Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 3
Þessi svikasamningur er bein afleiðing a'f undansláttarstefnij her- námsflokkanna, sem miðast við það eitt að innlima ísland endanlega í hernaðar- og efnahagsblakkir vesturveldanna. Ráðstefna til að knýja íslendinga til frekara undanhalds Bretar hafa nú ákveðið að kalla saman ráðstefnu um landhelgismál í London í haust, þar sem fjalla á um fiskveiðiréttindi í N-Atlantshafi, markaðsréttindi og eftirlit með fiskveiðum, og hefur íslendingum ver- ið boðið til þessarar ráðstefnu. Þessa ráðstefnu á að halda nokkrum mánuðum áður en undansláttarsamningurinn við Breta fellur úr gildi, og áður en nauðungarsamningur Dana um landhelgi Færeyja rennur út. Á þessari ráðsfefnu ætla Bretar að tryggja sér ný sérréttindi við ís- land og Færeyjar. Leynisamningur um réttargæzlu ínnan ísl. landhelgi En nú er augljós't orðið að jafnframt undansláttarsamningnum gerði ríkisstjórn Ólafs Thors leynisamning við brezku stjórnina um fram- kvæmd landhelgisgæzlunnar við ísland, um það, að íslenzku varðskip- in mættu ekki taka brezka landhelgisbrjóta nema með samþykki brezkra herskipa hér við land. Órækast dæmið um þet'ta eru atburðirnir sem gerzt hafa í sambandi við töku togarans Milwood. þar sem íslenzkum löggæzlumönnum var bannað að hafast nokkuð að nema með samþykki brezka herskipsins Palliser. Löggæzla í íslenzkri landhelgi er algert innanríkismál viðkomandi ríkis, en með þessum leynisamningi hefur ríkisstjórnin þvi gefið brezku sfjórninni rétt til freklegrar íhlutunar um mál, sem í eðli sínu er ís- lendingum einum viðkomandi. Þessa aðstöðu hefur brezkt herskip not- að til þess að forða brezkum veiðiþjóf undan íslenzkri löggæzlu. 3 . MORGVnnLABIB. Skipherrarnir á Ööni og Palliser sér samkomulag un töku M en Hunl skíphcrra rauf . það Frá réttarhöldunum í gær IIIIIÍL-- jjH gerðu með Iwood, Tsleifsson hf1„ IagSi noVTrfíi spurnin®ar fyrir styrimeanins, er vörðuB'J skyggmð þegar tog- arinn og varðskipið lentu i á- rekstrinum *vo og með hverj- um hietti togarinn sigldí á bauju þá, sem ic'.t var út á ítaðnum . rr tngarinn var tekinn að ólög- Slíkt „samkomulag" sem það er Morgunblaðið greinir hér frá 4. mai sl. um töku togarans Milwood getur enginn yfirmaður islenzku landhelgisgæzlunnar gert, ncma samkvæmt fyrirmælum ríkisstjórn- arinnar. Eiga ÞEIR að mæta þar fyrir íslands hönd? Undansláttarsamningurinn var gerður í því skálkaskjóli, að með Hon- um fengist viðurkenning Breta á 12 mílna landhelginni. En nú hafa Bret- ar sjálfir brotið þennan samning á hinn lúalegasta hátt. Hverjum detfur í hug eftir slíka framkomu að þeir muni fremur virða 12 mílurnar? Margt bendir til þess að með þessari framkomu sinni séu Bretar að skapa sér aðstöðu til nýrra samninga um landhelgina á ráðstefnunni í London í haust — og gefa íslenzku ríkisstj órninni tylliástæðu til nýs undan- sláttar. íslenzku ríkiss'tjórninni gafst gullið tækifæri fil þess að losa íslend- inga við skuldbindingar undansláttarsamningsins, eftir að Bretar höfðu brotið hann svo freklega sem raun ber vitni. — En ríkisstjórnin hefur ekkert slíkt gert. Brauf núverandi stjórnarflokka vörðuð svikum Allt sýnir þetta og sannar, að núverandi stjórnarflokkum er ekki treystandi til þess að standa vörð um framtíðarhagsmuni íslendinga í landhelgismálinu. Fái þeir ráðið að kosningum loknum verður gerður nýr undanslátfarsamningur á ráðstefmmni í London í haust. Á bá ráð- stefnu mega íslendingar ekki senda fulltrúa undansláttarflokkanna. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem frá upphafi hefur staðið vörð um hagsmuni íslands í landhelgis- málinu og tryggði með einarðri afstöðu útfærslu land- helginnar í 12 mílur 1958. — Einungis sigur Alþýðu- bandalagsins í komandi kosningum getur komið í veg fyrir áform undansláttarmanna í landhelgismálinu. — Nýir sigrar í landhelgismálinu verða einungis tryggðir með kosningasigri Alþýðubandalagsins 9. júní n. k. tökum við jafnaldra sína i stjómarflokkunum tveim til styrktar vestrænu samstarfi og aukins skilnings á nauðsyn varna Islands. Með því að setja forsprökkunum stólinn fyrir dymar hafa þessir menn feng- ið því áorkað að Tíminn hefur skrifað hófsamlegar um þessi efni hin siðustu misseri en oft áður“. Hlær hugur í brjósti Greinilegt hefur verið aðleið- togar Alþýðuflokksins hafa fylgzt af nokkrum óhug með tilhugalífi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og ótt- azt um framtíð sína. En eftir að Bjami Benediktsson tók af skarið um það að hann myndi ekki slíta samvistum við Al- þýðuflokkinn. þótt hann tæki einnig saman við Framsókn. hefur Alþýðublaðið einnig fagn- að hinu væntanlega samstarfi. 25. apríl sl. taldi það til að mynda upp hóp af ágætum „Maklegur hrís" Ef menn gætu treyst þvi að Framsókn vildi taka upp heið- arlega samvinnu við núverandi stjómarflokka væri ekki nema gott um slíkt að segja .. Auð- vitað eru ýmsir innan Fram- sóknarflokksins sem vilja bæta flokk sinn .... Tökum t.d. vamarmálin. Álitlegur hópur æskumanna hefur bundizt sam- BRÚÐURIN Og enn segir Bjami Bene- diktsson í þessari sömu grein: „Sjálfstæðismenn hlytu að fagna því, ef Framsóknarmenn vildu taka upp heiðarlegt sam- starf um góð málefni . . . BIÐILLINN Framsóknarmönnum sem hefðu sömu afstöðu og stjómarflokk- amir til allra utanríkismála: „Forustumenn þessa hóps hafa hlotið vaxandi völd innan flokksins, og eru þar menn eins og Ólafur Jóhannesson, Jón Skaftason, Erlendur Einarsson, Tómas Árnason, Steingrímur Hermannsson, Ingvar Gíslason, Jóhannes Eliasson og margir fleiri". Ekki einir Og á sjálfu flokksþingi Fram- sóknarflokksins fór Eysteinn ekkert dult með fyrirætlanim- ar: „Geti stjórnarflokkamir ekki ráðið einir eftir kosningar verða þeir að taka tillit til Framsóknarflokksins .... Það er ekki árennilegt að fela stjómarflokkunum einum sam- an völdin á næsta kjörtíma- bili". Hvaða vinstrimenn vilja með atkvœði sínu stuðla að því að Framsókn iaki þótt í hœgri stjórn eftir kosningar?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.