Þjóðviljinn - 16.05.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 16.05.1963, Side 1
Utankjörfundaratkvæðagreiðsfa Fimmtudagur 16. maí 1963 — 28. árgangur —• 109. tölublað Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Reykjavík í Melaskólanum kl. 8—10, 2—6 og 8—10 virka daga og kl. 2—G á helgidögum. Úti á landi er kosið hjá bæjarfógetum og hreppstjórum. — Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins! Hafjð samband við kosningaskrifstofurnar! — G-listinn er listi Alþýðubandalagsins. I Fundurinn í Austurbæjarbíói hefst klukkan 9 í Fyrsti almenni kosn- ingafundurinn í Reykja- vík til stuðnings Alþýðu- bandalaginu í komandi alþingiskosningum verður aaldinn á vegum Sósíal- istafélags Reykjavíkur í Austurbæjarbíói í kvöld, fimmtud., og hefst kl. 9. Áður en fundur hefst verð- ur leikin létt tónlist, en síð- an syngur Alþýðukórinn þrjú lög undir stjóm dr. Hall- gríms Helgasonar. >á verða fluttar fjórar stuttar hvatningarraeður: — Ejnar Olgeirsson flytur ávarp. Haraldur Steinþórsson talar um lifskjör og saimstöðu. Brynjólfur Bjarnason talar um gamfylkingu um málstað fslands, Jónas Árnason flyt- ur síðustu ræðuna; Uppsölu- meðöl í sjónvarpi. Loks verður minnt á kveðj- una frá NATÓ — sýnd kvikmynd Sigurðar G. Norð- dahls um atburðina 30. marz 1949, þegar fsland var inn- limað í Atlanzhafsbandalag- ið. Páll Bergþórsson flytur skýringar með kvikmyndinni. Fundarstjóri verður Guðrún Guðvarðardóttir. Stuðningsmenn G-listans i Reykjavik — lista Alþýðu- bandalagsins — eru eindreg- ið hvattir til að fjölmenna i Austurbæjarbíó í kvöld og mæta réttstundis. MYNDIN Frá Austurvelli 30. marz 1949. Lögreglan hefur gert á- rás á mannf jöldann við þing- húsið samkvæmt fyrirskipun forystumanna hemámsflokk- anna þriggja, lögreglumenn beita kylfum og gasmekkir stíga upp af grasflötunum. TRÚNAÐARSKÝRSLA UM AFLEIÐINGAR HERNÁMSSTEFNUNNAR an er a iðing af bandarískum herstöðvum í skýrslu Ágústs Valfells, yfirmanns almannavarna, til Bjarna Benediktssonar dómsmálaráðherra um afleiðing- ar hemámsstefnunnar kemur það skýrt fram hvað eftir annað að sérfræðingarnir telja hætturnar EINGÖNGU stafa af því að hér eru bandarískar herstöðvar í landinu. „í>ar sem íslendingar hafa ekki her og yrðu því ekki beinir þátttakendur í styrjöld“, segir þar m.a., „myndi það ekki veikja hernaðarmátt nokkurs stríðsaðila í einu né neinu, þótt íslendingar væru drepnir. Þar sem hern- aðaraðgerðir miða fyrst og fremst að því að veikja hern- aðarmátt óvinarins, jafnvel þegar óbreyttir borgarar hern- aðaraðila eru drepnir, þá er það álit höfundar, að það væru algerlega óraunsœjar hernaðaraðgerðir, sem miðuðu að því einu að útrýma íslendingum. Af þessum ástæðum má ætla, að í algerri styrjöld myndu mögulegar hernað- araðgerðir á íslandi fyrst og fremst beinast að þeim stöð- um, er hefðu eitthv'ert hernaðargildi... ÞEIM HERNAÐ- ARMANNVIRKJUM sem væru til taks í upphafi stríðs“. f samræmi við þetta eru allir útreikningar sérfræðinganna mið- aðir við herstöðvar Bandaríkj- anna á Islandi, þær sem nú eru og þær sem vitað er að Banda- ríkjamenn ásælast, Keflavíkur- flugvöll, Hvalfjörð, radarstöðv- arnar, Reykjavík að því leyti sem hún er tengd hemaðarkerfi Bandaríkjanna. í skýrslunni er lögð á það mikil áherzla að kjamorkustyrj- öld myndi verða gerólík fyrri heimsstyrjöldum vegna þess að hún yrði háð á örfáum dögum. Hinar gagnkvæmu styrjaldarað- gerðir