinum efnilegustu ungu mönnum, sem beita kröftum sínum innan verk- lýðshreyfingarinnar, og hefur hanm verið formaður í Verk- lýðsfélagi Dyrhólahrepps nokkur hin siðari ár. Björgvin er 29 ára gamall. Gunnar Stefánsson bóndi á Vatnsskarðshólum í Mýrdal er fæddur 1915 og hefur jafn- an búið í sínum heimahreppi, en á fyrri árum og aftur nú hin síðustu ár hefur hann oft farið í verið á vetrum, hin fyrri ár til Vestmannaeyja, en nú fremur að Faxaflóa. 1 vet- ur var hann t.d. við vertíðar- störf í Keflavík. Gunnar hef- ur jafnan verið einbeittur og traustur verklýðssinnd og bar hann skyn á það fyrr en margur annar, að verklýðs- baráttan og hagur bænda er nátengt og fer saman. Gunn- ar er hreppsnefndarmaður í sinni sveit, Dyrhólahreppi. og hefur á hendi fleiri trúnaðar- störf. Böðvar Stefánsson skóla- stjóri á Ljósafossi í Gríms- nesi er 39 ára gamall. Hann lauk kennaraprófi við Kenn- araskólann 1946 og hefur ver- ið skólastjóri á Ljósafossi sið- an að undanskildum vetrinum í fyrra, er hann var í ársfríi og dvaldi í Noregi og kynnti sér kennslumál. Böðvar hefur á undanfömum ámm starfað í Þjóðvarnarflokknum og tek- ur nú, í samræmi við þá samninga sem flokkur hans og Alþýðubandalagið hafa gert með sér, sæti á fram- boðslista Alþýðubandalagsins. Böðvar er fæddur á Minni- Borg í Grímsnesi, sonur Stef- áns Diðrikssonar og konni hans Ragnhildar Böðvarsdótt- ur frá Laugarvatni. Guðmunda Gunnarsdóttir húsfreyja, Kirkjubæjarbraut 15, Vestmannaeyjum, er Vest- mannaeyingur að ætt og upp- runa, fædd árið 1921. Hún er dótir Gunnars Marels Jóns- sonar hins landskunna skipa- smiðs frá Gamla-Hrauni í Ár- nessýslu og konu hans Sigur- laugar Pálsdóttur. Guðmunda er formaður Verkakvennafé- langsins Snótar og er þekkt fyrir ötula og ódeiga sókn og vöm þeirra mála, sem hún f jallar um, og aldrei hafa þeir andstæðingar verkakvenna sótt guli í greipar Guðmundu. hvorki í stéttvilltri baráttu um völd i verkakvennafélag- inu né heldur í ritdeilum, enda er hún mikilhæf dugnaðar- kona. Frímann Sigurðsson odd- viti, Jaðri á Stokkseyri er fæddur 1916. Hann er fæddur þar og uppalinn og stundaði lengst af öll venjuleg verka- mannastörf, en hin síðari ár hefur hanm veri'ð gæzlumaður við vinnuhælið á Litla-Hrauni. Frímann hefur starfað mikið að félagsmálum í heimabyggð sinni, setið í stjóm Verkalýðs- félagsins Bjarma og verið fulltrúi þess á nokkrum Al- þýðusambandsþingum. Hann er formaður Skáksambands Suðurlands. — Frá síðustu sveitarstjómarkosningum hef- ur Frímann gegnt oddvita- störfum í heimabyggð sinni -----------'4 • Sigurður Stefánsson Heiða- vegi 49 í Vestmannaeyjum, er einn af þekktustu forustu- mönnum verklýðshreyfingar- innar og er formaður sjó- mannafélagsinis Jötuns. Það er á allra vitorði þeirra sem fylgzt hafa með kjarabaráttu sjómanna. að enginn einn maður hefur að undanförnu átt meiri né betri þátt í því a'ð byggja upp þau kjör sjó- mannastétarinnar, sem í-ikis- valdið hefur að undanförnu verið að rífa niður með gerð- ardómum og ólögum. Sigurður er og hefur um langt skeið verið bæjarfulltrúi og bæjar- ráðsmaður 5 Eyjum. Hann er 48 ára gamall. Kristín Loftsdóttir ljósmóð- ir í Vík í Mýrdal er upprunn- in á Bakka í Austur-Land- eyjum, fædd árið 1917. Hún er gift Sigurði Gunnarssyni núverandi formanni Verka- lýðsfélagsins Víkings og flutt- izt hún til Víkur er þau giftu sig. Kristín hefur mikinn á- huga á félagsmálum og hefur starfað mikið að félagsmálum vestur-skaftfellskra kvenina Hún hefur einnig tekið virk- an þátt í störfum Samtaka hemámsandstæðinga og gegndi hún forsetastörfum á siðasta landsfundi samtak- anna. Þorsteinn Magnússon bóndi í Álfhólahjáleigu í V-Land- eyjum er fæddur í Álfhólahjá- leigu 1909 og ólst þar upp. Hann var um skei'ð starfsmað- ur Kaupfélags Rangæinga í Hvolsvelli en hvarf úr því starfi og gerðist bóndi á föð- urleifð sinni. Þorsteinn hefur tekið góðan þátt 5 margskon*- ar félagsstarfsemi í sinni sveit og í öllu reynzt hinn traust- asti maður. Þorsteinn hefur jafnan haft mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og hefur oftlega skipað sæti á fram- boðslistum Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubandalagsins. Kosningaskrífstofur Alþýðubandalagsins I Suðuríandskjördæmi Selfoss: Að Austurvegi 10, sími 253 Vestmannaeyjar: I Hólshúsi, Bárugötu 9, sími 570.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.