Þjóðviljinn - 16.05.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.05.1963, Blaðsíða 5
r Pimmtudagur 16. maí 1963 HðDVIUINN SlÐA Þúsundir Islendinga syntu fyrsta daginn Norræna sundkeppnin hófst í gær. Þátttakend- ur hér á landi skiptu þúsundum þegar fyrsta dag keppninnar. íslendingar eiga góða sigurmögu- leika í þessari keppni, ef landsmenn sýna einhug um að sanna sundmennt þjóðarinnar. Þátttaka var ágæt viðast hvar á landinu í gær, fyrsta dag keppninnar. í Reykjavík var þátttaka ágæt og er hægt að taka Þátt í keppninni í öll- um þremur sundstöðum borgar- innar. Það eru unglingamir se<m setja mestan svip á keppn- ina, en einnig keppti þegar í gær f.iöldi af eldra fólki og börnum. Grundv ai.a rt al a n Við íslendingar höfum verið óánægðir með ákvörðun grund- vallartöiu. Tillögur Sundsam- bands fslands hafa eigi náð fram að ganga. Sú þjóð sigr- ar, sem eykur hundraðstölu- Iega þátttöku sína mest frá grundvallartölu sinni. Grundvallartala hverrar þjóðar, sem reikna skal hund- raðstölulega aukningu eftir nú. er meðaltal þátttökufjölda 1957, og 1960. Samkvæmt útreikningi hins Norræna Sundsambands eru grundvallartölur þessar. þjóðanna Danmörk 30.967 Finnland 129.239 fsland 28.088 Noregur 48.614 Svíþjóð 219.760 ur. Ætti fsland að ná þeirri I hundraðstölulegu aukningu, | þyrftu 14 þúsund að synda | fram yfir 28 þús., eða 42 þús. | Árið 1954 jyntu rúmlega 38 ; þúsund íslendingar eða 10 þús. fleiri en grundvallartalan er ; nú. Vafalaust munu 25 þúsund : fleiri íslendingar kunna sund | nú en þá. Sundstöðum hefur einnig fjölgað um 10 frá því | 1954 og 2 bætast við í sumar. | Verði 20% auk’ ngarinnar | þátttakendur, þá er náð 50% | aukningu frá grundvallartöl- : unni- Mörgum hefur fundizt rök- færsla fyrir möguleika á sigri ; 1954, 1957 og 1960 blekkingar, | en eftir á hefur þeim verið | ijóst að rvo var eigi. t.d. 1954 vantaði 1100 þátttakendur fi1 þess að ísland sigri. Geta allir sannfært sig um þetta, i sem grannskoða árangur . keppninnar á yfirlitsskránni. Við treystum því að allir, sem vinna að keppninni í ár, séu þegar frá byrjun sann- færðir um að Það er engin fjarstæða að aetla að 42 þús. íslendingar syndi 200 metra,<®- þegar 38 þús. syntu þá 1954. Sá fjöldi, hvað Þá meiri, myndi vafalítið faera íslandí sigur. Körfuknattleikur „Polar Cup" í Helsinki að ári s ' ■ Það á að minna alla Islendinga á að synda 200 metrana og sanna sundmennt þjóðarinnar. Þetta er aðalauglýsiingaspjald Norrænu sundkeppninnar í ár. íslenzkur sigur er mögulegur Úr því að hér er um keppni að r®ða, er rétt að ræða mögu- léika íslands á sigri. Árið 1960 vann Noregur képpnina með því að auka þátttöku sína frá jöfnunartöl- unni um 46%, svo hárri aukn- ingu hefur engin þjóð náð áð- Sundkunnátta almenn- ust hér Þátttaka íslendinga í Nor- rænu sundkeppninni hefur ætíð verið margfalt meiri en hjnna Norðurlandaþjóðanna miðað við íbúatölu hvers lands. Til glöggvunar látum við hér fylgja töflu um