myndu þá beinast að þeim hemaðarmannvirkjum sem þegar væru til er slík hugsanleg styrj- öld skylli á. Um þetta segir svo í skýrslunni: „Að áliti Kahns (bandarískur sérfræðingur. Ath. Þjv.) myndi algert stríð milli stórveldanna, við núverandi aðstæður, vara 2- 30 daga. Báðir aðilar gætu lík- lega flutt megnið af sprengju- forða sínum yfir á svæði and- stæðingsins á fyrstu tvelm dög- unum. Fyrsta hryðjan yrði. er skipzt yrði á eldflaugaskotum á fyrstu mínútunum og klukku- stundunum eftir að stríð væri hafið. Á meðan fyrsta höggið (þ. e. eldflaugaárásin) stæði yfir og að því afstöðnu yrði síðan ann- að höggið greitt með flugvélum. Það færi svo aftur eftir aðstæð- um augnabliksins (í næstum bók- staflegri merkingu) hvemig skot- um fyrsta höggsins yrði dreift (eða miðlað) á skotmörkin .... Ef líklegt þætti að hægt sé að eyðileggja verulegan hluta af eldflaugaflota andstæðingsins þeg ar á jörðu niðri, myndi megin- hluta fyrsta höggsins vera beint á eldflaugastöðvar hans. Hin- um hluta höggsins myndi svo dreift á flugvelli (til þess að draga úr annars höggs getu fjandmannsins), varnar og stjórn- armiðstöðvar (til þess að draga úr getu óvinarins til að verjast öðru höggi árásaraðilans) og að lokum á borgir. Að vísu gegnir sama máli um flugvelli og eld- flaugastöðvar, þ.e. miðlunin væri háð þvi hve mikill hluti árásar- flota óvinarins væri enn á jörðu niðri (nema því aðeins, að hann hafi verið sendur á loft alllöngu áður, t.d. sem varúðarráðstöfun fyrir væntanlega árás, eða í þeim tilgangi að gera árás). Því má búast við, að stórum hluta af fyrsta höggl yrði miðlað á flug- velli . . . í algerri kjarnorkustyrjöld myndi gífurleg tortíming eiga sér stað fyrstu tvo daga styrjaldar- innar. Áætlað er að 150 milljónir manna myndu farast fyrstu 18 kl.st. Á þeim svæðum sem lægju utan högg- og hita-áhrifa- svæði sprengjanna, myndi geisla- virkt úrfall lama alla starfsemi í að minnsta kosti tvær vikur. Hernaðarmáttur myndi því fyrst og fremst byggjast á þeim hemaðarmannvirkjum er væru til reiðu í upphafi stríðs“. Hafa gert Island að skotmarki Sú ógnarlega hætta sem Is- lendingum er búin stafar þannig Framhald á 2. síðu. Eins og áður hefur verið greint frá era margar skýringarmyndir í skýrslu dr. Ágústs Valfells, forstöðumanns Ahnannavaraa, til Bjarna Benedikassonar dómsmálaráðherra — þeirri skýrslu sem Morgunblaðið í gær kallar „óttaáróður". Kortið hér fynir ofan er til skýringar á áhrifum þess ef einni eldflaug yrði skotið á Keflavíkurflugvöll, og er skotgígurinn teiknaður inn á myndina. Teikningin er færð inn á hemaðarkort frá bandaríska hernáms- Iiðinu á Keflavíkurflugvelli. Cooper á loft í gcer - á að lendo geimfarinu í nótt 1 gær klukkan 13.04 Iagði Gordon Coper, 36 ára gamall Bandaríkjamaður, af stað í langa rcisu um himingciminn í fari sínu Faith 7. Ef allt gengur að óskum mun hann vera 34 klukkustundir og 19 mínútur á Iofti, fara 22 um- fcrðir umhverfis jörðina, geys- ast yfir 100 lönd og sjá 43 sólarlög og sólarupprásir. Er síöast fréttist hafði Cooper far- ið þrjár umferðir. Honum leið þá f alla staði ágætlega og hafði ekki orðið var við aðra erfiðleika en full hátt hitastig í klcfanum. Það er í frásögur fært að geimfarinn tók veiði- stöng sína með í ferðalaglð og hyggst hann dorga með henni mcðan hann bíður eftir því að vera fiskaður upp úr Kyrrahaf- inu. — Sjá 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.