Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 1
DIODVIH Miðvikudagur 15. maí 1963 — 28. árgangur — 108. tölublað Fyrsti almenni kosningafundurinn í Reykjavík til stuðnings Alþýðubandalaginu í þessum kosningum verður haldinn á veg- um Sósíalistafélags Reykjavíkuur fimmtudagskvöldið 16. maí kl. 9. e.h. í Austurbæjarbíói. Auk þess sem fjórar stuttar hvatning- arræður verða fluttar, mun Alþýðukórinn syngja, og sýnd verð- ur hin merkilega heimildarkvikmynd Sigurðar G. Norðdahls um atburðina 30 marz 1949. liði á kosningafundinn í a udaoskvöld Sjaldan eða aldrei hafa jafn örlagaríkar Alþingiskosn- ingar farið fram og nú í ár. Svo getur farið, að hinn 9. júní verði bókstaflega kosið um líf eða tortímingu ís- lenzku þjóðarinnar, og það sem úrslitum ræður verður það, hvaða fylgi listi Alþýðubandalagsins hlýtur. Þessa staðreynd vill Sósíalistafélag Reykjavíkur undirstrika rækilega með þeim almenna kosningafundi, sem það efn- ir til í upphafi kosningabaráttunnar í Reykjavík. Eins og menn sjá á dagskrá fundarins, sem prentuð er hér sérstaklega, verður þessi fundur með öðru og líf- legra sniði en tíðkazt hefur um kjósendafundi hér. Al- þýðukórinn undir stjórn dr. Hallgríms Helgasonar hefur vakið á sér athygli fyrir fágaðan söng, og mun marga fýsa að hlýða á þau ágætu lög, sem hann flytur að þessu sinni, verkalýðs- og ættjarðarljóð. En ekki síður verður það forvitni margra, að þarna yerður sýnd eftir margra ára hlé sú ágæta kvikmynd, sem Sigurður G. Norðdahl tók 30. marz 1949 og sýndi mörg kvöld fyrir fullu húsi fyrir mörgum árum. Um þessa mynd er skrifað sérstak- lega annars staðar hér á síðunni. Af ræðum er það að segja, að efsti maður á lista Al- þýðubandalagsins hér í Reykjavík, Einar Olgeirsson, flyt- ur fyrst stutt ávarp. Síðan talar Haraldur Steinþórsson, starfsmaður Bandalags starfsrnanna ríkis og bæja, og ræðir um lífskjörin og nauðsyn sarnstöðu. Haraldur hef- ur átt mikinn þátt í samningum þeim, sem fram hafa farið síðustu mánuði um kjör opinberra starfsmanna, og er því þaulkunnugur þeim málum. Ekki þarf að lýsa fyrir Reykvíkingum þeim vönduðu ræðum, sem hinn reyndi baráttumaður Brynjólfur Bjarna- son flytur, en hann talar þarna um samfylkingu um málstað íslands. Síðastur á mælendaskrá er Jónas Árnason. Um ræðu hans verður hér ekkert gefið upp nema nafnið, sem í dagskránni má lesa. Dagskrdin 1. Eftir klukkan 20.50 verður leikin létt tónlist, meðan fólk gengur inn í salinn. 2. Alþýðukóninn undír stjórn dr. Hallgríms Helga- sonar syngur þessi Jög: Alþjóðasöngur verkalýðs- ins — Veit þá engi, að eyjan hvíta — lsland, fsland, eg vil syngja. 3. Ræður: Ávarp: líinar Olgeirsson — Lífskjör og samstaða: Haraldur Steinþórsson — Samfylking um málstað íslands: Brynjólfur Bjarnason — Uppsölumeðol í sjónvarpi: Jónas Árnason flytur. i. Kveðjan frá Nató, kvikmynd Sigurðar G. Norð- dahls um atburðina 30. marz 1949, þegar Island var innlimað í Nató. Skýringar flytur Páll Bergþórss. Fundarstjóri verður Guðrún Guðvarðardóttir. Brynjólfur Bjarnason Einar Olgeirsson wmmSm Wmm.. Guðrún Guðvarðardóttir ínstakt tækifæri Haraldur Steinþórsson Forsíða Morgunblaðsins blas- ir við okkur á tjaldinu með fyr- irsögn eins og breiddin leyfir: TRYLLTUR SKRÍLK. RiEÐST A ALÞINGI En frásögn af atburði og at- burðurinn sjálfur er stundum tvennt ólíkt. Sannleikann í þess- um ummælum Moggans má skoða í beirri stórfróðlegu heim ildarkvikmynd af þessum at- burðum, sem Sigurður G. Norð- dahl tók á sínum tíma, og verð- ur nú sýnd í þetta eina skipti eftir langt hlé, á kjósendafund- inum i Austurbæjarbíói á fimmtudagskvöld. Þegar myndin var sýnd hér fyrir meira en áratug, var eng- inn skýringartexti með henni. en nú hefur verið úr því bætt, og mun Páll Bergþórsson skýra myndina jafnóöum og hún verð- ur sýnd. Ætti það að auðveldaf mönnum að rifja upp minning- arnar frá þessum társtokkna og Jónas Árnason reykmettaða vordegi fyrir fjórt- án árum. Lítil stúlka, sennilega jafn gömul lýðveldinu, trítlar með móður sinni fram hjá Pennan- um i Hafnarstræti. Líklega er hún sjálf orðin móðir nú. Fólk- ið er bráðþroska og kynslóða- skiptin ör. Alþingishúsið. Þingmenn ganga út af morgunfundi. Af hverju eru sumir upplitsdjarfir og ró- legir, aðrir lágkúrulegir og tipl- andi með hertan Atlanzhafs- svip? Þingfundur heldur áfram eft- ir hádegið. Hvaða piltar eru það, með einkennisband á armi, hjálma og kylfur frá Sigurjóni löggustjóra, sem stilla sér þarna upp. Sanda þeir á Varðbergi um ættjörðina? Verkalýðurinn boðar til mót- mælafundar. E« flokkar ríkis- stjórnarinnar dreifa áskorun til fólks um að koma niður á Aust- urvöll tíl. þess að sjá hina dýr- Páll Bergþórsson legu sólaruppkomu Nató-banda- lagsins. (Hvað olli annars þok- unni sem skall á um það leyti?) Já, það voru gefnir út fleiri miðar um þessar mundir en skömmtunarseðlar hernámsflokk- anna, sern þessi sama ríkisstjórn lét prenta og sýndir voru í Mogga fyrir fáum dögum. Hótel Borg lokar augunum, byrgir glugga og býður góða nótt um mið.ian dag. (Skyldu nokkur egg fást í búðum?) Þjóðaratkvæði! Þjóðaratkvæði! Heildsalablaðið er komið út og er lesið í kyrrð og næði. En nú er komið að þeirri sfcundu, að berserksgangur renn- ur á varðstjóra í lögreglunni. Sviðið breytist í einum svip . . . Lengra verða atburðir þessar- ar skilmerkilegu kvikmyndar ekki raktir, en sjón verður sögu ríkari á fundinum i Austurbæj- arbíói á fimmtudagskvöld. Kvikmyndin um kveðiuna frá NATÓ sýnd á morgun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.