þátt- takendur hvers lands hverju sinnj ásamt prósentutölum miðað við íbúafjölda: Lif:r enn í gömlum glæðum Nýtt afreksmet hjá Real Madrid Samkvæmt tilkynn- ingu, sem KKÍ hefur borizt frá Suomen Koripalloliitto, þá verð- ur næsta Polar Cup keppni háð í Helsinki dagana 20—22 marz 1964. Keppnin hefur jafnfram't verið viður- kennd, sem Norður- landameistaramót í körfuknattleik. Keppt er um Polar Cup bik- arinn til eignar og hlýtur hann sú þjóð. er fyrst nær tíu stigum i keppninni. Stigatalan er nú þannig: Finnland 8 stig, Svíþjóð 2. ísland 1 og Danmörk 0. „Polar-Cup“-keppnin fór 1 fyrsta sinn fram á s.l. vetri. Hvert land fær eitt stig fyxir hvern unnin léik. Dómara- og þjálfaranám- skeið í Finnlandi Námskeið fyrir starfandi körfuknattleiksdómara. verður haldið í finnska íbróttaskólan- um í Vierumaki í ágústmánuði næstkomandi. Einn íslenzkur dómari hefur rétt til bátttöku. Ennfremur verður haldið námskeið fyrir körfuknattleiks- þjálfara á sama stað. dagana 7.-10. júlí n.k„ og getur einn ís- lenzkur þjálfari fengið aðgang að námskeiðinu. Dómarar eða þjálfarar. sem hug hafa á að sækja bessi námskeið, eru beðnir að hafa samband við stjóm KKl, sem allra fyrst. sitt Þátttaka: 1951 % 1954 % 1957 % 1960 % Danmörk 50492 2,5 25171 0,6 28130 0,6 33804 0,7 Finnland 176312 6,0 138576 3,4 121168 2,8 137310 3,1 ísland 36037 25,0 38154 25,2 24631 15,0 31535 18,5 Noregur 32004 1,0 23905 0,7 46027 1,3 51201 1,4 Svíþjóð 128035 2,0 145906 2,1 235205 3,2 204315 2,7 Verðl. gáfu: : Noregsk. Danak Fors. Finnl. Fors. fsl: Verkamenn óskast til starfa hjá Kópavogskaupstað. — úpp- lýsingar hjá verkstjóranum í síma 24564 eftir kl. 19.00 næstu kvöld. A ðslfundur SKÓGRÆKTARFÉLAGS REYKJAVÍKUR vérður haldinn í Breiðfirðingabúð uppi þriðju- daginn 21. maí og hefst klukkan 8.30 síðdegs. D a g s k r á : Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN, í síðasta félagsblaði spánska félagsins „Real Madrid“ segir að hið nafntogaða knatt- spyrnulið félagsins sé um þessar mundir að setja einstætt og ótrú- legt met. Real Madrid hefur ekki tap- að leik i spænsku deilda- keppninni á heimavelli síðan 3. febrúar 1957 þegar „Atlitioo Madrid“ sigraði. Síðan hefur Real leikið 94 leiki í deildakeppninni. Af þeim hefur félagið unnið 87 en 7 hafa orðið jafntefli. Þá er einnig greint frá því. að 3.456.876 áhorfendur hafi keypt sér aðgang að síðustu 45 leikjum liðsins á heimavelli. | Auk þess hafa verið áhorfend- ur með boðsmiða. Þetta þýðir að 76.800 áhorfendur hafa ver- ið á hverjum leik félagsins. Þá kemur það einnig fram í félagablaðinu að di Stefano hefur á siðasta keppnistímabili aðeins tekið þátt í 13 af 30 leikjum. Puskas hefur skorað 73 mörk í 81 leik deildakeppninnar á síðustu þrem árum. Og Puskas er eini liðsmaður félagsins. sem lék alla 30 leikina á síðasta tímabili. Fá félög munu eiga eins langan sigurferil og óbrot- gjaman í heimalandi sinu og Real Madrid, og þótt frægðar- ljómi þess að alþjóðamæli- kvarða sé ekki eins skær nú og oft áður, þá eru áðurgreind af- rek frábært met eins félags. ffiínnTin' ★ Vikuna 19.—25. maí fara margir stórlcikir í knatt- spyrnu fram í London. Meðal þeirra eru: tjrslitaleikurinn í Evrópubikarkeppni deildar- sigurvegaranna milH Benfica og Mílan 22. maí. tJrsIitin í ensku bikarkcppninni milli Leicester og Mancester United 25. maí. ★ 22 menn, þar af f jórir Iög- reglumenn, slösuðust í fyrra- dag í Kairó þegar áhorfendur á knattspyrnukappleik tóku að kasta grjóti, flöskum og stólum hver í annan. Þetta var leikur milli liðanna Zam- alek og Canal og voru áhang- endur beggja liðanna óánægð- ir. Átök brutust einnig út á vellinum sjálfum og blóðið litaði völlinn áður en auknum lögregluliðstyrk tókst að skakka Ieikinn. 18 manns voru lagðir í sjúkrahús. ★ Peter Sneli, hlauparinn heimsfrægi frá Nýja-Sjálandi, gekk í hjónaband s.l. laugar- dag. Brúðurinn er Sally Tum- er bankastarfskona. Svara- maður Snells var félagi hans Murray Hallberg, sigurvegari í 5000 m. á síðustu olympiu- leikum. Hjónin nýgiftu verja hveitibrauðsdögunum í USA, og munu þeir reyrn í meira lagi á þolrif hlauparans, þar sem hann á að keppa við beztu millivegalengdahlaup- ara USA á ýmsum mótum. ★ Evrópumeistaramótið í judó fór frarn í Genf í síðustu viku og lauk því með sigri Sovétríkjanna. Fimm flokkum af sex lauk með jafntefli. en í þeim sjötta varð sovézkur sigur. Vesturþ.ióðverjar voru áður Evrópumeistarar í júdó. bátttakendur á mótinu að bessu sinni voru 117 frá 19 löndum. ★ Floyd Patterson, fyrrv. heimsmeistari í bungavigt hnefaleika, hefur tilkvnnt að hann muni taka bátt í haráttu hlökkufólks í Blrmingham í Alabama fyrir afnámi kyn- þáttamisréttls í Randaríkjun- um. Heimsmeistari í listhlaupi i annað sinn ALÞJÓÐLEGT KNATTSPYRNUMÖT 1 BRASILlU ★ Landsliðum Englands, Sov- étríkjanna, Italíu og Vestur- Þýzkalands hefur vecið boðið að taka þátt í alþjóðlegu knattspyrnumóti í Brasllíu á næsta ári. Þetta mikla knatt- spymumót verður háð tll að minnast 50 ára afmælis Knattspyrnusambands Brasil. íu. 1 Sjouke Dijkstra, 21 árs gömul stúlka frá Hotlandi, varð lieimsmeistari í listhlaupi kvenna á skautum i ár. Þetta er annað árið í röð sem hún vinnur þennan titil. Síð- ustu fjögur árin í röð hefur hún unnið Evrópumeistara- titilinn. Hun er 1,68 m. á hæð. Sjouke æfir af mikíum dugnaði, og hún heidur því fram af mestu hæversku að það sé einmitt vinna og ástundun sem séu aðalatrið- S in til að ná góðum árangri. Hún æfir 6 stundir á dag ff§ flmm daga vikunnar, sjö mánuði flnHr wp ársins. Vöðvabygging hennar Sfff þykir sérlega sterk og hún hef- ur miklu meira afl og meiri , stökkkraft en keppinautar henn- ar, og óvenjulega mikið jafn- JPl vægisöryggi i frjálsu æfingun- l-m.- , miijsi'- um. i*3álfari hennar er Sviss- lendinguriim Arno’d Gerschwil- er. Myndin er tekin af henni í síðustu beimsmeistarakeppni í Cortina á Ítalíu í marz s.l.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.